Handbók fyrir Gamla Ford

ford_haandbog_1922_lille.jpg

Nýlega kom ég fyrir tilviljun í forgamla verslun á Friđriksbergi i Kaupmannahöfn. Ég sá í glugga ađ ţeir voru međ olíutrektar í öllum stćrđum á 5 krónur stykkiđ. Mig hefur einmitt vantađ slíkar trektar sem kosta auđveldlega 10 sinnum meira í öđrum verslunum. Á jarđhćđ á Allégade í virđulegu hornhúsi var gamall mađur ađ selja leifar lagersins í fyrirtćki sem fjölskylda hans hefur rekiđ í fjórar kynslóđir. Hann selur mest bílahluti, en hann er einnig međ skransölu í einu herbergi. Ţar fann ég sjaldgćfan lúterskan katekismus frá 1864 á ađeins 10 krónur danskar, sem ekki er til á Konunglega bókasafninu.

ford_t_gir_lille.jpg

Gírshjólin í Ford T

Ég rakst á ţessa merku handbók á dönsku fyrir Ford T frá ágúst 1922 á dönsku, sem sá gamli vildi selja fyrir mjög sanngjarnt verđ og ég sló til. Ég er ţegar búin ađ fá gyllibođ í bćklinginn. Mikiđ er til af sams konar handbókum á ensku, en ţađ er venjulega í endurprentuđum útgáfum.

Ţessi handbók er upphaflega útgáfan frá 1922 á dönsku. Langafi seljandans mun hafa keypt Ford T í hárri elli og ţetta er bćklingurinn sem fylgdi ţeim bíl nýjum. Vel hefur veriđ passađ upp á hann.

Ef einhver er međ Ford T sem ţeir eiga í vandrćđum međ, er ţetta örugglegasti hinn besti pési, en hann kostar.

Menn voru greinilega mjög snemma farnir ađ hafa áhyggjur ađ eftirgerđum ađ varahlutum. Undir upphafsorđum bókarinnar er varađ viđ eftirlíkingum.

ford_t_af_vigtighed.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband