Furðuleg frétt um 417 ljósmyndir

860276_1275630.jpg

Það er víst séríslenskt fyrirbæri að segja frá fjögurhundruð og seytján áður óþekktum ljósmyndum á þann hátt sem þessi frétt gerir. Aðeins er nefnt að myndirnar hefi verið teknar í Íslandsferð fimm ungra Svía sumarið 1919. Þeir eru þó ekki nefndir á nafn og heldur ekki seljandinn. Merkilegt þykir hins vegar að þeir hafi tekið mynd af Matthíasi Jochumssyni og dóttur hans ári áður en að skáldið andaðist.

Þetta er svo dæmigerð birtingarmynd afstöðu Íslendinga til umheimsins. Allt fjallar um Íslendinga, en umheimurinn er algjört aukaatriði.

Mér til mikillar furðu fann ég ekkert um þessar 417 myndir, sem  Þjóðminjasafnið hefur fest kaup á fyrir þjóðina, á forsíðu vefsvæðis safnsins. Vonandi verður ráðin bót á því hið fyrsta, því þjóðin á rétt á því að vita hverjir hinir fimm sænsku ferðalangar voru og að sjá myndir þeirra allar sem eina, sem nú eru sameiginleg eign landsmanna sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. Það eru til nógar myndir af Matthíasi t.d. kvikmynd (sjá hér), en náttúrulega er skemmtilegt að fá nýjar myndir þar sem hann er að skvetta úr slöngu í blómagarði sínum.


mbl.is Eignast yfir 400 ljósmyndir frá 1919
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Það mætti vera meira af svona góðum fréttum í fjölmiðlunum en er í dag, eitthvað, sem gleður mann, eins og allt virðist vera dapurlegt og hryllilegt í heimi hér eftir blöðum og öðrum fjölmiðlum að dæma. Svona skemmtilegar fréttir fær mann til að hafa trú á lífinu og tilverunni. Þetta er líka mjög athyglisvert. Það væri gaman, ef maður gæti fengið að skoða þessar myndir. Ég vona, að þær verði settar á sýningu einhvern tíma í safninu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2016 kl. 15:24

2 identicon

Sæll vertu Vilhjálmur.

Þú verður að spandera nokkrum (dönskum) aurum í Moggann í dag því þar kemur þetta allt fram eins og segir undir fréttinni: Nánar um málið í Morgunblaðinu.

Jochum M. Eggertsson (IP-tala skráð) 13.1.2016 kl. 21:21

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Það væri nú óskandi, Guðbjörg Snót, eða á vefsíðu safnsins. Vefsíður góðra safna hafa að markmiði að upplýsa, en ekki einvörðungu að selja eða að auglýsa stöður mannauðsstjóra líkt og slík fyrirbæri væru mikilvægustu starfsmenn safna. EN á Þjóðminjasafni er staða "mannauðsstjóra" sem safnið leitar nú að mikilvægari en 470 ljósmyndir frá Svíþjóð. Kannski verður að auka mannauðinn til að geta sýnt þjóðinni eign sína. Því ekki er þetta ljósmyndasafn séreign Þjóðminjasafnsins. Ef safnið auglýsti eftir nýjum þjóðminjaverði væri safninu einnig gerður greiði.

FORNLEIFUR, 14.1.2016 kl. 07:10

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Sæll Jochum M.Eggertsson. Skuggi minn, ég kaupi þennan Mogga í næstu viku þegar ég er í Reykjavík. Því vart verða myndirnar þá komnar á sýningu í safninu. Mannauðsstjórinn (sjá ofar) verður örugglega fyrst að athuga hvernig hægt verður að spara, áður en slíkt óþarfaverk er sett í forgang.

En eru kannski 470 sænskar myndir í Mogganum?

Að minnsta kosti græðir Mogginn eitthvað á þessu, þó það sé ekki nema eitt blað sem ég kaupi. Fornleifur er ekki lesinn á Þjóðminjasafninu. Þar er öll gagnrýnin hugsun bönnuð og fólk rekið í hrönnum ef það er með slíka takta. Ég hlakka til að sjá slönguverk Matthíasar föðurbróður þíns í Mogganum. Ekki vissi ég að skáldið væri slöngumaður.

FORNLEIFUR, 14.1.2016 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband