Lygar í Feneyjum í bođi Menntamálaráđuneytis?
16.5.2015 | 11:00
Hér hefur áđur veriđ skrifađ um trúarlegt framlag Íslands til heimslistarinnar á Tvíćringnum í Feneyjum. Moskan er óneitanlega óvenjulegt og grátbroslegt framlag frá landi, ţar sem trúleysi er nćr orđiđ ađ "ríkistrúarbrögđum" unga fólskins og hluta sjálfskipađrar menningarelítu.
Nú er ţví haldiđ til streitu, ađ eingöngu sé um listsköpun ađ rćđa. En ţví meira sem ég les um "sýninguna" í Feneyjum, og sé frá henni, ţví minna finn ég fyrir listinni - nema ţá listinni ađ skrumskćla og ljúga.
Nú síđast varpar Mennta- og Menningarráđuneytiđ inn "sprengju". En hún er algjörlega óvirk sprengjan sú. Ólćs embćttiskona sem starfar fyrir ráđuneytiđ, Björg Stefánsdóttir (mynd), birtir tvćr klausur á ítölsku, sem hún segir ađ hún muni núa um nasir gangrýnenda sýningarinnar í Feneyjum fyrir 20. maí nćstkomandi. Ţessi ítalska klausa hefur ţó ađeins veriđ birt óţýdd á vef Mennta- og Menningarráđuneytisins (sjá hér). Björg Stefánsdóttir forstöđumađur Kynningarmiđstöđvar Íslenskrar Myndlistar (KÍM) ber ábyrgđ á ţessari "ítölskukennslu" ráđuneytisins, en hefur greinilega ekki nćga ţekkingu í ítölsku til ađ skilja ţađ sem hún birtir óţýtt á vef Mennta-og Menningarráđuneytisins.
Ég las skjaliđ sem Björg Stefánsdóttir hefur tínt til í umrćđunni um íslömsku Feneyjarkirkjuna. Ţó ég sé kannski ekki mikill ítölskumađur, ađeins međ međ ítölsku 10 og 20 upp á vasann, en allmikla latínu úr ţeim óheilaga skóla MH, ţá er
mér ljóst, eins og öllum sem kynnt sér hafa máliđ, ađ kirkjan hefur veriđ afhelguđ. Hefur hún m.a. veriđ notuđ sem júdóklúbbur hef ég lesiđ mér til. En í skjali kirkjuyfirvalda frá 1973 kemur ţó greinilega fram, ađ kirkjuna megi ekki nota til tilbeiđslu, Ţađ ákvađ patríarki Feneyja, Albino Luciani, sem síđar var nefndur Jóhannes Páll páfi inn fyrsti. Í texta ţeim frá 1973 sem Menntamálráđuneytiđ birtir óţýddan stendur:
Kirkjuhérađ Langbarđalands og Feneyja [í umsjá] ţjóna Maríu [La Provincia Lombardo- Veneta dei Servi di Maria], sem ekki er fćrt ađ halda uppi helgihaldi í kirkju Heilagrar Maríu Miskunnarinnar [Sancta Maria della Misericordia], ákvađ ađ selja hana međ milligöngu yfirmanns kirkjudeildarinnar [biskups /Padre Provincial], og upplýsir ađ tekjurnar munu verđa notađar til ađ "fást viđ skuldir ţćr sem íţyngja stjórnsýslu kirkjudeildarinnar". Patríarki Feneyja, Albino Lucani [hann hét reyndar Luciani og síđar varđ hann Jóhannes Páll I, páfi], ákvađ ađ kirkja yrđi lokuđ fyrir tilbeiđslu og ţjónađi framvegis til veraldlegra nota.
Upphaflegur texti:
La Provincia Lombardo -Veneta dei Servi di Maria, non potendo conservare al culto in Venezia la chiesa di Santa Maria della Misericordia, decise di alienarla a mezzo del suo Padre Provinciale, dichiarando che il ricavato sarebbe servito a far fronte ai debiti che gravano l'amministrazione provinciale. Il Patriarca di Venezia Albino Lucani [sic], decretň che la chiesa sarebbe stata chiusa al culto per essere destinata ad usi profa
Jóhannes Páll 1. páfi í Róm bauđ, er hann var patríarki í Feneyjum, ađ ekki mćtti nota Sancta Maria della Misericordia til tilbeiđslu eftir ađ hún var afhelguđ. Íslenskir uppivöđsluseggir og íslenskt ráđuneyti hafa nú brotiđ ţá tilskipun. Í byggingunni er nú beđiđ djúpt til Allah (sjá efst).
Moskan í Sancta Maria della Misericordia i Feneyjum er ţessa stundina ekki í veraldlegri notkun. Ţađ er veriđ ađ kenna trúarbrögđ og biđja í moskulíkinu á sýningunni (sjá mynd efst). Ţađ fara fram trúarlegar athafnir og trúbođ er stundađ.
En samkvćmt skjalinu frá árinu 1973, sem Menntamálaráđuneytiđ dregur fram, stendur svart á hvítu, ađ ekki megi nota kirkjuna til tilbeiđslu. Sú regla hefur veriđ brotin. Moskan í kirkjunni er ađför ađ ákvörđun patríarkans í Feneyjum, sem síđar varđ páfinn í Róm.
Björg Stefánsdóttir yfirmađur KÍM hefur sýnt ađ hún er ekki starfi sínu vaxin og Mennta- Menningarmálaráđuneytiđ verđur ađ biđjast afsökunar á ţví ađ starfsmenn ráđneytisins séu ekki fćrir um ađ skilja tungumáliđ í ţví landiđ ţar sem fara fram dýrustu myndlistasýningarnar sem litla, fátćka Ísland tekur ţátt í.
Heimasíđu listaverksins breytt
Skömmu eftir ađ ég skrifađi fyrri grein mína um máliđ (sjá hér) breyttist yfirlýsing sýningarinnar og sagt var frá Fondaco dei Turchi, sem ég hafđi greindi frá í grein minni. En greinilega kunna ekki allir ađ lesa sér til gagns.
Á Heimsíđunni www.mosque.is kom einnig skömmu síđar "frétt" um Fondaco dei Turchi. Ţar fer einnig fram ógeđfelld sögufölsun. Ţađ er látiđ vaka í veđri ađ múslímar hafi ávallt veriđ sýnd lítilsvirđing í Feneyjum, líkt og gyđingum fyrr á tímum og ađ vera múslíma í Feneyjum hefđi veriđ undir sömu reglur sett og reglur fyrir gyđinga í gettóum. Hér verđur gagnrýninn lesandi ađ gera sér grein fyrir ţví ađ Feneyjarmenn og furstar annarra kristinna borgríkja viđ Miđjarđarhaf, elduđu grátt silfur viđ Ottómana og ađra múslíma. Ţađ er ekki hćgt ađ líkja kjörum gyđinga í gegnum aldirnar í Feneyjum viđ veru múslíma í ţeirri borg. Ţađ sýnir fáfrćđi, fordóma og fölsun stađreynda.
Múslímar voru gestir i Feneyjum fyrr á öldum, eftir ađ ţeir höfđu í aldarađir barist gegn Feneyingum, en gyđingar bjuggu á Ítalíu, áđur en Íslam varđ til - allt frá tímum Rómverja. Ţetta er líkt og ţegar ţví er haldiđ fram ađ Ottómanar og önnur múslímaveldi viđ Miđjarđarhaf hafi verndađ gyđinga sem flýđu frá Spáni og Portúgal. Jú, gott og vel, en ţađ gerđist ađeins gegn stórfelldu gjaldi og sér skattlagningu á gyđinga. Í heimi múslima voru og eru allir ađrir en múslímar, 2. flokks borgarar. Nú á dögum eru gyđingar í sérflokki hjá múslímum, enn hatađir og nćr gjörvallur heimur múslíma býr viđ hatrammt gyđingahatur, ţó svo ađ gyđingar búi ekki í nema örfáum löndum múslíma. Hatriđ er mikiđ og sjúkt.
Međan múslímar leyfa ekki kristnum ađ koma inn í t.d. Mekka eđa Medína, og ţeir kasta steinum eftir gyđingum í Jerúsalem og Hebron, er enginn sem tekur viđleitni ţá sem hugsanlega er í "verki" "Svíslendingsins" í Feneyjum alvarlega.
Moska í kirkju er kannski list á góđum degi, en hún er líka móđgun viđ alla ţá sem ekki mega ganga í Medínu vegna ţess ađ ţeir eru óhreinir, kristnir, gyđingar, hindúar eđa búddistar.
Moska í kirkju er svívirđing viđ ţá sem lenda í ţví ađ íslamistar brenna kirkjur ţeirra og nauđga konum og dćtrum ţeirra. Moska í kirkju í Feneyjum er sömuleiđis móđgun viđ ţá gyđinga sem ekki mega heimsćkja heilögustu stađi sína, nema ađ verđa fyrir steinkasti og líkamsárásum af hendi múslíma. Hún er sömuleiđis vanvirđing viđ öll ţau trúarbrögđ og ţá menningu sem öfgamúslímar nútímans eyđa nú öllum ummerkjum um í nafni trúar sem ţarf ađeins eins viđ: Ekki listsýningar á vegum lýđrćđisríkis úr Ballarhafi, heldur verulegrar siđbótar og hugarfarsbreytingar.
Til ađ bćta brenni á eldinn, ţá hefur íslenski múslíminn Ólafur Stefán Halldórsson veriđ gerđur ađ "sýningargrip" í kirkjunni fyrrverandi í Feneyjum. Ólafur, sem sést hér međ "ţjóđlistarverkinu" Sverri Íbrahím í íslömsku kirkjunni í Feneyjum, hefur vísvitandi flutt lygasögur af međferđ Múhameđs spámanns á gyđingum (sjá hér). Hann hefur međ einfeldni sinni móđgađ fólk af öđrum trúarbrögđum.
Trúmál | Breytt 17.5.2015 kl. 04:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)