Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018
Einn á kjammann II
26.1.2018 | 12:08
Kjálkar eru ein af sérgreinum Fornleifs, enda eru kjálkaliđir Íslendinga ţeir einu sem ekki eru hrjáđir af gigt og eymslum og oftast léttir og liđugir fram í rauđan dauđann og jafnvel lengur hjá sumum.
Brot úr kjamma forföđur míns, sem talađi yfir sig, fannst nýlega viđ hellismunna í Misliya (Müsli?) í Ísrael. Greint var frá ţessu í grein í Times of Israel í gćr. Telja sérfrćđingar ađ ţar sé komiđ elsta dćmi um ađ menn hafi veriđ ađ rífa kjaft eftir ađ vitsmunaveran Homo Sapiens fór í ferđalag sitt frá Afríku. Brotiđ sem er úr efri kjálka er taliđ vera vera um 177.000 til 194.000 ára gamalt.
Ef ţađ er rétt (og leyfist manni ađ efast ađ vanda) er ljóst ađ Ingólfur Sapiens hjá Útsýn í Eţíópíu fór međ hópa fólks til Landsins Helga. Sapiens ćttbálkur hómóanna í Afríku varđ víst fyrst til í Eţíópíu fyrir um 160.000 til 200.000 árum síđan. Sapiens ćttin hafđi ţví vart veriđ til í meira en 17.000 ár, ţegar en hún fór ađ álpast í utanlandsferđir. Eru sumir afkomendanna á leiđarlokum ferđarinnar (Íslandi) enn međ ferđafiđringinn í genamenginu - og nú eru ţeir sem urđu of seinir til fyrir um ţađ bil 170.000 árum ađ leggja líf og limi sína í hćttu til ađ komast norđur á bóginn í kuldann og sćluna.
Engar holur, eđa eins og sagt var í Golgata-auglýsingunni hér um áriđ "tannlćknirinn ţurfti bara ekkert ađ bora".
Fyrri grein Fornleifs um kjálka.
Líkamsmannfrćđi | Breytt 27.1.2018 kl. 12:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Byltingarbifreiđin Moskvitch
13.1.2018 | 12:46
Nei, Fornleifur er ekki hrokkinn upp af enn, Gleđilegt ár!
Fyrstu minningar yfirritstjóra Fornleifs af bifreiđum eru annars vegar af bílum afa míns, en hins vegar úr leigubílum Bifreiđastöđvar Steindórs, sem ilmuđu af Wunderbaum-kortum međ myndum af léttklćddum blondínum í strápilsum međ kókoshnetubrjóstahöld. Ég ók af og til í leigubíl međ föđur mínum og móđur áđur en ţau festu kaup á eigin bíl, ţó strćtisvagnar SVR vćru nú lengst af ţarfasti ţjónn fjölskyldunnar.
Fađir minn og móđir tóku ekki ökupróf fyrr en 1968, ţegar foreldrar mínir keypti sér Cortínu. Fađir minn kom frá landi ţar sem bílar ţóttu ekki nauđsynlegir og hjól voru ađalfararskjótinn. Í hollenska hernum hafđi honum ekki tekist betur til í bílprófi sem hann átti ađ taka, ađ hann bakkađi á og braut grindverk og lenti ofan í skurđi, en ţá var hann reyndar ađ taka próf á hertrukk. Ţví tel ég útilokađ ađ hann hafi fengiđ ökuskírteini ţá, og var hann settur í skrifstofustörf međ hann gegndi herskyldu.
Moskvitch
Fyrsti fjölskyldubíllinn sem mér var ekiđ í svo ég viti til, var Moskvitch móđurafa míns, Vilhelms Kristinssonar. Hann átti tvo, Moskvitch M-402, ţriggja gíra, sem hann keypti áriđ 1956 og Moskvitch M-407 (fjögurra gíra) sem hann keypti ca. 1962, ţegar sú gerđ kom fram.
Ţetta voru frekar ódýrir bílar, en óţéttir og harđir, en ţeir voru ágćtir í vetrarhörkum, ţegar annađ á hjólum fraus. Ţá komst ţessi Síberíuchevy leiđar sinnar, hvert sem var. Veit ég lítiđ um viđhaldskostnađ viđ ţessa bíla, en afi hrósađi ţeim miđađ viđ enskar druslur sem hann átti síđar.
Moskvitchinn var eitthvađ seldur á Bretlandseyjum og man ég eftir ţví ađ ég rakst á einn gamlan ţegar ég bjó og stundađi nám í Durham 1988-89. Ţess má geta ađ einnig var framleidd gerđ sem kölluđ var M-410 sem var međ drif á öllum hjólum. Var hćgt ađ nota hana sem dráttarvél.
Moskvitchinn var framleiddur af MZMA verksmiđjunni í Moskvu. MZMA er skammstöfun fyrir Moskovsky Zavod Malolitrazhnykh Avtomobiley, sem á íslensku útleggst Smábílaverksmiđja Moskvuborgar. Moskvitch ţýđir einfaldlega Moskvubúi.
Afi var enginn efnamađur, og alla tíđ flokksbundinn Krati, sem jafnvel keypti Alţýđublađiđ eftir ađ ţá hvarf. Ţó hann hefđi haft ráđ á dýrari bíl, mátti mađur sem krati ekki berast á og mér er sagt ađ hann hafi átt ţennan bíl međ öđrum um tíma, en ţađ tel ég nú frekar hafa veriđ Austin-bifreiđ sem afi átti fyrr međ fjarskyldum frćnda ömmu minnar. Sá mađur varđ frćgur fyrir ađ koma of seint í 100 metra hlaup í keppni í tugţraut á Ólympíuleikunum áriđ 1936. Hann fékk ađ hlaupa einn, ţrátt fyrir ađ hafa móđgađ foringjann.
Ný gerđ af Moskvitch var til sýnis í KR-heimilinu áriđ 1956
Afi sagđi mér á sínum tíma, ađ hann hefđi fariđ ađ skođa M-420 módeliđ af Moskvitch í KR heimilinu og séđ ţar áróđurskvikmynd um ágćti hans. Nokkrum dögum síđar festi hann kaup á eintaki og ekki sakađi ađ frćndi hans (líklegast of fjarskyldur til ţess ađ ég geti kallađ hann frćnda) átti Bifreiđar og Landbúnađarvélar, sem fluttu inn ţessa eđalkagga, en ţá var B&L á Ćgisgötu 10, ţar sem kollega minn Bjarni F. Einarsson hefur lengi veriđ međ Fornleifastofuna sína.
Mér ţótti alltaf gott ađ aka međ afa í Moskvitchinum, eđa Mosaskítnum, eins og ég kallađi M-407 módeliđ, ţví ég man nú mest lítiđ eftir M-402 gerđinni. Eitt situr enn eftir í minningunni. En ţađ var sérstök lyktin (en sumir kölluđu ţetta fýlu) í Moskvitch, sem ég hef líka fundiđ í Volgum sem ekki var reykt í og Lödunni minni hér um áriđ, sem afi fjármagnađi ađ einhverju leyti. Hvernig ţessi ilmur var búinn til veit ég ekki, en ég hef síđar kallađ ţetta byltingarilm.
Ég man eftir mörgum ferđum međ afa og samstarfsmanni hans, Ţórđi, er ég fór međ ţeim á 7. áratugnum í skíđagöngur til heilsubótar uppi í Hveradal. Moskvitchinn komst allt (ef logiđ skal eins og Rússi), og man ég eftir ţví ađ afi var ađ draga frjálshyggjubíla í gang á Heiđinni, sem ekkert ţoldu og dóu í vetrarhörkum.
Móđir mín ţykist hér aka í Moskvitch M-402, sem bar númeraplötuna R 385, en ţađ númer fékk hann ţegar á 4. áratugnum er hann keypti sinn fyrsta bíl. Hćgt er ađ stćkka myndina međ ţví ađ klikka á hana međ músinni.
Myndin hér fyrir ofan er tekin stuttu eftir ađ afi keypti fyrsta Moskvitchinn sinn. Fjölskyldan fór í bíltúr upp ađ Rauđhólum og móđir mín fékk allranáđugast ađ prófa bílinn. Hefur líklega ţótt öruggast ađ gera slíkt í Rauđhólum, ţar sem yfirvöld sáu ekki til. Móđir mín situr viđ stýriđ, en amma mín sýnist mér ađ sé hálfsmeyk í farţegasćtinu. Fađir minnt tók myndina í vetrarhörkunni í Rauđhólum: Myndin er ađ mínu mati hálfgert meistarastykki og hefđi sćmt sér vel sem auglýsing fyrir Moskvitch bíla og hefđi vafalítiđ kćtt fólk austan járntjaldsins, nú ţegar ţađ var fariđ ađ venjast ţví ađ vera laust viđ Stalín og framtíđin öll virtist ljósari en fyrr.
Stjarna allra bílanna í fjölskyldunni, og ţar á međal má nefna Austin, Skoda, Mercury Maverick, Wartburg, Honda, Skoda Fabia, Rolls Roys (?), Cortínur, Hyundai og líklega eitthvađ japanskt rusl, er óneitanlega Moskvitcharnir hans afa. Ţađ er einfaldlega ekki hćgt ađ kaupa slíka bíla í dag... Ţeir eru löngu komnir á söfn og ţví alls ekki úr vegi ađ nefna ţá á Fornleifi.
Sjáiđ línurnar. En allt var ţetta "design" stoliđ. Ljósmynd: Sergey Korovkin
Bílar og akstur | Breytt 17.2.2021 kl. 16:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)