Fćrsluflokkur: Fornminjar

Syndafall á Ţjóđminjasafni

Screenshot_2019-12-27 Smycke

Sumariđ 1883 stundađi starfsmađur Forngripasafnsins í Reykjavík furđuleg forngripa(viđ)skipti međ ţjóđararfinn. Hann lét útsendara frá Nordiska Museet i Stokkhólmi hafa forláta brjóstkringlu frá 16. öld, sem hafđi veriđ búningasilfur kvenna á Íslandi í aldarađir. Brjóstkringlu ţessa, sem sem er úr logagylltu silfri, fékk Nordiska Museet ađ ţví er virđist ađ gjöf ţann 8. júlí 1883.

Áriđ 2008 fékk Ţjóđminjasafniđ brjóstkringluna aftur ađ láni í óákveđinn tíma og hefur hún nú hlotiđ safnanúmeriđ NMs-38867/2008-5-185. Ţađ vekur hins vegar furđu ađ starfsmađur Ţjóđminjasafnsins, sem fćrt hefur brjóstkringluna inn í Sarp, skráningarkerfi flestra safna á Íslandi, lćtur ţetta eftir sér hafa á Sarpi:

í skiptum fyrir R.A., 8.XII.  Brjóstkringla. Efni silfur, gylt. Ţverm. 6 cm. Sjá Afb. 2 - 3 , Pl. 3, 12 a - b. Fengin frá Forngrs. í skiptum af R.A., 8.XII.1883 kom hún. 

Eitthvađ virkar ţetta eins og endasleppt ruglumbull. En međ góđum vilja má ćtla, ađ menn á Ţjóđminjasafni viti á einhverju stigi ekki hvort brjóstkringlan hafi komiđ frá Svíţjóđ, en ţó er ég ekki viss, ţví mig grunar ađ starfsmađurinn sem skrifar ţessa ţvćlu kunni líklegast ekki setningarfrćđi og notkun spurningarmerkja. En kom kringan til Íslands? Ţađ má vera eđlileg spurning miđađ viđ allt ţetta rugl á Sarpi.

Međan ađ brjóstkringlan góđa var í Svíţjóđ, hafđi enginn í Stokkhólmi burđi til ađ rannsaka ţennan grip eđa uppruna hans, ţví ekki er hann íslenskur. Kringlan var ađeins skráđ ţar sem "smycken"  frá Íslandi og upplýst er ađ Forngripasafniđ hafi gefiđ hana Nordiska Museet.


Önnur kringla í "Endurlifnunarstíl"

Nú vill svo til ađ Forngripasafniđ átti annan, sams konar grip og kringluna, sem gefin var til Stokkhólms. Hún ber númeriđ 2156 (sjá hér) og henni fylgir löng keđja; hvortveggja er logagyllt. Kringlunni ţeirri í Forngripasafninu lýsti Sigurđur Vigfússon á eftirfarandi hátt:

sigur_ur_vigfussonHálsfesti úr silfri, algylt, l.um 135 cm., br. 6 mm., ţ. 2 mm. Öll samfelld; kveiktir hlekkir, grannir, dálítiđ undnir, svo festin verđur sljett; hún er svo sem tvöföld öll, samsett af tvennum hringum; kemur ţađ glegst í ljós er undiđ er öfugt upp á hana. Á henni leikur lítill grafinn silfurlás, gyltur, međ hring í, og í honum hangir kringlótt  kinga, 5,9 cm. ađ ţverm. og 48 gr. ađ ţyngd, steypt úr silfri og gylt, međ mjög upphleyptu verki beggja vegna og steyptri snúru umhverfis.   Annars vegar er syndafalliđ, Adam og Eva standa hjá skilningstrjenu góđs og ills;  Eva tekur ávöxt af trjenu og Adam heldur á öđrum.  Ormurinn (djöfullinn) hringar sig um trjeđ.  Dýr merkurinnar (einhyrningur, uxi, svanur, hjörtur o.fl.) eru til beggja hliđa. Yzt vinstra megin virđist vera Jahve og sendir frá sjer engil á flugi: en yzt hćgra megin virđist engill(inn) reka Adam burtu; eru ţćr myndir miklu smćrri en ađalmyndin. Trjeđ er međ mikilli krónu og fyrir neđan hana er letrađ: MVLIER . DE - DIT. MIHI/ ET . COMEDI . - GE . 2. ( ţ.e. konan gaf mjer og jeg át međ. Genesis  [1. bók Móse ] 2. [kap.]). Hins vegar er friđţćgingin fyrir syndafall og syndir mannkynsins; Krossfesting Krists. Umhverfis Krist ađ ofan eru geislar í hálfhring.  Sinn rćninginn er til hvorrar handar.  María frá Magdölum krýpur viđ kross Krists og heldur um hann.  Önnur kona ( María móđir Krists?) snýr sjer undan og gengur frá. Hermađur (Longinus) ćtlar ađ stinga spjóti í síđu Krists; annar ađ brjóta međ kylfu fótleggi annars rćningjanna. Höfuđsmađurinn (Longinus) situr á hestsbaki hjá krossi Krists og hefur spjót sitt á lopti.  Beggja vegna viđ krossana og milli ţeirra er leturlína yfir ţvera kinguna: MIS-ERERE. NO-BIS - DOMI-NE(  ţ.e. Miskunna oss drottinn ). Alt er ţetta í endurlifnunarstýl og líklega frá 16.öld.  Sennilega gjört í Ţýzkalandi, í upphafi, ađ minsta kosti. - Festin (og kingan) er sögđ ađ vera frá Jóni biskupi Arasyni, en seinast hefur átt hana Sigurđur á Vatnsleysu (Jónsson) (S.V.).

Öll ţessi frćđsla Sigurđar Vigfússonar var góđ og blessuđ, eins langt og hún náđi, og Sigurđur Vigfússon gerđi sér eins og sannur síđendurlifnunarstílisti far um ađ frćđast, sem og upplýsa ţá sem áttu ţjóđararfinn. Mćttu menn taka hann sér til fyrirmyndar, bćđi í á Nordiska Museet og á Ţjóđminjasafni nútímans.

Medalía en ekki brjóstkringla

hans-reinhard-d.AE.-taetig-1535-1568-fuer-johann-friedrich-den-grossmuetigen-von-sachsen-1532-1547-1066510
Ţó Sigurđur Vigfússon hafi miđlađ haldgóđum upplýsingum  og komist nćrri um flest hvađ varđar "brjóstkringlu", og sem sögđ var frá Jóni Biskupi Arasyni komin, hafđi hann ekki ađgang af öllum ţeim upplýsingum sem fólk hefur í dag, en sem sumir virđast ţó ekki geta nýtt sér til gagns eđa gamans.

hans-reinhard-d.AE.-taetig-1535-1568-fuer-johann-friedrich-den-grossmuetigen-von-sachsen-1532-1547-a-1066510

Međ örlítilli fyrirhöfn er fljótt hćgt ađ komast ađ ţví ađ ţćr tvćr "brjóstkringlur" sem varđveittust á Íslandi eru í raun medalíur, sem Jóhann fyrsti Friđrik hinn mikilfenglegi, kjörfursti af Saxlandi (Johann Friedrich der Großmütige von Sachsen;1532-1547) lét steypa (og ekki slá) einhvern tíma stuttu eftir áriđ 1535 - eđa um ţađ bil - eđa ađ minnsta kosti áđur en hann hrökk upp af vegna offitu og lystalifnađs. Hann var mikill fylgisveinn Marteins Lúters og átu ţeir kumpánar greinilega sams konar mat. 

Lucas_Cranach_d.J._-_Kurfürst_Johann_Friedrich_der_Großmütige_von_Sachsen_(1578)Lukas Cranach eilífađi Jóhann kjörfursta eins og kćfu í dós.

Medalíumeistarinn, eđa listamađurinn sem steypti medalíurnar, var Hans Reinhard inn eldri, sem starfađi á tímabilinu 1535 fram til 1568.

Nýlega var á uppbođi í Vínarborg seld medalía af ţeirri gerđ, sem frekt og ríkt siđbótarfólk bar um hálsinn á Íslandi er ţađ rćndi og hlunnfór ađra. Medalían fór á 700 evrur (sjá hér).

Fornleifur vonar nú ađ Ţjóđminjasafniđ taki viđ sér og fari á árinu 2020 ađ skrá ókeypis upplýsingar um gripi safnsins sem Fornleifur hefur nú í allmörg ár miđlađ hér á blogginu til almennings. Safniđ verđur vitaskuld ađ vitna í Fornleif og éta orđrétt eftir honum - Eđa eins og ritađ stendur ANTIQUUS DETID MIHI ET COMEDI og étiđ ţađ!


Fornleifafundur sumarsins 2019

aaa

Nýlega greindi RÚV frá fundi (sjá hér) sem ađ öllum líkindum kemst á blöđ sögunnar sem fornleifafundur sumarsins.

Slćr hann viđ "Stöđinu" í Stöđvarfirđi og breskum bjórflöskum sem nýlega fundust á Hellisheiđinni. Nú verđur einfaldlega ađ friđa allan Kópavoginn, eftir ađ svćđiđ varđ glóđvolgur fornminjastađur. Sjáiđ varđveisluna á leđrinu. Ekki einu sinni fariđ ađ falla á gulliđ!

Einn ötulasti lesandi Fornleifs spurđi á FB út í fundinn í Kópavogi: 

Bendir mynstriđ á keđjunni ekki eindregiđ til samísks uppruna? Og ţar međ eru fćrđar sterkar líkur á ţví ađ samískur shaman međ sólarblćti, eins og lögun úrskífanna bendir sterklega til, hafi veriđ ţarna á ferđ, trúlega snemma á landnámsöld eđa jafnvel fyrr.

Ţví var fljótsvarađ:

Íslensk fornleifafrćđi hefur greinilega misst af manni eins og ţér. En einu gleymdir ţú í ţessari yfirferđ ţinni sem minnir svo unađslega á rök og snilli séra Láka heitins í Hólmi. Úrin stöđvuđust öll fyrir 9. öld og úriđ međ demantskantinum og ólinni úr hvítabjarnaleđri var greinilega annađ hvort í eigu eskimóakonu, eđa ađ shamaninn hafi veriđ samkynhneigđur. Mér er sama hvort ţađ var, ţví ţú átt kollgátuna: Allt gerđist ţetta fyrir Landnám í Kópavogi, áđur en Norđmenn komu međ Skriffinnana, kristnina og annan óţćgilegan genderintollerans.


Trupulleikarnir á Velbastađ

Hringur frá Velbastađ
Fornleifafrćđin í Fćreyjum er ekki eins hástemmd og greinin er á Íslandi. Í Fćreyjum eru t.d. ekki 40 fornleifafrćđingar á ferkílómetra líkt og á Íslandi. Samt finna frćndur vorir, fornfrřđingarnir hjá Tjóđsavninum í Fćreyjum, sem áđur hét Fřroya Fornminnissavn, oft mjög áhugaverđar minjar. Stundum svo áhugaverđar ađ ţćr setja alla á gat.

Áriđ 2016 fannst t.d. á Velbastađ (Vébólsstađ) á Streymoy (Straumey) einstakur gripur, sem hefur valdiđ miklum heilabrotum á međal frćnda okkar í fornleifafrćđingastéttinni í Fćreyjum. Gripurinn sem um rćđir, er forláta hringur úr silfri sem hefur veriđ logagylltur.  

Ţrátt fyrir ađ fćreyskir fornfrřđingar hafi sett sig í samband viđ sérfrćđinga á söfnum í Noregi, Bretlandseyjum (ţar međ töldu Írlandi)  og víđar (ţó ekki á Íslandi), hefur enginn hringasérfrćđingur á söfnum ţessum getađ hjálpađ viđ ađ leysa gátuna um ţennan merka hring. Ţví ţví er haldi fram ađ enginn hringur eins, eđa nćrri ţví líkur, hefur fundist í ţeim löndum sem leitađ hefur veriđ til. Aldursgreiningin er einnig samkvćmt helstu söfnum enn óviss. Viđ sama uppgröft fannst einnig silfurmynt, silfur-penny frá tíma Engilsaxakonungsins Eđvarđs hins Eldra í Wessex og mun myntin hafa veriđ slegin á tímabilinu 910-15.

Hvort hringurinn er eins gamall og myntin, er enginn frćđimannanna sem Tjóđsavniđ hefur haft samband viđ tilbúinn ađ tjá sig um. Einn ţeirra hefur gefiđ aldursgreininguna 1100-1300, en án nokkurra haldbćrra raka. Einn ágćtur fornleifafrćđingur og fyrrverandi safnstjóri Ţjóđminjasafns Írlands, Ragnall O´Floinn, telur hćpiđ ađ uppruna hringsins skuli leitađ á Bretlandseyjum. Ţví er höfundur ţessarar greinar ekki alveg sammála.

Hér má lesa grein eftir fornleifafrćđinginn Helga D. Michelsen hjá Tjóđsavninu sem hann ritađi í tímaritiđ Frřđi (sama og frćđi, en boriđ fram "fröi") og kallar Helgi ágćta grein sína Gátufřrur fingurringur

Eins og lesa má er Helgi fornfrřđingur í Fćreyjum í miklum vandrćđum, eđa trupulleikum eins og ţađ er kallađ hjá frćndum okkar. Trupulleikar er reyndar orđ ćttađ frá Bretlandseyjum, komiđ af orđinu trouble. Ég held ađ hringurinn frá Velbastađ sé líka ţađan. Ţađ er svo minn "trupulleiki". En nú geri ég grein fyrir skođun minni á baugnum:

Fornleifur ákveđur ađ hjálpa frćndum sínum

Ţegar ritstjóri alţjóđadeildar Fornleifs frétti af einum helsta trupulleik Fćreyinga á seinni tímum, ţ.e. hringnum forláta frá Velbastađ, ákvađ hann ađ hjálpa frćndum sínum sem urđu sjóveikir á leiđinni til Íslands. Hann notađi um ţađ bil eina klukkustund á netinu og á bókasafni sínu uppi undir ţaki. Hér kemur mjög stutt skýrsla um niđurstöđur gruflsins:

Ţar sem myntin sem fannst á Velbastađ er vel aldursgreind og uppruni hennar ţekktur, datt Fornleifi fyrst í hug ađ leita uppruna hringsins á sömu slóđum og myntin er frá.  Fćreyjar eru, ţrátt fyrir allt jafn langt frá Bretlandseyjum og ţćr eru frá Íslandi og Noregi.

  Tel ég nú mjög líklegt ađ hringurinn sé undir mjög sterkum Engilssaxneskum stíláhrifum međ áhrifum frá Meróvingískri list í Frakklandi. Lag hringsins frá Velbastađ er einnig ţekkt á frćgum hring međ engisaxískum stíl, sem fannst á 18. öld. Einn helsti sérfrćđingur Breta í engilsaxneskri list, dr. Leslie Webster, telur vera frá fyrri hluta 9. aldar (sjá hér). Hringurinn, sem hér um rćđir, fannst í Berkeley í Mercíu (Midlands) á Englandi, ţar sem er greint frá klausturlífi ţegar áriđ 759 e.Kr.

_48957730_ring

Berkley ring 2  Króna af öđrum hring, sem talinn er örlítiđ eldri en hringurinn frá Berkeley í Mercíu, er hringur sem fannst í Scrayingham í Reydale i Norđur-Jórvíkurskíri (sjá nánar hér,ţar sem hćgt er ađ lesa um ađra hringa međ sama lagi, sem tímasettir eru til 8. og 9. aldar). Krónan af hringnum frá Scrayingham er sömuleiđis meistaraverk međ filigran-verki (víravirki)en  međ sama lagi og krónan á hringnum frá Velbastađ.

Hringur frá Liverpool

  Líklegt má telja, ađ hringurinn sem fannst í Berkley í Miđlöndum hafi veriđ hringur geistlegheitamanns, ábóta eđa biskups. Hringurinn er vitaskuld skreyttur međ annarri ađferđ en hringurinn frá Velbastađ, og er gott dćmi um ţađ allra besta í gullsmíđalist á Bretlandseyjum á 9. öld. En lagiđ á hringnum, eđa réttara sagt krónu (höfđi) hans, er ţađ sama  Ţetta krosslag, sem báđir hringarnir hafa, er hins vegar frekar sjaldgćft en ţó samt vel ţekkt á fyrri hluta miđalda. Ţetta er sams konar kross og mađur sér t.d. á gylltum altörum í Danmörku (gyldne altre). Líklegt ţykir mér einnig, ađ hringurinn frá Velbastađ hafi veriđ borinn af kirkjunnar manni. Af hverju hann tapađi honum í Fćreyjum er alfariđ hans einkamál.

The_Tamdrup_Plates_Detail_1 b

Frontal_Řlst_Church_Randers b
58943119_1_xÉg fann fljótt hringa líka ţeim hér til hliđar, sem hafa álíka krossmynd í auga hringsins og Velbastađarhringurinn, ţ.e. vígslukross (hjólkross/Eng. Consecration Cross), eftir mjög stutta leit á veraldarvefnum. Ţeir eru vitaskuld alls ekki eins og hringurinn fornfái frá Velbastađ, en ef svo má ađ orđi koma, frá nćsta bć.

Ef mađur lítur á stóru silfurkúlurnar, eđa stílfćrđu vínberin beggja vegna hringlaga flatarins međ vígslukrossinum á miđju krónu hringsins frá Velbastađ, minna silfurkúlurnar mjög á hringa frá Frakklandi frá 6.- 9. öld. Hér eru nokkur dćmi um, hvernig ţannig vínberjaklasar (vínberiđ táknar blóđ Krists) voru settir beggja vegna hringkrónunnar, eđa ţar sem baugurinn mćtir krónunni.

Dćmi um Merov hringa

 

cluny-museum-ring-by-thesupermat-wikipedia-commons-800-2x1

Ef trúa má Leslie Webster, helsta sérfrćđingi Breta í Engilsaxískri list, varđandi ađra hringa međ svipuđu lagi og Velbastađarhringurinn, er hringurinn ađ mínu mati líklegast smíđađur á 9. eđa  10. öld, ţegar engilsaxneskur stíll í gullsmíđalist var enn í miklum blóma. Hringurinn er ţví ađ mínu mati frá Bretlandseyjum, en ber einnig áhrif frá hringum á Meginlandi Evrópu, helst frá hringum í Frakklandi, en einnig sjást býsantísk áhrif.  

Ég vona ađ ţetta leysi vandamáliđ međ hringinn frá Velbastađ. Reikninginn sendi ég síđar til Tjóđsavnsins í Fćreyjum, en Fornleifur er vitaskuld rándýr í allri frćđilegri ţjónustu viđ söfn og örn ađ senda stofnunum reikninga. 

Góđar stundir og allt í lagi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 

Ljósmyndin efst birtist í Frřđi og er tekin af Finni Justinussen

Version in English (pdf)

Version in English (word docx), please see "Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu" below.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Elsta hljóđfćriđ á Íslandi er alls ekkert hljóđfćri

Munnharpa Stóra Borg
Áriđ 1982 vann ég viđ fornleifarannsóknina á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Ţá var ég nemi á öđru ári í fornleifafrćđi í Árósum í Danmörku. 

Á Stóru-Borg fundust býsnin öll af forngripum, sem margir hafa síđan fariđ forgörđum, ţar sem ţeir fengu ekki tilheyrilega forvörslu.

Viđ sem störfuđum viđ rannsóknina, unnum kauplaust fram á nćtur til ađ hreinsa gripina, setja ţá í kassa og poka og skrá. Lífrćna hluti, leđur, vađmál, viđ og bein settum viđ í poka međ tego-upplausn, sem var efni sem venjulega var notađ viđ handhreinsun á skurđstofum. Ţessi gćđavökvi átti ađ halda bakteríugróđri niđri ţangađ til lífrćnir gripir voru forvarđir. En hann reyndist vitaónothćfur. Margt af vinnu okkar var unnin fyrir gíg, ţar sem gripirnir fengu heldur ekki nauđsynlega forvörslu ţegar ţeir komu á Ţjóđminjasafniđ.

Einn hlutur fannst ţađ sumar, úr járni, sem einna helst líktist einhverjum keng eđa hluta af beltisgjörđ. Ég lét mér detta í hug ađ ţarna vćri komin munngígja, sem sumir kalla gyđingahörpu (jafnvel júđahörpu ef svo vill viđ) vegna áhrifa frá ensku, ţar sem slíkt hljóđfćrđi nefnist stundum Jew´s harp, sem mun vera afmyndun af Jaw´s-harp. Hljóđfćri ţetta kemur gyđingum ekkert viđ.

Er ég sneri til Danmerkur síđla sumars 1982, hljóp ég strax í bćkur, greinar og sérrit sem til voru um hljóđfćri á Afdeling for middelalder-arkćologi í Árósum, ţar sem ég stundađi mitt nám. Ţar hafđi einhver sett ljósritađa grein um Maultrommel, sem ţetta hljóđfćri heita á ţýsku. Mig minnir ađ greinin hafi veriđ austurrísk og ađ einn höfundanna hafi heitiđ Meyer. Fann ég greinina í sérritakassa í hillunum međ bókum um hljóđfćri og tónlist á miđöldum.

Í greininni fann ég mynd af munngígju, eđa verkfćri sem menn töldu ađ hefđi veriđ munngígja, sem var mjög lík ţví sem fannst á Stóru-Borg, en ţó ólíkt flestum öđrum munngígjum. Ég sendi Mjöll Snćsdóttur, yfirmanni rannsóknarinnar, ţessa grein og var heldur upp međ mér.

Mér er nćst ađ halda ađ greinin sem ég sendi Mjöll sé einmitt nefnd í ţessari austurrísku grein á netinu, og ađ myndin hér fyrir neđan sé nýrri ljósmynd af ţeirri ógreinilegu teikningu sem ég hélt ađ ćtti eitthvađ skylt viđ járnkenginn á Stóru-Borg.

Svissneskar munngígjur

Gígjur frá Festung Kniepaß bei Lofer í Austurríki

Maultrommel 2

Ýmis lög á munngígjum

Ekki gerđi ég mér grein fyrir ţví fyrr en nýlega, ađ ţessari upplýsingu minni var hampađ sem heilögum sannleika og hefur ţađ sem ég tel nú alrangt fariđ víđa, sjá hér, hér, hér, hér, í "ritgerđinni hennar Guđrúnar Öldu" eins og stendur á Sarpi án skýringa, og víđar.

En ţađ hefur sem betur fer gerst án ţess ađ ég sé á nokkurn hátt tengdur vitleysunni sem heimildamađur. Ég ţakka kćrlega fyrir ađ vera snuđađur um "heiđurinn", ţví ekki vil ég lengur skrifa viljugur undir álit mitt frá 1982.

Eftir 1982 hef ég lesiđ mér til um munngígur og veit nú ađ ţađ er nćrri ófćrt ađ fá hljóđ út úr gígju sem er smíđuđ úr flötu járni eins og járnhluturinn frá Stóru-Borg. Munngígju er flestar gerđar úr bronsi og steyptar eđa hamrađar ţannig til ađ ţversniđ gígjunnar er tígulaga eđa hringlaga. Ţćr gígjur sem eru úr járni eru einni formađur ţannig, og járniđ ţarf ađ vera í miklum gćđum. Efra myndbandiđ neđst frćđir menn um ţađ.

Járngripurinn á Stóru-Borg, sem mig minnir ađ ég hafi fundiđ, er ekki međ hring- eđa tígullaga ţversniđ, og er hvorki munngíga né elsta hljóđfćriđ sem ţekkt er á Íslandi. Ţađ er greinilegt ađ aldrei hefur veriđ teinn á ţessu ambođi.  

Ađ mínu mati ćttu munnhörpur ađ kallast munnhörpur, en ţađ orđ eins og allir vita upptekiđ. Munnharpan okkar hefur fengiđ nafn sitt úr ensku ţar sem munnharpa eru bćđi kölluđ mouth harp og harmóníka . Í Noregi var og er ţetta hljóđfćri kallađ munnharpe.  Ţess má geta ađ norskar munngígjur eru ekkert líkar ţví ambođi sem fannst á Stóru-Borg. Í Finnlandi er munngígja kölluđ munnihaarpu.

Ég mćli međ eftirfarandi myndböndum til ađ frćđast um munngígjur, sem eiginlega ćttu ađ kallast munnhörpur. Einnig er mikinn fróđleik ađ sćkja á vefsíđunni varganist.ru sem munngígjusnillingurinn Vladimir Markov stendur á bak viđ. Vargan er rússneskt heiti munngígjunnar.

Ţá er ekkert annađ ađ gera en ađ kaupa sér gott hljóđfćri og byrja á Gamla Nóa.


Kartöflurnar ţegar teknar upp í Ólafsdal

Ólafsdalur 2
Nú, ţegar fornleifagúrkan virđist sprottin úr sér á Ţingeyrum, berast gleđitíđindi úr Ólafsdal (í Dölum).

Ţar er nú fariđ ađ rannsaka skálarúst eina, forna.  Ţar eru ađ verki fornleifafrćđingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem ţrátt fyrir hiđ feikiríkisbáknslega nafn er bara einkabissness fornleifafrćđinga úti í bć sem ekki fá vinnu á Ţjóđminjasafninu. 

Ţađ er heldur ekki ónýtt ađ fyrrverandi ţjóđminjavörđur, einn sá besti á 20. öld, segir okkur fréttir af skála ţessum í Morgunblađinu sl. helgi (sjá hér).

Í sjálfu sér er ekkert nýtt ađ koma í ljós í Ólafsdal, ef svo má ađ orđi komast. Ţarna er greinilega ekki nein fucking "útstöđ" á ferđinni, eđa eskimóabćli, ađeins undirmálsskáli af norskri gerđ - um 20 metrar ađ lengd, sem virđist vera međalstćrđ húsa frá söguöld á Vestfjörđum. Skálinn er međ bogamyndađa veggi og viđ skálann eru líklega gripahús og hlađa, sem ekki er búiđ ađ fletta ofan af. Skálinn hefur ađ öllum líkindum veriđ lengdur, og má gera sér í hugarlund, ađ ţađ hafi gerst eins og sýnt er međ litum hér ađ ofan. Blálituđu veggirnir er viđbótin. Appelsínuguli liturinn sýnir grunnmynd upphaflega skálans. Sem sagt enn ein sönnun ţess ađ húsagerđ á Íslandi kom frá Noregi en ekki frá einhverjum hokinbökum međ litningagalla á Bretlandseyjum.

Spennandi verđur ađ sjá framvindu mála í Ólafsdal í sumar. Kartöflur uxu eitt sinn vel í Ólafsdal, en ef ég ţekki fólkiđ frá Fornleifastofnun rétt er ég ekki viss um ađ ţađ stundi fornleifagúrkurćkt í miklum mćli. 

Og ég sem hélt ađ menn ćtluđu ađ bjarga öllum rústunum og kumlunum sem eru ađ fara í sjóinn...

Viđbót síđar sama dag:

Nýrri mynd af rústinni sýnir ađ einhver minniháttar viđbygging hefur veriđ viđ hana. Myndina er hćgt ađ sjá á FB-síđur rannsóknarinnar, ţar sem einni er kynnt nýtt fornleifatvist.

Ólafsdalur3


See you later alligator...

Alligator 2

í fyrra heimsótti ég land norđurljósanna og afturljósanna á hrađskreiđum rútum fullum af Kínverjum í spreng. Ég kom meira ađ segja tvisvar sinnum á ţessa framandi eyju á ţví herrans áriđ 2017.

Í annađ skiptiđ var ég ţar í nokkra daga um haustiđ. Ţá var ferđin m.a. gerđ til ađ fara í frćđilegan leiđangur. Ég fór ásamt tveimur gömlum og góđum vinum í afar merkilega rannsóknarferđ sem sagt verđur frá síđar hér á Fornleifi. Áđur en fariđ var úr bćnum, hitti ég liđsmenn mína, hvern fyrir sig. Fyrri leiđangursmanninn hitt ég í glćnýju/gömlu húsi í Austurstrćti 22 á veitingastađ sem Caruso heitir.

03 b

Austurstrćti 22, byggt 1801 en bćtt og breytt áriđ 1843

Ég kom nú í fyrsta sinn í Austurstrćti 22, eftir ađ húsiđ var "endurreist" eftir brunann mikla sem át upp gamla húsiđ áriđ 2007. Ég kom ţarna áđur í gamla húsiđ frá 1801/1843 áriđ 1994 eđa 1995 og ţá í fylgd arkitekts og ţáverandi starfsmann húsafriđunardeildar Ţjóđminjasafnsins, Guđmundar Hafsteinssonar. Ţá höfđu einhverjir framtaks samir menn gífurlega löngun til ţess ađ rífa niđur skorsteininn og eldstćđiđ í byggingunni. Löngu áđur keypti mađur gallabuxur í ţessu húsi. Síđar voru ţarna öldurhús og ýmsar vafasamar búllur, ţar sem fćstir vildu láta sjá sig sem gestkomandi.

Ţess má geta ađ Austurstrćti 22 er enn "friđlýst hús" (sjá hér hjá Minjastofnun) - kannski til ađ sýna ferđamönnum hve vel Íslendingar passa upp á minjarnar sínar. Eftir rúm 90 ár verđur líklega hćgt ađ friđa húsiđ og fljótlega ađ friđlýsa ţví bara líka.

Alligator í stofunni

Ţar sem ég sat viđ gluggann í Austurstrćti 22, varđ ég fljótlega meira upptekinn af norskum járnofni sem í stofunni var, en ágćtri pizzunni sem ég snćddi. Ég sá strax ađ einhver hafđi reynt ađ "endurgera" norskan járnofn, svo kallađan vindofn eins og ţessi tegund eru jafnan kölluđ í Noregi og oftast í Danmörku af ţeim sem ţekkja til tegundafrćđi ofna.

Sú uppsetning sem ég sá á Caruso var nú greinilega mest til skrauts, ţví ađeins sáust ţrjár hliđar ofnsins, og hafa ţeir sem gert hafa upp húsiđ ćtlađ sér ađ búa til eitthvađ sem líktist bíleggjaraofni (bilćgger). Á bíleggjurum gengur ein hliđin inn í ađaleldstćđiđ, pejsen, og er ofninn jafnan handan viđ vegginn og sömuleiđis eldhúsiđ. "Pćsinn" eđa bíleggjarinn, sem hugsanlega hefur veriđ í húsinu áriđ 1843, hafa síđan sameiginlegan skorstein. Hliđarnar á ofnplötunum á Caruso hafa voru kíttađar saman međ lituđu sillikoni eins og barmur sumra kvenna.

Eins og vindofninn stendur nú, virđist aldrei hafa veriđ kynt upp í ofni ţessum, ţví sú hliđ sem eldsneytiđ var sett inn í um lúgu, hefur veriđ múruđ föst út í vegginn, ef hún hefur ţá yfirleitt fylgt ţeim ofnleifum sem notađrar voru í ţessa skreytingu. Mér var mjög starsýnt á ofninn og tók nokkrar ljósmyndir af honum og spurđi starfsmenn, hvort ţeir ţekktu sögu ofnsins. Einn ţjónanna taldi víst ađ ofninn hefđi veriđ keyptur í tengslum endurbygginguna eftir 2009, en kunni ţó engin frekari deili á sögu hans. 


Ţar sem mađur getur ekki alltaf séđ, hvort slíkir ofnar eru eftirlíkingar, nema ađ sjá bakhluta steyptra járnplatnanna (á ţátta viđ um mörg önnur apparöt), hef ég í raun ekki hugmynd um hvort ofninn er frá fyrri hluta 18. aldar eins og áletrun og stíll benda til, ellegar afsteypa frá 19. eđa 20. öld.  En eftir ađ hafa talađ viđ Grétar Markússon hjá Argos, arkitektastofu ţeirrar sem sá um endurbyggingu hússins í gömlum stíl, veit ég ađ plöturnar sem voru notađar í endurgerđ ţessa eins konar ofns voru keyptar á uppbođi í Danmörku. Varla er líklegt ađ hlutar úr ófullkomnum ofnum hafi veriđ keyptir og líklegast ađ hann sé ekki eftirlíking, ţó ađ ég slái ţví ekki endanlega föstu. Kunnugir menn sem ég hef talađ viđ, hafa ekki séđ akkúrat ţessa gerđ ofna endurgerđa.  Viđ fornleifarannsóknir á grunni hússins eftir brunann, sjá hér, kom ekkert í ljós sem minnti á ofnplötur og slíkar sá ég heldur ekki áriđ 1994 eđa 5 í gamla húsinu.

Ţess má hins vegar geta, ađ eldstćđiđ eđa eldstóin (pćsinn) úr upphaflega húsinu frá 1801 var eitt af ţví fáa sem ekki brann til kaldra kola í Austurstrćti 22 og var flutt í burtu í heilu lagi. Mér skilst á vefsíđu veitingastađarins Caruso, ađ eldstćđiđ hafi veriđ sett aftur í nýja húsiđ.

04
Grétar Markússon arkitekt hjá Argos tjáđi mér, ađ ofninn međ alligatormyndinni hefđi veriđ settur ţarna, ţar sem sýnilegt vćri á teikningum eftir viđgerđir á húsinu áriđ 1843, ađ ţarna hafi stađiđ ofn. Oft voru ţessir ofnar (vindofnarnir, sem plöturnar á Caruso eru úr) á síđari hluta 18. aldar tveggja hćđa, líkt og ofninn sem sést á málverki Carls Vilhelms Hoslř hér neđar.

Holsř

Til ađ útskýra fyrir lesendum Fornleifs, hvernig svona ofn hefur litiđ út ţegar hann var nothćfur: Ţá stóđ hann einn sér međ fjórar hliđar úr járni sem hengdar voru utan á kjarna múrađan úr tígulsteinum. Allur ofnkassinn hvíldi á rammgerđum fótum, sem stundum voru úr tré en oftar járngrind. Upp af toppplötunni gekk síđan sívalt rör sem leitt var inn í skorstein hússins.  Öskunni var  mokađ út beint innan úr ofninum, og gjarna var járnplata höfđ á gólfi til ađ varna frá eldsvođum.

yngri ofnHér sést er veriđ er ađ múra saman vindofn af ađeins yngri gerđ en ţeirri sem plöturnar í Austurstrćti 22 eru úr. Innst er ofnrúm úr tígulsteinum og utan á eru hengdar og múrađar steypujárnsplötur.

AabenSkorsten_medBilaeggerovn

Bilćgger-ofn (bíleggari) skýringarmynd. Pejs eđa eldstćđi frá ţessum tíma hefur ţó líklega veriđ lćgri en sýnt er á myndinni. Menn hugsuđu ekki um vinnustöđu kvenna á ţeim tíma.


 
America Afflicta Gemens

Alligator 5
Hliđarplöturnar tvćr á alls endis ónothćfum skrautofninum á Caruso eru myndskreyttar.  Platan af langhliđ ofnsins sýnir fáklćdda indíánakonu sem situr kjökrandi á alligator. Fyrir framan hana er brotinn skjöldur og laskađur örvamćlir. Á bugđóttum borđa yfir indíánakonunni stendur á latínu America Afflicta Gemens, sem hćgt er ađ ţýđa yfir á islensku međ orđunum Hin bugađa og kjökrandi Ameríka. Ţetta myndmál er ćttađ frá Spáni, en ţekktast af koparristum frá Hollandi. Um miđja 17 öld voru fjórar myndir ristar í kopar af listamanninum Cornelis van Dalen sem sýna ástand heimsálfanna. Sjá t.d. hér. Myndin á ofninum á Caruso er unnin eftir ţví prenti.

Alligator 3

Framleiddur í Noregi af Johan Jřrgen Schram

Á hinni ofnplötunni, sem er nokkuđ minni en sú međ indíánakvinnunni leiđu, má sjá fangamark Friđriks 4. á steinnál sem á situr kóróna. Á skyldi á ferningsfleti undir nálinni má lesa R.Arv og árstaliđ 1713. Ţetta segir okkur allt um uppruna plötunnar sem gerđ var áriđ 1713 (ef hún er ekki eftirlíking) og af öllum líkindum af manni sem hét Johan Jřrgen Schram, og sem upphaflega var ţýskur. Hann kom til Noregs frá Kaupmannahöfn áriđ 1703 en hafđi lćrt list sína í Hamborg. 

Ofnar međ áletruninni R. Arv. voru framleiddir af Johan Jřrgen Schram í Noregi einhvern tíma á tímabilinu 1710-1721. R. Arv. ţýđir. Richelieus Arvinger. Erfingjar ţessar Richelieu höfđu sest ađ í Noregi. Einhvern tímann á  16. öld hafđi slćđst til Danaveldis herforingjaefni nokkuđ sem kallađi sig Richelieu, sem menn töldu vitaskuld franskan, en sem reyndist sleipari í ţýsku en frönsku. Hann sagđist vera af frönskum ađli kominn. Danir féllu fyrir ţessum manni, en sumir töldu ţó ađ ţarna vari kominn einhver ómerkilegur ţýskur málaliđi. En hann steig til metorđa eins og of gerist međ loddara. Ţótti afkomendum hans mikiđ til sjálfs síns koma og ćttin mćgđist viđ ýmsar eldgamlar ađalsćttir. En enn merkilegra ţótti mér samt ţegar ég fór ađ grúska meira í ţessari tegund af ofnum frá 18. öld, ađ í ljós kom ađ Regner Christoffer Ulstrup (1798-1836) landshöfđingi sem Jónas Hallgrímsson vann sem ritari hjá í Austurstrćti 22 var einmitt af ćttinni Richelieu. Hluti Richelieu-ćttarinnar í Danaveldi fluttust sem embćttismenn til Noregs og átti ćttin um tíma járnsteypuna í Noregi sem bjó til ţessa gerđ af vindofnum og margar ađrar.  Ţess vegna stendur R.Arv. (Richelieus Arvinger) á gaflplötu ofnsins.

Ţađ er hins vegar hrein tilviljun ađ keyptar voru ofnleifar, sem framleiddar voru á 18. öld af sömu ćttinni, sem síđar bjó í húsinu í Reykjavík. En skemmtileg tilviljun er ţađ ţó vissulega. Jónas Hallgrímsson hefur líklega ornađ sér viđ einhvers konar vindofn í Austurstrćti 22.  Mađur verđur eiginlega ađ vona ţađ fyrir Jónasar hönd.

Alligator 6

Hliđar af vindofnum frá Egelands-vćrket ţar sem Johan Jřrgen Schram starfađi fyrir norska grein Richeleieu-fjölskyldunnar. Johan Schram hefur líklega boriđ nafniđ fram sem EGGELANDS WERCK. Sjá Nygĺrd Nilssen 1944. 

 

Ađrir bíleggjarar og vindofnar á Íslandi á 18. og 19. öld

Ţar sem ekki er um auđugan garđ ađ gresja hvađ varđar steypujárnsofna frá 18. öld á Íslandi, ţótti mér merkilegt ađ slíkur ofn hafi veriđ settur í húsiđ eftir upplýsingum af teikningu frá 19. öld.  Ugglaust voru vindofnar eđa bíleggjarar sjaldséđir á Íslandi á 18. og 19. öld, en ţeir hafa samt veriđ til í vandađri heldri manna húsum. Ein hliđ af ofni međ mynd af Friđriki 4. og Lovísu hans er ađ finna á Ţjóđminjasafni. Ofnplatan er ekki norsk eins og starfsmenn Ţjóđminjasafni álykta, heldur gerđ í Frederiksvćrk í Danmörku (sjá hér).

Skrautplata af öđrum ofni frá lokum 18. aldar hefur einnig varđveist á Bessastöđum. Hún hefur einnig veriđ greind alrangt ţar sem grein var frá henni í tengslum viđ fornleifarannsóknir á Bessastöđum. Platan frá Bessastöđum, sem er skreyti af gafli ofns, sýnir mynd Vilhjálm 3 (1652-1702) af Óraníu, sem var gerđur ađ konungi Englands áriđ 1889 og síđar einnig yfir Skotlandi.

WR 1698

Ef allar hliđar vindofnsins hefđu verđiđ keyptar í nýbygginguna í Austurstrćti 22, hefđu ofninn til dćmis haft ţessa hliđar: Fyrir utan gaflmyndina međ fangamarki Friđriks fjórđa og allegóríuna um Ameríku, hefđi líklega veriđ hliđ um allegóríuna um Afríku og gafl međ hlemmi ţar sem eldurinn var fóđrađur.

 

Konan sem hélt ein upp á afmćliđ sitt í Hörpunni

Nú, eftir eftirminnilega alligator-málsverđinn á Caruso, var mér nokkrum dögum síđar bođiđ af hinum leiđangursmanni mínum á Hollywood-tónleika í Hörpunni og í flottan mat á undan á veitingastađ ţar í húsinu. 

Vegna tónleikahaldsins í húsinu ţetta kvöld átti vel viđ ađ miđaldra bandarísk kona sćti viđ nćsta borđ. Hún var skrafhreifin mjög eins og margra Kana er háttur.  Viđ voru vart búnir ađ klára eđalkrásir, ţegar viđ vorum komnir í hörkusamrćđur viđ ţessa konu. Hún var greinilega örlítiđ eldri en viđ, upphaflega frá New York, einhleyp og af gyđingaćttum. Allt lét hún flakka. Hún sagđist vera á Íslandi til ađ halda upp á afmćliđ sitt.  Hún hafđi fengiđ sér gríđarlega hamborgara. Rétt sem snöggvast hugsađi ég svo: "Hún hefur ţá fundiđ sér rétta stađinn til ađ kála sér eftir uppáhaldsmatinn".  En hún reyndist nú lífsglađari en ţađ og fór eftir ađ hafa spurt okkur spjörunum úr um Íslands, ađ sýna okkur myndir af húsinu sínu nćrri fenjum Flórída.

Kannski leist henni vel á gestgjafa minn - Hann hefur nefnilega ţetta íslenska ađalsmannalúkk úr Húnaţingi. Frúin frá Flórída vildi líka sýna okkur heimilisdýrin sín. "Ooh" hugsađi ég, "Einhver helvítis púdelhundur", og spurđi snöggvast gestgjafa minn hvort tónleikarnir vćru ekki ađ fara ađ hefjast. Nei hún sleppti ekki haldinu, frúin frá Flórída, sem líka vann hjá stóru bandarísku fyrirtćki eins og allir CIA-njósnarar. Hún hóf nú ađ sýna okkur myndband í símanum sínum sem var tekiđ af öryggismyndavél viđ húsiđ hennar međan hún var á Íslandi. Heimilisdýriđ var risa alligator (Alligator missisippiensis) sem heimsótti og kannađi húsiđ hennar á nóttunni. Ţá vaknađi ég allur og greindi konunni frá ţví ađ ţetta vćri annađ alligator-ţemađ í sömu vikunni hjá mér og sagđi frá ofninum á Caruso.

Svo var rćtt um alligatora í nokkrar mínútur og vissi konan allt um ţau dýr. Ég var eiginlega helst farin ađ vona ađ eitt af lögunum á Hollywood-tónleikunum yrđi See you later alligator, after 'while crocodile međ Bill Haley. Óskin rćttist ţví miđur ekki. Sinfóníuhljómsveit Ísland getur ekki rokkađ, er mér sagt. Viđ bćtum úr ţví hér:

Ítarefni:

Fett, Harry 1905: Gamle norske ovne. Norsk Folekmuseums Sćrudstilling Nr. 3, Katalog. S.M. Brydes Bogtrykkeri, Kristiania.

Nygĺrd-Nilssen, Arne 1944: Norsk Jernskulptur I og II (Norske Minnesmerker). J.W. Cappelens Forlag. Oslo.


Woody og ég á Amákri

Fornleifur og Woody Allen eru samanlagt langt yfir íslenskum fornleifaaldri. Friđađir og friđlýstir og náttúruminjar ađ auki. Ţess vegna tel ég mig hafa ćrna ástćđu til ađ blogga um Woody. Hér verđur ţó ekkert ritađ um Rosemary´s Baby eđa annađ sem gleđur Íslendinga sem vilja drepa fólk sem ţegar hefur veriđ dćmt eđa hefur veriđ boriđ er ósönnuđum ásökunum. Leggist út í rennusteininn eđa syndiđ í Skituvík Dr. Dags til ađ leita frétta af slíku. Ţiđ munuđ örugglega finna blóđugt bindi eđa skitiđ blađ viđ ykkar hćfi.

IMG_8160 bFoto. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2017.

Ég var svo heppinn hér um daginn ađ hljóta bestu afmćlisgjöf sem ég hef fengiđ í langan tíma og ţađ fyrirfram. Kona mín bauđ mér fyrr í vikunni á tónleika međ Woody Allen og Eddy Davis New Orleans Jazz Band. Hún hafđi keypt sćti á besta stađ í Amager Bio, ţar sem Woody og félagar léku á Jazzhátíđinni í Kaupmannahöfn.

Woody and band

Foto. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Tónleikarnir voru frábćrir, ég var í sćluvímu í ađ minnsta kosti tvo daga eftir tónleikana, og eins og ég skrifađi á FB mína: What an evening! Finally, I discovered that Woody is taller than I thought. He might not play like Benny Goodman, and even at times he plays like Elmer Fudd on the goose flute. But what a night. The guys in the band gave Jazz relief. They love what they are doing and everyone loves them. This was the best Birthday present (in advance) in ages. Kiss mmmah Irene.

Já mađur verđur svo sentímental ţegar árin líđa. Ţiđ ţekkiđ ţetta. Hér deili ég međ ykkur sneiđ af afmćliskökunni minni, fyrirfram (ég er alltaf ađ heiman á deginum) og nokkrar myndir sem ég tók á tónleikunum. 

Ég gat ţví miđur ekki spurt Woody, hvort hann myndi taka upp nćstu mynd sína á Íslandi … en ég tel ţađ mjög sennilegt. Titillinn verđur A Summer in Shitvik.


Sómi yrđi af garđinum

ar-707089917.jpg

Ţađ er engum vafa undirorpiđ ađ ţetta mannverki eru međal heillegustu fornleifa sem varđveist hafa í Reykjavík. Hann yrđi mikil bćjarprýđi og ugglaust áhugaverđur stađur ađ skođa fyrir ferđamenn sem og bankastjóra Seđlabankans, frekar en hallir úr gleri, járni og steypu.

Mikil skömm og synd vćri ađ varđveita garđinn ađeins ađ hluta til. Ţessi garđur sem forfeđur sumra Reykvíkinga tóku ţátt í ađ byggja er međal mestu mannvirkja 20. aldarinnar á Íslandi.

hafnarger_i_reykjavik_1913-1917.jpg

Vonandi er, ađ grćđgiskallar eyđileggi ekki ţessar minjar međ bílakjöllurum og Babelsturnum.

Nú verđur Minjastofnun líka ađ standa sig, ekki síst Kristín Sigurđardóttir, forstöđumađur. Hún má ekki gefa eftir pólitískum ţvingunum eins og hún hefur gert svo oft áđur. Hér um áriđ ţegar 1-2 einstaklingar áttu ađ sjá um minjavörslu ţá sem 15-20 sjá um nú, ţurfti Össur Skarphéđinsson ekki annađ en ađ hringja sem ráđherra í settan Ţjóđminjavörđ og ţusa, til ađ fara í kringum ţjóđminjalögin. Kristín var fengin til ađ skrifa annađ álit en ég hafđi skrifađ á stađsetningu sumarbústađs apótekara, samflokksmanns Össurar og fuglaskođara. Sumarhúsiđ var reist of nćrri fornleifum og jafnvel ofan a ţeim, sem og í trássi viđ náttúruverndarlög, og á einum fegursta stađ landsins (sjá frekar hér).

Ţó ađ fađir Stínu, Siggi Halldórs í ÁTVR, og frćndur hafi ađeins leikiđ sér ađ bolta fyrir framan námuna ţar sem muliđ var grjót í hafnargerđina, verđum viđ ađ vona ađ hún valdi og afkasti einni almennilegri verndum fornminja í stöđu ţeirri sem hún gegnir sem forstöđumađur Minjastofnunar Íslands.

hafnarstraeti_a_19_old.jpg

Fyrir tíma garđs. Ljósmynd tekin á 19. öld.


mbl.is Hafnargarđurinn verđi varđveittur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hótel Hörmung í Lćkjargötu

hotel_hormung.jpg

Kallađ hefur veiđ til samkeppni um hótelbyggingu sem á ađ gnćfa yfir Lćkjargötunni. Vinningshafinn hefur skapađ gráan og ljótan kassa. Ţetta er međ ţví ljótasta sem mađur hefur séđ í mörg ár.

Í bílageymslunni eđa á hórubarnum Lćknum í kjallaranum verđur fornleifadyngja, ţar sem haugafullir Japanar og Ţjóđverjar geta dásamađ snćldusnúđa og ryđgađan nagla Landnáms-Ingós í kassa úr skotheldu gleri eđa plasti, og síđan tekiđ landnámslagiđ í nefiđ.

Byggingin sem hefur veriđ valin fyrir Hótel Snćldu er algjör hörmung og líkist mest skotbyrgi úr síđari heimsstyrjöld. Hin ljósa ímynd Lćkjargötunnar verđur algjörlega eyđilögđ međ ţessu óeđli, jafnvel ţótt menn ýti á glow-knappinn í photoshop á hugsýn arkitektafjandanna sem unnu keppnina.

Ţetta monster, sem ćtlunin er ađ reisa í Lćkjargötu, verđur ljótt minnismerki um "minjavernd" á Íslandi. Skömm og hörmung. Ţetta verđur ađ stöđva ef hćgt er. Hvar er Simmi húsaverndari nú? Kannski er hann hluthafi?

Sjáiđ hér sum viđbrögđin á FB minni viđ hótelgarminum sem menn dreymir um til ađ mala evrur međ.

hotel_snaelda_3.jpg


Bođunarkirkjan í Cori

cori_1244517.jpg

Sistínsku kapelluna í Vatíkaninu í Róm ţekkja flestir. Ekki ćtla ég ađ eyđa tíma mínum í umfjöllun um slíka síđpápísku, enda var nokkurra kílómetra biđröđ fyrir framan Vatíkaniđ í Róm í gćr. Ég hef líka séđ herlegheitin áđur og ţađ nćgir í ţessu lífi. Ég setti mér líka annađ fyrir en ađ heimsćkja Páfagarđ í suđurgöngunni nú. Viđ létum ţví nćgja ađ aka um í opnum Lundúnastrćtó og komum ţannig tvisvar viđ í Páfagarđi. En ég tók ţessa mynd handa Jóni Vali Jenssyni af Páfanum Rómi í sjoppu nćrri ađalsamkunduhúsi gyđinga í sömu borg.

papa_per_jon_valur_1244570.jpg
Papá 1€ ódýr

Til er önnur kirkja á Ítalíu međ freskum (veggmálverkum) sem er engu síđri en sú Sistínska. Ţađ er bođunarkirkjan (Chiesa della Santissima Annunziata) í Cori viđ rćtur bćjarhćđarinnar í Cori  í Lepinifjöllum í Latínu, suđaustur af Róm, ţar sem ég hef ađsetur ásamt fjölskyldu minni međan á Ítalíudvölinni stendur. Konan bauđ mér í ţetta stórfenglega ferđalag. Ég er bara bílstjóri og kokkur.

Viđ vorum búin ađ koma nokkru sinnum viđ hjá kirkju hinnar allraheilögustu Bođunar, en stundum hafđi gamla gćslukonan veriđ búinn ađ loka áđur en ţörf var á og hafiđ síestuna fyrr en gefiđ var til kynna á skilti viđ tröppurnar upp ađ kirkjunni. Morguninn sem viđ loksins komust inn vorum viđ einu gestirnir. Gćslukonan tjáđi mér, ađ ţví miđur kćmu ekki margir ferđamenn á ţennan fallega stađ.

Freskurnar í Bođunarkirkjunni Cori sýna helstu biblíusögurnar í 14. aldar stíl.  Hér er síđan hćgt ađ komast inn í kirkjuna í ţrívídd án ţess ađ vera í Cori og njóta lystisemda ítalskra ţjóđminja sem eru engu síđri en Sistínska kapellan í Vatíkaninu - og mađur ţarf ekki ađ bíđa í fimm klukkustundir međ heilagandann hangandi yfir höfđinu til ađ komast inn.

gamli_noi.jpg
Gamli Nói í örkinni (sáttmálsörkinni)
cori_fra_norbavej2_1244529.jpg
Cori di Latina, gula örin sýnir stađsetningu Fornleifs um ţessar mundir. Bílnum er lagt viđ hliđ Herkúleshofsins (2200 ára gamalt) rétt ofan viđ húsiđ. Smelliđ á međ músinni til ađ sjá Arnarhreiđriđ.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband