Í himinsćng í klaustri

Himinsćng2

Fornleifur er enn einu ferđina genginn í klaustur á Jótlandi. Nú húkir hann í hvítkalkađri sellu abbadísarinnar, sem er um 7x10 metrar ađ flatarmáli og nćrri 6 metrar ađ lofthćđ. Ekki abbadísin, heldur sellan. Sannast sagna bjó engin abbadís svo vel, ţví ţessu klaustri var  breytt í danskan herragarđ á 16 öld og síđan ţá bjó hér alltaf rassbreitt fólk, ţangađ til síđasta ćttin dó út međ áhugaverđri, lesbískri komtessu, sem hafđi vit á ţví ađ ánafna stađnum ţenkjandi fólki međ lítil auraráđ.

Ég sef hér á dimmum nóttum á svartasta Jótlandi í 130 ára gamalli himinsćng, sem sem ég leyfi ykkur ađ sjá, eins og ţetta sé eitthvađ andskotans lífsstílsblogg skrifađ af draumlyndri baunaprinsessu í Garđabć.

Ein spíran á rúmgaflinum er reyndar fallin og tjaldiđ eđa mýflugnanetiđ vantar. Ţađ kemur ekki ađ sök. Ţađ stendur til bóta sagđi einn ábótinn hér, sem unniđ hefur á Íslandi sem fornleifafrćđinemi. Brátt verđur fariđ í viđgerđir á ţessu frábćra rúmi. Mig grunar ađ listrćn kona hafi veriđ hér á undan mér og ćft sig í súludansi ţegar hún var komin međ ritkrampa eđa í andlega ţurrđ. Í hamagangi sínum hefur hún fellt súluna. 

Rúmiđ góđa er  ćttađ er úr eigu danskra baróna, sem hér höfđu bú eftir klausturtíma en grćddu ţar fyrir utan tá á fingri á sykri og ţrćlavinnu í Vestur-Indíum. Ţađan er rúmiđ komiđ frá einhverjum búgarđinum. Black Betty, sem oft er sungiđ um, hefur  ţó ekki enn riđiđ mér eins og Mara í rúmi ţessu, fyrir syndir gráđugra Dana, en rúmiđ á sér örugglega góđar minningar og heitari en fleti fölra nunnanna sem hér húktu í smá sellum í klaustri viđ Limafjörđinn. Dýnan er ný og ţrćlgóđ, ţađ er pláss fyrir ađ minnsta kost ţrjár. Já dream on eins og Kaninn segir. Slíkar ćfingar stunda ég ekki lengur. Ég sef eins og Egill forfađir minn á Mýrum, međ hita á mér, sem kemur úr forláta rafmagnshitapúđa, ţýskum.

Ég tek ţađ fram ađ rauđi knćppe-sófinn fyrir framan rúmiđ verđur ekki notađur međan ég er hér. Mađur veit ekki hvađ hefur gerst á honum.

Hér er dálítill Laxnessfílingur ţegar andinn kemur yfir mann. Hér er um 6 ađrir andans menn (konur međtaldar, sem eru líka menn nema hjá sćnskmenntuđum Íslendingum), í minni "sellum", sem er útdeilt í ţeirri röđ sem menn koma. Ţannig er vistin í sćng sykurbarónanna alls endis laus viđ klíkuskap og mútur. Allt fólkiđ er ađ leita ađ einhverju álíka og ég, eđa um ţađ bil ađ ljúka viđ handrit, ţrírit eđa afrit. Ţannig er nú ţađ. Amen ađ sinni.


Bloggfćrslur 27. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband