Fćrsluflokkur: Leiklistasaga

Svartsýni á mánudegi

Barakkufaceu

Fornleifur er ýmislegt, en seint verđur hann lastađur fyrir ađ vera rasisti - nema ţá helst um helgar og á stórhátíđum. 

Nýlega var honum gefiđ ţetta sjaldgćfa, japanska plakat frá 3. áratug 20. aldar.

Er plakatiđ rasískt, kynnu einhverjir ađ spyrja? Ţađ tel ég varla. Ţetta er bara auglýsing fyrir andlitsfarđa. Ţess vegna er ţađ komiđ upp á vegg í stofu Fornleifs, sem finnst gaman af svona fíflaskap.

Japanir á 3. áratug 20. aldar voru ekki vel ađ sér um líffrćđi svarta mannsins. Geishan og sá blakki (blackface) á veggspjaldinu, sem er ugglaust líkastur fílamanninum heitna á Skriđuklaustri, benda svo elskulega á hvort annađ. Engu er líkara en ađ hún haldi um negrabassann og ađ bođskapur ţeirra sé: "Ef ţú getur notađ farđann minn, og ég get notađ farđann ţinn - erum viđ öll eins, inn viđ beiniđ". Ţannig á heimurinn ađ vera.

JIJIEr ég fékk plakatiđ ađ gjöf í síđustu viku, minntist ég auglýsinga frá 1929, sem ég eitt sá í japönsku dagblađi, Jiji Shimpo áriđ 1929, sem var ađ finna í kassa frá 19. öld sem mér var gefinn í afmćlisgjöf á sl. ári.

Jiji2

Í Japan höfđu menn áhuga á jazzmúsík eins og fólk um allan heim. Ég veit ekki hvađ menn kölluđu jazz í Japan, annađ en ef til vill Jazz-u. En í gamalli ţýsk-íslenzkri orđabók frá 1935 eftir Jón Ófeigsson er orđiđ Jazz ţýtt sem HARKTÓNLIST. Hverjir voru rasistarnir?

Á ţeim tíma sem plakatiđ er frá, voru revíuatriđi međ blackface-ţáttum ekki óalgeng og gamanleikarar eins og Kenichi Enomoto, Yozo Hayashi and Yozo Hayashi, sem voru heimsfrćgir í Japan, settu á sig farđa og léku svarta menn í jazzrevíum stórborgarinnar Tókýo. Made in Japan og Japanir kópíera allt. 

Allir sem hafa ferđast til Hong Kong eđa Singapore vita ađ eitt ţekktasta tannkrem álfunnar heitir Darlie. Áđur en tannkremiđ fékk nafniđ Darlie, var nafn ţessa tannkrems Darkie. Fordómar gegn svörtu fólki fengu Asíumenn beint í ćđ frá Evrópumönnum.  Hins vegar veit ég fyrir víst vegna kynna minna af kínverskum námsmönnum á Englandi á sínum tíma, ađ Kínverjum ţykir svart fólk mjög ljótt, og öllu ljótara en hvíti mađurinn, og ţá er nú ekki mikiđ sagt. Fegurđ Kínverja getur nú líka veriđ misjöfn. En hverjum ţykir sinn fugl fagur.

f79763c0-f38c-11e8-bbe8-afaa0960a632_972x_183135

Fyrsti negrinn í Japan, Yasuke, kom međ portúgölskum kaupmönnum til Eyjanna. Mjög skiptar skođanir eru á ţví hvađan hann kom í Afríku. Sumir segja ađ hann hafi veriđ frá núverandi Mósambík og ađrir telja ađ hann hafi veriđ frá Eţíópíu. En frá 17. öld fram til 20. aldar voru svertingjar sjaldséđir gestir í Japan. Á síđara hluta 18. aldar komu ţó ć fleiri svartir menn til eyjanna. Ţeir voru neđst í stéttarstiga ţeirra sem ţjónuđu heimsvaldasinnum, sem reyndu ađ festa klćr hramma sinna í Japan.

Ćtli Japan sé samt mikiđ verra, hvađ varđar útlendingahrćđslu eđa rasisma, en ađrar menningarţjóđir sem halda til á tiltölulega einangruđu eyríki. Nihonjinminstrel

Hér er stutt heimildamynd um svarta íbúa í Japan í dag, og einnig er áhugavert fyrir ţá sem áhuga hafa, og nenna ţví, ađ lesa vefsíđuna https://www.blacktokyo.com/ . Ef ţiđ viljiđ hlusta á japanska jazz-samsuđu viđ japanska tónlist er hćgt ađ mćla međ ţví ađ hlusta á Koichi Sugii. Rats & Stars er söngsveit (boriđ fram "Lats and Stals" á japönsku) sem hefur lengi veriđ vinsćl hjá ákveđinni stétt Japana. Kannski rćđa Japanir ekki eins mikiđ um pólitíska rétthugsun og eyţjóđin íslenska?


Glatađi sonurinn er fundinn

Drengur 
Annasmali

Leiklistarsaga og saga kvikmynda eiga náđ fyrir ásjónu Fornleifs, enda hvortveggja búiđ ađ gerjast á međal okkar í meira en 100 ár. 

Hér skal greint frá búningum sem teiknađir voru fyrir leiksýningu í Drury Lane Royal Theatre í Lundúnum áriđ 1905, og sem verđur ađ telja hluta af íslenskri leiklistarsögu, ţótt Íslendingar hafi lítiđ komiđ ţar nćrri, en leikritiđ gerđist reyndar á Íslandi - eđa einhvers konar Íslandi.

Hall_Caine_Vanity_Fair_2_July_1896
Hall Caine (1853-1931) ţótti mađur einkennilegur í útliti, og átti kynhylli jafnt kvenna sem karla ađ ţví er taliđ er. Fyrir utan ađ vera mikiđ Íslandsvinur, var hann vinur gyđinga og hafđi mikla ímugust á gyđingafordómum samtímamanna sinni. Hann skrifađ m.a. verkiđ Syndahafurinn (The Scapegoat) um gyđinga.

 

Um aldamótin 1900 heimsótti breski rithöfundurinn Hall Caine Ísland og heillađist af ţjóđ og landi. Hann ferđađist eitthvađ um Ísland. Er heim var komiđ, hóf hann ađ rita sígilda sögu um glatađa soninn, sem hann stađsetti á íslensku sviđi og í ţeirri náttúru sem heillađi hann. Verk hans The Prodigal Son kom út áriđ 1904 hjá Heinemann forlaginu og seldist vel í hinum enskumćlandi heimi. Hall Caine, sem hafđi alist upp á eyjunni Man, var einn af vinsćlustu höfundum síns tíma, en í dag telst hann ekki lengur til sígildra höfunda, enda var hann uppi á tímaskeiđi er leiklistarleg melódramatík og vćmnisviđkvćmni voru í tísku.

Fljótlega var tekin ákvörđun um ađ setja verk Hall Caines á sviđ í Lundúnum. The Prodigal Son var sýnt viđ sćmilegar undirtektir, en ekki fyrir fullum húsum á fjölum Drury Lane Royal Theatre i Lundúnum. Handlitađa ljósmyndin hér fyrir neđan er einmitt tekin áriđ 1905 og sést skilti á leikhúsinu í Covent Garden sem auglýsir Glatađa soninn.

Drury Lane 1905

Drury Lane Royal Theatre 1905

Hall Caine hafđi ţegar áriđ 1890 gefiđ út ađra sögu sem ađ hluta til gerđist á Íslandi og bar hún titilinn The Bondman: A new Saga (Leiguliđinn). Ţađ leikrit var einnig sett á sviđ í Drury Lane Theatre áriđ 1906, en ţá hafđi atburđarásin, sem var sú sama og á Íslandi, veriđ flutt yfir á ađra eyju, allfjarri Ísalandi. Sikiley varđ nú sögusviđiđ og í lok sýninganna, sem voru fáar, gaus Etna í stađ Heklu. Sagan var kvikmynduđ í Bandaríkjunum áriđ 1916.

PhotoComelli
Leikbúningahönnuđurinn Comelli
 

Lítiđ er varđveitt frá sýningunni á Glatađa syninum í Lundúnum nema frábćrar vatnslitateikningar Attilio Comelli sem var einn fremsti leikbúningahönnuđur í Lundúnum á ţessum tíma. Fyrir fáeinum árum voru teikningar hans fyrir búninga sýningarinnar gefnar á V&A Museum (Victoria & Albert safniđ), sem um sinn ţjónar hlutverki leiklistasafns Breta, sem mun opna síđar í Covent Garden.

Skođiđ svo teikningar Comellis hér (kvenbúningar) og hér (karlabúningar).

Ekki er gott ađ segja til um, hvort leikhúsiđ hafi fylgt öllum stúdíum Comellis, sem greinilega hefur leitađ grasa í ýmsum verkum um Ísland. Ein mynd, sem Fornleifur hefur keypt vestur í Bandaríkjunum, af leikaranum Frank Cooper í hlutverki Magnús Stephensson á Drury Lane ári 1905, sýnir hann í búningi, kápu, sem svipar mjög til ţess búnings sem Attilio Comelli teiknađi fyrir hlutverkiđ.

Frank Cooper

 Frank Cooper i The Prodigal Son og teikning Comellis af frakkanum

Magnus Stehpensson

 

MBL 16. ágúst 1922

Sumariđ 1922 hélt 14 manna hópur frá Lundúnum til Íslands til ađ taka upp hluta af kvikmyndinni The Prodigal Son sem byggđi á bók Hall Caines. Kvikmyndaleikstjórinn hét A.E. Coleby og var nokkuđ vel ţekktur á sínum tíma. Međal leikaranna var ef til vill einn leikari sem var ţekktur og lék í yfir 150 breskum kvikmyndum, en ţađ var Stewart Rome (Wernham Ryott Gifford), sem lék eitt ađalhlutverkiđ, Magnús Stephensson. Kvikmyndin var m.a. tekin upp í húsi Ólafs Davíđssonar í Hafnafirđi, sem varđ ađ húsi Oscars Nielsens faktors í sögunni/myndinni, sem og á Ţingvöllum. Filmur voru flestar framkallađar á Íslandi. Heimsókn breska kvikmyndahópsins vakti töluverđa athygli og var skrifađ um hann í dagblöđum. The Prodigal Son var önnur leikna erlenda kvikmyndin sem tekin var á Íslandi.

Morgunbađiđ birti mynd af hluta breska hópsins ţann 16. ágúst 1922 (sjá ofar). og 30. júlí 1922 greindi blađi frá ţví ađ breskur lćknir hafi slegist í för međ hópnum sér til upplyftingar og hvíldar, eftir ađ hafa veriđ á vígstöđvunum í stríđinu. Lćknirin hét dr. Moriarty  ???FootinMouth. Hópurinn lenti m.a. í aftakaveđri. Skođiđ ţađ á timarit.is

3398766748_07ea02305b_b

Stewart Rome var mikill sjarmör

Stoll Theatre

Stoll Picture Theatre, sem var fullbyggt áriđ 1911 og var tónleikahöllin m.a. framkvćmd Rogers Hammerstein hins bandaríska sjóvmanns, sem langađi ađ leggja Lundúnir undir fót. Ţađ tókst ekki betur en svo, ađ hann tapađi 1/4 hluta ţess fjár sem hann setti í verkefniđ og tók ţá Oswald Stoll (f. Grey) viđ taumunum. Ţessi glćsilega höll var ţví miđur rifin áriđ 1958. Mikil bíósaga fór ţar forgörđum.

Kvikmyndin The Prodigal Son, sem frumsýnd var 1923, var löng og var sýnd í tveimur hlutum, og urđu sýningargestir ţví ađ fara tvisvar í bíó til ađ sjá hana til enda. Hún var frumsýnd í hinu risastóra Stoll Picture Theatre i Lundúnum. Gekk myndin fyrir fullu húsi í 6 vikur og einnig í öđrum kvikmyndahúsum í London. 

Til Íslands kom kvikmyndin ekki fyrr en áriđ 1929, og var sýnd undir heitinu "Glatađi sonurinn" og var svo ađ segja engin ađsókn ađ henni í Nýja Bíói, ţar sem hún var ađeins auglýst í viku. Löngu áđur en myndin kom til Íslands, var hún sýnd í Vesturheimi:

prodigal_son2

Ţótt nokkuđ hafi veriđ skrifađ um sögur Hall Caines sem gerast á Íslandi í íslenskum dagblöđum, kom bókin ekki út á Íslandi fyrr en 1927 í ţýđingu Guđna Jónssonar. 1971-72 var hún framhaldssaga í Tímanum. Ţađ eru ţví ekki nema von ađ Framsóknarmenn komnir yfir fimmtug séu jarmandi vćmnir og sentímental. Lesiđ bók Hall Caines á frummálinu hér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband