Fćrsluflokkur: Bílar og akstur

Burrr

Bílar Burkerts og Braga

Hér kemur loks grein fyrir ykkur sem hafiđ gaman af bílaleik.

Bílafornleifafrćđi er samt ekki mín sérgrein. Ég veit sannast sagna mjög lítiđ um drossíur. Ţađ er ţó ekki svo ađ skilja ađ ég hafi ekki áhuga á fögrum bílum. Til dćmis keypti ég hér um áriđ einstakan bćkling (haandbog) frá 1922 sem fylgdi Ford bílum í Danmörku og eru menn sífellt ađ suđa í mér um ađ selja sér hann. Ég er bara einn af ţessum körlum sem á bíl til ađ ţurfa ekki ađ keyra međ strćtó og sem veit ađ kaggi eykur ekki kvenhyllina og tryllitćki lokka ađeins ađ léttkeyptar konur og vafasama drengi. Ást Íslendinga á bílum er óhemjuleg svo ég segi ekki of mikiđ.

Nú er ég líka í vanda staddur og ţarf á hjálp ađ halda hvađ varđa braggabifreiđina til hćgri á myndinni hér ađ ofan. Myndin var tekin sumariđ 1934. Mér sýnist ađ bíllinn, sem bar skráningarnúmeriđ RE543, hafi veriđ lagt viđ veginn, sem huganlega er Kleppsvegur, og ađ ţetta sé yfirbyggđur Ford T. Ţessi alíslenska hönnun hefur nú vart veriđ gjaldgeng á rúntinum, en hún var langt á undan sínum tíma.

En hvađa furđubíll var ţetta á leiđ austur (eđa jafnvel međ vélarbilun ţar sem enginn bílstjóri er í bílnum), og veit einhver hver smíđađi yfirbygginguna á bílinn?

Opelinn, sem mér sýnist ađ aki vestur Kleppsveg, var hins vegar eđalkaggi sem fluttur var sérstaklega til Íslands af nasistanum Paul Burkert, svo hann gćti ferđast um landiđ međ stíl. Burkert sem leit út eins og nefbrotinn SS-mađur, ferđađist jafnan í síđum, svörtum leđurfrakka og naut greinilega ákveđinnar kvenhylli á Íslandi eins og um hefur veriđ rćtt hér og hér. En kannski var ţađ kerran hans sem gerđi útslagiđ. Hvernig leit bílstjórinn á Opelnum út, ţá er hann átti (giftur mađurinn) í ástarsambani viđ rauđhćrđa ungpíu frá Íslandi sem húkkađi helst karla sem heilsuđu um hćl. Eins og ţiđ lesendur mínir getir séđ var hann ekki beint glćsilegur og hefur einhver kommúnisti líklega nefbrotiđ hann. Blćjubíllinn hefur ţví vafalaust veriđ honum ágćt framlenging.

Burkert


Ökumađur bifreiđarinn RE543 átti sýnilega ekki hinn minnsta sjens í Njósna Paul. Íslenskir lúđar í heimameikuđum braggabíl dóu líklega endanlega út eftir stríđ og ţá var Nasistaópelinn líka á lágu gengi međal vergjarnra, íslenskra kvenna. Ţá komu einu gjaldgengu kaggarnir frá Vesturheimi.

Fornleifur veit ţegar heilmikiđ um Hr. Flick á ferđalagi hans á Íslandi; Til ađ mynda ađ Opel Aktiengesellschaft i Rüsselsheim lánađi ţýska njósnaranum bifreiđina.

En mikiđ vćri Leifur forni nú glađur, ef einhver gćti frćtt hann ađeins betur um braggabílinn RE543. Ekki vćri dónalegt ađ fá ađ vita í leiđinni hve mikillar kvenhylli eigandinn naut. Kannski lá hann á keleríi á ţćgilegu aftursćtinu, og ekki er ólíklegt ađ Hr. Flick (Burkert) hafi gefiđ honum far í bćinn.

Viđbót 4. febrúar 2020.

Flugbíll2 Bifreiđin međ flugvélaklćđningunni er til á ljósmynd sem Ljósmyndadeild Ţjóđminjasafnsins varđveitir og sem kemur hún ćí safniđ frá Safnaramiđstöđinni heitinni. Viđ bílinn á ţeirri ljósmynd stendur Björn Eiríksson (1901-1981); Sjá hér á Sarpi má lesa um ţá mynd.


Byltingarbifreiđin Moskvitch

Logo-mzma

Nei, Fornleifur er ekki hrokkinn upp af enn, Gleđilegt ár!

Fyrstu minningar yfirritstjóra Fornleifs af bifreiđum eru annars vegar af bílum afa míns, en hins vegar úr leigubílum Bifreiđastöđvar Steindórs, sem ilmuđu af Wunderbaum-kortum međ myndum af léttklćddum blondínum í strápilsum međ kókoshnetubrjóstahöld. Ég ók af og til í leigubíl međ föđur mínum og móđur áđur en ţau festu kaup á eigin bíl, ţó strćtisvagnar SVR vćru nú lengst af ţarfasti ţjónn fjölskyldunnar.

Fađir minn og móđir tóku ekki ökupróf fyrr en 1968, ţegar foreldrar mínir keypti sér Cortínu. Fađir minn kom frá landi ţar sem bílar ţóttu ekki nauđsynlegir og hjól voru ađalfararskjótinn. Í hollenska hernum hafđi honum ekki tekist betur til í bílprófi sem hann átti ađ taka, ađ hann bakkađi á og braut grindverk og lenti ofan í skurđi, en ţá var hann reyndar ađ taka próf á hertrukk. Ţví tel ég útilokađ ađ hann hafi fengiđ ökuskírteini ţá, og var hann settur í skrifstofustörf međ hann gegndi herskyldu.

Moskvitch

Fyrsti fjölskyldubíllinn sem mér var ekiđ í svo ég viti til, var Moskvitch móđurafa míns, Vilhelms Kristinssonar. Hann átti tvo, Moskvitch M-402, ţriggja gíra, sem hann keypti áriđ 1956 og Moskvitch M-407 (fjögurra gíra) sem hann keypti ca. 1962, ţegar sú gerđ kom fram.

Ţetta voru frekar ódýrir bílar, en óţéttir og harđir, en ţeir voru ágćtir í vetrarhörkum, ţegar annađ á hjólum fraus. Ţá komst ţessi Síberíuchevy leiđar sinnar, hvert sem var. Veit ég lítiđ um viđhaldskostnađ viđ ţessa bíla, en afi hrósađi ţeim miđađ viđ enskar druslur sem hann átti síđar.

2558118556_34c06f5651_b

Moskvitchinn var eitthvađ seldur á Bretlandseyjum og man ég eftir ţví ađ ég rakst á einn gamlan ţegar ég bjó og stundađi nám í Durham 1988-89. Ţess má geta ađ einnig var framleidd gerđ sem kölluđ var M-410 sem var međ drif á öllum hjólum. Var hćgt ađ nota hana sem dráttarvél.

Moskvitchinn var framleiddur af MZMA verksmiđjunni í MoskvuMZMA er skammstöfun fyrir Moskovsky Zavod Malolitrazhnykh Avtomobiley, sem á íslensku útleggst Smábílaverksmiđja Moskvuborgar. Moskvitch ţýđir einfaldlega Moskvubúi.

Afi var enginn efnamađur, og alla tíđ flokksbundinn Krati, sem jafnvel keypti Alţýđublađiđ eftir ađ ţá hvarf. Ţó hann hefđi haft ráđ á dýrari bíl, mátti mađur sem krati ekki berast á og mér er sagt ađ hann hafi átt ţennan bíl međ öđrum um tíma, en ţađ tel ég nú frekar hafa veriđ Austin-bifreiđ sem afi átti fyrr međ fjarskyldum frćnda ömmu minnar. Sá mađur varđ frćgur fyrir ađ koma of seint í 100 metra hlaup í keppni í tugţraut á Ólympíuleikunum áriđ 1936. Hann fékk ađ hlaupa einn, ţrátt fyrir ađ hafa móđgađ foringjann.

Ný gerđ af Moskvitch var til sýnis í KR-heimilinu áriđ 1956

Afi sagđi mér á sínum tíma, ađ hann hefđi fariđ ađ skođa M-420 módeliđ af Moskvitch í KR heimilinu og séđ ţar áróđurskvikmynd um ágćti hans. Nokkrum dögum síđar festi hann kaup á eintaki og ekki sakađi ađ frćndi hans (líklegast of fjarskyldur til ţess ađ ég geti kallađ hann frćnda) átti Bifreiđar og Landbúnađarvélar, sem fluttu inn ţessa eđalkagga, en ţá var B&L á Ćgisgötu 10, ţar sem kollega minn Bjarni F. Einarsson hefur lengi veriđ međ Fornleifastofuna sína.

Moskvitch í Mogganum

Mér ţótti alltaf gott ađ aka međ afa í Moskvitchinum, eđa Mosaskítnum, eins og ég kallađi M-407 módeliđ, ţví ég man nú mest lítiđ eftir M-402 gerđinni. Eitt situr enn eftir í minningunni. En ţađ var sérstök lyktin (en sumir kölluđu ţetta fýlu) í Moskvitch, sem ég hef líka fundiđ í Volgum sem ekki var reykt í og Lödunni minni hér um áriđ, sem afi fjármagnađi ađ einhverju leyti. Hvernig ţessi ilmur var búinn til veit ég ekki, en ég hef síđar kallađ ţetta byltingarilm.

Ég man eftir mörgum ferđum međ afa og samstarfsmanni hans, Ţórđi, er ég fór međ ţeim á 7. áratugnum í skíđagöngur til heilsubótar uppi í Hveradal. Moskvitchinn komst allt (ef logiđ skal eins og Rússi), og man ég eftir ţví ađ afi var ađ draga frjálshyggjubíla í gang á Heiđinni, sem ekkert ţoldu og dóu í vetrarhörkum.

Rauđhólar 1956 Moskwitch

Móđir mín ţykist hér aka í Moskvitch M-402, sem bar númeraplötuna R 385, en ţađ númer fékk hann ţegar á 4. áratugnum er hann keypti sinn fyrsta bíl. Hćgt er ađ stćkka myndina međ ţví ađ klikka á hana međ músinni.

Myndin hér fyrir ofan er tekin stuttu eftir ađ afi keypti fyrsta Moskvitchinn sinn. Fjölskyldan fór í bíltúr upp ađ Rauđhólum og móđir mín fékk allranáđugast ađ prófa bílinn. Hefur líklega ţótt öruggast ađ gera slíkt í Rauđhólum, ţar sem yfirvöld sáu ekki til. Móđir mín situr viđ stýriđ, en amma mín sýnist mér ađ sé hálfsmeyk í farţegasćtinu. Fađir minnt tók myndina í vetrarhörkunni í Rauđhólum: Myndin er ađ mínu mati hálfgert meistarastykki og hefđi sćmt sér vel sem auglýsing fyrir Moskvitch bíla og hefđi vafalítiđ kćtt fólk austan járntjaldsins, nú ţegar ţađ var fariđ ađ venjast ţví ađ vera laust viđ Stalín og framtíđin öll virtist ljósari en fyrr.

Stjarna allra bílanna í fjölskyldunni, og ţar á međal má nefna Austin, Skoda, Mercury Maverick, Wartburg, Honda, Skoda Fabia, Rolls Roys (?), Cortínur, Hyundai og líklega eitthvađ japanskt rusl, er óneitanlega Moskvitcharnir hans afa. Ţađ er einfaldlega ekki hćgt ađ kaupa slíka bíla í dag... Ţeir eru löngu komnir á söfn og ţví alls ekki úr vegi ađ nefna ţá á Fornleifi.

Москвич_407

Sjáiđ línurnar. En allt var ţetta "design" stoliđ. Ljósmynd: Sergey Korovkin
 


Handbók fyrir Gamla Ford

ford_haandbog_1922_lille.jpg

Nýlega kom ég fyrir tilviljun í forgamla verslun á Friđriksbergi i Kaupmannahöfn. Ég sá í glugga ađ ţeir voru međ olíutrektar í öllum stćrđum á 5 krónur stykkiđ. Mig hefur einmitt vantađ slíkar trektar sem kosta auđveldlega 10 sinnum meira í öđrum verslunum. Á jarđhćđ á Allégade í virđulegu hornhúsi var gamall mađur ađ selja leifar lagersins í fyrirtćki sem fjölskylda hans hefur rekiđ í fjórar kynslóđir. Hann selur mest bílahluti, en hann er einnig međ skransölu í einu herbergi. Ţar fann ég sjaldgćfan lúterskan katekismus frá 1864 á ađeins 10 krónur danskar, sem ekki er til á Konunglega bókasafninu.

ford_t_gir_lille.jpg

Gírshjólin í Ford T

Ég rakst á ţessa merku handbók á dönsku fyrir Ford T frá ágúst 1922 á dönsku, sem sá gamli vildi selja fyrir mjög sanngjarnt verđ og ég sló til. Ég er ţegar búin ađ fá gyllibođ í bćklinginn. Mikiđ er til af sams konar handbókum á ensku, en ţađ er venjulega í endurprentuđum útgáfum.

Ţessi handbók er upphaflega útgáfan frá 1922 á dönsku. Langafi seljandans mun hafa keypt Ford T í hárri elli og ţetta er bćklingurinn sem fylgdi ţeim bíl nýjum. Vel hefur veriđ passađ upp á hann.

Ef einhver er međ Ford T sem ţeir eiga í vandrćđum međ, er ţetta örugglegasti hinn besti pési, en hann kostar.

Menn voru greinilega mjög snemma farnir ađ hafa áhyggjur ađ eftirgerđum ađ varahlutum. Undir upphafsorđum bókarinnar er varađ viđ eftirlíkingum.

ford_t_af_vigtighed.jpg


Oh Lord won't you buy me a Mercedes Benz

fornleifur_benz.jpg

Ţótt margir eigi erfitt međ ađ trúa ţví, ţá hef ég átt og ekiđ Mercedes Benz. Já ţiđ lesiđ rétt.

Ég fékk reyndar bílinn í 2. ára afmćlisgjöf frá afa mínum og ömmu, en afi hafđi látiđ einhvern kunningja sinn á Fossunum kaupa bílinn fyrir sig í Ţýskalandi. Ég var alls ekki barn sem benti á allt og fékk ţađ. Ég fékk bara allt án ţess ađ benda.

Eins og sjá má á myndinni var ég ekki lítiđ ánćgđur međ kaggann. Ţetta var smćkkuđ mynd af Benz 190 SL, en fótstiginn útgáfa. Á ţessum eđalvagni, sem var póstkassarauđur, voru ljós og stefnuljós og flauta. Ţetta var rammţýsk framleiđsla frá FERBEDO (Ferdinand Bethäuser GmbH & Co.) verksmiđjunum i Fürth, sem enn eru í leikfangaframleiđslu.benz_2.jpg

Ekki man ég beint eftir ţví er ég fékk tryllitćkiđ, en ég man samt vel eftir ţessu farartćki sem flutti međ mér úr Vesturbćnum í austurhluta borgarinnar, ţegar foreldrar mínir keyptu hús ţar ţegar ég var á 4. ári. Í götunni vakti tryllitćkiđ strax mikla athygli hjá yngri sem eldri drengjum. Ţá voru reyndar ljós og flauta og ýmislegt annađ úr lagi gengi, ţví ţađ leyndist dálítill bifvélvirki í mér á fyrstu ćviárum mínum. Ég var algjör ökufantur. Mér var ýtt um götur af stćrri drengjum, sem fengu svo í stađinn ađ ćrslast ađ vild í bílnum úti í götu, sem ţá hafđi ekki einu sinni veriđ malbikuđ. Bíllinn missti ţví fljótt fyrri fegurđ sína og varđ algjör drusla.

Einhverju sinni tók afi bílinn aftur og hann var gefinn fátćkum dreng í Höfđahverfi. Ég sá stundum eftir Benzanum, en ég var fyrir löngu vaxinn upp úr bílnum og bíladellunni, sem ég hef aldrei síđan fengiđ. Ég vona ađ einhver hafi haft af honum eins mikla ánćgju og ég.

Ţađ er nú alveg á hvínandi bremsunni ađ ţessi gripur geti veriđ til umtals hér á Fornleifi. En sams konar vagnar, sem tilheyrđu ţćgum drengjum sem líklega bjuggu allir viđ malbikađar götur, hafa fariđ fyrir ţó nokkuđ fé á stórum uppbođum uppbođshúsa á síđari árum. En alltaf hefur mér ţótt undarleg börn sem ekki léku sér eđa leyfđu öđrum ađ leika sér af fallegum leikföngum sínum og bíđa ţangađ til ţau verđa 50 ára og fara međ gullin sín á uppbođ.

Vel getur hugsast, ađ ţegar ég vinn í Lottó, muni ég kaupa mér svona bíl til ađ aka inn í barndóminn á.

Ég lýk ţessari nostalgíu međ ţessari bćn Janis Joplins og ykkar sem aldrei hafiđ átt Benz eins og ég og Jón Ásgeir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband