Fćrsluflokkur: Trúmál og siđferđi
Help build the Or HaTzafon Synagogue in Reykjavík
20.9.2015 | 12:29
In memory of all the Jews whom Iceland closed her doors on in the 1930s, as well as those who were expelled from Iceland to Nazi-Germany - and honouring the few Jews who made it to Iceland, who never dared practise their religion due to prejudice in the Icelandic society, I seek support from Israeli based firms and others who support the state of Israel, asking them to support the building of the very first synagogue in Iceland, which I find appropriate to call the Or HaTzafon synagogue - The Reykjavík synagogue of the Northern Lights - Samkunduhús Norđurljósanna in Icelandic.
The numbers of Jews in Iceland is steadily growing. Jews with very different backgrounds settle in Iceland. Jewish tourists are also numerous in Iceland all year round. Seders and other religious gatherings have been held regularly in Reykjavík - in later years in co-operation with the Chabad movement. Now is the time for a synagogue in Reykjavík.
(1) Otto Weg (Ottó Arnaldur Magnússon) a refugee from Leipzig, who despite his Ph.D. degrees never obtained a job in his field in Iceland. The University of Iceland, which was lead by two Nazi sympathising deans took care of that (2) Hans Mann (Chanoch ben Zelig/Hans Jakobsson), nearly got expelled from Iceland together with his mother (3) Helena Lea Mann. Olga (Mann) Rottberger (4), Hans Mann´s sister and Helena´s daughter was expelled from Reykjavík, Iceland with her husband Hans Rottberger(5) and two children.
In 1937 at a party in the Danish Embassy in Reykjavík the Prime Minister of Iceland Hermann Jónasson (1), said to a Danish diplomat in Iceland, C.A.C. Brun (2), who assisted many Jews harassed by Icelandic authorities: "It is a Principal issue, Iceland has always been a clean Nordic country free from Jews, and those who have have come into the country in recent years have to leave". The son of Jonasson, Steingrímur Hermannsson, was also a politician and a supporter of Yasser Arafat in Tunisia (see here) and Jónassons grandson, Guđmundur Steingrímsson, is the former chairman of the party Björt Framtíđ (Bright Future), which was one of the parties which voted for the Boycott of Israel in Reykjavík. Also present in the Danish Embassy in 1937 was Thor Thors (3) who later became Iceland´s ambassador in Washington. With his speech at the UN assembly, co-authored with Abba Eban, he played an important role in the UN recognition of Israel in 1948.
Two of Iceland´s major authors in the 20th century, Guđmundur Kamban and Gunnar Gunnarsson were Nazis. Many Icelander are in denial of that fact. Here you can see Gunnar Gunnarsson leaving a meeting with Hitler in March 1940 together with Hinrich Lohse (with raised arm), the German who was responsible for the the ghettoization of the Jews of Latvia.
Remembering the victims of Icelandic anti-Semitism
Several families and individuals, who made it to Iceland as refugees in the late 1930s, were expelled from Iceland. The expulsions were ordered by the ministry of Justice and executed by the Reykjavík city Police, which in 1939 was lead by an Icelandic Nazi, Agnar Kofoed Hansen, who as a part of his training spent a summer in a SS-training unit in Germany.
Some of the ugly Icelandic racist faces of the past: (1) Björn Sv. Björnsson, a member of the Waffen SS, the son of the first president of the Icelandic Republic. He was rescued from prosecution in Denmark and lived many years in Argentina (2) Agnar Kofoed Hansen, an Icelandic Nazi, chief of Police in Reykjavík 1939. He received training with the SS in Germany (3) Davíđ Ólafssson, a member of Icelandic Nazi Party studied in Nazi Germany (1936-1939) without obtaining any degrees; After WWII he was a MP and the director of the National Bank of Iceland (4)Nazis marching in Reykjavík. (5) Sigurjón Sigurđsson. Member of the Icelandic Nazi party. Sigurđsson was the Chief of the Reykjavik Police 1947-1985. Reykjavík´s Anti-Semitic history is not a new phenomenon.
Nazis marching in Reykjavík, a city with a dark past.
In the future the Or HaTzafon Synagogue in Reykjavík would be a proper way of remembering and honouring the victims of Icelandic anti-Semitism in the past and the present. A vibrant Jewish life in Reykjavík is the only way to fight the hate which has been burning in Reykjavík since Jews tried to find safe haven in this little/big city of Iceland before WWII.
(1) Karl Kroner, a Jewish doctor from Germany, who treated Hitler in WWI, was expelled from Iceland. He managed to get to the USA with his German wife and son. (2-3) Dr. Felix Fuchs and Dr. Stefanie Karpeles Fuchs of Vienna were expelled from Iceland. They fled to Copenhagen, from where they managed to sail with the last ship from Gothenburg in Sweden to the US, before Denmark was occupied by the Germans. (4) Alfred Kempner of Leipzig was expelled from Reykjavík to Copenhagen. The Icelandic authorities wrote to the Copenhagen Police that Iceland would pay for his further transport to Germany if that was necessary. These people survived the Holocaust but several Jews from Austria, Germany and Poland, who tried to get to Iceland, didn´t. They sent letters to the authorities in Reykjavík and the Icelandic embassy in Copenhagen as well as Danish consulates in Poland, Austria and Germany. They were denied help, BECAUSE THEY WERE JEWISH, but at the same time Iceland opened its doors to German and Norwegian workers. These Jews are the reason why there should be a synagogue in Iceland!
Why support from Israel?
Few days ago the Reykjavík City Council passed a motion which bans any use of Israeli products in the City of Reykjavík. The boycott was supposed to benefit the Palestinian people. When the City council realised that this sad and ridiculous move would hit Reykjavík harder than it would ever affect Israel, it was retracted for re-consideration.
There was a of course a great amount of hypocrisy of the Reykjavík city majority ruling. Therefore a building of a synagogue in Reykjavík with financial support from Israeli firms and organisation as well as organisations and individuals that support Israel, is important. What is more natural in such a free and understanding city like Reykjavík, to allow the building of a synagogue, where Jews can pray and peace can be respected.
Few years ago the Reykjavík City Council passed a motion which allows Icelandic Muslims to build a mosque in Reykjavík. That was a very understandable move taking into account that few extremist Muslims in Iceland, who fraternised with the US Embassy in Reykjavik, already had bought a house of prayer, where support to extremism is cherished. They were supported by extreme groups in Saudi-Arabia. The City Council of Reykjavík even donated a very good plot for the new alleged non-extremist mosque in Reykjavík. Allegedly support for the building of the first mosque in Iceland comes from the authorities and financial giants in Saudi Arabia. Such a mosque is of course necessary for all the Syrian refugees which Icelanders, who incidentally also are against circumcision of boys, ritual slaughter and Israel, now want to invite to Iceland.
Has anythin changed since the 1930s? No, when Israeli products are banned from the small North Atlantic capital city, while some Icelander find it acceptable for Icelandic Muslims to chant Dammed Jews (Icel. Helvítis Gyđingar) at rallies, where there are no Jews but only Icelandic supporters of Israel, there is still a problem in Reykjavík. A problem, which will very likely only be solved by a synagogue in Reykjavík.
Support the building of a Synagogue in Iceland
All those who love Israel should support the building of a Synagogue in Reykjavík. The location for the Synagogue could easily be right in front of the Town Hall of Reykjavík, where there are free plots. Certainly one of them can be used to honour those who were victims of Icelandic Nazis and anti-Semitic Politicians and officials. A monument remembering the victims of atrocities committed by Icelandic Nazi policemen, politicians and anti-Semitic public figures could be erected beside the synagogue.
Please pass this on to those who financially would like to support a synagogue in Reykjavík. If support is found, a foundation would be created in Reykjavík, lead by a committee of Jews in Iceland and Israel and hopefully the construction could begin in the near future, aided also by the Reykjavík City council in the same manner it facilitated the planned mosque of Reykjavík for not to mention the Russian Orthodox church, soon to be built i down-town Reykjavík.
(1-2) While Jews couldn´t find safe haven in Iceland, an Estonian war criminal could. Evald Mikson (who adapted the the name Eđvald Hinriksson in Iceland) had a good life in Iceland. When Dr. Efraim Zuroff of the The Simon Wiesenthal Center in Jerusalem in the early 1990s asked for an investigation into Mikson´s crimes, Icelandic Politicians collaborated with Estonian politicians to halt the investigations. Left wing politicians, among them a socialist Mayor of Reykavík, attacked Israel and argued that Mikson was an innocent man and a victim of an Israeli/Jewish man-hunt. An independent Estonian historical commission has since confirmed the crimes of Evald Mikson. (3) Ruth Rubin, one of Mikson´s victims. According to witnesses she was raped by Mikson in a Tallinn prison before she was shot. (4 and 5) Jón Baldvin Hannibalsson, formerly Iceland´s foreign Minister and Iceland´s ambassador to the USA, as well as the Icelandic hero in the independence process of the Baltic States. Despite a high fall from his political podium after it became known that he had sexually harassed minors, this man is still a star in the Baltic States and regularly attacks Israel and Jews in the Icelandic media.
(1) Due to anti-Israel and anti-Semitic sentiments among the Left in Iceland, this is the most usual way of seeing Israel's flag in Iceland. (2) Former World Champion Chess Master Bobby Fischer, and a anti-Semite got a special Icelandic citizenship and lived in Reykjavík for the rest of his life spewing vicious hatred of Jews of the Internet (3) Sign in a bike-repair shop in Reykjavík saying Jews are not welcome. A caravan rental in Reykjavík also excluded Jews as their customers (4) The "bike-Nazi", who put up the sign about Jews not being welcome in his shop (5) During an anti-Semitic exhibition at a Reykjavík art gallery a young Jewish couple from the US discovered this drawing on a blackboard on which guests at the exhibition were asked to express their feeling about Israel. This perversion is also an Icelandic product.
Further Reading:
Gerstenfeld, Manfred (2015) Iceland´s Anti-Semitism is Not New, It Just Resurfaced. An op-ed in Arutz Sheva / Israel National News Op-ed. published 20 September 2015.
Vilhjálmsson, Vilhjálmur Örn (2004) Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004, Jewish Political Studies Review 16:3-4.
Idem (2005). Medaljens Bagside - jřdiske flygtningeskćbner i Danmark 1933-1945. Forlaget Vandkunsten, Copenhagen. (In Danish)
Idem (2015). The first Jewish services in Iceland 1940-1943. Fornleifur an archaeological and historical blog written by the author).
Idem (2019).´Iceland´. In Antisemitism in the North: History and State of Research (ISBN: 978-3-11-063482-2)
Open access publication. Read my and other articles here; My article you can also read here. :
Zuroff, Efraim 2002, Operation Last Chance: One Man´s Quest to Bring Nazi Criminals to Justice. See also here and here for correct information on war criminal Evald Mikson in Iceland.
Trúmál og siđferđi | Breytt 21.1.2021 kl. 08:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Skammarleg vinnubrögđ
4.7.2015 | 16:03
Oft er fljótlega hćgt ađ sjá, hvort gćđi frćđigreina eru ásćttanleg međ ţví einu ađ athuga, hvernig fariđ er međ heimildir. Ég lćt mér jafnvel stundum nćgja ađ skođa hvernig fornleifafrćđingar og ađrir vitna í ritverk mín ef ţau koma viđ sögu í vinnu annarra.
Oftast gera menn ţađ siđlega og eftir gildandi reglum. En ţví miđur hef ég upplifađ annađ. Ţegar ég uppgötva vankanta á vinnu annarra ţegar ađ mér snýr, er ég ekkert smeykur viđ ađ segja frá ţví. Ég hef t.d. greint frá ţví hvernig ungprófessor í HÍ í samvinnu viđ ađra gerđi sig sekan um frćđilega óásćttanleg vinnubrögđ í tilraun sinni og annarra ađ gera skođanir og niđurstöđur mínar um aldur byggđar í Ţjórasárdal ađ sínum (sjá hér).
Tilvitnanafúsk - Cambridge style?
Áriđ 2012 birtist greinin "The Roles of Pit Houses and Gendered Spaces on Viking-Age Farmsteads in Iceland" í hinu virta tímariti Medival Archaeology (56:2012) (sjá greinina hér) Ef tímaritiđ hefur áhyggjur á copyright-rétti greinarinnar, bendi ég ţeim á ađ hafa samband svo ég geti sagt ţeim frá gćđum greinarinnar sem ţeir birtu. Ţađ geri ég gjarna opinberlega á ensku og öđrum tungumálum.
Höfundur greinarinnar er Karen Millen (sjá mynd) og fjallar greinin um jarđhýsi og notkun ţeirra. Í ţessari annars áhugaverđri, en samt mjög ófullnćgjandi grein međ of mörgum fyrirframákveđnum tesum og vanţekkingu á ţví hvar jarđhýsi hafa fundist á Norđurlöndum, uppgötvađi ég, ađ vitnađ var í mig. Ţótti mér ţetta afar undarlegt, ţví ég hef ekki hreyft svo mikiđ viđ ţeirri frumtilgátu minni, ađ hugsanlega hafi fundist hluti af jarđhýsi á Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ kemur ađeins fram í einni áfangaskýrslu minni frá 9. áratug síđustu aldar, og svo ekki meir, ţví ekki hef ég haft tök á ţví ađ rannsaka máliđ frekar. Nei, ekki var ţađ nú hugsanlegt jarđhýsi á Stöng sem Milek ritađi um er hún vitnađi í ritverk mín í grein sinni um jarđhýsi.
Karen Milek fornleifafrćđingur frá Kanada, sem starfar sem ungprófessor viđ Háskólann í Aberdeen, og segist sérhćfa sig í Íslandi, vitnar í stutta, 35 síđna, ljósritađa rannsóknarskýrslu (sjá ljósmynd neđar) sem ég skrifađi fyrir Vísindaráđ áriđ 1991, eftir ađ ég hafđi látiđ gera AMS kolefnisaldursgreiningar viđ Háskólann í Uppsölum međ stuđningi frá Vísindaráđi. Skýrslan var gefin Ţjóđminjasafni Íslands, en ekki til ţess ađ menn vćru ađ klćmast á niđurstöđum hennar í bresku tímariti.
Karen Milek hefur m.a. fengiđ Ph.D. gráđu út á ţessa grein sína viđ Háskólann í Cambridge. Slíka gráđu er hćgt ađ fá ţegar menn skrifa greinar sem innihalda gallađa og algjörlega innistćđulausa tilvísun í "upplýsingu" í skýrslu eftir mig sem ber heitiđ Kolefnisaldursgreiningar (AMS) á sýnum frá fornleifa- rannsóknum í Ţjórsárdal.
Mér til mikillar furđu vitnar Karen Milek í atriđi (sjá bls. 87) sem alls ekki er ađ finna í skýrslu minni sem hún ţykist vitnar í. Hún er ađ fjalla um jarđhýsi ađ Gjáskógum í Ţjórsárdal. Ég fjalla alls ekkert um ţann stađ í skýrslu ţeirri sem hún vitnar í. Milek láist einnig ađ greina frá ţví, ađ ritverk mitt sé ljósrituđ skýrsla til Vísindaráđs og tileinkar hana ranglega Ţjóđminjasafni Íslands (sjá heimildaskrá í grein Mileks, bls. 129). Ţetta síđasta atriđi sýnir mér, ađ annađ hvort hefur Milek aldrei haft skýrslu mína á milli handanna, eđa ađ hún kann alfariđ ekki međ rétt mál ađ fara.
Ekki er nóg međ ađ rangt sé vitnađ í eitthvađ sem alls ekki stendur í skýrslunni, sem höfundur ţykist vitna í; Einnig er sagt ađ skýrslan mín sé frá 1989. Umrćdd skýrsla er frá 1991 og kemur ţađ mjög greinilega fram á kápu skýrslunnar innanverđri, sem og af fylgiskjölum sem birt eru í skýrslunni.
Ţetta eru einstaklega sóđaleg og óvandvirk vinnubrögđ, höfundi og háskóla hennar til lítils sóma. Vona ég ađ Karen Milek biđjist formlega og opinberlega afsökunar á ţessu í athugasemdum hér fyrir neđan, sem verđa opnar í 50 daga frá birtingu greinar minnar.
Ţađ er einfaldlega ekki rétt međ fariđ hjá kanadíska fornleifafrćđingnum Karen Beatrice Milek. Í téđri skýrslu eftir mig, sem Milek hefur greinilega aldrei lesiđ, ţar sem hún getur ugglaust ekki lesiđ íslensku eđa önnur Norđurlandamál sér til gagns, stendur ekkert um Gjáskóga eđa aldursgreiningu á 1104 laginu. En ţađ segist hún vitna í. Hvernig hún leyfir sér ađ halda ţví fram í ritgerđ sem hefur veriđ dćmd hćf sem hluti af Ph.D. gráđu, er mér óskiljanlegt. Ţađ er vitaskuld vandamal háskólans í Cambridge, en fyrst og fremst vandamál Mileks og ţeirra fornleifafrćđinga á Íslandi sem fóđra hana međ röngum upplýsingum í algjöru ólćsi hennar á íslenska menningarsögu og fornleifarannsóknir.
Eđa bara íslenskar ađferđir?
Mig grunar auđvitađ, hvađan ţessi meinloka hjá Karen Milek er komin og kann engan annan ađ nefna sem heimildamann hennar en Orra Vésteinsson, sem Milek hefur starfađ međ. Međal annarra ţakkar hún Orra fyrir ađstođ viđ gerđ ritgerđar sinnar í Medieval Archaeology. Prófessor Orri hefur einmitt framiđ sams konar heimildamisnotkun á ţví sem ég hef ritađ.
Milek gćti vitaskuld einnig hafa gert ţessa villu án nokkurrar hjálpar. Margir ađrir Íslendingar hafa lesiđ greinina yfir og lánađ í hana efni. Enginn ţeirra hefur séđ ţessa yfirlýsingargleđi fornleifafrćđingsins og tilvitnun í grein sem ekki inniheldur upplýsinguna sem vitnađ er í. Ţađ er neyđarlegt.
Grein Mileks má vel vera hin besta smíđ, fyrir utan soralega yfirreiđ á niđurstöđum mínum. Hún heldur ţví t.d. fram jarđhýsin hafi veriđ "dyngjur" kvenna, ţar sem konur sátu og ófu og unnu međ ull - ţótt ekki vilji ég útiloka ađ karlar hafi einnig unniđ slík störf. En í doktorsritsmíđum vitnar mađur ekki í eitthvađ sem ekki hefur veriđ skrifađ, og heldur ekki rangt í ţađ sem hefur veriđ skrifađ. Ef ţađ eru munnlega upplýsingar, ellegar bréf sem mađur vitnar í, eru til reglur fyrir slíkar tilvitnanir.
Siđareglur
Ađ lokum leyfi ég mér ađ vitna í "siđareglur" Félags Íslenskra Fornleifafrćđinga, sem ég er ekki međlimur í m.a. vegna ţess ađ siđareglurnar hafa veriđ brotnar svo oft gegn mér og öđrum, ađ ég tel ţćr vera tvískinnung og yfirskin fyrir siđleysi sem viđhefst í íslenskri fornleifafrćđi :
- Fornleifafrćđingum ber ađ sýna vinnu annarra fornleifafrćđinga tilhlýđilega virđingu og mega ekki eigna sér verk ţeirra eđa hugmyndir.
- Fornleifafrćđingar skulu í starfi sínu forđast óheiđarleika og rangfćrslur. Ekki skulu ţeir vísvitandi leggja nafn sitt viđ neinar athafnir af ţví tagi og ekki heldur umbera ţćr hjá starfsfélögum sínum.
Vonandi munu erlendir fornleifafrćđingar sem vinna á Íslandi, og sér í lagi ţeir sem ekki eru lćsir á íslensku, kynna sér ţessar reglur og lćra. Ţví ţćr eru ágćtar ef mađur heldur ţćr. Margir Íslendingar hafa víst ađeins lög til ađ brjóta ţau (sjá hér hvernig prófessor brýtur siđareglur fornleifafrćđinga).
Erlendir fornleifafrćđingar á Íslandi
En verri dćmi eru til um siđleysi erlendra fornleifafrćđinga á Íslandi. Eitt sinn börđust bandarískir fornleifafrćđingar sem leyft hafđi veriđ ađ vinna á Íslandi innbyrđis líkt og hafin vćri ný Sturlungaöld. Heimtufrekur stóramerískur imperíalisti, Thomas McGovern ađ nafni, sem síendurtekiđ braut fornleifalög á Íslandi reyndi t.d. allt sem hann gat til ađ bola öđrum bandarískum fornleifafrćđingum, t.d. Kevin Smith, burt úr rannsóknum á Íslandi. "Iceland was not big enough for other American Archaeologists than Tom McGovern" virtist vera mottóiđ.
Íslendingar sem hann taldi í vegi sínum fengu líka ađ kenna á miskunnarlausum redneck-ađferđum prófessors McGoverns viđ Hunter College, City University New York (CUNY). Ég var einn ţeirra "heppnu" sem lenti í einelti McGoverns, eftir ađ ég uppgötvađi galla hans og atferli. Hann sagđist mundu sjá til ţess ađ allir bandarískir styrkir sem fćru í rannsóknir á Íslandi myndu verđa sendir "to the Soviets". Ţađ er önnur saga og verri en heimildafúsk. Meira og nánar um ţađ síđar.
Trúmál og siđferđi | Breytt 6.7.2015 kl. 05:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Ófrumlegur "Svissari" á tvíćringnum
1.5.2015 | 17:56
Ţegar ég las frétt um verk svissneska listamannsins Christophs Büchels sem verđur framlag Íslands á Feneyjartvíćringnum, gat ég ekki annađ en brosađ í kampinn, og mér var hugsađ til ţessa ađ framleiđslu Svisslendinga hefđi heldur hrakađ og úrverk nákvćmninnar hefđi orđiđ einhverju öđru ađ bráđ.
Ţví er haldiđ fram í fréttatilkynningu frá íslenskum yfirvöldum, ađ sýningin á "Mosku" Büchels fari fram í aflagđri kirkju frá 10. öld og er lögđ viđ ljósmynd af Google Earth.
Ţetta er rangt. Sýningin fer fram í kirkju frá 14. öld, sem stendur viđ Rio della Sensa í Cannaregio-hverfi í Feneyjum. Hún er hins vegar á stađ ţar sem munkaklaustur var stofnađ á 10. öld, en engin kirkja frá ţeim tíma er lengur ofan "jarđar". Ţađ er ţví mikill misskilningur ađ listainnstallasjónin "moskan" eftir Christoph Büchels sé sett upp í kirkju frá 10 öld.
Kirkjan, sem ađ sögn á ađ hýsa "mosku" Büchels, sést hér grćnlituđ.
Á vefsíđunni ArtNews koma áđurgreind ósannindi um stađsetningu sýningarinnar fram, en einnig er greint frá ţessu:
We are proud to support THE MOSQUE, Icelands contribution to the Biennale, Sverrir Agnarsson, the president of the Muslim Community of Iceland, said in a statement released to press. It is particularly fitting that this project coincides with the campaign to construct the first mosque in Reykjavik. In the past, prejudice and political pressures in both Iceland and Italy made it impossible to imagine mosques in either place.
Hér er Sverrir ađ sverta landsmenn sína í erlendum fjölmiđlum. Ég líđ ţađ ekki ađ Sverrir Agnarsson sé ađ ljúga um mig og reyndar flesta Íslendinga, sem ekkert hafa á móti moskum. Hatursmenn mosku á Íslandi er mjög lítill hópur. Ég er sannarlega fyrsti Íslendingurinn sem stakk upp á byggingu mosku Íslandi, og skrifađi meira ađ segja um ţađ í Moggann (sjá hér). Ţađ var á ţeim árum sem Sverrir Agnarsson var í vinfengi viđ glćpamanninn Gaddafí.
Mađur verđur ađ spyrja sig, hver sé tilgangurinn međ ósannindum Sverris?
Réttara ţćtti mér og sanngjarnara, ef Sverrir hefđi sagt meira frá tilganginum međ verkinu í Feneyjum, ţ.e. ađ "ađ draga athygli ađ stofnanavćddum ađskilnađi og fordómum í samfélaginu". Sverrir hefđi ţví miklu frekar átt ađ segja frá ţeim hatursfulla ríg sem er á milli tveggja safnađa múslíma á Íslandi (sjá hér), í stađ ţess ađ ljúga upp á íslensku ţjóđina ađ hún sé fjandsamleg moskum. Hvađa tilgangi ţjónar slíkur slefberaháttur á Alţjóđavettvangi?
Kannski verđur í "moskunni" í Feneyjum sérsýning á öllum ţeim stöđum ţar sem öđrum trúarbrögđum er ófćrt ađ vera og óheimilt ađ iđka, ţar sem múslímar ráđa? Í nafni Íslam og fordóma er á 21. öld veriđ ađ má leifar af trúarbrögđum annarra af yfirborđi jarđar. Fordómar eru mjög varasamt orđ.
Ég vona ađ ţessi yfirlýsing Sverris sýni hans innri mann frekar en ekki eđli trúarbragđa ţeirra sem hann ađhyllist. Áđur en sýningin hefst ćtla ég ađ opnum hug ađ ađ nota tćkifćriđ og ţakka honum fyrir hin stóru svissnesku menningaráhrif á Íslandi. Fyrst og fremst Toblerone, en einnig Milka Lilla Pause, ránum af bankareikningum fórnalamba síđari heimsstyrjaldar, ađ ógleymdum kúkú-úrnum. Grazie Svizzeria!
Hr. Büchel til upplýsingar hefđi veriđ ţarfara verk fyrir hann ađ vinna ef hann hefđi sýnt heiminum í gegnum listsköpun sína, ađ hatriđ gegn Íslam í heimalandi hans Sviss hefur veriđ á sömu nótunum, en miklu almennara, og hatur lítils hóps á Íslandi. Andstćđingar mínaretta í Sviss (2009) og "Pegida" á Íslandi nota sama myndmáliđ.
Frumleikinn í hatrinu er ţessa dagana er greinilega álíka lítill og í listunum.
Sömuleiđis langar mig ađ benda á ófrumleika ţessa annars ágćta listamanns, sem slegiđ hefur rótum á Íslandi. Moskuleysiđ í Feneyjum, og meint andstađa viđ ađ byggja mosku í elsta hluta Feneyja, er gömul klisja sem margir listamenn hafa gert sér mat úr. Ekkert er nýtt í ţví. Hér t.d. fljótandi moska sem arkitekt einn stakk upp á.
Hugmynd ađ fljótandi mosku í Feneyjum
Sverrir Agnarsson bćtti viđ í yfirlýsingu sinni: It is our hope that InshaAllah projects such as these will lead to flourishing activities among Muslims internationally, and to greater, more fulfilling, peace-loving interaction between all of us in Venice, Reykjavik, and cities everywhere.
Áđur en ţađ gerist verđa menn ađ hćtta ađ ljúga um ţjóđ sína á alţjóđlegum vettvangi. Jafnvel ţótt ég hefđi einn manna séđ fyrir mér mosku međan Sverrir var í Líbýu, hefur Sverrir ekkert umbođ til yfirlýsinga eins og ţeirra sem hann setur fram á alţjóđavettvangi. Ekki einu sinni frá Allah.
Ţađ sýnir söguleysi og fáfrćđi, ţegar ţví er haldiđ fram ađ múslímar í Feneyjum hafi aldrei haft almennilega tilbeiđslustađi ţar á fenjunum. Feneyingar voru í verslunarsamskiptum viđ lendur múslíma frá 9.öld e. Kr. á 17. öld var reist stórbygging á eldri byggingar frá 13. öld, fyrir kaupmenn frá Tyrklandi (Ottómana. Byggingin fékk heitiđ Fondaco dei Turchi og er enn til, vel viđgert og variđ. Byggingin var var jafnt sendiráđ, verslunarmiđstöđ, hótel sem pakkhús Tyrkja. Ţar var einnig moska!
Fondaco dei Turchi
Vonandi fá múslímar í Feneyjum ađ reisa sér mosku á tilheyrilegum stađ, ţar sem ekki verđa spjöll á heimsminjum, en Feneyjar eru á heimsminjaskrá SŢ. Ţađ geta múslímar greinilega ekki skiliđ. Ţeir vilja byggja mosku í fornri borg sem er friđlýst og á heimsminjaskrá. Sverrir segir ađ byggingar moska séu "impossible" ađ hugsa sér á Íslandi og á Ítalíu. Hvers vegna er ţá stćrsta moska Evrópu í Róm og fyrrverandi meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur búinn ađ úthluta góđri lóđ handa mosku í Reykjavík? Verđa múslímar ekki ađ gera hreint fyrir sínum dyrum, áđur en ţeir fara ađ krefjast ţess sem ţeir taka ekki í mál i löndum ţar sem Íslam eru lög?
Sýning Íslands á Tvíćringnum í Feneyjum er ađ mínu mati stuđningur viđ glundrođasköpun á Ítalíu. Ţađ er međ sýningunni veriđ ađ gera ţví skóna ađ múslímum séu allar bjargir bannađar á Ítalíu, en einnig á Íslandi. Ţetta er auđvita ekki satt. Múslímum á Íslandi leyfist meira ađ segja ađ lítilsvirđa hvern annan. Hvenćr verđur tekiđ á ţví í sýningu á tvíćringnum?
Moska í íslenska skálanum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Trúmál og siđferđi | Breytt 2.5.2015 kl. 06:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurning á 400 ára fćđingarafmćli Hallgríms
22.9.2014 | 07:08
Margrét Eggertsdóttir, einn helsti sérfrćđingurinn á sviđi starfs og lífs Hallgríms Péturssonar, hefur haldiđ ţví fram ađ ţađ sé ekki ađ finna tangur né tetur af gyđingahatri í Passíusálmum hans. Hún hefur ţó ekki sett fram nein haldbćr rök fyrir ţví, utan ađ sveifla sérfrćđingskortinu. Margrét er vitaskuld ekki gyđingur og leggur allt annađ mat á illa orđrćđu um gyđinga en gyđingar sjálfir, sem lesiđ hafa Passíusálmana og undrast ţađ sem vel má kalla dýrkun ţeirra og Hallgríms á Íslandi.
Hverjir ađrir en gyđingar hafa bestan skilning og dómgreind á ţví hvađ gyđingahatur er? Ţeir verđa fyrir ţví hatri, og hafa orđiđ fyrir ţví síđan ađ frumkirkjan hóf ađ stunda skipuleg leiđindi og ofsóknir gegn ţeim, ofsóknir sem leiddu til annars og verra og ađ lokum leiddi ţađ af sér helförina og ofsóknir í garđ Ísraelsríkis, sem til varđ vegna afleiđinga hatursins í Evrópu og annars stađar.
Áriđ 2011 gagnrýndi Stofnun Símon Wiesenthals, SWC, dýrkun á Passíusálmunum á Íslandi, ţví stofnunin telur sálmana andgyđinglega. SWC freistađi ţess ađ fá RÚV til ađ láta af árlegum lestri sálmanna. Margrét Eggertsdóttir sagđi ţá í raun rabbínum stofnunar Simon Wiesenthals, sem berjast gegn gyđingahatri, ađ ţeir vissu ekki hvađ gyđingahatur vćri. Páll Magnússon útvarpsstjóri vitnađi í sérfrćđiţekkingu hennar ákvörđun sinni til stuđnings. Passíusálmarnir verđa lesnir um ókominn tíma á RÚV og eru jafnöruggur dagsskrárliđur og hatur sumra fréttamanna RÚV í garđ Ísraelsríkis. Á Íslandi vega orđ Íslendinga meira en útlendinga og vitaskuld eru Íslendingar langtum meiri sérfrćđingar í gyđingahatri en gyđingar. Ţarf ađ spyrja ađ ţví?
En af hverju er ţetta gyđingahatur í Passíusálmunum ekki ađ finna í ţeim guđspjöllum sem Hallgrímur orti upp úr, eđa telur Margrét bara ađ gyđingahatur sé óţarfa hársćri?
Fornleifur og fjöldi manna sem lesiđ hafa Passíusálma Hallgríms Péturssonar telja ţá innihalda svćsiđ, guđfrćđileg gyđingahatur (Anti-judaisma) 17. aldar, sem bćđi er tímaskekkja og smekkleysa, sér í lagi ef sálmarnir eru taldir uppbyggilegir og jafnvel mikil list sem á erindi til fólks á 21. öld.
Til dćmis vekur ţađ furđu manna erlendis, ađ dćmigert trúarlegt gyđingahatur 17. aldar, sem er mjög ríkt í Passíusálmunum, sé enn vinsćlt og í hávegum haft á Íslandi á 21. öld. Menn undrast einnig ađ yfirlýstir guđleysingjar og trúleysingjar úr röđum íslenskra ţingmanna og annarra stjórnmálamanna flykkjast í kirkjur fyrir páska til ađ lesa upp úr sálmunum (síđast hér). Helgislepjan er ţá mikil, líkt og tvískinnungurinn. Ţetta einkennilega trúarćđi trúleysingjanna virđist reyndar vera bundiđ viđ Passíusálmana. Einhver fullnćging hlýtur ađ fylgja ţessari fíkn yfirlýstra atheista eftir sálmalestri í kirkjum. Ég hef vitaskuld velt ţví fyrir mér, hvort ţađ sé í raun gyđingahatriđ í sálmunum um manninn sem ţetta fólk trúir alls ekki á, sem gerir trúleysingja ađ sálmaáhugafólki?
Persónuleg lífsreynsla Hallgríms og gyđingahatur
Margrét Eggertsdóttir sagđi um daginn viđ opnun nýrrar sýningar um Hallgrím á 400 ára afmćlishátíđ hans, ađ "persónuleg lífsreynsla Hallgríms skíni í gegnum margt af ţví sem hann hefur ort og gert."
Réttmćt ţykir mér í ţví sambandi ţessi spurning :
Hvađa lífsreynsla síra Hallgríms gerđi ţađ ađ verkum ađ hann er svo illur í orđi gagnvart gyđingum, svo mikiđ ađ hvergi finnst annađ eins í varđveittum trúarlegum kveđskap frá 17. öld?
Hér skal reynt ađ svara ţví:
Marteinn Lúther
Eins og allir vita ritađi Lúther, guđfrćđingurinn međ harđlífiđ, rćtinn og sviksamlegan bćkling um gyđinga Von den Jüden und i[h]ren Lügen sem út kom áriđ 1543. Hann bćtti um betur og gaf sama ár út ritiđ Vom Schem Hamphoras und vom Geschlecht Christi, sem skreytt var međ myndum af gyđingum í miđur siđlegum atlotum viđ gyltu (sjá neđar), sem var vel ţekkt minni úr kaţólskri list. Ţrátt fyrir "siđbót" tók Lúther ţađ versta upp úr kaţólskri "guđfrćđi".
Líkt og sumir Íslendingar hatast út í múslíma í dag og t.d. halal-slátrađ kjöt ţeirra, sagđist Lúther hafa borđađ kosher mat, ţađ er kjöt af gripum sem slátrađir voru schechíta (slátrađ ađ hćtti gyđinga), og hafa orđiđ illt af. Lúther taldi gyđinga hafa reynt ađ byrla sér eitur. Ţau rit ţar sem Lúther greindi frá ţessu hatri sínu voru til í Kaupmannahöfn og hafa veriđ ađgengileg manni sem lćrđi til prests í Kaupmannahöfn. Ţess ber einnig ađ geta ađ nasistar notuđust óspart viđ ţessi rit Lúters sér til halds og gagns, og lúterska kirkjan hefur enn ekki beđist afsökunar á framferđi sínu eins og t.d. sú kaţólska hefur veriđ ađ myndast viđ ađ gera. Í litlu lútersku landi á hjara veraldar ţykir enn fínt ađ ţylja andgyđinglega, lúterska sálma.
Sumir guđfrćđingar lútersks siđar hafa afsakađ ţessi rit meistara síns međ ţví ađ halda ţví fram ađ gyđingahatriđ í Lúther hafi mest veriđ í nösunum á honum og hafi raun veriđ "hluti af stefnu hans gagnvart kaţólsku kirkjunni". Ţađ er vitaskuld dómadags rugl. Bábiljan lifir sem sagt enn, og er varin af lúterskum trúfrćđingum og líka kaţólskum. Ţá er ekki ađ furđa ađ menn dáist af Passíusálmunum, sem endurspegla andgyđinglega guđfrćđi Lúthers. En samt afneita "frćđimenn" og útvarpsstjóri Íslandi, og auđvitađ Egill Helgason sá er allt veit, ađ ţađ sé gyđingahatur í Passíusálmunum.
Gyđingahatur Lúthers, sem ţjóđkirkja Íslendinga kennir sig viđ, hefur međ sönnu mótađ gyđingahatriđ í Passíusálmunum. Hiđ trúarlega gyđingahatur voru helstu fordómar Norđurevrópumanna á 17. öld. Undantekningu var ţó ađ finna í hluta samfélagsins í Hollandi.
Gyđingahatur var ríkt á tímum Hallgríms
Er Hallgrímur dvaldi í Kaupmannahöfn gekk bylgja af gyđingahatri yfir Danaveldi, fyrst og fremst ćttuđ úr Ţýskalandi. Gyđingahatur var ţó engin ný bóla, heldur löng hefđ úr kaţólskum siđ, sem Lúterstrúarmenn létu ekki af og gagnrýndu ekki. Gyđingahatriđ var eins og elexír fyrir kristna trú á ţessum tíma. Lúterskir biskupar Danmörku vildu fyrir enga muni leyfa gyđingum ađ setjast ađ í Danmörku ţegar ţađ kom til tals. Gyđingar voru hins vegar afar fáir í Danaveldi og ţeir sem til Kaupmannahafnar komu og ćtluđu sér ađ vera ţar eđa ađ halda til Íslands, var skipađ ađ taka kristna trú. Ţađ gerđist t.d. áriđ 1620 er Daniel Salomon, fátćkur gyđingur frá Pólandi var skírđur í Dómkirkju Kaupmannahafnar ađ viđstöddu margmenni og konungi. Síđar, áriđ 1625, fékk hann 6 ríkisdali frá konungi til ađ halda til Íslands. Ţá hét hann ekki lengur Daniel, heldur Jóhannes Salómon.
Glückstadt
En leiđum hugann ađ veru Hallgríms í Danaveldi. Sagan segir, ađ áđur en Brynjólfur Jónsson (síđar biskup) kom Hallgrími til náms viđ Frúarskóla í Kaupmannahöfn, hafi Hallgrímur hugsanlega veriđ járnsmíđasveinn bćnum Glückstadt í Suđur-Slésvík (Ekki Lukkuborg eins og sést hefur í ritum íslenskra sérfrćđinga um Hallgrím; Lukkuborg eđa Glücksburg er allt annar stađur en Glückstadt).
Brynjólfur mun hafa heyrt Hallgrím bölva húsbónda sínum á íslensku. Portúgalskir gyđingar voru ţá farnir ađ setjast ađ í Glückstadt, bć sem Kristján 4. stofnađi áriđ 1616. Hugsast gćti ađ Hallgrímur hafi veriđ í vist hjá gyđingakaupmönnum sem hann bölvađi, eđa veriđ nágranni ţeirra, t.d. Samuel Jachja, sem einnig kallađi sig Albert Dionis (einnig Anis eđa Denis og jafnvel Jan Didrichs; Portúgalskir Gyđingar notuđu oft mörg mismunandi nöfn allt fram á 20. öld; Ţessi nafnafjöldi var oft til ţćginda og til ađ koma í veg fyrir gyđingahatur), sem ţekktur var fyrir myntfölsun og ţrćlaverslun og var einmitt beđinn um ađ setjast ađ í Danaveldi vegna ţess, Samuel Jachja og auđur hans og sá auđur sem beindi til Glückstadts byggđi bćinn upp. Hins vegar gćti Hallgrímur allt eins hafa veriđ vinnumađur Danans Hans Nansen, guđhrćdds lúthertrúarmanns, sem settur var yfir Íslandsverslunina, Islandske Kompagni, sem frá 1628 hafđi sínar bćkistöđvar í Glückstadt. Auđur Íslands var einnig notađur til byggingar bćjarins. Nansen var hins vegar einn versti arđrćninginn sem "verslađ" hefur á Íslandi í einokuninni. Hann varđ síđar borgarstjóri Kaupmannahafnar, vellauđugur af viđskiptum sínum á Íslandi. Albert Dionis (Anis, Denis, Didrichs) setti ásamt öđrum gyđingum í Glückstadt einnig fjármagn í Íslandsverslunina og lagđi til skip ţegar fáir sigldu til Íslands.
Tíđarandinn var andgyđinglegur trúarlega séđ, ţó svo ađ konungur byđi gyđingum fríhöfn í Glückstadt. Í Danmörku var öđrum en Lútherstrúarmönnum bannađ ađ búa eđa setjast ađ. Vinátta og gestrisni Kristjáns 4. viđ gyđinga af portúgölskum uppruna, sem hann leyfđi ađ setjast ađ i Glückstadt kom sömuleiđis ađeins til af ţví ađ konungur sá sér fjárhagslegan ávinning í ţví. Hallgrímur gćti hafa kynnst gyđingahatrinu í bćnum Glückstadt (ef upplýsingarnar í ţjóđsögunni um veru hans ţar eru réttar) og hann gćti einnig hafa kynnst ţví međal guđfrćđinganna sem kenndu honum í Frúarskóla í Kaupmannahöfn.
Ţađ var ekkert í lífi Hallgríms, sem viđ ţekkjum sem réttlćtt getur hatriđ í píslarlýsingum hans. Ţetta hatur finnst, eins og áđur segir, alls ekki í nýja Testamentinu nema ef ţađ er túlkađ á hatursfullan hátt, líkt og öfgamúslímar hafa túlkađ Kóraninn til ađ myrđa međ honum og aflima fólk. Sálmarnir eru ţví afurđ ţess tíma sem Hallgrímur lifđi á. Ef menn telja ţann tíma eiga listrćnt og siđferđilegt erindi viđ fólk á 21. öld, er kannski eitthvađ mikiđ ađ í ţví landi sem slíkt gerist, eđa hjá ţví fólki sem slíkt bođar. Ţetta hatur var hluti af ţeim tíma sem hann lifđi á.
Passíubókmenntir 16. og 17. aldar
Fólk sem kallar sig sérfrćđinga í lífi og verkum Hallgríms, og sem segir lífsreynslu hans hafa mótađ list hans verđa ađ kynna sér líf hans og tíđarandann í Danmörku og Glückstadt betur. Ţeir verđa ađ ţekkja guđfrćđilegt hatur kennara hans viđ Frúarskóla og hatriđ í ritum Lúthers, hatriđ í ritinu Soliloquia de passione Jesu Christi , píslarsögu eftir ţýska skáldiđ Martin Moller (1547-1606) sjá hér, (Soliloquia de passione Jesu Christi ) sem greinilega hafa haft mikil áhrif á Hallgrím og sem var ţađ sama og í Passíusálmum hans. Píslarsagan eftir Martein Moller, sem reyndar er ekki lesin upp í útvarpi í Ţýskalandi, var gefin út á íslensku fram á miđja 18. öld í ţýđingum Arngríms lćrđa og einnig Péturs Einarssonar lögréttumanns. Greinilegt er ađ eftirspurn hafi veriđ eftir slíkri afurđ međal Íslendinga í trúarhita 17. og 18. aldar.
Önnur íslensk skáld, sem uppi voru á sama tíma og Hallgrímur, voru ekki ekki eins hatrömm í garđ gyđinga og hann. Jón Ţorsteinsson prestur í Vestmannaeyjum, sem var veginn í Tyrkjaráninu skrifađi t.d. og fékk prentađa Genesis-sálma á Hólum, ţar sem ekki var ađ finna snefil af illyrđum um gyđinga. Ţađ hlýtur ađ hafa veriđ eitthvađ í lífsreynslu Hallgríms sem gerđi hann örđuvísi en t.d. Jón Píslarvott í Eyjum.
Međan Passíónsbók Marteins Mollers er ađ mestu gleymd og grafin í Ţýskalandi eru Íslendingar, og jafnvel örgustu trúleysingjar á hinu háa Alţingi, á kafi í dýrkun Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Ţegar menn gera sér grein fyrir ţví ađ Hallgrímur var ekkert öđruvísi en samtími hans, sjá ţeir kannski hatriđ sem skín út úr sálmum hans.
Ţađ er frekar frumstćtt hatur 16. og 17. aldar sem ekkert erindi á til okkar á 21. öld frekar en hatursrit Marteins Lúthers, safarík passíón Mollers eđa ţá Öfgaíslam.
Trúmál og siđferđi | Breytt 11.2.2021 kl. 08:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir neđan allar hellur
24.9.2011 | 07:58
Fyrirhuguđ bygging Ţorláksbúđar í Skálholti er einkennilegt mál, sem sýnir ađ menn lifa kannski á öđrum tíma en umheimurinn. Framkvćmdin hefur veriđ kynnt eins og veriđ vćri reisa eftirgerđ af miđaldarkirkju frá tímum Ţorláks helga. Svo fer fjarri. Ţorláksbúđ var upphaflega byggđ áriđ 1527 og hefur ekkert međ 12. öldina ađ gera. Hún var byggđ eftir bruna Árnakirkju áriđ 1527, og ţá sem bráđabirgđaskýli yfir messuhald, búđ eđa kapella eins og húsiđ kallađist í heimildum og fékk hún síđar nafniđ Ţorláksbúđ.
Árni Kanelás Johnsen ţingmađur, sem hefur veriđ stórtćkur í endurgerđunum, segir ađ Gunnari Bjarnasyni smíđameistara Ţorláksbúđar hinnar nýju hafi veriđ brugđiđ ţegar skyndilega á lokastigi verksins hafiđ komiđ gagnrýni á verkefniđ:
Honum varđ ekki svefnsamt um nóttina eftir smíđar daglangt, en síđla nćtur dró hann miđa úr Mannakornum sínum, tilvitnunum í Biblíuna, og eftir ţađ sofnađi hann vćrt.
Hann fékk tilvitnun úr 9. kafla Fyrra Konungabréfs ţar sem segir ađ ţegar Salómon hafđi lokiđ viđ ađ byggja musteri Drottins vitrađist Drottinn honum í annađ sinn og sagđi (3. vers): Ég hef heyrt bćn ţína og grátbeiđni, sem ţú barst fram fyrir mig. Ég hefi helgađ ţetta hús, sem ţú hefur reist, međ ţví lćt ég nafn mitt búa ţar ađ eilífu og augu mín og hjarta skulu dvelja ţar alla daga."
Jeremíah minn, hallelúja og ammen, svo Gunnar Bjarnason, sem reyndar er afar fćr smiđur og hagur, smíđar á vegum Drottins. Gerđi hann ţađ líka ţegar hann smíđađi ćvintýrakirkjuna í Ţjórsárdal? Ţađ var endurgerđ kirkju á Stöng, sem ég rannsakađi sem fornleifafrćđingur, sjá hér, hér, hér og sér í lagi hér, en sem arkitektinn Hjörleifur Stefánsson, međ smiđinn Gunnar Björnsson í hirđ sinni, ákvađ ađ skrumskćla. Ég var útilokađur frá endurgerđinni og kirkja sú sem reist var er ein stór vitleysa frá upphafi til enda. Ég hef aldrei lagt blessun mína yfir hana, ţó ég viti mest um ţessa kirkju, og er árangurinn í raun draumórar eins manns, Hjörleifs Stefánssonar, sem oft hefur veriđ frekar stórtćkur í endurgerđunum sínum, stórum sem smáum, sjá dćmi um ţađ hér. Ekki var mér heldur bođiđ til vígslu Ţjóđveldiskirkjunnar í Búrfelli og sárnađi mér ţađ auđvitađ mjög.
Ég get gefiđ yfirsmiđnum og ţess vegna fyrrverandi forsćtisráđherra og ţeim sem borguđu fyrir kirkjuskömmina í Búrfelli tilvitnun í sálma og orđskviđi viđ hćfi, um svik og pretti. En ég leggst ekki svo lágt ađ leggja nafn Drottins míns viđ hégóma - og Ţorláksbúđ er heldur ekkert annađ en hégómi.
Sannast sagna, ţá finnast mér komnar of margar endurgerđir og "tilgátubyggingar" á Íslandi. Ísland verđur međ ţessu áframhaldi eitt stórt "fornminja-Disneyland". Betur hefđi ef til vill tekist til, ef fornleifafrćđingar hefđu getađ liđsinnt áhugamönnum um ţessar byggingar í stađ arkitekta.
Ef menn vilja endilega reisa "Ţorláksbúđ", vćri viđ hćfi ađ gera ţađ fjarri steinsteypukirkjunni, og búa međ tíđ og tíma til Skálholt Theme-Park", (Fornleifasafniđ í Skálholti), reisa ţar t.d. hina stóru miđaldakirkju, sem Hörđur heitinn Ágústsson teiknađi, reyndar allt of háa, enda var hann ţjóđernisrómantíker af gamla skólanum. En ţađ vćri hćgt ađ lćkka bygginguna og spara efniviđ. En öll svona verkefni eru auđvitađ draumórar, ţótt stundum geti veriđ gaman af ţeim.
Af myndinni ađ ofan má ćtla, ađ landnámsskjólukerlingin af mjólkurfernunum hér forđum sé enn í tísku.
Ítarefni: les hér.
Trúmál og siđferđi | Breytt 12.6.2022 kl. 14:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Krossinn frá Fossi
18.9.2011 | 18:15
Áriđ 1993 kom út í Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags grein um dýrastíla á Norđurlöndum og Íslandi eftir danska konu,Lise Gjedssř Bertelsen, ţar sem reynt var ađ lýsa ţeim međ frekar lélegu dćmum af forngripum Íslandi. Sá galli var á gjöf Njarđar, ađ ţađ vantađi ljósmyndir eđa góđar teikningar af meirihluta ţeirra gripa sem eru nefndir í greininni, sem er náttúrulega mjög slćm latína ţegar menn eru ađ setja fram stílfrćđilegar rannsóknir.
Í greininni er mynd af Eyrarlandslíkeskinu, sem flestir hallast ađ ţví ađ sýni guđinn Ţór. Lise Gjedssř Bertelsen telur hins vegar ađ karlinn međ hjálminn sem situr á stólnum haldi á stórum krossi, sem henni finnst líkur krossinum frá Fossi (Ţjms. 6077, sjá mynd efst, ljósm. VÖV), sem einnig er međal frćgustu forngripa sem fundist hafa á Íslandi. Krossinn fannst nálćgt Fossi í Hrunamannahreppi.
Höfundur greinarinnar í Árbók 1993 (útg. 1994) upplýsir, ađ krossinn frá Fossi eigi sér hliđstćđu. En aftur vantar myndir og tilfinnanlega einnig tilvitnun í ţessa hliđstćđu og hver ţađ er sem fyrst greindi frá hliđstćđunni.
Ég greindi fyrstur manna frá hliđstćđu krossins frá Fossi í sýningarskrá stóru Víkingasýninga Evrópuráđsins og Ráherranefndar Norđurlandanna, sem haldin var í Kaupmannahöfn, París og í Berlín 1992-1993. Gripur 334 í risavaxinni sýningaskrá sýningarinnar (1) var lýst af mér og ţar segi ég frá hliđstćđunni sem var ţegar lýst áriđ 1886 af Rygh (2). Ţađan og hvergi annars stađar hefur höfundur greinarinnar um dýrastíla í Árbók Fornleifafélagsins, Gjedssř Bertelsen, fengiđ upplýsingar um hliđstćđuna krossins frá Eyrarlandi sem fundist hefur í Noregi. Ţví miđur var hún eđa ritstjóri Árbókar hins íslenska fornleifafélags, sem ţá var Mjöll Snćsdóttir, ekki ađ hafa fyrir ţví ađ vitna rétt í menn. Slík vinnubrögđ eru nefnilega dálítiđ séríslensk, stílfrćđilega séđ, en mestmegnis fólki til skammar frćđilega séđ.
Ađ ofan má sjá krossinn frá Fossi (ljósm. Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar) og ađ neđan er krossinn frá Huse í Rommedal í Hedemark í Noregi. Á norska krossinn vantar reyndar dýrshausinn sem er á krossinum frá Fossi. Ljóst er hins vegar, ađ íslenski krossinn er ekki eins einstakur í sinni röđ, líkt og lengi hefur veriđ taliđ. Ţegar til eru tveir gripir frá sama tíma, sem eru nćrri ţví eins og ţeir finnast í mismunandi löndum, getur fornleifafrćđingurinn talađ um gerđ eđa tegund gripa. Viđ getum búist viđ ţví ađ finna fleiri slíka gripi í framtíđinni á hinu norrćna svćđi.
Kross frá Huse í Rommedal
Sorglegri er ţó önnur saga af krossinum frá Fossi. Ţađ er sú sú stađreynd ađ Ţjóđminjasafn Íslands hefur misst af milljónum króna í tekjur sem safniđ gćti hafa tekiđ í upphafsréttargjöld af fyrirtćkjum sem framleiđa eftirgerđir ţessa grips í ţúsundartali sem minjagripi. Eitt fyrirtćki, Museums Kopi Smykker í Danmörku hefur t.d. selt ţennan kross lengi vel og var hann gerđur af fyrirtćkinu eftir afsteypu af krossi sem íslenskur gullsmiđur fékk ađ framleiđa međ leyfi Ţjóđminjasafninu. Danska fyrirtćkiđ hafđi einfaldlega keypt einn slíkan kross, gert afsteypu, og ekki einu sinni haft fyrir ţví ađ fjarlćgja upphćkkun á hálsinum á krossinum, ţar sem silfurmerkiđ var á íslensku endurgerđinni. Peningarnir renna í kassa afsteypufyrirtćkis í Danmörku og Ţjóđminjasafniđ á ekki bót fyrir rassinn á sér.
Ég reyndi á sínum tíma, ásamt öndvegiskonunni Elsu Guđjónsson heitinni, ađ fá fyrrverandi ţjóđminjavörđ, (Ţór Magnússon), til ađ ganga í ađ leita réttar Ţjóđminjasafnsins í upphafsréttarmálum, en hann nennti ţví ekki. Vitnast hefur ađ madamman funheita sem nú rćđur ríkjum á Ţjóđminjasafninu, sé einnig löt, nema ţegar hún rekur fólk sem er betur ađ sér en hún.
Tilvitnanir
(1) Wikinger Waränger Normannen. Die Skandinaver und Europa800-1200, [XXII Kunstaustellung Des Europarates, Grand Palais, Paris 1. April bils 20. Juli 1992, Altes Museum, Berlin 2. September bis 15. November 1992; Nationalmuseet, Kopenhagen 26. Dezember 1992 bis 14. Märtz 1993], bls. 314. Textinn um gripinn var skrifađur af Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni.
(2) Rygh, O. 1886, Fortegnelser over de til Universitetets Samling af Nordiske Oldsager i 1886 indkomne Sager fra tiden fřr Reformationen. Foreningen til Norske Fortidsmindesmerkers bevaring, Aarsberetning for 1886, bls. 109 f. Taf. IV Nr 18.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, í september 2011
Trúmál og siđferđi | Breytt 19.10.2020 kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)