Fátćkleg minningarorđ um meistara Ţórđ í Skógum

Ţórđur Tómasson 3

Ţórđur Tómasson var mađur sem seint gleymist samferđamönnum sínum, og ţađ verđur ađeins endurtekning ađ fara út í ţá sálma, ţar sem svo margir hafa sömu sögu ađ segja af ánćgjulegri komu sinni ađ Skógum; ţar sem ţeir geta lýst ţví hvernig Ţórđur gat veriđ međ ţremur hópum á mismunandi stöđum í byggđasafninu í einu.

Ég kynntist eldhuganum Ţórđi Tómassyni fyrst ţegar Kristján Eldjárn reddađi mér sumarvinnu viđ fornleifarannsóknina ađ Stóruborg undir Eyjafjöllum. Kristján heyrđi af ţví í banka í Reykjavík voriđ 1981, ađ ég hefđi ekki getađ fengiđ neina vinnu í frćđunum. Eldjárn hringdi í Mjöll Snćsdóttur, sem hafđi sem betur fer laust pláss. Ţegar vinnan á bćjarhólnum forna hófst, kom fljótt í ljós ađ Stóraborg og Ţórđur voru óađskiljanlegar stćrđir.

Enginn gat veriđ í vafa um ađ Ţórđur elskađi ţađ sem hann gerđi í Skógum og ţađ fékk fólk til ađ dáđst af honum. En ćvistarf hans var miklu meira en safniđ. Störf hans sem kennara voru rómuđ og samvinna hans viđ Kristján Eldjárn viđ gerđ ţjóđháttaspurningalista Ţjóđminjasafns Íslands í byrjun 7. áratugar síđustu aldar var stórvirki sem margir njóta góđs af nú og um ókominn tíma. Ţađ starf verđur ekki endurtekiđ.

Ţórđur sýndi ţeirri fornleifanámu, sem rústirnar ađ Stóraborg voru, meiri virđingu en ţeir sem stjórnuđu fornleifamálum á Íslandi. Brennandi áhugi hans á Stóruborg sýndi sig síđast í fyrra, ţegar góđir menn gáfur út greinasafn eftir Ţórđ um Stóruborgafundi í tilefni af 100 ára afmćli frćđaţularins í Skógum.

Ađ mati Fornleifs geta menn veriđ fornleifafrćđingar ţó ţeir grafi ekki. Ţađ er vitaskuld gott ađ tengja ţetta tvennt saman og í fágćtum tilvikum ţykir mér eđlilegt ađ kalla menn fornleifafrćđinga, ţó ţeir hafi ekki numiđ frćđin eđa grafiđ upp rúst. Ađ mínu mati er einn fremsti núlifandi fornleifafrćđinga landsins Ţórđur Tómasson í Skógum. Honum hefur tekist ađ gera fortíđina vinsćlli en mörgum fornleifafrćđingnum međ meistarabréf upp á vasann (Sjá hér).

Síđast ţegar ég kom viđ í Skógum og hitti Ţórđ var áriđ 2016. Hann tók konunglega á móti mér og ferđafélögum mínum tveimur, Einari Jónssyni (fráfluttum Skógarmanni) og Kristjáni Sveinssyni. Viđ vorum í eins konar Gullskipsferđ án ţess ađ nota radar, flugvélar eđa sérfjárveitingu frá íslenska ríkinu til ađ grafa upp ţýskan togara. Skógarsafn geymir einn helsta fjársjóđinn úr skipinu sem er merkilegri en ímyndađ gull og geimsteinar (sjá hérna) sem ćvintýramenn og glópa međ gullglampa í augum langar ađ finna. Frćđimenn voru ávallt velkomnir ađ leita í sarp Ţórđar og njóta visku hans, og komu ekki ađ tómum kofanum.

Ég fćrđi Ţórđi bók eftir mig, grein og nokkur blöđ frá 19. öld ađ gjöf, en Ţórđur leysti mig út međ einum af sínum merku bókum. Ánćgja gamla mannsins yfir heimsókninni skein út úr fráum augum hans og ákefđ hans viđ ađ miđla og frćđa var engu minni en 36 árum fyrr, er hann tók fyrst á mótum ungum fornleifafrćđinema í Skógum međ pomp og prakt og af einstakri gestrisni. Ţá naut hann ađstođar systur sinnar, Guđrúnar og eiginmanns hennar, sem tekiđ hafa á móti ófáum gestinum í kaffibođ og mat á heimili ţeirra og Ţórđar í Skógum.

Ţórđur hjó og reisti sér sinn glćsilega bautastein sjálfur undir hinum fornu, grćnu sjávarklettunum í Skógum. Hann geta allir fariđ og skođađ. Ćvistarf hans var engu líkt. Geri ađrir betur. Ég votta ađstandendum hans samúđ mína í sorginni, en góđar minningar lýsa allt tengt Ţórđi.

_or_ur_tomasson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Fögur orđ um stórkostlegan mann. 

Halldór Egill Guđnason, 1.2.2022 kl. 21:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband