Fćrsluflokkur: Nýlegar fornleifar

Getur einhver lesiđ á japönsku kassana mína ?

Fig 1b
Ég segi eins oft og ég get: Ég er međ heppnari mönnum, og ţađ er fyrst og fremst vegna betri helmingsins. Mín elskulega ektakvinna, hin síunga Irene, dekrar mjög viđ manninn sinn. Til ađ mynda nýlega, ţegar hún gaf mér afmćlisgjöf. Ég fékk gjöfina nokkrum vikum fyrir afmćliđ, alveg eins og í fyrra er hún bauđ mér á eftirminnilega tónleika međ Woody Allen og hljómsveit hans.

Í ár fékk ég hins vegar japanskan kassa fyrir afmćliđ mitt sem er 22. júlí ár hvert - en stundum skömmu áđur eđa í áföngum.

Eina sólríka helgi fyrir skömmu, (síđan hefur sólin brunniđ á himninum hér í Danmörku), brugđum viđ okkur í stórbćinn og fórum međal annars inn í litla verslun í Nágrannaleysu (Nabolřs), sem selur verđandi japanska forngripi. Verslunin er rekin af nokkrum ungmennum á ţrítugsaldri sem ferđast mikiđ til Japan vegna brennandi áhuga síns á landinu. Ţar kaupa ţau einnig góđa gripi sem ţau leggja örlítiđ á í Kaupmannahöfn og reyna svo ađ lifa af ţví sem ţau ţéna međ námi eđa til ađ greiđa fyrir frekari ferđir til Japans. Mig grunar ţó ađ ţau hafi ađgang ađ búđarrýminu fyrir lítiđ, ţar sem verslunin er á afar góđum stađ.

Kona mín sá strax ađ ég slefađi eins og krakki yfir bambuskassa einum í búđinni sem og loki af minni kassa. Ţetta var eini slíki gripurinn í versluninni. Kassinn og lokiđ eru frá byrjun 20. aldar og bera áletranir ritađar međ japönsku tússi. Ég keypti mér lokiđ fyrir lítiđ. Konan mín sá líka ađ mér langađi óhemjumikiđ í kassann  svo hún keypti hann sísona og gaf mér í fyrirframafmćlisgjöf.

Kassar sem notađir voru fyrir postulín eđa lakkvörur

Kassar sem ţessir voru jafnan smíđađir úr bambus utan um dýrmćtan varning svo sem postulín eđa lakkvöru, ţegar slíkir eđalgripir voru seldur á fyrri öldum. Konan mín, sem lagđi stund á japönsku međ námi sínu í stjórnmálafrćđi í Árósi á síđustu öld, gat ekki lesiđ áletrunina á kössunum. Hún sá strax ađ ţetta var ađ miklu leyti skrifađ međ kínverskum táknum sem kallast kanji.

Fig 3 b

Mynd II

Fig 4 b Mynd III


Ég spurđi ţá verslunareigendurna sem voru til stađar, hvort ţau gćtu lesiđ japönsku, en ţađ gerđi ađeins ein ţeirra, sem er hálfur Japani. Hún gat hins vegar heldur ekki lesiđ  áletrunina. Hún tók ţá myndir og sendi föđur sínum, sem er japanskur, og hann varđ líka ađ gefast upp, en upplýsti ađ ţetta vćri gömul japanska frá ţví yfir leturbreytingu á 20. öld. Ţegar hćtt var ađ nota ýmsa kínverska bókstafi og hljóđkerfi annarra stafa breyttist alfariđ. Í dag er ţessi japanska ekki kennd nema í háskólum, og afar fáir geta lesiđ texta međ kínverskum táknum og gamla hljóđkerfinu.

Ég hafđi ţá samband viđ Toshiki Toma prest innflytjenda á Íslandi, og síđar prófessor einn í Kaupmannahöfn, en báđa skorti aldur og ţekkingu til ađ geta lesiđ ţennan gamla kanji-texta. Til ţess ţarf mađur víst helst ađ vera orđinn rúmlega 90 ára eđa sérfrćđingur. Ekki ţýđir heldur ađ biđja Kínverja ađ lesa textann, ţví ţó ţeir ţekki táknin, ţýđa ţau og hljóđa oft á tíđum allt öđruvísi á gamalli japönsku en á kínversku.

Í kassanum á myndinni efst voru japönsk dagblöđ frá 3. áratug síđustu aldar. Ţađ gćti vel gefiđ hugmynd um aldur kassans.

Geta lesendur hjálpađ međ ráđningu textans?

Fig 2

Mynd IV

Vera má ađ lesendur Fornleifs séu sleipir í japönsku og geti lesiđ fyrir mig hvađ stendur á

(I)   kassanum (á myndinni efst),

(II)  innan á loki hans (mynd IV)

(III) báđum hliđum loksins af litla kassanum (myndir II og III)

Kassinn er listavel smíđađur og ekki er notađur einn einasti járnnagli. Hann er einnig mjög vel nothćfur. Ég nota hann eftir hreinsun og vöxun til ađ hylja snúrur og leiđslur sem hrynja í tugatali af tćkjum sem á okkar tímum fylla öll skrifborđ. Leiđslur frá tölvu, lömpum, hátölurum, hleđslutćki og skánskri myndavél, fara allar ofan í kassann og sem felur svarta spaghettíiđ sem lekur ofan af skrifborđinu mínu. Kassinn og áletranir hans sjást vel undir borđinu, en mig vantar enn skýringu á áletrunum til ţess ađ vera alsćll. Ég tek fram ađ ţađ stendur hvorki Honda, Toyota, Mishubishi, Nissan, Suzuki, Daihatsu eđa Datsun á kassanum.

Ţýđingarnar á áletrun kassanna minna ţarf ég helst ađ fá ekki miklu síđar en á morgun, sem minnir mig á ţađ hvernig vörumerkiđ Datsun varđ til:

   Framleiđendum Datsun vantađi fangandi, erlent nafn á fyrstu bifreiđina sem ţeir framleiddu. Ţeir leituđu til helsta ráđgjafa um fangandi bílanöfn á sínum tíma. Hann bjó í New York, sem hét vitaskuld Cohen. Cohen spurđi útsendara japanska bílframleiđandans hve fljótt ţeir ţyrfti ađ fá hiđ nýja nafn. "Aooh, Helst á morgun" sagđi sá japanski. Cohen svarađi ţá uppvćgur á brooklensku "Dat soon?" Ég sel ţetta ekki dýrara en ég keypti.


Listin ađ ljúga ađ ferđamönnum

img_0004_1267736.jpg

Fornleifar og fornleifarannsóknir á Íslandi eru á síđari árum orđiđ eitt ađalefniđ á gúrkutíđ fjölmiđlanna. Ţađ er auđvitađ gott ađ frćđigrein og frćđsla sé almenningi ánćgja og jafnvel skemmtun, en ţegar skemmtunin er orđiđ ađ hálfgerđum sirkus og frćđin eru virt ađ vettugi, ţá verđa menn ađ staldra viđ og segja skođun sína.

Stundum rekst mađur á svo mikiđ rugl um fornleifar á Íslandi í fjölmiđlum, ađ mann vantar orđ til ađ lýsa ţví. Viđ höfum séđ ţetta vel sumariđ 2015, ţegar rúst skála sem rannsökuđ hefur veriđ í Lćkjargötu er síendurtekiđ sögđ vera frá landnámi, ţótt fornleifafrćđingurinn sem rannsakar rústina segi af mikilli varúđ, ađ hún telji hana vera "frá fyrstu öldum byggđar á Íslandi". Á ţessu er mikill munur, en greinilega geta blađamenn og fréttasnápar gúrkuvertíđarinnar ekki gert greinarmun á ţví.

Nýlega sá ég grein eftir írskan mann, Neil McMahon, sem hefur búiđ á Íslandi í tćp 40 ár og m.a. starfađ sem kennari, leiđsögumađur og nú sem enskufréttamađur. Hann ritar um fornleifar á Íslandi í ókeypis-blađinu Iceland Magazine sem dreift er til útlendinga á Íslandi og er ţađ einnig ađgengilegt á netinu. 

McMahon lýsir m.a. Ţjóđveldisbćjarskömminni í Ţjórsárdal á ţennan hátt:

Stöng Commonwealth Farm in South Iceland
Here at Stöng is a fine reconstruction of one of over 20 houses in this once-fertile valley, destroyed in a massive eruption of the volcano Hekla in 1104. Several houses were excavated by a team of Nordic archaeologists in 1939 and the reconstruction of the best-preserved one in 1974 was part of the nation’s celebration of eleven hundred years of settlement. To commemorate Iceland’s adoption of Christianity in 1000 AD, a turf-clad stave church was erected nearby in the year 2000.(Sjá hér)

2010-08-09-07110-03_iceland_thjodveldibaer2.jpg

Ljósmynd Gernot Keller. Aldrei hefur veriđ hringlaga kirkjugarđsgerđi kringum kirkjuna á Stöng.

Hér eru lesendur leiddir í ţann vafasama sannleika, ađ Ţjóđveldisbćrinn sé á sama stađ og Stöng og ađ eyđing Ţjórsárdals hafi átt sér stađ í Heklugosi áriđ 1104. En er ţađ nema von, ađ frásagnaglađur Íri komist ekki ađ ţví sanna eftir hartnćr 40 ár á Íslandi, ţegar ţeir sem standa ađ ţjóđveldisbćnum hella eintómum lygum út í upplýsingaefni á netinu.

Á vefsíđu Ţjóđveldisbćjarins er upplýst ađ:

"The Commonwealth farm in Ţjórsárdalur is one of Iceland's best kept secrets. The farmhouse, built on the site of one of the manor farms of the Age of Settlement, is constructed as experts thought it would have been." (Sjá hér).

Hér er ekki upplýst ađ Ţjóđveldisbćrinn sé byggđur nćrri ţeim stađ ţar sem rústir Skeljastađa voru. Fólk heldur ţví auđveldlega ađ endurgerđin hafi veriđ reist ofan á rúst Stangar.  Ţar ađ auki er ţví haldiđ fram ađ Ţjóđveldisbćrinn, sem aldrei verđur neitt annađ en hugarfóstur eins ţjóđernisrómantísks myndlistakennara, Harđar heitins Ágústssonar, sé afrakstur vinnu margra sérfrćđinga.

1_2_b.jpgFrá rannsókn á kirkjurúst og smiđjurúst undir henni. Myndin efst er frá rannsókn kirkjurústarinnar á Stöng. Ljósmyndir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Af hverju allar ţessar rangfćrslur og veruleikafirring?

Ef nokkuđ er, ţá er alls ekki hlustađ á sérfrćđinga. Ţađ er ekki veriđ ađ segja fólki ađ inni í veggjum Ţjóđveldisbćjarins sé steinsteyptir veggir og ađ í allt of háreystri ţekjunni sé nćlondúkur sem var vinsćll á 8. áratugnum. Ţjóđveldisbćrinn er ţví miđur ekkert annađ en hugarfóstur sjúklegrar menningarminnimáttarkenndar sumra Íslendinga, sem endar í ţví ađ menn fara ađ byggja "fornleifar" til ađ eiga eitthvađ "fínt" eins og "hinar ţjóđirnar".

1bb.jpg

Mynd ţessa tók höfundur áriđ 1992 ţegar veriđ var ađ gera viđ austurgafl ţjóđveldisbćjarins. Hćnsnanet og gólflagningarefni höfđu menn ekki á Ţjóđveldisöld. En á ţennan hátt var nú leyst vandamál ćvintýrasýnar Harđar Ágústssonar listmálara, sem fékk ađ stjórna byggingu fornhúss á 1100 ára afmćli búsetu í landinu. Á 8. áratug 20. aldar hófst auglýsingastofuţjóđernisstefna Íslendinga, og ef eitthvađ er hefur hún enn aukist eftir Hrunadansinn áriđ 2008.

plaststong_1267732.jpg

Ţór Magnússon horfir eins og Plastgaukur á "forn" vinnubrögđ viđ gerđ Ţjóđveldisbćjarins.

Sumir menn sem standa í slíku braski eru ađ mínu mati jafnvel ađ reyna ađ reisa minnisvarđa um sjálfa sig. Menn eru greinilega enn ađ. Reistur var hryllingur sá í Skálholti sem kallađur er Ţorláksbúđ og menn dreymir um miđaldadómkirkjur og leikmyndar-Selfoss. Íslendingar sakna greinilega Disneylandsins.  Ţeir gleyma hins vegar ađ spyrja sig, hvort ţetta sé ţađ sem ferđamennirnir hafi áhuga á ađ sjá. Kannski eru ferđamenn einmitt ađ flýja heim plasts og yfirborđsmennsku í heimabyggđ sinni og vonast eftir einfaldleika hreinleikans á Íslandi.

Kirkjan sem reist var viđ ţjóđveldisbćinn í Ţjórsárdal, á ekkert skylt viđ kirkjurúst ţá sem ég rannsakađi ásamt samstarfsfólki mínu ađ Stöng. Ekkert samstarf var haft viđ mig, fornleifafrćđinginn sem fann og rannsakađi kirkjurústina, varđandi endurreisn og gerđ kirkjunnar.  Stjórn Ţjóđveldisbćjarins hefur aldrei viljađ leiđrétta rangfćrslu ţćr sem ţeir flytja í upplýsingaefni og ţađ er enn veriđ ađ vega ađ heiđri mínum sem sérfrćđings um fornleifar á  Stöng og í Ţjórsárdal, međ ţví ađ nefna ekki niđurstöđur rannsókna minna - ađ ţegja ţćr i hel.  Ţađ er gömul íslensk ađferđ, sem oft tekst, en ekki til lengdar. Svik komast upp um síđir.

Hvađ varđar Stöng, ţá ćtti ekki ađ vera vandamál fyrir ţá sem sjá um ferđamannaiđnađinn í Ţjóđveldisbćnum ađ sćkja sér réttar niđurstöđur um fornleifarannsóknir í Ţjórsárdal. Nóg er ađ finna hér á Fornleifi.

steinsteypan_kaera.jpgFerđamönnum í Ţjóđveldisbćnum er ekki sagt frá ţessu.

Ţessi "eftirlíking" úr plasti og steinsteypu, sem falin er undir skinni síđbúinnar ţjóđernisrómantíkur og menningarminnimáttarkenndar, er rekin í samvinnu viđ Ţjóđminjasafniđ. Og er ţví líklegast er ekki viđ aumingja fólkiđ í ferđamannaiđnađinum í  Skeiđa- og Gnúpverjahreppi ađ sakast.

Ţjóđminjasafniđ, samstarfsađili um rekstur Ţjóđveldisbćjarins, getur heldur ekki greint rétt frá endalokum byggđar í Ţjórsárdal. Rangar upplýsingar eru um eyđingu byggđar í Ţjórsárdal í sýningum safnsins, sem og á Sarpi, ţegar lýst er forngripum úr Ţjórsárdal. Er ţađ nema von, ađ einhverjir asnist til ađ ljúga ađ ferđamönnum, ţegar logiđ er ađ ţeim af einni helstu menningarstofnun íslenska ríkisins?

Sjá einnig: Plastöldin í Ţjórsárdal.


Fornminjarnar í Elliđaárdalnum?

Steinn Daníels

Ungur mađur, Daníel Alexandersson ađ nafni, sem örugglega er upprennandi stjarna í fornleifafrćđinni, greindi í gćr í kvöldfréttum Sjónvarpsins frá fundi sínum á afar furđulegum steini međ skreyti. Daníel rakst á steininn er hann var nýveriđ ađ vađa í Elliđaánum (sjá hér).

Steinninn fundinn
Daníel og fađir hans međ steininn góđa

 

Daníel lćtur sig dreyma um víkinga og telur skreytiđ minna á list víkingaaldar. Ekkert er ţó í ţessu mynstri og ţeirri ađferđ sem notuđ hefur veriđ til ađ klappa steininn, sem bendir til víkinga eđa norrćnna manna frá fyrstu byggđ á Íslandi. Mynstriđ á steininum gćti reyndar minnt á völundarhúsafléttur, labyrinţoi (Gr. λαβiρινθοi), sem klappađar voru á stein t.d. á Bretlandseyjum og víđar. Á Írlandi eru völundahúsafléttur ţekktar í steinlist frá steinöld (3500 ára gamlar ristur) fram á miđaldir. En skreytiđ á steininum sem Daníel rakst á er ekki höggviđ međ ađferđum sem notađar voru á Írlandi fyrr en á síđari hluta miđalda. Sömuleiđis bendir margt til ţess steinhellan sé söguđ til.

Tilgáta völundarhús
Hugdetta Fornleifs um hvernig allt skreytiđ kynna ađ hafa litiđ út í byrjun.

 

Af myndum viđ sjónvarpsfréttina er ljóst ađ listaverkiđ er nokkuđ haglega unniđ. Í fljótu bragđi sýndist mér steinninn sé íslenskur, og ef ţetta er grágrýti, hefur steinninn nćrri örugglega veriđ sagađur til eđa unninn međ nútímaverkfćrum.

Eini tilhöggni íslenski steinninn frá fyrri öldum, sem er unninn međ svipađri tćkni og steinninn sem Daníel Alexandersson fann, eru leifar grafsteins Odds Biskups Einarssonar í Skálholti (1559-1630). Hann var unninn í íslenskan stein, og međ allt annarri tćkni en áđur hafđi sést á Íslandi. Ţótt ekki sé ég ađ ađ gera ţví skóna ađ steinninn sem Daníel Alexandersson fann eigi eitthvađ skylt viđ grafstein Odds biskups, ţá hefur mig lengi grunađ ađ sá sem bćri ábyrgđ á gerđ grafsteins yfir Oddi hafi veriđ Daníel nokkur Salómon, fátćkur pólskur gyđingur, sem breytti nafni sínu í Jóhannes Salómon, ţegar hann tók skírn í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn áriđ 1620. Áriđ 1625 hélt hann til Íslands međ međ ferđastyrk upp á 6 ríkisdali og fara engar sögur af honum síđan. Grafsteinns Odds Einarsson svipar ekkert til grafsteina samtímamanna hans á Íslandi eđa á Norđurlöndunum en minnir um margt á grafsteina gyđinga, sunnar og austar í Evrópu.

Oddur Einarsson 3
Hluti af grafsteini Odds biskups Einarssonar

 

Ađ loknum ţessum vífilengjum og vangaveltum, ţykir Fornleifi líklegast ađ einhverjir hafi veriđ ađ leika sér ađ höggva völundarhús á sagađa og eđa slípađa steinhellu. Eins og kunnugt er, hefur ţarna í nágrenninu viđ fundarstađinn fariđ fram ýmis konar gjörningur. Í Elliđaárdalnum hafa menn "lengi" lagt stund á indíánalist. Gćti hugsast ađ einhverjir hafi veriđ ađ höggva völundarhús í einhverjum indíánaleik og ađ brot af ţeirri vinnu hafi fyrir órannsakanlegar leiđir lent í ánni?  Indíánar krotuđu reyndar ekkert síđur en Írar völundarhúsaskreyti á steinklappir.

Best er ađ útiloka ekkert, og gaman vćri ađ fá ađ vita úr hvađa efni steinhellan er og hvort sjáist för eftir steinsög. Ef steinninn hefur veriđ sagađur útilokar ţađ vitaskuld háan aldur og er ţá ekki um fornleifar ađ rćđa.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband