Færsluflokkur: Flugsaga
Veislumáltíð Manfraks liðþjálfa
3.10.2019 | 08:10
Fyrir skömmu síðan sýndi Fornleifur lesendum sínum ljósmynd frá 1944, þar sem Bandarískur hermaður sást vera að kenna hermönnum að þekkja einkennisbúninga þýskra hermanna (sjá hér neðar).
Nú skal sýndur þýskur flugmaður sem var sýndur í dagblöðum víða um heim, stundum á forsíðu, eftir að hann hafði verið skotinn niður af Bandaríkjamönnum á Íslandi vorið 1943.
Ég keypti einu sinni fyrir slikk fréttaljósmynd bandaríska hersins af þessum manni manni. Myndin var upphaflega lent í myndasafni The Blue Network í New York sem er nú til fals og dreifist um heim allan. Ljósmyndin var tekin árið 1943 samkvæmt upplýsingum The Blue Network, sem festar hafa verið við myndina.
"Fritz" er með hægri handlegginn í fatla og sýnist fýldur, þó svo að borið hafinn verið fram veislumatur fyrir hann. Fanginn var ekki einu sinni byrjaður á kökunni. Maður missir líklegast matarlystina þegar "óvinurinn" er að sýna mann heimsfjölmiðlunum.
Hvort flugkappinn óheppni hefur í raun heitið Fritz er alls endis óvíst, en hann var hins vegar kynntur til sögunnar sem Sgt. Manfrak í þýska flughernum Luftwaffe. Manrak liðþjálfi var skotinn niður í Junker 88 flugvél sinni í júnímánuði árið 1943.
Myndin af Manfrak með veislumatinn fyrir framan sig, fór vítt og breitt í fljölda dagblaða Bandaríkjanna 1943-1944. Myndin birtist t.d. að hluta til í Circleville Herald í Circleville í Ohio þann 15. júní 1943 (sjá hér fyrir ofan) 18. júní sama ár ár birtist myndin t.d. í heild sinni í Daily News i New York og svo seint sem 9. mars 1944 í Lehi Free Press i Utah, og þannig mætti lengi telja.
Gamla góða Alþýðublaðið, lítið en laggott, birti myndina þann 29. júlí 1943 (sjá hér) og var eftirfarandi texti birtur með henni:
Fyrsti þýzki fanginn tekinn á Íslandi. Þetta er fyrsti þýzki fanginn, sem ameríski herinn hefir tekið á íslandi. Menn muna e. t. v. eftir því, er herstjórnin gaf út til- kynningu síðdegis á laugardegi fyrir nokkrum vikum, þar sem skýrt var frá því, að þýzk flugvél hefði flogið yfir Suðvesturland og verið skotin niður. Það var Junker 88" sprengjuflugvél, og þessi ungi Þjóðverji, Manfrak liðþjálfi, kastaði sér í fallhlíf úr henni, er amerískar orrustuflugvélar höfðu hitt hana og hún var tekin að hrapa. Manfrak liðþjálfi var tekinn til fanga af amerískum hermönnum og fluttur til aðalstöðva herstjórnarinnar. Þar var mynd þessi tekin, er hann var langt kominn með ríkulega máltíð, sem borin var fyrir hann, eins og myndin sýnir. Manfrak var, eins og sjá má, meiddur á handlegg. Hann ber heiðursmerki á brjóstinu. Það er mikil breyting, sem orðið hefir á högum hans: Stríðinu er lokið fyrir hann. (Myndi var tekin af ljósmyndurum hersins hér, en Associated Press sendi hana út, er leyft var að birta hana í Washington.
Bandaríski hermaðurinn sem stendur yfir hinum þýska Fahnenjunker (tignin sést af kragamerkinu) Manfrak er korporáll í Bandarískum hernum með tignarmerki sem sýnir að hann var Technician af fjórðu gráðu. Túlkar, skrifstofumenn og menn með of þykk gleraugu til að berjast voru oft með þá gráðu. Ef einhverjir unnu í aðalstöð Bandaríkjanna á Íslandi, sem sáu um yfirheyrslur og viðtöl við Þjóðverja, voru það gyðingar, sem margir hverjir töluðu eða skildu þýsku. Mönnum af "hreinum" þýskum ættum var ekki treyst í slíkar stöður.
Örlög Manfraks eftir stríð þekki ég ekki. Hann hefur væntanlega setið í fangelsi/fangabúðum Bandaríkjamanna eða Breta, og líklegast í Kanada, það sem eftir var stríðs. En engin með eftirnafnið Manfrak virðist t.d. hafa síma í Þýskalandi nútímans. Kannski dó ættin Manfrak út með flugmanninum á Íslandi? Annar möguleiki er að nafn hans hafi verið stafað rangt og að hann hafi heitið Mandrak, sem er algengt pólskt eftirnafn. Ellegar laug hann til nafns eða breytti nafni sínu þegar hann komst loks aftur til Þýskalands. Hann gat þó örugglega prísað sig sælan fyrir að stríðið endaði hjá honum vorið 1943 á Íslandi.
Fyrir stráka án meðkenndar, sem aðeins hafa áhuga á tindátum, flugvélum og dellu, eru hérna í lokin ókeypis upplýsingar um flugvél Manfraks. Líklega hafa verið 3-4 aðrir menn í áhöfn flugvélarinnar og sennilega hafa þeir ekki komist lífs af. Telja má næsta öruggt að flugvélin hafi flogið frá Noregi til Íslands. Líklegast er að Manfrak hafi verið liðsmaður í Luftflotte 5 / Reccon (kannski Fernaufklarungsgruppe 5), sem hafði aðsetur sitt í Noregi.
Ef einhver getur sagt Fornleifi meira um Manfrak, eða hvernig hann var skotinn niður á Íslandi, þætti Leifi vænt um allar upplýsingar, sem hægt er að skrifa í athugasemdir hér fyrir neðan.
Flugsaga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Della í Laugardagsmogganum
12.8.2018 | 16:56
Þegar Morgunblaðið hefur það eftir mönnum, að gyðingar hafi verið meðlimir í SS, og tekst ekki að reka það niður í kok á þeim sem halda slíkt, efast maður um burði blaðamennskunnar á Íslandi. Verður ekki að setja strangari kröfur til starfsmanna fjölmiðla?
Guðjón Jensson, maðurinn sem gerir því skóna að heiti einhver eftirnafni, þar sem orðið stein kemur fyrir, þá sé maður gyðingur, veit ugglaust ekki að stein í eftirnöfnum manna var ekki síður algengt í nöfnum kristinna Þjóðverja. Helsti hugmyndafræðingur gyðingaofsóknanna í Þýskalandi, Alfred Rosenberg, var ekki gyðingur, heldur Þjóðverji frá Eistlandi. Einn af herforingjum þýska hersins í Danmörku hét Paul Kannstein. Hann var heldur ekki gyðingur og þannig mætti lengi telja. Stein-nöfn voru oft tengd lágaðli í Þýskalandi. Menn báru t.d. nafnið Reichstein, þar sem þeir voru frá Reichstein við Königstein.
Menn sem báru -stein eftirnafn voru einnig rannsakaðir sérstaklega af ættfræðifíflum SS, og í raðir SS komust menn ekki með tána ef þeir ef þeir höfðu gyðingablóð í æðum, eða voru gyðingatrúar. Gyðingar sóttu heldur ekki eftir veru í þessum félagsskap, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.
Ef menn hafa fyrir því að athuga hve margir ekki-gyðingar báru nafnið Reichstein, þá þyrfti maður ekki að sjá grillufangarakenningu um gyðing í SS-búningi, "sem myrtur var á Íslandi". Er of lítið að gera hjá bókasafnsfræðingum?
Agnar Kofoed Hansen í þýska Lodenjakkanum sínum. Agnar, sem heillaðist af nasismanum, horfir hér hugfanginn á aðra flugása Þjóðverja en Reichstein, á Skeiðarársandi sumarið 1938 . Reichstein hafði framið sjálfsmorð nokkrum dögum áður. Mikið er hann Agnar nú líkur ónafngreindri stjórnmálakonu. Æi, ég man ekki hvað hún heitir.
Nær væri að leita upplýsinga um SS-félagann Reichstein í þýskum skjalasöfnum, t.d. í skjalasafninu í Freiburg í Þýskalandi.
Athugar maður skrár Yad Vashem í Jerúsalem yfir fórnarlömb helfararinnar er aðeins að finna 2 þýska gyðinga sem fórust í henni sem báru nafnið Reichstein. Skráin er ekki fullkomin, en á öllu því svæði sem gyðingar voru myrtir var sem sagt aðeins tveir gyðingar skráðir á dauðalista undir nafninu Reichstein. Hins vegar var fjöldinn allur af gyðingum sem bar nafnið Schultz og Kraus og voru myrtir þrátt fyrir erkiþýsk ættarnöfn sín. Vonandi skýrir þetta eitthvað fyrir bókasafnsfræðingnum.
Margar ástæður gætu verið fyrir því að SS-maður framdi sjálfsmorð. Í þessum hópi voru margir annálaðir æsingarmenn, sem ekki voru allir heilir á geði. Kærastan gæti hafa farið frá honum eða fjölskyldan búin að uppgötva að hann væri hommi sem gekk í kvenmannsfötum um helgar. Margt kemur til greina áður en að gyðingur er búinn til úr SS-liða.
Hver er ástæðan að baki slíkum vinnubrögðum og tilgátum sem þessum?
Í versta falli, ef þessi tilgáta bókasafnsfræðingsins væri ekki eins arfavitlaus og hún er, væri vel hægt að hugsa sér að það væri smá vottur af gyðingahatri falin í henni. Er ekki tilvalið að kenna gyðingum um helförina vegna þess að þeir voru í SS? Samfylkingarmenn og aðrir vinstrimenn, sem ekki kunna til verka, líkja Ísraelum við nasista og fyrrverandi bókavörður og dellugerðarmaður sem taldi sig vera "krata" og var meðlimur í Alþýðuflokknum hrósaði Dachau-búðunum í hástert árið 1936 eftir að hann lét nasista bjóða sér þangað (sjá hér).
Það er ekki öll vitleysan eins á Íslandi, en hún lifir greinilega góðu lífi.
Dularfullur dauðdagi svifflugmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flugsaga | Breytt 7.9.2019 kl. 03:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Meet the Fokkers
20.3.2015 | 09:15
Flugfornleifafræði er merkileg grein. Nú á miklum tímamótum í sögu Fokkersins á Íslandi, er gaman að minnast örlítið Anthony Fokkers (1890-1939), flugvélabrautryðjandans hollenska, sem stundum var kallaður Hollendingurinn Fljúgandi. Í leiðinni væri vert að minnast einnar konu hans.
Það hafa kannski ekki margir velt því fyrir sér, er þeir flugu um loftin blá með Fokkerum Flugfélags Íslands eða Landhelgisgæslunnar, að ein eiginkvenna Fokkers flugvélasmiðs var af alíslenskum ættum. Hún hét Violet Helga Austmann, betur þekkt sem Violet Eastman og var dóttir sæmdarhjónanna Snjólfs Jóhannssonar Austmanns frá Krossi á Berufjarðarströnd í S-Múlasýslu (f. 1860) og konu hans Sigríðar Jónsdóttur sem ættuð var úr Skagafirði. Þau hjónin höfðu sest að í Winnipeg í Kanada og dóttir þeirra Violet fæddist þar aldamótaárið 1900.
Þegar Fokker kvæntist Violet Eastman árið 1927 var hann nokkrum árum áður skilinn við fyrri konu sína, Sophie Marie Elizabeth von Morgen, sem var dóttir þýsks hershöfðingja úr fyrri heimsstyrjöldinni. Anthony Fokker hafði árið 1910 eignast son, Tobias, með fyrstu ástinni sinni, hinni vellauðugu rússnesku flugkonu Ljubu Galanschikoff.
Fokker flugvélaverksmiðjurnar þénuðu vel í fyrri styrjöldinni á því að selja flugvélar til Þjóðverja. Fokker var því efnaður vel þegar hann kvæntist hinni fögru Violet Austmann. En sælan entist ekki og ekki kom Fokker Friendship nafnið til út af því hjónabandi.
Violet Austmann (Eastman) Fokker og maður hennar (fyrir miðju) í Fokker F-10A flugvél árið 1928. Myndin efst er af herra Fokker og konu hans Violet, sem var af alíslenskum ættum.
Einn morgun árið 1929 flaug hin íslenskættaða Violet. Ekki í flugvél, heldur beint út um gluggann á íbúð þeirra hjóna á 15. hæð á 285 Riverside drive á Manhattan í New York. Upphaflega var ályktað að hún hefði framið sjálfsmorð. Síðar fengu lögfræðingar Fokkers því breytt í "dauða vegna lofthræðslu (vertigo)". Þegar nægir peningar voru annars vegar, komu víst aðrir möguleikar ekki til greina. Violet var lögð til hinstu hvílu í New York. Í sömu borg dó Anthony Fokker tíu árum síðar úr heilabólgu eftir uppskurð á ennisholum. Hann var lagður til hvílu í Hollandi. Violet sem dó á gangstétt á 110 stræti gleymdist, en Anthony Fokker er minnst sem hetju háloftanna.
Hvað fær unga konu til að fljúga út um gluggann heima hjá sér, þegar hún gat flogið hvert á land sem var með flugvélum manns síns? Dauði Violets Austmann Fokkers er einatt afgreiddur á mjög furðulegan hátt af karlmönnum með flugdellu. Líkt og að hún hafi bara verið gallaður varahlutur við söguna um hinn merkilega flugkappa Anthony Fokker:
Apparently an unstable character to begin with, her complete disillusionment about the marriage led her to leap to her death from their Manhattan appartment on February 8, 1929. Fokker, in the Dutch version of his autobiography, admitted somewhat sadly to his inability to communicate and love. (Sjá hér).
Í Morgunblaðinu stóð þetta hér um árið: Anthony Fokker Elizabeth skildu þar sem Fokker þótti bæði kvensamur og villtur í líferni. Samband þeirra Fjólu eða Violet varð ekki langlíft þar sem hún framdi sjálfsmorð árið 1929 með því að stökkva út um glugga á íbúð þeirra hjóna í New York. (Sjá hér).
Ef við skoðum samtímaheimildir, t.d. frétt á forsíðu Brooklyn Daily Eagle má lesa þetta 9. febrúar 1929, daginn eftir dauða Violets:
Wife´s Plunge to Death; Accident, Says Fokker
Mrs. Anthony H.G. Fokker
Declaring his wife´s death an accident, Anthony H.G. Fokker, designer and manufacturer of Fokker airplanes, today began funeral arrangements for Mrs. Fokker, killed last night when she fell from a window of their apartment on the 15th floor at 285 Riverside dr. to the sidewalk in 101st st.
Mrs. Fokker had returned from Presbyterian Hospital a few hours before her fall. She had been suffering from a nervous disorder for some time.
Fokker returned from an air flight yesterday feeling drowsy and went to sleep after a light supper. While he was asleep Mrs. Fokker, who was lying down, asked a maid to get her a glass of water. When the maid returned Mrs. Fokker has dissappeared. She had evidently fallen over the low sill of the window.
Amos Erickson of 1760 Jerome ave. found the body and called a policeman. Mrs. Fokker was dead when an ambulance arrived. Herbert Reed, secretary and treasurer of the Fokker Aircraft Company, gave a statement in which he said Mrs. Fokker had evidently fainted.
Þannig var það bara afgreitt.
Það þótti nú ekkert slor að búa á 285 Riverside dr. í den, eða jafnvel nú. Miðað við að Violet "féll" út um glugga á 15. hæð niður á gangstétt á 101 stræti, þá hafa þau búið í horníbúð. Ein svipuð íbúð á 11. hæð var seld á tæpar 1.4 milljónir bandaríkjadala fyrir nokkrum árum síðan.
Flugsaga | Breytt 20.3.2020 kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)