Fćrsluflokkur: Tónlistarsaga

Elsta hljóđfćriđ á Íslandi er alls ekkert hljóđfćri

Munnharpa Stóra Borg
Áriđ 1982 vann ég viđ fornleifarannsóknina á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Ţá var ég nemi á öđru ári í fornleifafrćđi í Árósum í Danmörku. 

Á Stóru-Borg fundust býsnin öll af forngripum, sem margir hafa síđan fariđ forgörđum, ţar sem ţeir fengu ekki tilheyrilega forvörslu.

Viđ sem störfuđum viđ rannsóknina, unnum kauplaust fram á nćtur til ađ hreinsa gripina, setja ţá í kassa og poka og skrá. Lífrćna hluti, leđur, vađmál, viđ og bein settum viđ í poka međ tego-upplausn, sem var efni sem venjulega var notađ viđ handhreinsun á skurđstofum. Ţessi gćđavökvi átti ađ halda bakteríugróđri niđri ţangađ til lífrćnir gripir voru forvarđir. En hann reyndist vitaónothćfur. Margt af vinnu okkar var unnin fyrir gíg, ţar sem gripirnir fengu heldur ekki nauđsynlega forvörslu ţegar ţeir komu á Ţjóđminjasafniđ.

Einn hlutur fannst ţađ sumar, úr járni, sem einna helst líktist einhverjum keng eđa hluta af beltisgjörđ. Ég lét mér detta í hug ađ ţarna vćri komin munngígja, sem sumir kalla gyđingahörpu (jafnvel júđahörpu ef svo vill viđ) vegna áhrifa frá ensku, ţar sem slíkt hljóđfćrđi nefnist stundum Jew´s harp, sem mun vera afmyndun af Jaw´s-harp. Hljóđfćri ţetta kemur gyđingum ekkert viđ.

Er ég sneri til Danmerkur síđla sumars 1982, hljóp ég strax í bćkur, greinar og sérrit sem til voru um hljóđfćri á Afdeling for middelalder-arkćologi í Árósum, ţar sem ég stundađi mitt nám. Ţar hafđi einhver sett ljósritađa grein um Maultrommel, sem ţetta hljóđfćri heita á ţýsku. Mig minnir ađ greinin hafi veriđ austurrísk og ađ einn höfundanna hafi heitiđ Meyer. Fann ég greinina í sérritakassa í hillunum međ bókum um hljóđfćri og tónlist á miđöldum.

Í greininni fann ég mynd af munngígju, eđa verkfćri sem menn töldu ađ hefđi veriđ munngígja, sem var mjög lík ţví sem fannst á Stóru-Borg, en ţó ólíkt flestum öđrum munngígjum. Ég sendi Mjöll Snćsdóttur, yfirmanni rannsóknarinnar, ţessa grein og var heldur upp međ mér.

Mér er nćst ađ halda ađ greinin sem ég sendi Mjöll sé einmitt nefnd í ţessari austurrísku grein á netinu, og ađ myndin hér fyrir neđan sé nýrri ljósmynd af ţeirri ógreinilegu teikningu sem ég hélt ađ ćtti eitthvađ skylt viđ járnkenginn á Stóru-Borg.

Svissneskar munngígjur

Gígjur frá Festung Kniepaß bei Lofer í Austurríki

Maultrommel 2

Ýmis lög á munngígjum

Ekki gerđi ég mér grein fyrir ţví fyrr en nýlega, ađ ţessari upplýsingu minni var hampađ sem heilögum sannleika og hefur ţađ sem ég tel nú alrangt fariđ víđa, sjá hér, hér, hér, hér, í "ritgerđinni hennar Guđrúnar Öldu" eins og stendur á Sarpi án skýringa, og víđar.

En ţađ hefur sem betur fer gerst án ţess ađ ég sé á nokkurn hátt tengdur vitleysunni sem heimildamađur. Ég ţakka kćrlega fyrir ađ vera snuđađur um "heiđurinn", ţví ekki vil ég lengur skrifa viljugur undir álit mitt frá 1982.

Eftir 1982 hef ég lesiđ mér til um munngígur og veit nú ađ ţađ er nćrri ófćrt ađ fá hljóđ út úr gígju sem er smíđuđ úr flötu járni eins og járnhluturinn frá Stóru-Borg. Munngígju er flestar gerđar úr bronsi og steyptar eđa hamrađar ţannig til ađ ţversniđ gígjunnar er tígulaga eđa hringlaga. Ţćr gígjur sem eru úr járni eru einni formađur ţannig, og járniđ ţarf ađ vera í miklum gćđum. Efra myndbandiđ neđst frćđir menn um ţađ.

Járngripurinn á Stóru-Borg, sem mig minnir ađ ég hafi fundiđ, er ekki međ hring- eđa tígullaga ţversniđ, og er hvorki munngíga né elsta hljóđfćriđ sem ţekkt er á Íslandi. Ţađ er greinilegt ađ aldrei hefur veriđ teinn á ţessu ambođi.  

Ađ mínu mati ćttu munnhörpur ađ kallast munnhörpur, en ţađ orđ eins og allir vita upptekiđ. Munnharpan okkar hefur fengiđ nafn sitt úr ensku ţar sem munnharpa eru bćđi kölluđ mouth harp og harmóníka . Í Noregi var og er ţetta hljóđfćri kallađ munnharpe.  Ţess má geta ađ norskar munngígjur eru ekkert líkar ţví ambođi sem fannst á Stóru-Borg. Í Finnlandi er munngígja kölluđ munnihaarpu.

Ég mćli međ eftirfarandi myndböndum til ađ frćđast um munngígjur, sem eiginlega ćttu ađ kallast munnhörpur. Einnig er mikinn fróđleik ađ sćkja á vefsíđunni varganist.ru sem munngígjusnillingurinn Vladimir Markov stendur á bak viđ. Vargan er rússneskt heiti munngígjunnar.

Ţá er ekkert annađ ađ gera en ađ kaupa sér gott hljóđfćri og byrja á Gamla Nóa.


"Ţeir eru öfundsverđir sem afskektir eru"

3777_84647710137_6407523_n

Nýveriđ renndi ég augum yfir ágćta B.A. ritgerđ eftir ungan og upprennandi sagnfrćđing, Óđin Melsteđ.

Eins og mér er tamt, finn ég gjarnan villur og geri ađfinnslur ef ástćđa er til. Ég setti mig ţví í samband viđ Óđinn og greindi honum frá ţví ađ í ágćtum lista hans yfir erlenda tónlistarmenn á Íslandi í ritgerđinni hefđi ađ mínu mati vantađ tvo áhugaverđa einstaklinga, sem ef til vill báru höfuđ og herđar yfir flesta ţá sem músíseruđu sig um Ísland á 20. öld.

Annan ţeirra, dr. Dennis Zakal, hef ég ritađ örlítiđ um á öđrum vettvangi. Hinn var öllu merkilegri og leitt er ađ hann hafi ekki haft lengri viđkomu á Íslandi en í ţau tvö skipti sem hann heimsótti landiđ.

Friedman Helsinki

Hann hélt ţrenna tónleika á Íslandi í apríl áriđ 1935 og fimm tónleika í október áriđ 1938. Hann hét Ignaz Friedman en upphaflega Soloman Isaac Freudman. Hann var fćddur Podgorze-hluta Krakow í Póllandi áriđ 1882 og sáu menn snemma ađ í honum bjó undrabarn viđ slaghörpuna.

Friedman var tvímćlalaust snillingur og međal fremstu túlkenda Chopins fyrr og síđar. Hlustun er sögu ríkari, klikkiđ hér inn á YouTube og njótiđ ţessa snillings. Hlustiđ einnig á hann tala um Chopin hér.

Friedman bjó um tíma í Kaupmannahöfn, en ferđast víđa um heiminn, allt til Íslands og Hawaii. Á Hawaii var hann bađađur blómum, en í Reykjavík ákvađ úrval arískra pilta sem sáu framtíđ sína međ Hitler og Stórevrópu ađ sletta fúkyrđum um hann í öfundarkasti í málgagni sínu Íslandi.

Ţegar Friedman kom fyrst til Reykjavíkur hafđi hann međ sér flygil frá Hornung & Mřller í Kaupmannahöfn. Fyrir utan nasistana, sem voru lítilmenni, ţó ţeir yrđu síđar lögreglustjórar og seđlabankastjórar, voru allir á Íslandi í skýjunum af hrifningu yfir leik Friedmans. En mikiđ er stundum furđulegt hve vel menn međ verkamannahendur og smiđsputta geta leikiđ.

602007_10151435335525138_1985417442_n

 

Í merkisviđtali sem F tók viđ viđ Ignaz Friedman, og sem birtist í Morgunblađinu ţann 27. apríl 1935 kom ţetta fram (sjá hér);

"Ţeir eru öfundsverđir sem afskektir eru....

En eitt get jeg sagt ykkur, ađ ţiđ eruđ öfundsverđir hjer á Íslandi. Ţiđ hafiđ enn sem komiđ er komist hjá mörgum ţeim erfiđleikum, sem ađrar ţjóđir hafa viđ ađ stríđa. Og eins og nú horfir viđ í heiminum er gott ađ vera afskektur og hafa úthaf fyrir nágranna á alla vegu.  - En međal annarra orđa, segir  Ignaz Friedman. Jeg hefi heyrt ađ ţiđ eigiđ hjer merkilegt ţjóđminjasafn, ţar sem m. a. er sýnishorn af gömlum vefnađi. Er slíkur vefnađur gerđur hjer enn - og er hćgt ađ fá hann? Og hvar eru merkustu handritin af sögunum ykkar? 

Ţegar blađamađur Morgunblađsins "F" og Páll Ísólfsson gengu á fund Friedmans á Hótel Borg, sat hann og las í símaskránni. Ţađ var lengi siđur gyđinga, ţví ţeir gerđa ţađ oft ţegar ţeim var ljóst ađ á matseđlinum á Hótelum var svínaschnitzel í öll mál. Gyđingar leituđu hvorn annan uppi eđa reyndu ađ kynna sér hvort í bćnum vćri gyđingasöfnuđur. 

Friedman var stoltur af gyđingdómi sínum og hann skilgreindi sjálfan sig sem gyđinglegan píanóleikara. Erfitt var ađ fá kennslu í Póllandi  fyrir undrabarn af gyđingaćttum vegna fordóma , en pólski píanókennarinn Leschetizky í Vín tók hann í tíma. Leschetizky hélt ţví fram, ađ ţrír ţćttir gerđu menn ađ snillingi; Mađur yrđi ađ vera slavneskur, gyđingur og undrabarn. Lechetizky bćtti ţví viđ, er hann heyrđi Friedman í fyrsta sinn, ađ fyrir gyđing ađ vera ćtti drengurinn ađ spila betur en hann gerđi. Ađalsmađur nokkur í Vín bauđst til ađ borga fyrir alla menntun Friedmans ef hann kastađi trú sinni. Ţví svarađi móđir hans: "sonur minn er ekki til fals".

3777_84646925137_4372077_n

Blómum skrýddur Friedman á Hawaii

Eitt sinn var Friedman á hljómleikaför í Egyptalandi og ritađi fjölskyldu sinni: Svćđiđ sem viđ sjáum frá bátum okkar [á Níl], er sendiđ, ţurrt og einstaklega leiđinlegt. Nú veit ég af hverju gyđingar ílentust hér aldrei. Skopskyniđ vantađi greinilega heldur ekki.

Friedman byggđi sér snemma á 20. öldinni mikiđ hús í Bolzano á Ítalíu, sem hann kallađi Villa Friedman, ţar sem hann bjó međ konu sinni og dóttur, er hann var ekki á ferđ og flugi um heiminn. Honum tókst ađ flýja til Ástralíu í stríđinu og ţar andađist hann helsjúkur áriđ 1948.

Alan Evans hefur skrifađ bók um ţennan merka mann, ţar sem munu vera upplýsingar um hann á Íslandi. Barnabarn Friedmans, Nina Walder, hefur einnig skrifađ bók um hann á frönsku sem út kom áriđ 2010. Sjá vefsíđu hennar til heiđurs Ignaz Friedman.

Friedmann Verkalýđsblađiđ
Grein um Friedman í Verkalýđsblađinu 20.5. 1935. Stćkkiđ međ ţví ađ klikka nokkrum sinnum á myndina. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband