Veislumáltíđ Manfraks liđţjálfa

Ţýskur flugmađur b

Fyrir skömmu síđan sýndi Fornleifur lesendum sínum ljósmynd frá 1944, ţar sem Bandarískur hermađur sást vera ađ kenna hermönnum ađ ţekkja einkennisbúninga ţýskra hermanna (sjá hér neđar).

Nú skal sýndur ţýskur flugmađur sem var sýndur í dagblöđum víđa um heim, stundum á forsíđu, eftir ađ hann hafđi veriđ skotinn niđur af Bandaríkjamönnum á Íslandi voriđ 1943.

Ég keypti einu sinni fyrir slikk fréttaljósmynd bandaríska hersins af ţessum manni manni. Myndin var upphaflega lent í myndasafni The Blue Network í New York sem er nú til fals og dreifist um heim allan. Ljósmyndin var tekin áriđ 1943 samkvćmt upplýsingum The Blue Network, sem festar hafa veriđ viđ myndina.

"Fritz" er međ hćgri handlegginn í fatla og sýnist fýldur, ţó svo ađ boriđ hafinn veriđ fram veislumatur fyrir hann. Fanginn var ekki einu sinni byrjađur á kökunni.  Mađur missir líklegast matarlystina ţegar "óvinurinn" er ađ sýna mann heimsfjölmiđlunum.

Máltíđ Manfraks

Hvort flugkappinn óheppni hefur í raun heitiđ Fritz er alls endis óvíst, en hann var hins vegar kynntur til sögunnar sem Sgt. Manfrak í ţýska flughernum Luftwaffe. Manrak liđţjálfi var skotinn niđur í Junker 88 flugvél sinni í júnímánuđi áriđ 1943.

Manfrak 1943
Myndin af Manfrak međ veislumatinn fyrir framan sig, fór vítt og breitt í fljölda dagblađa Bandaríkjanna 1943-1944. Myndin birtist t.d. ađ hluta til í Circleville Herald í Circleville í Ohio ţann 15. júní 1943 (sjá hér fyrir ofan) 18. júní sama ár ár birtist myndin t.d. í heild sinni í Daily News i New York og svo seint sem 9. mars 1944 í Lehi Free Press i Utah, og ţannig mćtti lengi telja.

Gamla góđa Alţýđublađiđ, lítiđ en laggott, birti myndina ţann 29. júlí 1943 (sjá hér) og var eftirfarandi texti birtur međ henni:

Fyrsti ţýzki fanginn tekinn á Íslandi. Ţetta er fyrsti ţýzki fanginn, sem ameríski herinn hefir tekiđ á íslandi. Menn muna e. t. v. eftir ţví, er herstjórnin gaf út til- kynningu síđdegis á laugardegi fyrir nokkrum vikum, ţar sem skýrt var frá ţví, ađ ţýzk flugvél hefđi flogiđ yfir Suđvesturland og veriđ skotin niđur. Ţađ var „Junker 88" sprengjuflugvél, og ţessi ungi Ţjóđverji, Manfrak liđţjálfi, kastađi sér í fallhlíf úr henni, er amerískar orrustuflugvélar höfđu hitt hana og hún var tekin ađ hrapa. — Manfrak liđţjálfi var tekinn til fanga af amerískum hermönnum og fluttur til ađalstöđva herstjórnarinnar. Ţar var mynd ţessi tekin, er hann var langt kominn međ ríkulega máltíđ, sem borin var fyrir hann, eins og myndin sýnir. — Manfrak var, eins og sjá má, meiddur á handlegg. Hann ber heiđursmerki á brjóstinu. — Ţađ er mikil breyting, sem orđiđ hefir á högum hans: Stríđinu er lokiđ fyrir hann. (Myndi var tekin af ljósmyndurum hersins hér, en Associated Press sendi hana út, er leyft var ađ birta hana í Washington.

Bandaríski hermađurinn sem stendur yfir hinum ţýska Fahnenjunker (tignin sést af kragamerkinu) Manfrak er korporáll í Bandarískum hernum međ tignarmerki sem sýnir ađ hann var Technician af fjórđu gráđu. Túlkar, skrifstofumenn og menn međ of ţykk gleraugu til ađ berjast voru oft međ ţá gráđu. Ef einhverjir unnu í ađalstöđ Bandaríkjanna á Íslandi, sem sáu um yfirheyrslur og viđtöl viđ Ţjóđverja, voru ţađ gyđingar, sem margir hverjir töluđu eđa skildu ţýsku. Mönnum af "hreinum" ţýskum ćttum var ekki treyst í slíkar stöđur.

Örlög Manfraks eftir stríđ ţekki ég ekki. Hann hefur vćntanlega setiđ í fangelsi/fangabúđum Bandaríkjamanna eđa Breta, og líklegast í Kanada, ţađ sem eftir var stríđs. En engin međ eftirnafniđ Manfrak virđist t.d. hafa síma í Ţýskalandi nútímans. Kannski dó ćttin Manfrak út međ flugmanninum á Íslandi?  Annar möguleiki er ađ nafn hans hafi veriđ stafađ rangt og ađ hann hafi heitiđ Mandrak, sem er algengt pólskt eftirnafn. Ellegar laug hann til nafns eđa breytti nafni sínu ţegar hann komst loks aftur til Ţýskalands. Hann gat ţó örugglega prísađ sig sćlan fyrir ađ stríđiđ endađi hjá honum voriđ 1943 á Íslandi.

Fyrir stráka án međkenndar, sem ađeins hafa áhuga á tindátum, flugvélum og dellu, eru hérna í lokin ókeypis upplýsingar um flugvél Manfraks. Líklega hafa veriđ 3-4 ađrir menn í áhöfn flugvélarinnar og sennilega hafa ţeir ekki komist lífs af. Telja má nćsta öruggt ađ flugvélin hafi flogiđ frá Noregi til Íslands. Líklegast er ađ Manfrak hafi veriđ liđsmađur í Luftflotte 5 / Reccon (kannski Fernaufklarungsgruppe 5), sem hafđi ađsetur sitt í Noregi.

Ef einhver getur sagt Fornleifi meira um Manfrak, eđa hvernig hann var skotinn niđur á Íslandi, ţćtti Leifi vćnt um allar upplýsingar, sem hćgt er ađ skrifa í athugasemdir hér fyrir neđan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann hefur sloppiđ merkilega vel eftir ađ hafa veriđ skotinn niđur. Ţrír ađrir međ honum sem létust má álykta. Viskustykki um arminn og hnökralaust júníform eftir allan ţennan atgang. Langt kominn međ trakteringarnar en međ heilu höndina í vasa. Greinilega vanur betra af svipnum ađ dćma.

Ţađ er eitthvađ "off" viđ ţessa mynd finnst mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2019 kl. 17:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband