Brotin bein

172_4267_665226980511694.jpg

Kirkja sú sem nú stendur í Breiđuvík í satanískum prćríustíl húsameistara ríkisins var vígđ áriđ 1964. Hún er ţví nćst nýbygging ţótt ljót sé. Vona ég ađ ég móđgi ekki neinn međ ţví ađ segja sannleikann. Líklega hefur litla kirkjan frá 1824 (sjá mynd) sem stóđ í suđurhluta kirkjugarđsins nokkuđ norđur af hinu alrćmda vistheimili í Breiđuvík ţótt of lítil til ađ berja Drottins orđi inn undir höfuđskelina á afvegaleiddum og einskisverđum drengjum sem sendir voru í Breiđvík til ađ hćgt vćri ađ brjóta ţá gjörsamlega niđur.

Beinin, sem hótelstýran á Hótel Breiđuvík finnur viđ hiđ minnsta pot, eru vart úr börđum drengjum, ţótt margt hafi veriđ bariđ í Breiđuvík, en lemstruđ eru ţau nokkuđ. Áriđ 1431 vígđi Jón Gerreksson bćnhús í Breiđuvík, og grunar Gvend, ađ ţađ sé kannski undir hótelinu ađ hluta til. Allir muna hvađ kom fyrir hinn danska biskup.

Beinin, sem gćtu veriđ úr miđaldagrafreit viđ bćnhúsiđ, eđa jafnvel eldri, eru ţví fornminjar. Má furđa sig yfir árvekni "fornleifastofu" ţeirrar sem skođađi ţau áriđ 1999 eđa 2000, eftir ađ tilkynning hafđi borist til Reykjavíkur um beinafund í Breiđuvík áriđ 1912. Mér líkar alltaf skjót vinnubrögđ. Í árvekni og röggsemi kollega minna gleymdist ţó ađ upplýsa, ađ beinin eiga ađ fara á Ţjóđminjasafniđ, nema ađ annađ sé ákveđiđ.

En ţrátt fyrir brotin bein og brotnar sálir er fallegt ţarna vestast í Evrópu. Ég hef ađeins einu sinni komiđ í Breiđuvík í roki og rigningu, en ţekki ađra sem ekki langar ţangađ aftur. Skil ek ţađ vel.

2741343539_c3b130a911.jpg


mbl.is Hvađa tannkrem notađi hann?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband