Fyrstu trúarsamkomur gyđinga á Íslandi

yom_kippur_reykjavik1940.jpg

schwab_and_wallis_reykjavik_1941_yom_kippur_1256672.jpg

Nú er hlaupiđ sport í ađ byggja hof ásatrúarmanna og moskur múslíma. Samkunduhús gyđinga vantar - en ţađ mun koma - og á bćjarins bestu lóđ. Lóđin mun vitanlega ekki kosta neitt, og peningarnir koma, en ekki er gott ađ vita hvađan. Gyđinga- hatriđ er ţegar til stađar, svo menn geta sparađ viđ sig svínsblóđ og hausa.

Fyrir langa löngu skrifađi ég í DV um fyrstu trúarlegu samkomu gyđinga á Íslandi. Hún var haldin í Gúttó í Reykjavík áriđ 1940. (Sjá ţađ sem ég hef áđur skrifađ um ţann atburđ hér, hér, hér og hér).

Í Gúttó söfnuđust saman flóttamenn af gyđingaćttum frá Austurríki og Ţýskaland. Ţeir höfđu allra náđugast fengiđ landvistarleyfi á Íslandi, og héldu Jom Kippur, Friđţćgingardaginn, hátíđlegan međ breskum hermönnum sem voru gyđingar. Enginn rabbíni kom međ Bretum til Íslands. Kom ţađ ţví m.a. í hlut kantors (forsöngvara), Alfred Cohen frá Leeds (sem síđar breytti um nafn og hét Alf Conway og settist ađ í Kanada) ađ stjórna fyrstu trúarhátíđ gyđinga á Íslandi. Alfred Cohen sést á myndinni hér fyrir neđan. Efst er hópmynd sem Sigurđur Guđmundsson ljósmyndari tók af ţáttakendum í Jom Kippur guđsţjónustunni 1940 og á litlu myndinni er Harry Schwab, sem ég ţekkti og Bernhard Wallis frá Sheffield.

alfie_cohen.jpg

Ţegar Bandaríkjamenn leystu Breta smám saman af hólmi 1941-1942, komu einnig margir gyđingar međ Bandaríkjaher. Bandarísk heryfirvöld sinntu betur trúarminnihlutum herdeilda sinna en Bretar, og hingađ komu prestar hinna ýmsu kirkjudeilda, sem í hernum eru kallađir chaplains, og einnig rabbínarnir. Sumir af prestum kaţólikka og annarra kristinna kirkjudeilda komu til landsins til lengri dvalar, en rabbínarnir dvöldu ađeins stuttan tíma í senn og var flogiđ eđa siglt međ andans menn til Íslands skömmu fyrir helstu hátíđir gyđinga.

1941_rosh_hashana_1256664.jpg

Breskir og bandarískir hermenn af gyđingaćttum fyrir utan Gamla Iđnađarskólann í Vonarstrćti á Rosh Hashanah (Nýárshátíđinni) haustiđ 1941, nánar tiltekiđ 22. september 1941. Myndin er úr safni Philips Bortnicks, sem er mađurinn međ lođhúfuna og lođkragann sem stendur viđ hliđ hávaxins yfirmanns sem var herlćknir í Bandaríkjaher. Philip Bortnick hvílir hćgri hönd sína á Breta sem hét Alvin Miller. Ýmsir bresku hermannanna á ţessari mynd tóku einnig ţátt í Jom Kippur samkomunni áriđ 1940. Tvo ţeirra talađi ég viđ áđur en ţeir fóru yfir móđuna miklu.

Ţó svo ađ enginn vćri rabbíni vćri alla jafnan einhver til ađ leiđa bćnahald bandarísku gyđinganna. Hermenn Bandaríkjanna á Reykjavíkursvćđinu, sem voru gyđingar, komu saman á ýmsum stöđum. Fyrst međ Bretum í gamla Iđnađarskólanum 1941, líklegast í Bađstofunni, útskornum gildaskála Iđnađarmannafélagsins (sem reyndar eyđilagđist í bruna áriđ 1986, en bađstofan var endurbyggđ eftir teikningum og myndum).

Einnig voru haldnar guđsţjónustur, shabbatsbćnir, í bragga í Camp Laugarnes, sem kallađur var Men's Recreation Hut. Camp Laugarnes var norđaustan viđ Kirkjusand umhverfis Holdsveikraspítalann sem Bretar tóku í notkun sem herspítala. í Camp Laugarnes var haldin vikuleg guđsţjónusta kl. 19.30 á föstudögum og var ţađ auglýst í The White Falcon:

"Jewish Faith. The Jewish Service will be held each Friday in the Men's Recreation Hut, Camp Laugarnes, at 1930 hrs."

troops-iceland_1256676.jpg

Ţegar Bandaríkjamenn voru komnir međ meira liđ, voru guđsţjónustur haldnar víđar, og t.d. í Elliđaárvogi Camp Baldurshaga. Um ţann stađ var ort:

Dear Old Baldurshagi
(Sung to "Roll Out the Barrel")


  Dear old Baldurshagi,  
  Oh! what a hell of a dump.  
  Rocks and hills all craggy,  
  Stulkas to slap on the rump.  
  If we ever leave here,  
  Our thoughts will wander once more,  
  Thoughts of building Montezuma,  
  On Iceland´s chilly shore.  

Tekiđ skal fram ađ gyđingar slógu mikiđ í rassinn á íslenskum stúlkum, en einnig fóru fram shabbatbćnir í spítalakampi sem var stađsettur i Ásum viđ Helgafell í Mosfellssveit. Ţar má enn sjá stóra vatnstanka og rústir sjúkrahússins, sem gekk undir nafninu 208th general Hospital og áriđ 1942 var haldin samkoma í kampi sem lá viđ Reykjavíkurflugvöll.

barracks.jpgBraggar undir Öskjuhlíđ

large.jpg

Fyrsti rabbíninn sem stýrđi trúarlegri athöfn á Íslandi, svo vitađ sé, kom ţannig á vegum Bandaríkjahers haustiđ 1942. Hann hét Júlíus Amos Leibert og var nokkuđ merkilegur karl sem stóđ fyrir nútímalegan gyđingdóm. Í nćstu fćrslu Fornleifs verđur lítillega sagt frá rabbí Leibert.

Mynd: Kantorinn Benjamin Rubenfeld (Bandaríkjaher) hámar hér í sig matzot (hin ósýrđu brauđ) á Pesach Seder í Reykjavík 1942 (1. apríl 1942). Mig grunar ađ Sederinn hafi fariđ fram á Hótel Borg. 

ben_rubenfeld_pesach_iceland_1942.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróđlegt. Takk fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 21.3.2015 kl. 16:53

2 identicon

Mjög frodlegt, doktor Vilhjalmur.

Kassandra (IP-tala skráđ) 21.3.2015 kl. 18:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband