Fćrsluflokkur: Forn hljóđ og upptökur

Franskar upptökur

Ingibjörg Briem

Hlustiđ Hér

Í júlímánuđi áriđ 1912 komust franskir ferđalangar sem voru á Íslandi í feitt. Ţeir voru ekki auđkýfingar sem vildu kaupa fossa til ađ virkja, heldur virđulegir frćđimenn sem m.a. fundu flámćlta heimasćtu í Skagafirđi (sjá mynd efst). Ţótt flámćlt vćri, tóku Frakkarnir mademoiselle Ingibjörgu strax upp á Pathéphone sinn og hitinn í stofunni var 21 gráđa. Ţetta gćti veriđ fariđ ađ hljóma heldur grunsamlega og ţví fylgja hér frekari skýringar.

Nokkrir menn frá háskólanum í París, Sorbonne, nánar tiltekiđ frá Archives de la Paroles, sem var stofnun undir stjórn Ferdinand voru ađ safna röddum, tungumálum og söng allra ţjóđa kvikinda. Áriđ 1912 var komiđ ađ Íslandi. Stúlkan sem ţeir tóku upp fyrir nýtt tćki, Pathéphon sem Pathé brćđur höfđu áriđ 1906 ţróađ úr öđrum gerđum af plötuspilurum  var Ingibjörg Ólafsdóttir (alţingismanns) Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirđi. Ingibjörg las upp ţrjú ljóđ: Ísland eftir Jón Thoroddsen, Meyjargrátur eftir Friedrich Schiller í ţýđingu Jónasar Hallgrímssonar og Minni Íslands eftir Matthías Jochumsson. Hér er hćgt ađ hlusta á ungfrú Briem.

Briem 3 [Archives_de_la_parole]_Trois_[...]_bpt6k1282116
Ekki var Melle Ingibjörg sú eina sem Frakkarnir settu á skellakksplötu, ţó líklegt sé rödd hennar sé fyrsta íslenska röddin sem varđveittist ađ eilífu á plötu. Hér er hćgt ađ hlusta á Sigurđ Sigurđsson (f. 1884) sem las lög í Reykjavík samkvćmt skrá Frakkanna. Sigurđur ţessi var frá bćnum Flatey á Mýrum í Hornafirđi (bć, sem er ţekktastur fyrir ţađ ađ ţar er nú risiđ stćrsta fjós á Íslandi sem sögur fara af) lesa Á Sprengisandi eftir Grím Thomsen og Fífilinn og hunangsfluguna (1847) eftir Jónas Hallgrímsson.

Mjög líklega voru upptökurnar frá Íslandi fleiri, en ţćr eru ekki skráđar í Ţjóđarbókhlöđu Frakka líkt og skellakkplöturnar međ Ingibjörgu og Sigurđi laganema. Skellakkplöturnar, sem hinir frönsku Pathé-brćđur ţróuđu og settu á markađ áriđ 1906, áttu ţađ til ađ brotna fyrir algjöran franskan klaufahátt og grunnupptökurnar á vaxhólkum í mismunandi stćrđum bráđnuđu eđa urđu myglu ađ bráđ.

Mountain-Chief-of-Montana-Blackfeet-listening-to-phonograph-with-ethnologist-Frances-Densmore

Kannski hafa Fransmennirnir hugsađ sem svo, ţegar ţeir tóku Íslendinga upp á Pathéfóninn, ađ íslenskan yrđi horfin eftir 100 ár, líkt og indíánamálin í Ameríku (sjá hér). Hugsiđ ykkur gćfu Ameríkana, ađ geta í dag hlustađ á indíána sem ţeim tókst ađ stúta. Ekki ósvipađ og ţegar Pólverjar reisa söfn til ađ minnast gyđinganna sem myrtir voru í útrýmingarbúđum í Póllandi (sem voru vitaskuld ţýskar), svo ekki sé tala um öll gyđingasöfnin í Ţýskalandi. Söknuđur er skrítiđ fyrirbćri.

Briem [Archives_de_la_parole]_Trois_[...]_bpt6k1282116

Fyrsta platan međ Íslendingi?

Kannski hafa veriđ til fleiri Pathéphone-upptökur á vaxhólka sem fćrđar voru á skellakplötur (lakkplötur), sem Pathé-fyrirtćkiđ franska hóf framleiđslu áriđ 1906 (Sjá meira hér og hér) en ţćr tvćr sem ég nefni hér. Ég veit ţađ ekki.

En skýrslan um upptökuna á undurfagurri rödd mademoiselle Ingibjargar Briem er ţó til og ţađ voru 21 gráđu hiti í bađstofunni á Álfgeirsvöllum, er hún las upp ljóđin sín. Hitastigiđ skráđu vísindamennirnir hjá sér, ţví upptökur á vax sem fćrđar voru skellak ţegar til Parísar var komiđ varđ ađ spila viđ sama hitastig og ţćr voru teknar upp viđ - segir fróđur mađur ađ Norđan mér, sem tók upp öldugang á svona fóna í ćsku sinni á Skagaströnd.

Elstu hljóđupptökur af röddum Íslendinga eru hins vegar teknar upp á vaxhólka fyrir phónógraf Thomas Alfa Edisons. 

Á Siglufirđi, ţar sem allt rusl er sem betur fer varđveitt, fundust fyrir ekki svo ýkja mörgum árum Phonógraf (sem sumir kalla "hljóđgeymi Edisons") og tilheyrandi vaxhólkar; En fyrsti mađur til ađ taka upp söng og tal á hólka á Íslandi var Jón Pálsson og ţađ var áriđ 1903. En ćtli Ingibjörg Briem sé ţá ekki fyrsti Íslendingurinn sem fékk "plötusamning" á skellakksplötu. Enn er veriđ ađ hlusta á ungfrú Briem, en ćtli einhver hlusti á Björk eftir 100 ár?

Mér er sagt ađ Ingibjörg (1886-1953) hafi sagt manni sínum Birni Ţórđarsyni, lögfrćđiprófessor og ráđherra, ađ hún hafi veriđ tekin upp af Frökkum ţegar hún var heimasćta á Álfgeirsvöllum. Björn trúđi konu sinni aldrei. En hefđi betur gert ţađ, ţví konur segja alltaf satt - fyrr eđa síđar - en ţađ er ekki tekiđ nógu mikiđ mark á ţeim en mest ţeim sem ekkert er mark á takandi.

Hér má lesa og hlusta á áhugavert verkefni ţar sem upptökur Ferdinands Brunot og félaga eru notađar.

Líklegt er ađ hlustađ hafi veriđ mademoiselle Ingibjörgu á svona apparati. En "master-upptakan" varđ gerđ á vaxhólk og hún yfirfćrđ yfir á lakkplötu, sjá frekar hér varđandi tćknileg atriđi sem Fornleifur hefur ekkert vit á.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband