Kingur Haraldar Blátannar ?

Thjms 2033  fr re B

Ţađ er kannski úrillt af mér, og jafnvel höfuđsynd samkvćmt sumum, ađ benda á ađ endurútgáfa doktorsverks Kristáns Eldjárns, Kumls og Haugfjár, hafi ekki veriđ mikil viđbót eđa búbót viđ frćđin. Kristján var vissulega barn síns tíma. Bókin hans, sem var stórvirki áriđ 1956, var kannski ekki fullkomin er hún kom út, en viđleitni frćđimannsins var međ eindćmum.

Ţeir sem hafa stađiđ ađ endurútgáfum á verkinu hafa aftur á móti ekki haft burđi til annars en ađ endurtaka vísdóm Kristjáns og hafa bćtt litlu nýju viđ, ţó margt sé orđiđ úrelt. Trú á ćvarandi gildi Eldjárns 1956 er kannski ekki gjaldgengt á 21. öld.

Ekki ćtla ég ađ núa ţessum veikleika frćđanna frekar um nasir ţeirra sem fengnir voru til ađ halda merki Eldjárns á lofti. Ţeim tókst ekki ađ gefa verkinu endurreisn.

Í ţetta sinn er ćtlunin ađ rćđa um "silfurkross til ađ bera í festi", sem er líklegast er hvorki kross né undir "býsönskum" áhrifum eins og Eldjárn ályktađi međ vísun í eldri menn. Ţó hann skrifi ekki mikiđ um lausafundinn sem ég tók mynd af sínum tíma (sjá efst; ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson), ţekkti Kristján til ţess sem hafđi veriđ skrifađ um ţessa gerđ gripa, sem Kristján kallađi alla jafnan kingur.

En eftir 1956 og fram til endurútgáfu Kumls og Haugfjár, hefur mikiđ fljót runniđ til sjávar í frćđunum. Fólk sem gefur út gömul frćđirit eins og Kuml og Haugfé ćttu ađ hafa til ţess burđi ađ leita upplýsinga um nýja vitneskju. En ţví er ekki fyrir ađ fara, ţó mikiđ hafi veriđ skrifađ um gripi sem ţessa.

Áriđ 2020 kom út harla gott verk, sem gefiđ er út af félagsskap danskra áhugafornleifafrćđinga, Danske Amatřrarkćologer (DAA). Ritiđ ber titilinn Glimt fra Vikingetiden. Fyrir utan ađ greina frá helstu fundunum frá Víkingaöld sem fólk međ málmleitartćki hefur fundiđ á undanförnum árum, er bókin gott dćmi um gott samstarf milli danskrar fornleifafrćđi og áhugamanna sem fara í flokkum um nýplćgđa akra Danmerkur í leit ađ forngripum (međ leyfi landeigenda). Flest ţessara málmleitarmanna og kvenna skila fundum sínum á söfn og gegna ţví á margan hátt mikilvćgu hlutverki fyrir frćđin. 

Helsti sérfrćđingurinn um ţađ sem hún kallar Rovfugleřsken-smykker er fyrrverandi kennari minn viđ háskólann í Árósi í Danmörku, Else Roesdahl. Roesdahl vinnur enn viđ frćđin og bćtir viđ ţau mörgu góđu, ţó hún sér komin á eftirlaun. Hún hefur enn ađstöđu á Moesgaard og mćtir ţar reglulega og rannsakar Víkingaöldina sem er hennar sérfrćđisviđ.

Else Roesdahl er međ góđa grein í bókinni Glimt fra Vikingetiden (2020), ţar sem hún kallar Magtsymboler - Harald Blĺtands Rovfuglesmykker, ţar sem hún rekur nákvćmlega rannsóknarsögu og gerđafrćđi ţessara Ránfuglaskartgripa frá tiltölulega stuttum tíma á Víkingaöld. Ţađ sem ţessi gripir eiga flestir sameiginlegt er ađ hengiđ efst er stílfćrt ránfuglshöfuđ, líklega fálkahaus.

Reyndar neyđist ég til ađ benda á, ađ persónulega sé ég ekki neina ástćđu til ađ tengja Ránfuglakingurnar viđ Harald Blátönn, ţó brot af slíkum gripum  hafi fundist í dönskum hringborgum. Sennilegast er ţađ svo ađ hringvirkin dönsku, Trelleborgene, séu fyrst og fremst til kominn til í tíđ Sveins Tjúguskeggs, en ekki stjórnartíđ Haralds Blátannar föđur hans, en ţeir feđgar börđust gegn hvorum öđrum undir lokin - segir sagan. Ţetta hefur Klavs heitinn Randsborg réttilega benti á í Acta Archaeologica 79 (2008). Else Rosedahl gengur víđa í ritverkum sínum út frá ţví ađ Haraldur Blátönn hafi andast áriđ 987, sem er árstal sem kemur frá Adam af Brimum, sem upplýsir hins vegar annars stađar í verkum sínum ađ Haraldur hafi látist áriđ 978. Saga er til af endalokum Haraldar, sem á Helganesi fór út í rjóđur til ađ ganga örna sinna og var skotinn međ ör sem hćfđi hann beint í óćđri endann. Hann andađist skiljanlega ekki löngu síđar. Athugum hvađ hin íslenska Jómsvíkingasaga sem rituđ var á 13. öld segir. Er Sveinn konungur bar banapíluna undir meintan drápsmann, sem Sveinn hafđi aliđ upp, tók konungurinn til orđa og mćlti:

"Ţú Pálnatóki," segir hann; "hvar skildist ţú viđ ţetta skeyti nćsta sinni?"

Pálnatóki svarar:

"Oft hefi eg ţér eftirlátur veriđ, fóstri, og ef ţér ţykir ţađ ţinn vegur meiri ađ eg segja ţér ţađ í allmiklu fjölmenni heldur en svo ađ fćri sé hjá, ţá skal ţađ veita ţér. Eg skildumst viđ hana á bogastrengnum, konungur," segir hann, "ţá er eg skaut í rassinn föđur ţínum og eftir honum endilöngum, svoađ út kom í munninn."

Endaspretta Haraldar, sem lýst er í Jómsvíkingasögu, gef ég ekki meira fyrir en tilgátu um ađ ránfuglakingurnar séu frá stjórnartíma Haraldar.

Rassskot Pálnatóka er harla góđ saga frá 13. öld, en tenging Haralds konungs viđ kingur er bara óţarfa síđrómantík og rassskot. Grein Elsu Roesdahl er samt góđ og gild fornleifafrćđi og ćtti líka ađ vera íslenskum fornleifafrćđingum kunn. Eins tel ég ađ fornleifafrćđingar á Íslandi gerđu vel viđ sig ef ţeir keyptu sér eintak af Glimt fra Vikingetiden, sem gćti reynst ţeim góđ handbók nćstu árin, ţó svo ađ ţeir noti enn Kuml og Haugfé Eldjárns sem sína alheilaga biblíu, ef ţeir fá ekki bara hugmyndir sínar ađ handan, eins og augu Allah eđa eskimóakonur og fílamenn í klaustrum austur á Hérađi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband