Plastöldin í Ţjórsárdal

_aki_a_jo_veldisbaenum.jpg

Öruggt tel ég ađ flestir íslenskir fornleifafrćđingar fari ekki ofan af ţeirri skođun, ađ Ţjóđveldisbćr Harđar Ágústssonar viđ Búrfell í Ţjórsárdal sé eitt besta dćmi sem til er um minnimáttarkennd íslensks ţjóđernisrembings. Hún er vitleysa í alla stađi. Ţetta vćri kannski hćgt ađ segja á diplómatískari hátt, en ég sé enga ástćđu til ţess.

Ég get manna best tjáđ mig ţjóđveldisbćinn. Ég hef rannsakađ minjar á Stöng í Ţjórsárdal, sem á ađ vera fyrirmynd Ţjóđveldisbćjarins. Kirkjan viđ ţjóđveldisbćinn er jafnvel enn meira rugl en skálinn og hef ég ritađ um ţađ áđur á bloggum mínum (hér og t.d. hér). Mestur hluti yngsta skálans á Stöng var niđurgrafinn. Líkt og skálinn á Hrísbrú í Mosfellsdal voru húsakynni á Stöng eins konar risavaxin jarđhýsi.

Ţó svo ađ Ţjóđminjasafniđ og ađrar kreddukonur séu ekki búnar ađ međtaka sannleikann, ţá fór Stöng ekki í eyđi í Heklugosi áriđ 1104, heldur ađ minnsta kosti 125 árum síđar.

Plastmottur í ţekju

Plastmotta var heldur aldrei undir torfi í ţakinu á Stöng fyrr en á 20 öld. En ţá var nú heldur betur tekiđ til höndunum viđ ađ plastvćđa dalinn.

Efst sést Kristján Eldjárn heilsa Stefáni Friđrikssyni hleđslumanni. Kristján sagđi mér sína tćpitungulausu skođun á Ţjóđveldisbćnum. Hann var meira ađ segja enn minna diplómatískur en ég, ţegar ađ Ţjóđveldisbćnum kom. Honum ţótti lítiđ til hans koma, en hefur líklega ekki getađ sett út á verkiđ í ţví embćtti sem hann var ţá í. Vonandi hafa Stefán og Kristján ekki rćtt um ágćti plastsins.

Voriđ 1980 fór ég í ferđ sagnfrćđinema viđ HÍ, ţar sem ég stundađi nám eina önn. Međal annars var var haldiđ í Ţjórsárdal. Međ í för voru prófessorarnir Björn Ţorsteinsson og Sveinbjörn Rafnsson. Sveinbjörn hafđi ekki komiđ ţangađ eftir ađ byggingu skálans var lokiđ. Ţegar inn í skálann var komiđ sagđi undirleitur og hógvćr Sveinbjörn mjög diplómatískt, og rođnađi jafnvel ţegar hann leit upp yfir ţverbita: "assgoti er ţetta hátt". Eigi vissi hann af plastinu í ţekju.

plaststong.jpg

Hinn jarpi, bandaríski gćđingur ţjóđminjavarđar er hér riđinn alveg heim í hlađ og Ţór Magnússon tekur myndir (skv. Sarpi og myndasafni Ţjóđminjsafnsins) af piltum sem eru ađ fela öll ummerki um plastiđ í Ţjóđveldisbćnum - Ljósm. Ţór Magnússon, ţó svo ađ Ţór sjáist ţarna standa og draga djöfulinn á eftir sér á mynd sem hann er sagđur hafa tekiđ.

steinsteypan_kaer.jpg

Fćstir vita sennilega, ađ ţađ ţótti öruggara ađ reisa steinsteypuveggi í Ţjóđveldisbćnum og hlađa torfiđ utan á ţá. Potemkintjöld íslenskrar ţjóđminjavörslu eru mörg og ljót.


Bloggfćrslur 15. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband