Heiđursnasistar í Morgunblađinu

445848_1_l_1275604.jpgGrein Morgunblađsins um Dietrich von Sauchen og Heinz Guderian er ófyrirleitin smekkleysa og blađamanninum til mikils vansa.

Ţó ađ "hetjan" Diedrich von Sauchen herhöfđingi hafi slegiđ í borđiđ hjá Hitler vegna ţess ađ honum ţótti vegiđ ađ ćru sinni sem herhöfđingja ţegar Hitler ćtlađi ađ skipa honum ađ fara eftir tilskipunum ómerkilegs umdćmis- stjóra (Gauleiter) nasistaflokksins, sem var ótíndur glćpamađur, ţá var von Sauchen engin hetja. Allir vita, ađ brjálađi eineistlingurinn Hitler snobbađi fyrir gamla herađlinum í Ţýskalandi og Hitler ađhafđist heldur ekkert gangvart von Sauchen fyrir ađ berja í borđiđ og taka ekki einglyrniđ af.

Heinz Guderian, sem blađamađur Morgunblađsins telur einnig til "hetja" var svćsinn gyđinghatari og í lok stríđsins áđur en Berlín féll lét hann  ţau orđ falla ađ hann «hefđi sjálfur barist í Sovétríkjunum, en aldrei séđ neina djöflaofna, gasklefa eđa ţvíumlíka framleiđslu sjúkrar ímyndunar.». Ţetta sagđi hann 6. mars 1945 fyrir framan ţýska og erlenda blađamenn er hann gerđi  athugasemdir um fréttir af útrýmingarbúđum nasista. Ţó stríđiđ vćri tapađ var hann enn til í ađ verja ósómann.

Bćđi von Sauchen og Guderian börđust fyrir nasismann og fyrir ţađ óeđli sem hann var. Ţeir tóku hvorugur ţátt í áformum um ađ setja Hitler af eđa drepa hann. Ţeir iđruđust aldri gerđa sinna og ţegar Guderian var leystur úr haldi bandamanna áriđ 1948 gerđist hann međlimur Bruderschaft, samtökum gamalla nasista undir stjórn Karl Kaufmanns fyrrv. umdćmisstjóra i Hamborg. Áriđ 1941 stakk Kaufmann fyrstur umdćmisstjóra nasistaflokksins upp á ţví viđ Hitler at senda gyđinga frá Hamborg austur á bóginn, svo hćgt vćri ađ nota hús ţeirra og íbúđir til ađ hýsa Ţjóđverja sem misst höfđu heimili sín í loftárásum á borgina. 

Skömm sé Morgunblađinu ađ mćra nasista og glćpamenn - ENN EINA FERĐINA. Ef blađamađurinn sem skrifađi ţessa meinloku er ósammála mér, má hann gjarna stíga fram opinberlega og verja skrif sín hér fyrir neđan í athugasemdakerfinu.

guderian_og_himmler_1944.jpg

Guderian stendur hér lengst til vinstri og hlustar af andagt á hinn mikla "leiđtoga" og ţjóđarmorđingja Heinrich Himmler


mbl.is Hellti sér yfir Hitler
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

1) Mađur segir ekki: "standa fram opinberlega". Skárra er: Stíga fram opinberlega.

2) Hvađan ţykistu hafa ţađ, ađ von Saucken hafi veriđ "heiđursnasisti"? Ég finn enga heimild fyrir ţví, ađ hann hafi veriđ félagi í nazistaflokknum, NSDAP.

3) Naumast ţarf honum í marz 1945 ađ hafa veriđ kunnugt um hina leynilegu útrýmingu Gyđinga, og frá lokum stríđsins var hann fangi Rússa og beittur pyntingum af ţeim, unz honum var sleppt 1955, en í hjólastól vegna pyntinganna til ćviloka 1980.

Hafi hann ekki unniđ sjálfur gegn Gyđingum, skil ég ekki ţessi lćti í ţér, Vilhjálmur. Eitt af ţví ágćta viđ frásögnina fróđlegu af óhlýđni hans viđ strangar umgengnisreglur viđ Hitler er ţađ, ađ ţetta sýnir, ađ rangt er, ţegar menn fullyrđa, ađ dauđinn hafi beđiđ hvers ţess Ţjóđverja sem neitađi ađ starfa međ nazistum ađ óţverraverkum ţeirra, heldur hafi ţeir veriđ tilneyddir og ábyrgđin t.d. á ósiđlegum drápum veriđ ćđsta yfirmannsins eins, ţ.e. foringjans. Svo var ekki, og ţví var t.d. starf Símonar Wiesenthal ađ vinna ađ handtöku stríđsglćpamanna og ađ láta rétta yfir ţeim alveg eđlileg, réttlát nálgun á málin.

Image result for Heinz GuderianHér er hershöfđinginn Heinz Guderian, en hvergi sé ég heldur neitt um ađ hann hafi veriđ nazisti, jafnvel ekki á ţessari síđu frá Gyđingum: https://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/biography/guderian.html

Hvernig datt ţér ţá í hug, lagsi, ađ tala um ţessa tvo hershöfđingja sem "heiđursnasista"?

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 12:26

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Valur Jensson, hćttu vinsamlegast ađ kalla mig lagsa! Ţađ er kjánaleg. Eins og er er ég starfsmađur SWC Simon Wiesnthal Stofnunarinnar í Jerúsalem, og vinn fyrir hana sem ráđgjafi. Ég veit manna best hve erfitt var fyrir ađ Simon Wiesenthal ađ fá málum framgengt viđ ţýsk yfirvöld, svo ekki sé talađ um Vatíkaniđ í Róm, sem enn er eftir ađ gera hreint fyrir sínum dyrum hvađ varđa síđara stríđ. Međ orđinu "Heiđursnasista" er ég ađ gera grín ađ lofsöng blađamanns Moggans á ţessum tveimur óţokkum. Menn geta veriđ nasistar ţó ţeir hafi ekki veriđ í nasistaflokki. T.d. Íslendingar sem ţjónuđu í SS, Schalburg, Hippo og öđrum sveitum í Danmörku. Guderian var einn ađ ţeim sem stjórnuđu árásinni á Pólland áriđ 1939. Hann var stríđsglćpamađur. Hann var einnig međlimur í ţýska nasistaflokknum.

Ef ţú lest ađeins betur Jewish Virtual Library, tekur ţú ef til vill eftir ţessu: "On July 21, 1944, Guderian replaced General Kurt Zeitzler as commander of the General Staff. As a result of the July Plot Guderian demanded the resignation of any officer who did not fully support the ideals of the Nazi Party." Lestu nú https://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/biography/guderian.html

Og skammastu ţín svo. 150 Maríubćnir fyrir ţig í kvöld - en sjálfshýđinguna máttu eiga viđ sjálfan ţig.

Ţakka hins vegar fyrir prófarkalesturinn.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 13:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki var Dietrich von Sauchen nazisti og heldur enginn hundingslega auđmjúkur jábróđir Hitlers, ţađ ćtti ađ vera ljóst af orđaskiptum okkar. Ergo er a.m.k. hálf fyrirsögn ţín röng.

Upplýstu okkur svo um ţađ, hvernig Guderian hafi veriđ stríđsglćpamađur, en ég er vitaskuld ekkert ađ afneita ţeim möguleika ađ óskođuđu máli. Enginn verđur ţó sjálfkrafa "nazisti" viđ ţađ eitt ađ vera stríđsglćpamađur, og ég vil fá orđrétt frá honum (ekki óbeint frá vefsíđunni ţarna) ţađ sem honum var lagt hér í munn. Og var hann nokkurn tímann félagi í NSDAP?

Ég er hins vegar ađdáandi Claus Schenk Graf von Stauffenberg og Helmuth James Graf von Moltke vegna fórnfúsrar baráttu ţeirra o.fl. góđra manna gegn Hitlerismanum.

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 14:42

4 Smámynd: FORNLEIFUR

 Guderian var stríđsglćpamađur, hann stjórnađi árás á Pólland áriđ 1939, ţar sem stríđsglćpir voru framdir. Ađeins átillan sem var notuđ til árásarinnar var stríđsglćpur. Hitlerismi er hugtak sem ég nota ekki og tel vera villandi. Sprenging á járnbrautarhótelinu í Tarnow var byrjunin. Ţjóđverjar settu hana á sviđ.

Ţađ var ekki bara Hitler sem var vandamáliđ, heldur allir ţeir sem honum fylgdu og t.d Guderian, sem mćlti međ ţví ađ menn fylgdu nasistaflokki foringjans blint og sem eftir stríđ var međlimur í Bruderschaft og afneitađi helförinni, sem honum hlýtur ađ hafa veriđ kunnugt um. En eins og ţú veist var ţađ ekki alltaf fyrsta spurningin sem Bandaríkjamenn og Rússar spurđu um, hvort hermenn ţjóđverja hefđuđ tekiđ ţátt í gyđingamorđum. Í Danmörku valt ţađ á rannsóknarmönnum, hve mikill áhuginn var. Danskir Freikorps Danmark liđar sluppu međ vćgar refsingar, ţó ţeir segđust hafa myrt gyđinga í fangabúđum, en voru dćmdir fyrir ađ hafa stoliđ reiđhjóli í Kaupmannahöfn.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 15:03

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Segđu mér Jón, ert ţú höfundur greinarinnar sem ég gagnrýndi?

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 15:05

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu viđ greinina í Mogganum? Nei, ég hef aldrei skrifađ í hann sem blađamađur, starfa ţar heldur ekki (sem prófarkalesari) síđasta ár og veit ekki hver er höfundurinn, ţótt ég hafi látiđ mér detta ţađ í hug, hver hann geti veriđ.

Hvar kemur fram, ađ Guderian hafi afneitađ helförinni?

Já, viđ getum alveg eins talađ um nazisma, fremur en Hitlerisma. Stauffenberg gerđist aldrei félagi í nazistaflokknum og (ađ ég held) Melmuth greifi Moltke ekki heldur. (Ţetta er sama Moltke-ćttin og kom hingađ á 19. öld, ţýzk-dönsk.)

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 15:29

7 Smámynd: FORNLEIFUR

 Ég finn ekki til minnstu međaumkvunar međ von Sauchen, ţó hann hafi endađ í hjólastól, og já, Guderian voru félagi í ţýska nasistaflokknum.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 15:30

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helmuth ...

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 15:30

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Guderian sagđi á blađamannafundiđ í mars 1945, hann «hefđi sjálfur barist í Sovétríkjunum, en aldrei séđ neina djöflaofna, gasklefa eđa ţvíumlíka framleiđslu sjúkrar ímyndunar.» Ţađ var hann ađ svara spurningum um útrýmingarbúđir nasista. SJÚK ÍMYNDUN kallađi hann ţađ. Slíkt er afneitun.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 15:37

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu ekki einhvćr ummćli Guderians um gasofnana síđar, VÖV?

Vissi pressan í bandamannaríkjunum af ţeim í marz 1945?

Guderian getur hafa talađ sannleikanum samkvćmt, ađ hann hafđi ekki séđ neina slíka í marz 1945. Og á hvađa "blađamannafundi" á hann ađ hafa sagt ţetta, hvar og hvađa dag?

Ţú ritar (međ vitlausum syntax): "Ég finn ekki til minnstu međaumkvunar međ von Sauchen, ţó hann hafi endađ í hjólastól, og já, Guderian voru félagi í ţýska nasistaflokknum." ---Áttu viđ: "... og já, Guderian var félagi í ţýska nasistaflokknum" (og hver er heimildin?) eđa: "... og já, hann [von Sauchen] og Guderian voru félagar í ţýska nasistaflokknum"? Og ţá biđ ég aftur um heimild fyrir ţví um v. Sauchen.

Svo voru nazistar mis-illir og alls ekki nćrri öllum kunnugt um milljóna-ţjóđarmorđiđ fyrr en kannski viđ eđa eftir lok stríđsins.

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 17:15

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég svara ţér ekki frekar Jón Valur, og verđ ađ loka á ţig líkt og ţú gerir viđ svo marga af ţeim sem gera athugasemdir hjá ţér ţegar ţér mislíkar ţađ sem ţeir skrifa. Skrif ţín eru móđgun.

Ég á ekki fleiri ummćli Guderians um "gasofna". Mér nćgja ein ţeirra. ÉG er fyrir löngu búinn ađ fá nóg ađ fólki sem segir fórnarlömbunum ađ sanna morđin. Guderian lést á 6. áratugnum og ţá var Ţjóđverjum ljóst, ađ ţeim var ekki stćtt ađ lýsa opinberlega yfir vantrú sinni á eigin skemmdaverk. Ţess vegna gengu menn í Brćđrafélög nasista (sem byggđu á kaţólskum hefđum) og hötuđust út í gyđinga á leynifundum. Í dag eru venjulegir Ţjóđverjar ekki međal verstu afneitara helfararinnar. Ţeir finnast alls stađar, ţví sumir eiga svo erfitt međ ađ trúa, ţó sumir hafi jafnvel drepiđ gyđing til ađ allir trúi á hann og hljóti eilíft líf og drekki blóđ hans og borđi hold hans.

Allt sem ţú leitar ađ í vantrú ţinni getur ţú fundiđ í útgefnum bókum eđa ţá leitađ til Bundesarchiv í Berlin og undirdeilda safnsins.

Ef ţú ert í vafa um vitund manna um útrýmingar nasista á gyđingum, ţá verđu ţú ađ lesa ţér betur til. Mikill hluti ţýsku ţjóđarinnar vissi hvert stefndi, ţó svo ađ hún vissi ekki um daglegt "líf" í Auscwitz, Sobibor, Treblinka, Belsec, Buchenwald, Dachau etc. Dauđinn var bođskapurinn líkt og hjá ISIS í dag. Ţjóđverjar fögnuđu.

Ţú hefur sýnt okkur, Jón, ađ ţú getur ekki lesiđ eina heimildasíđu, ţ.e. Jewish Virtual Lirary, án ţess ađ geta lesiđ ţér hana til gangs.

Ég bíđ svo áfram eftir blađamanni Morgunblađsins sem skrifađi greinina, sem verđur ađ sýna mér heimildir sínar fyrir hetjuskap von Sauchens og Guderians.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 18:49

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bloggađi um Beck, Rommel, Guderian og Von Brauchitsch í tengslum viđ greinina í Mogganum og´er viđbúinn ţví ađ vera stimplađur ađdáandi nasista.

Ómar Ragnarsson, 11.1.2016 kl. 22:03

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Ómar, er ţađ ekki útrćtt mál?: http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1231916/   Ţú vannst viđ önnur mál ţegar umrćđan var sem "hćst" á Íslandi um stríđsglćpamanninn Eđvald Hinriksson og gast ţví ekkert gert frekan en flestir blađamenn á Íslandi. Ţú varst og ert stikkfrí og hefđir veriđ harla lélegur nasisti, eins agalaus og agalegur og ekta Íslendingur og ţú ert! Hefđir veriđ kominn í betrunarbúđir eftir viku. Annars var blogg ţitt nú öllu betra en grein blađamanns Morgunblađsins sem ekki vann heimavinnu sína nógu vel.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 22:34

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvađ ertu ađ klína ţessum brćđrafélögum nazista á kaţólskuna, Vilhjálmur?

  Hér er minn mađur Stauffenberg. Ólíkt ţessu tali ţínu um Guderian og kaţólsk brćđrafélög, var Stauffenberg međ hreinar línur í mórölsku vali sínu (rétt eins og hinn ungi Josef Ratzinger, síđar Benedikt páfi), og um hann segir í ensku Wikipediu-ćviágripi hans: "Stauffenberg remained a practicing Catholic. Stauffenberg vacillated between a strong personal dislike of Hitler's policies and a respect for what he perceived to be Hitler's military acumen. On top of this, the growing systematic ill-treatment of Jews and suppression of religion had offended Stauffenberg's strong personal sense of Catholic morality and justice." –––Einn samsćrismađurinn gegn Hitler međ Stauffenberg, Generaloberst Friedrich Fromm, lét skjóta fyrstu fórnarlömbin (Hitler lét svo drepa eđa setja í dauđabúđir 2000 manns; elzti bróđir Stauffenbergs t.d. drepinn hćgvirkt međ píanóvír og endurlífgađur aftur og aftur til ađ endurtaka aftökuna og upptaka gerđ af ţessu fyrir Hitler kvikindiđ ađ skođa!). ––Af ţessum fjórum, Stauffenberg was third in line to be executed, with Lieutenant von Haeften after. However, when it was Stauffenberg's turn, Lieutenant von Haeften placed himself between the firing squad and Stauffenberg, and received the bullets meant for Stauffenberg. When his turn came, Stauffenberg spoke his last words, "Es lebe unser heiliges Deutschland!" ("Long live our sacred Germany!")

Jón Valur Jensson, 12.1.2016 kl. 09:29

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir ađ loka ekki á mig. Ţú ert örugglega öđlingur inni viđ beiniđ.

Jón Valur Jensson, 12.1.2016 kl. 09:31

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér ritađi ég um Eđvald Hinriksson (og var ţó gert ađ stytta mjög mál mitt ţar):

‘Leitum sannleikans’, DV 2. júlí 2001 (bréf, neđst í hćgra horni) = http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=200395&pageId=3017457&lang=is&q=Leitum

Jón Valur Jensson, 12.1.2016 kl. 09:46

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auđlesnara hér:

http://timarit.is/files/12988804.pdf#navpanes=1&view=FitH&search=%22Leitum%22

Jón Valur Jensson, 12.1.2016 kl. 09:52

18 Smámynd: FORNLEIFUR

Öđlingur alveg í gegn.

FORNLEIFUR, 19.1.2016 kl. 07:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband