Nefiđ á Gosa verđur lengra og lengra

bertuch_vol_4_3c

Af hverju geta jarđfrćđingar aldrei sagt satt, og sagt ţađ sem allir vita? Ţađ er, ađ ţeir vita ekkert meira en sauđgrár almúginn.

Mikill gosórói er kominn í Fornleif gamla. Hann situr eins og óđur mađur og bíđur eftir gosi undir Bláa Lóninu; Karlinn er búinn ađ poppa og horfir á vefskjásendingu einhverstađar úr svartri Keflavíkurţokunni. Hann hefur lengi dreymt um gosbelti sem opnađist undir Bláa Lóninu eđa norđan viđ Hveragerđi.

En af hverju ekki tvö gos eđa ţrjú samtímis? Ţetta er óvenjulegt gosbelti og kannski er ţetta hluti af stćrra gosneti en ekki belti. 

Eitt sinn sagđi fremstur íslenskra jarđfrćđinga, sem tekinn var í dýrlinga tölu, ađ aldrei myndi gjósa á Heimaey. Viđ sáum sjóferđ ţá. Aldregi skal segja aldregi. Allt er mögulegt og ekkert líka. Annađhvort eđa er einföld tölfrćđi eldfjallafrćđinnar. En jarđvísindamenn eru stundum kynlegir kvistir, sem eiga ţađ til ađ trúa sjálfum sér einum of međ góđri ađstođ fjölmiđlafólks. Ţeir síđastnefndu vita auđvitađ allt og lenda ađ lokum á ţingi.

Lítum svo á ljósu hliđarnar. Flugvöllur verđur ekki byggđur á hćttusvćđi. Ef ţađ gerđist samt, sem líka er mögulegt á Íslandi, ţá er hćgt ađ spara lendingarljósin í eldgosum.

Myndin efst er frá 18. öld og er ađ finna í Fornleifssafni. Neđst er kynlegur kvistur, sem fékk hiđ viđeigandi nafn Gosi á íslensku.

Gosi


Bloggfćrslur 3. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband