Safnast ţegar í sarpinn er komiđ

Sarpurinn

Viđ leit á Sarpi (Sarpur.is) uppgötvađi ég fyrr á árinu ađ forngripur, nálhús úr bronsi, sem ég fann á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1983, ţegar ég hóf fornleifarannsóknir ţar, er gert jafn hátt undir höfđi og gömlum sokkabuxum af ţjóđminjaverđi, sem eru frá ţeim tíma er hún vann sérvinnu fyrir Sigmund Davíđ í Stjórnarráđinu (sjá nánar hér).

Ţvílíkur og annar eins heiđur fyrir nálhúsiđ frá Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ kemst nú loks međ tćrnar ţar sem hćlar sokkabuxna ţjóđminjavarđar voru. 

Ég leyfir mér ađ kvitta fyrir og upplýsa ađstandendur Sarps, ađ upplýsingum um nálhúsiđ, sem ég fann á Stöng áriđ 1983, er mjög ábótavant á Sarpi, eins og ţví miđur svo mörgu öđru.

Ég hins vegar ekki ánćgđur međ ađ fótanuddtćki Árna Björnssonar ţjóđháttafrćđings hefur einnig komist á forsíđu Sarps. Ţetta tćki er reyndar sögufrćgt, ţó óţjóđlegt sé, en ţađ gerđi Árna ţó kleift ađ rita Sögu Daganna á fimmtíu vikum hér um áriđ í fullu starfi.

Ritstjóra Fornleifs langar ađ taka fram ađ rauđu pílurnar, sem benda á umrćdda gripi, hefur veriđ bćtt inn á skjámyndina af sumarstarfsmanni listasviđs Fornleifs.

Sarpurinn2

Ţjóđháttadeild Ţjóđminjasafnsins óskar nú eftir reynslusögum af fótanuddstćkjum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband