Braggadrengirnir og Halli-stćl

Iđnskólinn Braggar 2

Áriđ 1957 kom ónafngreindur Hollendingur, fljúgandi alla leiđ til Íslands. Hann var liđtćkur ljósmyndari, líklega fagmađur. Bölvanlegt ađ vita engin deili á honum. Hér er mynd sem hann tók á Skólavörđuholtinu. Iđnskólinn hafđi veriđ reistur, en braggar voru enn á holtinu. Í ţeim bjó fátćkt fólk, og nú voru útlendingar meira ađ segja farnir ađ hafa áhuga á ţeim.

Tveir strákanna á myndinni eru enn í fótbolta, í strigaskóm og gallabuxum, alveg eins og vćru ţeir klipptir út úr mynd frá yfirgefnum kolabć í Bandaríkjunum. Hinir eru í pásu ađ skođa leikara,ađ tyggja tyggjó og stćla um hvort ţeir séu indíánar eđa kábojar. Kannski bjuggu ţeir í bröggunum, eđa í nágrenninu?

Ţjóđviljinn kallađi fólk sem ţarna bjó "ţetta fólk" áriđ 1946, ţegar fyrst kom til tals ađ flytja íbúana í ađra bragga í Fossvogi til ađ reisa minningarkirkjuna um Hallgrím gyđingahatara. Samkvćmt öđlingnum "Bćjargesti", sem skrifađi Bćjarpósti Ţjóđviljans línu, ţví merka alţýđuvinablađi, ţá "forpestađi" fólkiđ í bröggunum andrúmsloftiđ í Reykjavík međ útikömrum. Áriđ 1957 var "ţetta fólk" greinilega enn ţarna, góđvinum öreiganna á Ţjóđviljanum til lítillar gleđi.

Jónasistar í Framsóknarflokknum voru hins vegar fremri Ţjóđviljamönnum í hatri sínu á bröggum og fólkinu sem í ţeim ţurfti ađ húka. Forfeđur fátćklinganna hafđi veriđ barđir í sveitum landsins og nú átti "ţetta fólk" ekki ađ vera fyrir kirkju heilags Hallgríms gyđingahatara. Braggar fóru alla tíđ mjög í taugarnar á ţeim sem voru svo vel í álnum ađ ţeir ţurftu ekki ađ búa í ţeim sjálfir.

Halli StyleAllt í einu stekkur einhver spjátrungur í nýjustu, ammrísku rokktískunni inn í myndina. Viđ skulum kalla hann Halla. Hann hafđi greinilega stúderađ myndir međ James Dean og Elvis. Hann er í hvítum sokkum, mokkasínum, vel straujuđum sjínóbuxum og college-jakka, líkt og hann hafđi labbađ inn í settiđ viđ skólavörđuna, beint frá Sunset Búlevard međ smástoppi í Vinnufatabúđinni.

Ísland var á góđri leiđ međ ađ verđa 51. ríki Bandaríkjanna. Halli hafđi greinilega uppgötvađ ađ útlendingur var ađ taka af honum myndir ţar sem hann var ađ leika sér viđ yngri drengi. Ţađ mátti Halli ekki.

Ef einhver kannast viđ söfnuđinn ţarna viđ klappirnar efst á holtinu, ţćtti ritstjórn Fornleifs kćrt ađ fá upplýsingar. Ef Halli er á lífi, er hann kominn vel yfir áttrćtt. Ţetta eru nćstum ţví fornleifar.

Eitthvađ held ég ţessi braggar myndu kosta í endurgerđ í dag, en ţarna hefđi ef til vill veriđ tilvaliđ ađ hafa Hallgrímsbar. 700 milljónir, án samninga á Dags gengi.


Bloggfćrslur 4. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband