Færsluflokkur: Flóttamannasaga

Sögunni gefur enginn grið

alfred_kempner.jpg

Það er ekkert nýtt að Íslendingar sendi flóttamenn til Noregs, þó það sé í dag gert með skýrri tilvísun til gildandi laga, íslenskra sem alþjóðlegra. Íslendingar sendu fyrst flóttamann, sem yfirvöld vildu ekki á Íslandi, til Noregs árið 1938, en þá var það lögleysa (sjá hér).

Myndin efst er fangamynd af manninum sem vísað var úr landið árið 1938, fyrst til Noregs og síðar til Danmerkur. Myndin var hins vegar tekin síðla árs 1940 þegar Danir freistuðu þess að afhenda höfuð flóttamannsins og fjölda annarra í hans sporum á silfurfati til Þjóðverja, þó svo að Þjóðverjar hefðu alls ekki beðið um að fá þennan mann eða flesta þá aðra sem Danir ákváðu upp á eigið frumkvæði að selja í hendur nasista. Danir gerðust strax auðmjúkir þjónar erlends afls í landi sínu. Sumir danskir sagnfræðingar halda því fram í dag, að samvinna danskra yfirvalda við Þýskaland Hitlers eftir 9. apríl 1940 hafi verið Dönum og gyðingum til góðs. Það er ljóst dæmi um sambland pólitískrar brenglunar og erfiðleika Dana almennt við að horfast í augu við ljótari hluta sögu sinnar.

kempner.jpg

Maðurinn á myndinni, sem var þýskur gyðingur, var þó sem betur fór ekki sendur til Þýskalands, því Þjóðverjar vildu ekki sjá hann. Hann bjargaði sér árið 1943 til Svíþjóðar, en bjó síðar eftir stríð í Horsens í Danmörku (sjá meira hér). Hins vegar tókst Dönum eftir mikinn hamagang að senda 21 gyðing í dauðann (sjá hér).

En hinir fínu, dönsku sagnfræðingar sem flestir hafa menningarlegar rætur í flokknum Radikale Venstre, og sem telja samvinnuna við nasismann heillaráð, minnast vissulega ekki einu orði á hin dönsku ríkismorð á gyðingum í verkum sínum.

Fagur er sá vilji margra Íslendinga að setja til hliðar þá alþjóðlegu samþykktir nútímans sem þeir hafa undirritað varðandi flóttafólk. En kirkjugriðaviðburður prestanna, og að því er sagt frú biskups, í Laugarneskirkju var þó ekki neinum til gagns og síst að öllu þeim sem vísað var úr landi. Persónulega vill sá sem þetta skrifar að að Íslendingar hjálpi fólki í vanda - að því marki sem það er hægt fyrir litla þjóð. En margt ber að hafa í huga.

Íslenska kirkjan gat því miður heldur ekki hjálpað árið 1938 þegar gyðingnum Alfred Kempner var vísað úr landi (sjá hér). Þá voru engin grið gefin. Árið 1938 voru heldur ekki til þau lög sem urðu til vegna morðanna á 6 milljónum ættingja Kempners, sem "stórmerkileg" þjóð í Evrópu ákvað að útrýma og það með dyggri hjálp milljóna íbúa á meðal flestra þjóða í Evrópu. Reyndar leitaði Kempner ekki til íslensku kirkjunnar, og mér vitandi var enginn kirkjunnar maður, íslenskur, svo raunsær og mikill í sér að láta sig mál hans varða. Sigurbjörn Einarsson sagði þó meiningu sína á nasistum meðan aðrir þögðu. Það þurfti japanskan prest, frá landi þar sem flóttafólk fær heldur ekki nein grið, til að eygja þann möguleika að leita náða við fórnar- og fyrirgefningaraltari kirknanna.

kempner_1.jpg

Ekki voru teknar myndir af handtöku Alfreds Kempners árið 1938. Menn verða að láta sér nægja hugsýn höfundar. En kvikmyndin sem tekin var í og utan við Laugarneskirkju mun hins vegar ávallt minna okkur á að miskunnarleysi var enn við völd á Íslandi árið 2016. Framgangur kirkjunnar í málinu var þó skrýtinn. Í stað þess að beita sér fyrir mótmælum kirkjunnar almennt, leggst biskup í kirkjugriðaaðgerð sem endaði mjög sorglega.

 

Tvímenningarnir, flóttamennirnir frá Írak, sem starfsmenn kirkjunnar ætluðu að veita grið, koma frá landi þar sem yfirlýstur vilji allra þeirra sem berast á banaspjót er að að útrýma gyðingum og ríki þeirra Ísrael, sem stofnað var af þeim sem lifðu af síðust morðölduna í Evrópu. Gyðingahatur er því miður það lím sem sameinar mismunandi fylkingar múslíma. Flestir múslíma er sammála um að kenna gyðingum og t.d. Bandaríkjamönnum og Bretum um allar sínar ófarir. Margt fólk á Vesturlöndum er einnig sammála þessu og kallar ólmt á eyðingu Ísraelsríkis, og til er fólk sem í því óeðli styður öfgasamtök og hryðjuverk til dáða - jafnvel fólk í læknastétt. Er nema von að blessuð nútímakirkjan hrópi það sama og verji menn sem ugglaust vilja útrýmingu eina lýðræðisríkisins í Miðausturlöndum, Ísraels, þótt vandi flóttamannanna frá Írak og t.d. á Sýrlandi sé fyrst og fremst heimatilbúinn og til kominn vegna haturs innan trúarbragða þeirra og öfgahugsjóna.

Kristin kirkjan, og þar á ég við allar deildir hennar, hefur eins og við vitum ofsótt gyðinga síðan Kristnin varð til. Þið sem á táknrænan hátt hafið étið gyðinginn Jesús og drukkið blóð hans hafið vonandi hugsað út í það hvað sú táknræna athöfn ykkar þýðir. En gleðjist, allt er í himnalagi. Ykkur er öllum fyrirgefið af trúnni. Táknrænt gyðingaát gefur nefnilega þegar upp er staðið fyrirgefningu syndanna. Fyrirgefning syndanna var sett inn í Kristindóm og Íslam til að réttlæta ákvæðin um að fjarlæga þá sem fylgdu trú þeirri (Gyðingdómi) sem var afrituð og skrumskæld á svo klunnalegan hátt. Kristnir menn hömuðust því í meira en 1800 ár gegn gyðingum og múslímar eru enn að, því eygja 70 jómfrúr í paradís að launum.

Flóttamennirnir tveir frá Írak í Laugarneskirkju eru vissulega ekki jafnsaklausir og Alfred Kempner var forðum. Alfred Kempner kom á ófölsuðum skilríkjum til landsins og laug ekki til um aldur sinn.

En ykkur, sem vilduð þessa menn úr landi og talið eins og þeir sem vildu fyrir enga mundi gyðinga á Íslandi á 4. áratug síðustu aldar, verður svo sannarlega fyrirgefið. Ef þið trúið mér ekki og eruð ekki búin að henda út biblíunni, gluggið þá í guðspjöllin þeirra Mattheusar 26, 26-29, Markúsar 14, 22-25, Lúkasar 22, 17-20 og ekki síst fyrra bréf hins samkynhneigða Páls postula til Korintumanna 11, 23-26. Eins er nær alveg viss um að norska kirkjan, sem ekki kom 765 norskum gyðingum til hjálpar í síðara stríði, muni veita tvímenningunum grið í kirkju sínum fyrst þeir fengu ekki að vera á Íslandi á kostnað Biskupsstofu. Frú biskup gæti líklega bara haft samband við biskupakollega sína í Noregi og sagt þeim að veita þeim grið. Fyrst olíuveldin í Arabíu hjálpa aðeins hryðjuverkamönnum, er fræðilegur möguleiki á því að eina olíuveldið á Norðurlöndum hjálpi flóttamönnum.

En ekkert er sem sagt að óttast á hinsta degi. Ykkur verður nefnilega öllum fyrirgefnar syndir ykkar, gyðingamorðin, tvískinnungurinn og kalinn í garð flóttamanna. Múslímar sem brennt hafa kirkjur eru líka í allgóðum málum. Ef þið hámið í sífellu í ykkur hold og blóð Jesús meistara yðar er ykkur borgið. Það er hreinsandi matur og hentugur við öll tækifæri.

Verði ykkur að góðu og megi tvískinnungurinn, oblátungshátturinn og hinn heilagi vínandi standa í ykkur alla leið frá koki niður í rassgat. Sögulaus þjóð á vart annað skilið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband