Í himinsćng í klaustri

Himinsćng2

Fornleifur er enn einu ferđina genginn í klaustur á Jótlandi. Nú húkir hann í hvítkalkađri sellu abbadísarinnar, sem er um 7x10 metrar ađ flatarmáli og nćrri 6 metrar ađ lofthćđ. Ekki abbadísin, heldur sellan. Sannast sagna bjó engin abbadís svo vel, ţví ţessu klaustri var  breytt í danskan herragarđ á 16 öld og síđan ţá bjó hér alltaf rassbreitt fólk, ţangađ til síđasta ćttin dó út međ áhugaverđri, lesbískri komtessu, sem hafđi vit á ţví ađ ánafna stađnum ţenkjandi fólki međ lítil auraráđ.

Ég sef hér á dimmum nóttum á svartasta Jótlandi í 130 ára gamalli himinsćng, sem sem ég leyfi ykkur ađ sjá, eins og ţetta sé eitthvađ andskotans lífsstílsblogg skrifađ af draumlyndri baunaprinsessu í Garđabć.

Ein spíran á rúmgaflinum er reyndar fallin og tjaldiđ eđa mýflugnanetiđ vantar. Ţađ kemur ekki ađ sök. Ţađ stendur til bóta sagđi einn ábótinn hér, sem unniđ hefur á Íslandi sem fornleifafrćđinemi. Brátt verđur fariđ í viđgerđir á ţessu frábćra rúmi. Mig grunar ađ listrćn kona hafi veriđ hér á undan mér og ćft sig í súludansi ţegar hún var komin međ ritkrampa eđa í andlega ţurrđ. Í hamagangi sínum hefur hún fellt súluna. 

Rúmiđ góđa er  ćttađ er úr eigu danskra baróna, sem hér höfđu bú eftir klausturtíma en grćddu ţar fyrir utan tá á fingri á sykri og ţrćlavinnu í Vestur-Indíum. Ţađan er rúmiđ komiđ frá einhverjum búgarđinum. Black Betty, sem oft er sungiđ um, hefur  ţó ekki enn riđiđ mér eins og Mara í rúmi ţessu, fyrir syndir gráđugra Dana, en rúmiđ á sér örugglega góđar minningar og heitari en fleti fölra nunnanna sem hér húktu í smá sellum í klaustri viđ Limafjörđinn. Dýnan er ný og ţrćlgóđ, ţađ er pláss fyrir ađ minnsta kost ţrjár. Já dream on eins og Kaninn segir. Slíkar ćfingar stunda ég ekki lengur. Ég sef eins og Egill forfađir minn á Mýrum, međ hita á mér, sem kemur úr forláta rafmagnshitapúđa, ţýskum.

Ég tek ţađ fram ađ rauđi knćppe-sófinn fyrir framan rúmiđ verđur ekki notađur međan ég er hér. Mađur veit ekki hvađ hefur gerst á honum.

Hér er dálítill Laxnessfílingur ţegar andinn kemur yfir mann. Hér er um 6 ađrir andans menn (konur međtaldar, sem eru líka menn nema hjá sćnskmenntuđum Íslendingum), í minni "sellum", sem er útdeilt í ţeirri röđ sem menn koma. Ţannig er vistin í sćng sykurbarónanna alls endis laus viđ klíkuskap og mútur. Allt fólkiđ er ađ leita ađ einhverju álíka og ég, eđa um ţađ bil ađ ljúka viđ handrit, ţrírit eđa afrit. Ţannig er nú ţađ. Amen ađ sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Undarlegt ađ fornleifur hafi ekki tekiđ eftir ţví ađ TVĆR súlur vantar í svefnstađ hans. Allavegana héđan frá séđ. Luxor lampinn sennilega eitthvađ ađ rugla.

 Dreymi ţig vel, kúturinn minn. Súlu til eđa frá.;-)

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 28.9.2018 kl. 03:27

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Lesendur Fornleifs eru vitanlega glöggir í tíma sem í rúmi. Jú Halldór, vissulega eru hér tvćr súlur úti í horni viđ gríđarstóran fataskáp úr sama viđi og rúmiđ, en sú minni af höfuđgerđinu hefur líkast til ekki falliđ af viđ súludans. Kannski hefur andlegur krampi eđa reiđarslag velt henni?

Ég kem ekkert viđ ţessar súlur. Mađur veit ekkert hvađ gćti hafa slest á ţćr í tímans rás. Luxorlampinn er til ţess ađ menn geti lesiđ uppbyggilegar bćkur í rökkrinu og bćnir sínar í rúminu og eru ţeir festir á ţvottaborđin beggja vegna fletsins. Ţvottaborđin eru međ skáp ţar sem menn geta geymt Biblíuna og annan uppbyggilegan litteratúr, en lykil vantar, og ofaná er púlt úr púra Carraramarmara af hreinustu gerđ. Ţar vantar náttúrulega ţvottaskálarnar fullar af svölu vatni međ velimandi og blómblöđum sem ung negrastúlka fćrir manni á hverjum morgni klukkan sjö međ tevatni og toast. Lengi er síđan ađ ţau fríđindi voru tekin af viđ ţetta merka rúm.

Best ađ hćtta ţessu rugli, svo mađur fái ekki rasistastimpilinn áđur en mađur stígur fram úr og fćr sér kalt bađ hér neđar á klausturganginum. Sjálfsbarningur sem af og til tíđkađist í klaustrum, er ţó ekki leyfđur hér lengur, svo sjaldan er blóđ á gólfinu. En hér er ţýskur mađur frá kaţólsku svćđi sem mér heyrist ađ berji höfđi sínu viđ vegginn. Veit ekki alveg hvađ hann er ađ gera í sellu sinni og langar ekkert ađ vita ţađ.

FORNLEIFUR, 28.9.2018 kl. 05:47

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Hvursu margar stjörnur telur Fornleifur ađ ađstađa sem ţessi fái í prjáli  og flottrćfilshćtti nútímans? Hvar finnst afdrep sem ţetta, sem gerir manni kleift ađ vera í friđi og ró, ef frá er skilinn höfuđbarningur ţjóđverjans? (Gćti hann ef til vill veriđ argur út í Merkel?)

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 30.9.2018 kl. 22:37

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Eg missti af ţessum spurningum ţínum Halldór. Líklega ţykir mönnum međ mína vefjagerđ ţessi stađur verđskulda 5 stjörnur, en ég veit ađ svona lagađ höfđar ekki til margra Íslendinga. Ţeir vilja víst snekkjur í Flórída og hórur um borđ međ hanastél.

Ég ćtla ađ halda ţessum stađ fyrir mig og ţá fáu Íslendinga sem ţarna hafa dvaliđ í friđi og spekt. Gef ţví engin hnit hér. En skrifađu mér póst ef ţú vilt fá frekari upplýsingar.

Aumingja Ţjóđverjinn, sem vinnur viđ háskóla, reyndist vera kominn á rangan stađ. Hann gekk ávallt međ heyrnartćki í eyrum og talađi sjaldan viđ annađ fólk og heilsađi ekki. Hann lét sem hann sći ekki ekki ađra í sameiginlegu eldhúsi, ţar sem hann sýndi ađ hann kunni ekki listina ađ umgangast annađ fólk nema međ yfirgangi og frekju. Hann var leiđinlegt sýnishorn af ţjóđ sinni og höfđu ađrir ţađ ađ orđi en ég. Ţví er líklegt ađ hann hafi bariđ hausnum í vegginn vegna Merkel. Hún hefđi aftur á móti örugglega notiđ ţess ađ vera ţarna, en ţá hefđi ekki veriđ hćgt ađ ţverfóta fyrir lífvörđum kanslarans.

FORNLEIFUR, 10.10.2018 kl. 07:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband