Hnífur Gilsbakkaprests

307465205_10160173133158571_3721968807851551274_n

Hinn ágćti Íslandsvenur, bandaríski fornleifafrćđingurinn dr. Kevin Smith, heldur úti FB-inni North Atlantic Archaeology. Ţađ er einkar gott framtak hjá dr. Kevin sem hjálpar nefnilega ţeim sem ekki nenna ađ eyđa tíma sínum í ađ leita ađ nýjustu fréttum.

Nú má vart finnast títuprjónn viđ fornleifarannsókn, ađ ekki sé stórfrétt um ţađ í blöđum og öđrum fjölmiđlum. Kevin vinsar ţó ađeins "háu ljósin" sem ritađ er um á ensku, en menn geta líka sjálfir sett inn fréttir á FB-ina North Atlantic Archaeology, ef ţeim er mikiđ mál á ţví. Stór hluti íslenskra fornleifafrćđinga fylgist međ á FB Kevin Smiths, en einnig enn meiri fjöldi leikra sem lćrđra sem hafa áhuga á fornleifafrćđi í löndum viđ Norđuratlantshaf.

Nú fyrir helgina var Smith á faraldsfćti á leiđ til Noregs. Hann sett frétt um forláta hnífsskaft sem fundist hefur í Osló, sem er frá seinni hluta miđalda og hugsanlega er skaftiđ úr fílabeini. Fornleifafrćđingurinn sem stjórnar rannsókninni Osló (sem ćttađur eru úr Niđurlöndum) bendir á, ađ forláta hnífssköft úr fílabeini hafi veri framleidd í Amsterdam og leggur til, ţó án mjög haldbćrra raka ađ skaftiđ í Osló sé ţađan. Hvort skaftiđ er örugglega úr fílstönn hefur ţó ekki veriđ rannsakađ.Screenshot 2022-09-21 at 09-23-01 A Knife handle of Dutch style of the 17 th century at Loches (Indre-et-Loire)

Í góđum umrćđum,sem oft skapast neđanmáls á FB-North Atlantic Archaeology, lćkar fólk annađ hvort eđa skrifar bara "wow" og einstaka mađur lćtur ljós sitt skína, sýndi Kevin Smith forláta hnífskaft smellt, vafalaust hollenskt frá 17. öld sem hann og ađstođarfólk hans fundu viđ fornleifarannsóknir á Gilsbakka á Hvítársíđu í Borgarfirđi fyrir u.ţ.b. 14 árum síđan (sjá mynd efst).

Ég kannađist viđ skyldan grip sem fundist hefur í Frakklandi og fann fljótt skýrslu um hann sem ég hafđi hlađiđ niđur á gamalt fornleifadrif Fornleifs.

Screenshot 2022-09-21 at 09-20-46 A Knife handle of Dutch style of the 17 th century at Loches (Indre-et-Loire)

Fyrir utan sekkjapíparann efst, ef lítill munur á hnífsskaftinu frá Gilsbakka og ţví sem fannst í Loches.

Skaft úr aski Síra Gunnars Pálssonar?

Greinilegt er ađ mjög miklar líkur er a ţví ađ Gilsbakkamenn hafi étiđ vel á 17. öld. Mig grunar hver ţađ var. Dr. Kevin Smith reyndist einnig hafa haft augastađ á sama einstaklingi. Á Gilsbakka bjó m.a. og ţjónađi síra Gunnar Pálsson (1587-1661) sem var í sinni samtíđ lýst sem miklu heljarmenni. Svo mikiđ "hreystimenni", (en ţađ kallađi mađur feita menn á ţeim tíma): Hann var svo líkamsţungur ađ trauđlega báru hann sterkustu hestar. Er ekki ósköp líklegt ađ slíkur jálkur hafi átt forláta hollenskan hníf og jafnvel gaffal, svo hann gat skoriđ svera sneiđ af sođnum sauđ á sunnudegi eftir messu.

Hver segir svo ađ fjasbókin sé til alls ónýt?

fat-pastors

Pater fra Loches, og vel í holdum.


Bloggfćrslur 21. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband