Karlinn í strýtunni

karl_i_strytu_2.jpg

 Eftir a þessi færsla var rituð skýrðust málin, fyrst hér og staðsetning strýtunnar var loks upplýst hér með hjálp góðra manna

 

Árið 1890 ferðaðist á Íslandi vellauðugur breskur læknir, Tempest Anderson að nafni (1846-1913). Anderson var mikil áhugamaður um eldfjöll og eldvirkni. Ferð hans til Íslands sumarið 1890 var upphafið að fjölda ferða hans til eldstöðva um allan heim, þangað sem Anderson fór til að sjá eldgos, hveri og hraun og til að ljósmynda þau fyrirbæri.

Hann kom aftur til Íslands árið 1893 og i ljósmyndaði hann þá þennan mann sem smeygt hafði sér niður í hraunstrýtu eina sérkennilega nærri Laxamýri í Mývatnssveit. Ljósmyndin er varðveitt sem glerskyggna.

Ég veit ekki hvar þessi strýta er, eða hver maðurinn var, og þætti vænt um ef frótt fólk gæti gefið mér fleiri upplýsingar um það.

Myndin er varðveitt á Yorkshire Museum á Englandi, sem á fleiri myndaskyggnur Andersons.

karlinn_naermynd.jpg

Menn brostu ekki mikið á myndum árið 1893, en greinilegt er að gáski er í augum karlsins sem fór niður í strýtuna, og ekki laust við að hann hafi orðið mývarginum að bráð. Hægra augnlokið virðist bólgið. Þetta er greinilega rauðhærður maður, og kannski þekktur Þingeyingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Samkvæmt Ingu Láru Baldvinsdóttur deildastjóra Ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands (þ. 2.3.2016), fékk ljósmyndasafn Reykjavíkur myndir Tempest Andersons frá Leeds fyrir um 30 árum síðan, en þar á meðal var ekki myndin af karlinum í strýtunni. Þakka ég Ingu Láru fyrir þessar upplýsingar.

FORNLEIFUR, 2.3.2016 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband