Nýtt um dýradjásniđ frá Skipholti

Skipholt b

Margir ţekkja vafalaust gullnćluna sem fannst í Skipholti í Hrunamannahreppi á seinni hluta 19. aldar.

Á síđustu öld ritađi ég um ţennan dýrindisgrip, og meira en menn höfđu gert áđur. Grein mín um gullnćluna birtist í afmćlisbók starfsmanna Ţjóđminjasafnsins, Gersemar og Ţarfaţing (1994), og birti ég greinina aftur á Fornleifi áriđ 2011 međ smávćgilegum viđbótum (sjá hér).

Skipholt 5

Ljósm. Ívar Brynjólfsson, Ţjóđminjasafn Íslands.

Ég iđka stundum klausturlifnađ. Ţó ekki međ sjálfspíningu, algjöru skírlífi eđa öđru sjálfmeiđandi.

Nei, Řrslev Kloster (Skive Kommune, Fjends herred), sem var nunnuklaustur á miđöldum er í dag kyrrlátt athvarf refugium fyrir einstaka fornleifafrćđinga, frćđimenn, listamenn, háskólanema sem skrifa lokaritgerđir og annađ skapandi fólk sem ekki gefur frá sér mikil hljóđ. Nú er veriđ ađ betrumbćta byggingarnar á Řrslev-klaustri á  svo ég hef ekki dvalist ţar síđan fyrir Cóviđ. Í cóvinu hafa, fyrir utan viđgerđir, fariđ fram fornleifarannsóknir, í og utan klausturbyggingarinnar. Ţá kemur sér vel ađ forstöđukona klaustursins, Janne Fruerlund Kayes er miđaldafornleifafrćđingur líkt og sá sem ţetta ritar. Ţađ er írskur eiginmađur hennar, Gary Kayes líka, og hefur međ miklum myndarbrag stýrt rannsóknunum í tengslum viđ viđamiklar umbćtur á klausturbyggingunum. Starf ţeirra hjóna er einstakt. 

286398258_10160040373438987_4638557784922308009_n

Hringurinn sem fannst á Řrslev ber safnnúmeriĺ SMS-1591 i Skive Museums Samlinger. Foto. Řrslev Kloster.

Áriđ 2022 fannst forláta biskupahringur úr gulli sem á var festur safírsteinn. Fingurhringinn fundu málmleitartćkjamenn sem fengnir voru til ađ rannsaka svćđi ţar sem iđnađarmenn voru í einhverjum skurđaframkvćmdum fyrir norđan klausturbygginguna.

Nýlega sá ég betri mynd af sjálfum baugnum, og gerđi mér ţá grein fyrir ţví ađ viss líkindi voru međ skreytinu á hringnum og skreytinu á gullnćlunni frá Skipholti.

Hringurinn í Řrslev er bara svo lygilega vel varđveittur. Biskup hefur vćntanlega týnt honum nýjum í ölćđi. Hlustiđ á Gary Kayes fornleifafrćđing lýsa fundi hringsins hér.

Oerslev

Hringurinn sem fannst viđ Řrslev Kloster er aldursgreindur til

sama tíma og nćlan frá Skipholti.

Dýriđ sem skreytir báđa gripi er furđudýriđ Amphisbaena, sem er vel ţekktur dreki úr furđudýrafrćđi miđalda. Hann hafđi fyrir siđ ađ eltast viđ halann á sér sem gat talađ, og samkjafti stundum af litlu viti, svo ađ vísari framendanum ţótti um of. Ţađ var langur eltingarleikur, og hringsnerist ţví dreki ţessi mikiđ og hvađa dýr er meira viđeigandi ađ hafa á hringnćlu eđa á hring?

Hringurinn er talinn vera frá Frakklandi, líklegast frá Lyon (sjá hér) og er frá 12. öld. Svipađir hafa fundist víđar í gröfum biskupa, ađ sögn Garry Kayes, sem var staddur í Dyflini ađ halda upp á St. Patricks-day, ţegar ég náđi í hann í síma. Skreytiđ á einum hringa af ţessari gerđ, baugs sem kom upphaflega á British Museum á 19. öld frá Verdun, er jafnvel líkari skreytingu á nćlunni frá Skipholti.

Gary Kayes hefur orđiđ margs vísari um hringa ţessa, en ţađ verđur ađ bíđa til útgáfu á rannsóknum hans og samstarfsmanna hans viđ rannsóknirnar á Řrslev, sem ég hlakka mjög til. Áđur hefur Garry skrifađ lokaritgerđ um byggingarsögu klaustursins, sem er ein af bestu kandídatsritgerđum frá gömlu miđaldadeildinni minni í Árósum, sem ég hef lesiđ. Ţađ er ekki ađ spyrja ađ ţessum Írum. Ţeir eru meira eđa minna allir snillingar.

BM hringr b

Hringur ćttađur frá Verdun í Frakklandi; BM AF1866; Ljósm. British Museum, London (sjá frekar hér).

colmar2

Baugur sem fannst í sjóđ sem komi hafđi veriđ fyrir í húsvegg í bćnum Colmar áriđ 1863. Sjóđurinn var keyptur til Cluny safnsins í París áriđ 1923.

Brúđhlauphringar gyđinga

Ţegar ég sá betri ljósmynd af skreytinu á baugnum frá Řrslev, var mér einnig hugsađ til brúđkaupshringa gyđinga sem fundist hafa í niđurgröfnum sjóđum í Alsace (Colmar) og í borgum viđ Rín, frá ţeim slóđum sem Sćmundur fróđi sótti gyđinglega skóla (sjá hér). Einn slíkur hefur fundist í Colmar í Alsace, ţar sem blómleg byggđ gyđinga var á miđöldum.

Ţó höfuđ hringsins beri ekki stein,er ţar í stađinn laglega gert hús, sem táknar hina himnesku Jerúsalemborg. Á ţaki hússins stendur Mazel Tov, sem ţýđir til Hamingju á hebresku.

Mazal

Svipađir hringir hafa fundist víđar, m.a. í sjóđ sem fannst í Erfurt áriđ 1998, og enn annar sem varđveittur er á Thüringisches Landesamt für Denkmalpflege und Archäologie í Weimar

Screenshot 2023-03-22 at 12-40-52 Jewish Wedding Ring German The Metropolitan Museum of Art

Brúkaupshringur sem fannst í Erfurt í Ţýskalandi áriđ 1998. 

Ljósm. Thüringisches Landesamt für Denkmalpflege und Archäologie í Weimar.

Frekari lesning um brúđhlauphringa gyđinga má finna veglegri sýningarskrá: Savants et Croyants; Les Juifs d´Europe Nord au Moyen Age. (Sour la direction de Nicolaus Hatot et Judith Olszowy-Schlanger. Snoeck/Métropol Rouen Normandie 2018. (Sjá einnig hér). Sýningin var endurtekin 2019-20 í New York. og vera má ađ sýningarskráin hafi veriđ gefin út í enskri ţýđingu ađ ţví tilefni.

Hermitage St Petersborg b

Brúđkaupshringur Gyđinga sem varđveittur er í Hermitage safninu í Sankti Pétursborg.

Ef vel er ađ gáđ er drekinn Amphisbaena á brúđkaupshringunum líkt og á nćlunni frá Skipholti og á hringnum frá Řrslev. og ef hringurinn frá Colmar i Alsace er borinn saman viđ biskupshringinn sem einhver biskupanna í Viborg týndi í Řrslev, má ljóst vera ađ ţessi gripir eru allir af sama menningarsvćđinu.

Amphibaena TUTTI

Amphisbaena-dreki á nćlu frá Skipholti, á hring Řrslev-klaustri, á hring frá Verdun í Frakklandi og á hring sem varđveittur er í Erimitage-safninu í Sankti Pétursborg.

Amphisbaena - Wikipedia

Loeveansigt

Andlit drekans á biskupshringnum sem fannst í Řrslev (tv) boriđ saman viđ drekann á brúkaupshring gyđinga frá Colmar (th.).

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband