Fćrsluflokkur: Sjósókn

Íslenskir lyflćknar, sjúklingar og sjómenn í Amsterdam á 17. og 18. öld

Rembrandt_-_The_Anatomy_Lesson_of_Dr_Nicolaes_Tulp 1

Fornleifur birti fyrir tćpum ţremur árum pistil um Vísa-Gísla, Gísla Magnússon (1621-1696), sem stundađi nám í Leiden í Hollandi. Síđan ţá hef ég orđiđ margs vísari og get til ađ mynda upplýst ađ Gísli innritađist í háskólann í Leiden ţann 13. apríl áriđ 1643. Í skrám háskólans stendur

Gislaus Magnus, yslandus, annos natus 20, studiosus medicinae, op Rapenburg apud Jacubum Winckel”.

Cogito ergo sum

descartes

Draumórar eđa óskhyggja íslenskra sérfrćđinga (í ţessu tilfelli heimsspekinga), um ađ Gísli hafi hitt heimsspekinginn Rene Descartes í Leiden, eđa jafnvel setiđ hjá honum tíma í háskólanum ţar, hafa einnig reynst vera út í hött. Slíkar vangaveltur sýna best ţá leiđu stađreynd ađ íslenskir háskólamenn sem leggja stund á ćđri fílu, sem í sjálfu sér ćtti ađ framkalla lágmarks vörn gagnvart bábiljum, eiga nú orđiđ erfitt međ ađ lesa sér til gagns á latínu. Einnig sýnir ţetta ađ hiđ langsótta er enn í tísku á Íslandi og er ţađ víđtćkur vandi sem herjar á ađrar greinar en heimsspekinga. Menn hugsa ekki lengur en stunda í stađinn yfirlýsingar.

Í bréfi Ole Worm, hins danska lćrimeistara margra Íslendinga, til Gísla Magnússonar, ritar Worm ađeins ţetta: 

"ef ţú hefur fréttir af hverju viđ gćtum átt von á varđandi heimsspeki Descartes, ţá láttu vita."

Ţessi setning ţýđir ekki ađ Gísli hafi ţekkt Descartes, og enn síđur ađ hann hafi sótt tíma hjá honum, og engar heimildir höfum viđ fyrir ţví ađ hann hafi látiđ Worm vita nokkurn skapađan hlut.

Ţađ eina sem tengir okkar vísa-Gísla og Descartes saman var, ađ ţeir bjuggu viđ sama díki (gracht) í Leiden, Rapensburger gracht, ţar sem Gísli bjó hjá (í húsi) Jacobs Winckels og Descartes á númer 21.

Allt annađ varđandi samskipti Gísla viđ Descartes eru draumórar íslenskra ríkisrekinna heimsspekinga á kostnađ íslenskra skattgreiđenda. Ţessi tengin manna á Vísa-Gísla viđ Descartes minnir dálítiđ á grobb í pólitískum uppskafningum á Íslandi sem telja Íslendingum ţađ til hróss ađ ţeir hafi hugsanlega borđađ á sama veitingastađ og Hitler, svo tekiđ sé nćrtćkt dćmi.

Samkvćmt skrá háskólans í Leiden lagđi Gísli stund á einhvers konar lćknisfrćđi, líklega ađeins lyflćkningar, og finnst mér ţađ sínu merkilegra en hugsanleg tengsl viđ Descartes sem byggja á bágri latínukunnáttu og varasömum vangaveltum.

1132-jan_steen-fish_market_leyden-1646 lilleFiskmarkađurinn í Leiden um ţađ leyti sem Ţorkell Arngrímsson bjó í borginni. Jan Steen málađi.

Thorchillus Arnegrimi Melstadius

Annar Íslendingur í Leiden á 17. öld, engu síđur merkilegri en Vísi-Gísli, var Ţorkell Arngrímsson frá Melstađ, eđa Thorchillus Arnegrimi Melstadius eins og hann er fćrđur inn í bćkur viđ skráningu í háskólann í Leiden.

Ţorkell komst sem betur fer aldrei nálćgt Descartes, svo íslenskir afdalaheimsspekingar geta ekki hlýjađ sér yfir slíkum tengslum í ţjóđernisminnimáttarkennd sinni. En hann var sonur Arngríms lćrđa, sem ekki var síđur merkilegur en Descartes, en fyrir Íslendinga. Svo Ţorkatli kippti í kyniđ. Margir halda ţví fram ađ Ţorkell hafi veriđ fyrsti Íslendingurinn sem lćrđi einhvers konar lćknisfrćđi eftir ađ forfađir minn Hrafn Sveinbjarnarson (1166?-1213) nam lćkningalist á Ítalíu á 12. öld. En nú verđa menn ađ kyngja ţeirri stađreynd ađ Gísli Magnússon sótti tíma í lćknisfrćđi í Leiden á undan Ţorkatli Arngrímssyni. Ţađ kemur fram í skráningargögnum um Gísla (sjá efst).  

Hins vegar höfum viđ af ţví áreiđanlegar heimildir, ađ Ţorkell starfađi sem lćknir í stuttan tíma í Hollandi, ţó ţađ hafi ađeins veriđ brot úr ári eđa ţar um bil.  Áriđ 1652 vitjađi hann nokkurra sjúklinga í Amsterdam, sem hann lýsti í lćkningaskrá sinni á latínu, sem er til í síđari alda afritum sem löngu síđar var gefin út áriđ 1949 međ titlinum LĆKNINGAR - Curationes af Vilmundi Jónssyni landlćkni.

Lýsingu á lćkningu á íslenskum sjómanni í Amsterdam var lýst á eftirfarandi hátt:

Amsterdam, Anno 1652

Lćkning III

Sjómađur ađ nafni Bogi (Boge) Finnsson (Finneson), veikur af Iliaca Passio [sýking í smáţörmum sökum E-coli gerla ađ ţví er taliđ er]. [Hann] hafđi ekki haft hćgđir í 10 daga, og haft viđvarandi ţunga verki undir nafla međ hita. Um kvöldiđ fyrirskipađi ég eftirfarandi hćgđarlyf: 

Línolía (Oleum Lini) 8 únsur

Kólókvint (Trohiscorum alhandali) hálfönnur únsa*[Viđbót Fornleifs: Ţess má geta fyrir ţá sem eru mćlingamenn ađ ein hollensk lyfjaúnsa sem stundum var skilgreind međ ţessu tákniScreenshot_2020-11-07 Stjórnborđ - Bloggfćrsla á 17, öld svarađi til  31.103 nútímagramma]. Ţetta er sođiđ vćgt saman, og ţá er hćgđarlyfiđ tilbúiđ. Ţađ var gefiđ [sjúklingnum], sem fékk miklar og fjölbreyttar hćgđir. Um morguninn fyrirskipađi ég, ađ tekiđ vćri blóđ af miđjum hćgri handlegg sjúklingsins, en ásamt heilandi mćtti sólarinnar og skammti af styrkjandi fćđi, fékk ég hann aftur á fćtur.

Ţorkell lýsir einnig lćkningu á Kristínu Lýtingsdóttur (Christina Litinga) í Amsterdam, sem og einni sannri meyju (ógiftri) Chatarinu Johannis. Katrínu Jónsdóttur, sem viđ vitum ţó ekki međ vissu hvort hafi veriđ íslensk, ţó ţađ sé líklegt.

Mikill fjöldi Dana og Norđmanna bjó í Amsterdam á 17. öld.  Nýjustu rannsóknir á veru Dana í borginni benda til ţess ađ á 17 og 18 öld hafi búiđ ađ minnsta kosti 15-20.000 Danir i borginni. Danskir/Norskir karlar sem settust ţar ađ stunduđu sjómennsku af ýmsu tagi, međan konurnar sem samkvćmt sóknarlistum voru um 40% ţeirra sem frá Danmörku fóru ţjónustustúlkur eđa ţvottakonur, og voru ţćr oftast ógiftar er ţćr komu til Niđurlanda. Fólk sem kom til Hollands frá Danska konungsríkinu var verkalýđur í heimsborginni Amsterdam - vinnuafl sem vantađi tilfinnanlega alla 17 öldina í umsvifamiklu Hollandi. Vegna sárrar fátćktar stunduđu mjög margar konur frá Danmörku og Noregi vćndi í hafnarhverfum borgarinnar. Vćndishús voru fjölmörg í Amsterdam og fjöldi danskra kvenna sem ţar starfađi var mjög mikill samkvćmt nýjustu rannsóknum, sem m.a. komu fram í grein sem sett var fram á vinnufundi viđ háskólann í Óđinsvéum í fyrra, ţar sem ég og dr. Ragnar Edvardsson tókum ţátt.

douMálverk eftir Gerrit Dou frá 1655. Ţjónustustúlka í glugga.

Hvort íslenskar konur, sem á einn eđa annan hátt lentu í Hollandi, hafi fengiđ eđa valiđ sömu örlög og kynsystur ţeirra frá Danmörku og Noregi, skal ósagt láta. Fólk frá Skandínavíu bjó í fátćkari hafnarhverfum borgarinnar, ţar sem siđmenningin var á lágu plani samkvćmt velmegandi kapítalistum borgarinnar. 

Kirkjuhald Dana og Norđmanna í Amsterdam orkađi tvímćlis á međal Hollendinga og létu Norđurlandaţjóđirnar illa ţegar ţeim ţótti lúterska kirkjan í Hollandi hundsa sig og lítilsvirđa.  Áđur en ţegnar úr Danska ríkinu stofnuđu sína eigin kirkju um tíma í lok 17. aldar,(en hún var til ađ byrja međ í tveimur pakkhúsum), létu ţeir heimamenn oft heyra óánćgju sína. Lýsing er til á ţví ađ Danir og Norđmenn hafi hent samankuđluđum miđum í hollenskan međhjálpara kirkjunnar sem innihalda áttu óskir um bćnir. Međhjálparinn kvartađi viđ yfirbođara sína yfir ţví ađ miđunum vćri kastađ í hann frá svölum kirkjunnar og ađ miđarnir innihéldu skammaryrđi og klámyrđi alls konar - í stađ óska um frómar bćnir. Líklegt verđur ađ teljast ađ Íslendingar hafi sótt kirkjur konungsríkis síns líkt og ađrir og látiđ illa líka, eins og ţeim einum er lagiđ. 

Íslenskir sjómenn í Hollandi á 17. og 18. öld

17th_century_plaque_to_Dutch_East_India_Company_(VOC),_Hoorn

Góđar heimildir eru til um ýmsa íslenska sjómenn sem unnu í Hollandi og voru í siglingum á 17. og einkum á 18. öld. Ţćr eru ađ finna í listum Austur-indíska Verslunarfélagsins VOC (Vereenigde Oostindische Compagnie), en á skipum félagsins unnu Íslendingar. Ţeir voru ţó ađeins nefndir til sögunnar, er ţeir dóu í framandi löndum, eđa af slysförum um borđ á skipum VOC.

Fyrir rúmum tveimur áratugum síđan gaukađi hollenskur sagnfrćđingur ađ hinum ágćta og afkastamikla sagnfrćđingi Jóni Ţ. Ţór nöfnunum á tveimur Íslendingum sem voru í ţjónustu VOC. Ritađi Jón lítillega um ţá í grein sem birtist í erlendu riti áriđ 1998. 

Ég gróf dýpra en Jón og kollega hans og hér fyrir neđan er listi sem ég hef tekiđ saman úr skýrslum VOC í skjalasöfnum í Hollandi. Ekki er ólíklegt ađ einhverjir ţeirra íslensku sjómanna sem fórust í ţjónustu VOC hafi búiđ í Amsterdam, ţegar ţeir voru ekki á sjó.

VÖV Íslendingar hjá VOC

Skrá unnin af Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni úr skjalasafni VOC.

Lífiđ var erfitt fyrir suma á Gullöld annarra. Kapítalisminn blómstrađi og fátćktin í takt viđ hann. Nárinn hér fyrir neđan, sem Rembrandt málađi, gćti ţví vel hafa veriđ af Íslendingi sem dó í fátćkt í erlendri stórborg.Rembrandt_-_The_Anatomy_Lesson_of_Dr_Nicolaes_Tulp 2Dr. Nicolaes Tulp kryfur (Sjá alt málverkiđ efst). Sem yfirlćknir Amsterdamborgar hefur hann hugsanlega gefiđ Ţorkatli leyfi til ađ stunda lyflćkningar um skeiđ í borginni. En slíkt leyfi hef ég ekki fundiđ. Málverk málađ af Leidenbúanum Rembrandt áriđ 1632, er hann var ţá fyrir löngu fluttur til Amsterdam.

Eftir skamma dvöl í Amsterdam stundađi Keli nám og lćkningar í Kaupmannahöfn - en settist loks ađ í Görđum á Álftanesi, fćđingarstađ föđur síns. Ţar fékk Ţorkell brauđ og hélt í einhverjum mćli áfram lćkningum sínum til ćviloka.

Óáreiđanleiki íslenskra ćttfrćđinga

Ef athuguđ eru nöfn ţeirra Íslendina sem Ţorkell Arngrímsson lćknađi, og sömuleiđis nöfn Íslendinga sem fórust í ţjónustu VOC, verđur enn einu sinni ljóst ađ ćttfćrsla Íslendinga a 17. og jafnvel 18. öld er mikiđ til uppspuni og óskhyggja. Vitneskja manna um Íslendinga á ţessum öldum er eins og slitrótt net. Ég hef átt erfitt međ ađ finna ţá sem nefndir eru sem sjúklingar Ţorkels eđa íslensku sjómennina í Hollandi í leitarvél ćttfrćđinga sem ber nafniđ Íslendingabók. En viđ öđru bjóst mađur svo sem heldur ekki. Íslensk ćttfrćđi fyrir 1750 er fyrir mesta parta óskhyggja ein. Neđst sjáiđ ţiđ málverk eftir samtímamann Ţorkels Arngrímssonar, Gerrit Dou (1613-75), sem sýnir íslendingslegan fysikus sem er ađ skođa hland eđa kvikasilfur í flösku.420184093_1805862646526145_5893610256056349745_n

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband