Nefið á Gosa verður lengra og lengra

bertuch_vol_4_3c

Af hverju geta jarðfræðingar aldrei sagt satt, og sagt það sem allir vita? Það er, að þeir vita ekkert meira en sauðgrár almúginn.

Mikill gosórói er kominn í Fornleif gamla. Hann situr eins og óður maður og bíður eftir gosi undir Bláa Lóninu; Karlinn er búinn að poppa og horfir á vefskjásendingu einhverstaðar úr svartri Keflavíkurþokunni. Hann hefur lengi dreymt um gosbelti sem opnaðist undir Bláa Lóninu eða norðan við Hveragerði.

En af hverju ekki tvö gos eða þrjú samtímis? Þetta er óvenjulegt gosbelti og kannski er þetta hluti af stærra gosneti en ekki belti. 

Eitt sinn sagði fremstur íslenskra jarðfræðinga, sem tekinn var í dýrlinga tölu, að aldrei myndi gjósa á Heimaey. Við sáum sjóferð þá. Aldregi skal segja aldregi. Allt er mögulegt og ekkert líka. Annaðhvort eða er einföld tölfræði eldfjallafræðinnar. En jarðvísindamenn eru stundum kynlegir kvistir, sem eiga það til að trúa sjálfum sér einum of með góðri aðstoð fjölmiðlafólks. Þeir síðastnefndu vita auðvitað allt og lenda að lokum á þingi.

Lítum svo á ljósu hliðarnar. Flugvöllur verður ekki byggður á hættusvæði. Ef það gerðist samt, sem líka er mögulegt á Íslandi, þá er hægt að spara lendingarljósin í eldgosum.

Myndin efst er frá 18. öld og er að finna í Fornleifssafni. Neðst er kynlegur kvistur, sem fékk hið viðeigandi nafn Gosi á íslensku.

Gosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Nokkrum klukkustundum eftir að þessi færsla var skrifuð greindi jarðeðlisfræðingur frá því neti eða plógförum af sprungukerfum, samtengdum sem liggja um allt Reykjanes og út fyrir það að hluta. Þetta var í Kastljósi og einnig kvöldfréttum. Ég nefndi þetta kerfi í gær og hélt svo sem að allir vissu.

Beðist er velvirðingar á því að tala svo niðrandi um jarðfræðinga og tölfræði þeirra hér fyrir ofan. Einn þeirra, að minnsta kosti, hefur lesið verk Jóns heitins Jónssonar jarðfræðings, sem aðrir virðast hafa gleymt.

Páll Einarsson í Kastljósi í kvöld. Á skjánum má sjá …

FORNLEIFUR, 4.3.2021 kl. 05:53

2 Smámynd: Hrossabrestur

já Fornleifur, það hefur hvarflað að manni undanfarin ár þegar byggðirnar hafa verið að teygja sig suður í hraunið og að maður tali nú ekki um þessa flugvallar þvælu í Hvassahrauni hvort þetta fólk sem staðið hefur að þessu skipulagi hafi haldið það að síðasta gos hér á Reykjanessskaga hafið þegar gosið.

kv hrossabrestur.

Hrossabrestur, 4.3.2021 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband