Fiat Lux 5

Dieric_Bouts_-_Altaarstuk_van_het_Heilig_Sacrament original  b

Hér skal leystur blíđur vindur í hitabylgjunni í Danmörku. Kannski er ţetta hálfgert prump, en sumir hafa ef til vill gaman af ţví líka, ef ég ţekki lesendahóp Fornleifs rétt.

Vind heitir hollenskt tímarit, sem ég hef eitt sinn skrifađ grein í og vinn nú ađ annarri. Nú vita allir Íslendingar sem aliđ hafa manninn í Niđurlöndum, ađ vaffiđ á hollensku og í orđinu Vind er boriđ fram međ sem íslenskt F. Vind er boriđ fram á niđurlensku líkt og fynd í fyndni á íslensku, og hefur ekkert međ vind ađ gera. Vindurinn á hollensku er wind. Vind (fundur) er hins vegar nafniđ á merkilegu og mjög fjölbreytilegu tímariti/magasíni um sögu, listasögu og fornleifafrćđi. Ţađ er í einstaklega háum prentgćđum og inniheldur hágćđaljósmyndir. Greinarnar í tímaritinu, sem kemur út 4 sinnum á ári, eru ekki allt of langar og mjög lćsilegar fyrir ţá sem geta lesiđ sig fram úr niđurlensku, ţó ţađ sé ađeins í litlum mćli eins og ţađ er raunin međ mig. Svo er  tímaritiđ ekki dýrt í áskrift (sjá hér). Síđasta tölublađ er 210 blađsíđur. Eitthvađ af auglýsingum er í ritinu, sem skýrir hve ódýrt ţađ er. Auglýsingarnar eru ţó ekki til ama. Á međal ţeirra eru kynningar á mikilvćgum sýningum, uppbođum og menningarviđburđum víđa í Evrópu. Fyrir ţá sem eru ađ hugsa um ađ kaupa sér Rembrandt og álíka, ţá er gott ađ líta í tímaritiđ Vind.

IMG_0695

Gluggum í ritiđ. Sem dćmi tek ég eina grein í nýjasta hefti Vind, sem ég byrja á í áskrift minni. Greinin er eftir Marloes de Moor um altaristöflu meistarans frá Haarlem, Dieric (Dirk) Bouts (1415-1475) sem stendur í dómkirkjunni í Leuven í Belgíu. Taflan er taliđ til einna af helstu meistaraverka Niđurlanda á gotneska tímabilinu í myndlistasögunni.

Ţegar ég var yngri og lćrđi fornleifafrćđi miđalda í Árósum, bráđvantađi mig góđa mynd af ljósahjálmi sem hangir yfir síđustu kvöldmáltíđinni á altaristöflunni í Leuven. Mađur varđ á einhverju stigi kandídatsnámsins ađ skrifa 14 daga ritagerđ um lausamuni frá miđöldum. Ţađ fólst í ţví ađ mađur hóf rannsóknarvinnu og bjó til 6 heimildalista yfir 6 mismunandi gripi sem mađur afhenti til samţykktar. Ţegar ritalistarnir höfđu veriđ samţykktir hófst lestur og nokkru síđar fékk mađur dagsetningu á eitt af efnunum sem mađur hafđi fundiđ og dundađ sér viđ. Ţar á eftir hafđi mađur ađeins fjórtán daga til ađ skrifa. Mér var faliđ ađ ađ skrifa um ljósahjálma og kom mér ţađ einkar vel, ţví ég hafđi mikinn áhuga á efninu enda er um auđugan garđ ađ gresja er kemur ađ ljósahjálmum sem varđveist hafa á Íslandi. Afrakstur áhugans getiđ ţiđ kynnt ykkur á neđarlega á hćgri spássíunni hér á Fornleifi, ţar sem má finna ýmsan fróđleik um ţessi forláta ljósfćri sem Íslendingar keyptu fyrir nokkra kýrrassa og notuđu fyrst og fremst í kirkjum sínum. Pistlarnir um ljósahjálma kalla ég Fiat Lux, Verđi Ljós.

Bouts 1983

Ţegar ég var í námi, voru ekki til góđar myndir á veraldarvef eins og í dag. Nú getur mađur nánast hlađiđ niđur ljósmyndum listaverkum og safngripum eins og t.d. töflunni í dómkirkjunni í Leuven, og ţađ í nćr óendanlegri upplausn (sjá hér). Í ţá daga, á síđustu öld, varđ mađur ađ gera sér ađ góđu ljósmyndir í lélegri upplausn úr bókum. Ég dró útlínur hjálmsins í Leuven í gegn á smérpappír, og endurteiknađi síđan útlínumyndina međ bleki á teiknifilmu fyrir ritgerđ mína. Myndin átti ađ sýna hvernig sumir ljósahjálmar af sömu gerđ og ţeir sem varđveist hafa á Íslandi, birtust í "samtímalist" meistara 15. aldar.

Á Íslandi varđveittust ljósahjálmar vel ţví ţar voru kirkjur ekki rćndar öllum málmgripum, líkt og gerđist víđa um Evrópu. Ţar geisađi nćr endalaust stríđ hjá friđsemdarfólkinu. Málminum (messing og bronsi) sem rćnt var úr kirkjum, var beint komiđ í vopnaframleiđslu.

Ritgerđ minni frá 1983 gaf ég titilinn Metallysekroner i senmiddelalderen og prófverkefniđ sem lagt var fyrir mig hafđi hvorki meira né minna en ţennan titil:

Der řnsker en beskrivelse af den senmiddelalderlige malmlysekrone i Vesteuropa. Desuden řnskes der en diskussion af anvendelse og produktionsforhold set pĺ baggrund af en kortfattet oversigt over bronzestřberiets historie i det senmiddelalderlige Nordeuropa.

Ritgerđin fjallađi um hina mörgu hjálma sem varđveist hafa á Íslandi međal annars í samhengi viđ ritađar heimildir, efnahagssögu, fornleifafrćđi og út frá listsögulegu samhengi.

Hér fyrir ofan sjáiđ ţiđ hjálm Bouts í ritgerđinni minni frá ţví fyrir 37 árum síđan. Ţađ er miklu auđveldara ađ skrifa háskólaritgerđir í dag miđađ viđ í "gamla daga1a" ţegar mađur varđ ađ standa á haus í bókasöfnum til ađ finna ţađ sem mađur ţurfti á ađ halda.

Dieric_Bouts_-_Altaarstuk_van_het_Heilig_Sacrament

 

Dieric_Bouts_-_Altaarstuk_van_het_Heilig_Sacrament original  cb


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Mikiđ lifandis skelfing hef ég gaman af ađ lesa pistla ţína Fornleifur. Ţađ hlýtur svo sannarlega ađ vera hćgara um vik ađ nálgast heimildir nú til dags, en fyrir margt löngu. Alnetiđ er nú ekki alslćmt og hlýtur ađ gefa frćđimönnum kost á ţví ađ afkasta margfalt á viđ ţađ sem áđur var.

 Hélt af fyrirsögninni ađ ţú ćtlađir ađ fjalla um sjálfrennireiđina Fíat, en ţađ skrifast nú sennilega á algert kunnáttuleysi mitt í Latínu, sem er ekkert, fyrir utan carpe diem, sem hefur gengiđ svona brokkandi fram ađ ţessu. 

 Á myndinni frá Dómkirkjunni í Leuven er ljósakróna. Sýnisr ţú hafa náđ henni býsna vel gegnum smjerpappírinn og síđan yfir á ţeirra tíma viđurkenndan pappír í ritgerđum.

 Ţađ sem hins vegar vekur mína athygli, fyrst og fremst, er lýsingin. Stćrstur hluti ljósakrónunnar skyggđur, en hárréttur hluti hennar lýstur, í algeru samrćmi viđ myndina alla. Svona mála bara snillingar.

 Hafđu ţökk fyrir enn einn fróđlegan pistilinn.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 12.8.2020 kl. 01:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband