Afar líkleg strýtulausn

strytukarl.jpg

Mér bárust ţessar línur frá Birni Hólmgeirssyni fyrrverandi starfsmanni Orkuveitu Húsavíkur:

Sćll Fornleifur.

Sendi ţér mínar hugmyndir um karlinn í strýtunni. Ekki ţekki ég manninn, en mér finns ég kannast viđ umhverfiđ. Ţessar myndir eru trúlega teknar 5-6km í vest-suđ vestur af Laxamýri í Ađaldalshrauni. Á mynd nr. 2 blasir viđ fjallgarđur sem ég tel ađ séu Kinnarfjöll. Bogamyndađa fjalliđ á bak viđ borgina er fjalliđ međ 3 nöfnin. Galti, Bakrangi og Ógöngufjall. Skessuskál til vinstri viđ manninn og Nípá fellur ţar niđur giliđ. Til hćgri á myndinni sést Skálahnjúkur gnćfa yfir fjallsbrúnina. Á 3 myndinni er horft til baka í austur og önnur hraunborg notuđ. Heiđin á bak viđ er Hvammsheiđi sem endar í Heiđarenda á bak viđ borgina. Undir heiđinni glittir í Laxá, ţar sem hún rennur til sjávar skammt norđan viđ Laxamýri.

Hugleiđingar Björns Hólmgeirssonar, Hóli á Tjörnesi.

Međ kveđju ađ norđan.

Mér ţykir tillaga Björns Hólmgeirssonar mjög líkleg eftir ađ hafa litiđ á Örnefnakort Landmćlinga og önnur kort. Sjálfur hef ég ekki komiđ ţarna í árarađir og aldrei gengiđ um hrauniđ. Mađur á ţađ eftir.

Líklegast gildir sú regla enn, sem manni voru innprentađar í prófum í gamla daga, ađ vera ekki ađ breyta neinu og stroka út á síđustu stundu. Myndin í York frá 1893 var fljótlega útbúin eftir leiđangur Tempest Andersons til Íslands. Ţetta var mynd í röđ skuggamynda og ţeim fylgdi fyrirlestur, sem Anderson hélt vítt og breitt á Bretlandseyjum. Bókin sem nefnd var í síđustu fćrslu var hins vegar fyrst birt áriđ 1903 og á 10 árum hefur eitthvađ getađ skolast til hjá höfundi eđa útgefanda.

Ţangađ til ađrar betri tillögur berast, heldur Fornleifur sig viđ upphaflega skýringu á stađsetningu strýtunnar (nćrri Laxamýri) og nú hina nákvćmari skýringu Björns Hólmgeirssonar. Fćri ég Birni mínar bestu ţakkir fyrir upplýsingarnar. Ţađ er ávallt gaman ađ sjá ađ margir lesa Fornleif og hugleiđa málin međ honum ţegar hann veđur í villu.

Sjá fyrri fćrslur um ljósmyndirnar hér og hér.

karl_i_strytu_4.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband