Fćrsluflokkur: Verslun Hollendinga
Heitt á könnunni ...
6.12.2024 | 15:52
Áhyggjulaus ćska mín byggđi ađ mestu leyti á verulegri vinnu föđur míns sem m.a. ávannst af óhóflegri kaffidrykkju og nýjungargirni Íslendinga. Ég segi frá ţví međ stolti, ađ ég var sonur heildsala, sem vinstri menn á Íslandi sögđu fólki eins og mér ađ skammast mín fyrir ađ vera. Fađir minn var reyndar krati.
Fađir minn flutti inn ýmsan nautnavarning, ţar međ taliđ Willem 3. vindlinga. Hann hafđi sjálfur ekki gott af ađ reykja ţá og var heldur aldrei mikill reykingamađur. Hann hćtti ţeim ósiđ alfariđ um fertugt. En mikiđ ţótti langömmu minni, Guđrúnu Ólafsdóttur, variđ í ađ fá kassa međ Vilhjálmsvindlum um jólin. Hún andađist 96 ára og reykti frá ţví ađ hún var barn. Dánarmein hennar var ekki tengt keđjureykingum hennar.
Langafi minn einn var kaupmađur í Utrecht og um skeiđ í Zaandam. Hann sérhćfđi sig í nautnavöru svo sem tei og kryddi. Fađir minn flutti inn mikiđ af kryddi og um tíma flutti hann inn hollenskt kaffi sem var í allt öđrum gćđaflokki og betra en Ríó, Braga eđa sori sá sem kallađist Rydens. Douwe Egberts kaffiđ var líklega of gott fyrir bragđlauka Íslendinga - en einstaka smekkmenn söknuđu ţess sárt er fađir minn hćtti innflutningi á ţví kaffi.
Ţađ hótađi ţó engin honum fyrir ţađ uppátćki, líkt og dýralćknir einn á Suđurland gerđi, er fađir minn hćtti innflutningi á munađarvöru sem kallast Weinkraut, sem er súrkál, en bara betra en venjulegt súrkál.
Hér skal hins vegar kynnt til sögunnar bylting sem varđ í uppáhellingum Íslendinga á kaffi á 7. áratug 20. aldar, er fađir minn hóf innflutning á einnota Filtropa pappírsuppáhellingarpokum (holl. Koffiefilterzakjes) og kaffisíum til slíkra uppáhellinga.
Íslendingar tóku ţessa nýjung fjálglega til sín og voru ţađ fyrst tvö fyrirtćki í Hollandi sem framleiddu kaffisíupoka, ţ.e. Melitta og Filtropa. Filtropa seldist miklu betur á Íslandi en Melitta á ţeim árum.
Enn er veriđ ađ framleiđa Filtropa, eftir ađ systkini af hollenskum ćttum down under keyptu fyrir nokkrum árum verksmiđjuna í Maastrticht, sem stofnsett var áriđ 1962, og eru enn ađ verma Melittu undir uggum. Ég fór eitt sinn ungur međ föđur mínum til Maastricht til ađ skođa ţessa verksmiđju en heillađist lítt.
Ég tók virkan ţátt í ţessu kaffisíućvintýri föđur míns. Ég tók einatt á móti pöntunum frá verslunum um allt land og var sérfrćđingur í mismunandi stćrđum og gerđum. Sömuleiđis fór ég međ föđur mínum á tollaskjalavapp á milli embćtta í Reykjavík, sótti svo vöruna í pakkhús Eimskips međ Hallgrími sendibílstjóra (frćnda Ólafs Ragnars Grímssonar) og merkti kassa mismunandi kaupfélögum áđur en flutningabílar fóru međ ţá um land allt, nćrri ţví beint ofan í bollann ţinn.
Bústýrur landsins köstuđu brátt sokkasíum sínum og bláu kaffikönnurnar fóru upp í skáp eđa á öskuhauginn. Nútíminn var loks riđinn í hlađ alveg innst inn í dýpstu afdali og krummaskuđ landsins. Ţar vildu menn ekkert annađ en Filtropa. En amma mín, hún Sigríđur Bertha á Hringbrautinni í Reykjavík, hélt hins vegar áfram rígfast í gömlu kaffisíuna - jafnvel í 10 ár eftir ađ tengdasonur hennar kom ţessari byltingu fyrir alvöru inn í eldhús landsmanna.
Ţess ber ađ geta, ađ fađir minn drakk sjálfur helst ekki kaffi. Hann var tekarl.
Ég fór sjálfur, ţegar ég komst á kaffialdurinn, fljótlega yfir í pressukönnuna og jafnvel Neskaffiđ, međan ađ ađrir fóru yfir í ítalskar vítisvélar sem pumpa og gutla öllum andskotanum upp úr sér ţegar mađur ýtir á takka.
Nú er svo komiđ ađ pappírspokarnir hollensku eru nćr algjörlega ađ víkja fyrir ítölsku vítisvélunum og pressukönnunum, svo ekki sé minnst á Nespresso-leikföng ástarlífsins sem leikarinn George Clooney lokkađi konur til ađ óska sér í jólagjöf međ sexappíli sínu einu ađ vopni, svo filters eđa bindiyndis var ţörf á öđru stöđum en á heitri konunni ... if you know what I mean:.
Filtropa posi frá velmektarárum Heildverslunarinnar Amsterdam.
Verslun Hollendinga | Breytt 8.12.2024 kl. 08:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţegar Íslendingar drukku tóbak
17.10.2016 | 10:15
Til viđbótar ritgerđum mínum um tóbaksnotkun og pípureykingar Íslendinga á 17. öld (sjá hér og hér) langar mig ađ bćta viđ nokkrum upplýsingum sem einhverjum ţykja vonandi bitastćđ tíđindi.
Seiluannáll segir svo frá viđ anno 1650:
Ţađ bar til vestur í Selárdal, ađ mađur ţar nokkur vanrćkti kirkjuna á helgum dögum, ţá prédikađ var, en lagđist í tóbaksdrykkju um embćttistímann; var hann ţar um áminntur af prestinum, en gegndi ţví ekki, og hélt fram sama hćtti; en svo bar til einn sunnudag, ađ hann var enn ađ drekka tóbak, og gekk svo út og upp á kirkjuvegginn; var ţá lítiđ eptir af prédikun, sofnađi svo strax og vaknađi aldrei ţađan af; lá svo dauđur, ţá út var gengiđ.
Ljót var sú saga, sem einnig var sögđ í Vallholtsannál. Tóbaksdrykkja er einnig iđja sem ţekktist á Englandi á 17 öld, og greinilega varđ einhver biđ á ţví hvenćr menn fóru ađ nota sögnina ađ reykja eđa to smoke fyrir ţessa iđju. Hollendingar töluđu einnig um ađ drekka tóbak, tabak drinken, og furđuđu sig á ţví ađ Ţjóđverjar notuđust enn viđ ţađ orđtak áriđ 1859 (sjá hér), ţegar Hollendingar voru fyrir löngu farnir ađ reykja (roken).
Sögur af skjótum dauđa manna sem reyktur voru nokkuđ algengar á 16. öldinni, en komu líklega til vegna ţess ađ yfirvöld litu međ áhyggjum á ţessa frekar dýru nautnavöru sem gróf undan efnahag sumra landa. Hugsanlega hefur veriđ einhverja óvćra í tóbaki mannsins í Selárdal, eđa hann hálfdauđur af einhverju öđru en tóbaki.
Jakob (James) I Englandskonungur gaf áriđ 1603 út tilkynningu um siđferđislegar hćttur reykinga og hćkkađi tolla af tóbaki sem Elísabet fyrst hafđi lćkkađ mjög. Beta reykti víst eins og strompur. Áhugi á tóbaki í byrjun 17. aldarinnar tengdist ađ einhverju leyti ţeirri trú ađ tóbakiđ kćmi í veg fyrir sýkingar og pestir. Jakob I fyrirskipađi áriđ 1619 konunglega einokun á rćktun og innflutningi á tóbaki og nokkrum árum síđur bannađi Ferdínand III keisari alla "tóbaksdrykkju".
Mađur drekkur tóbak og öl. Málverk eftir Gerrit Dou, frá ca. 1650. Rijksmuseum Amsterdam. Pennateikningin efst hangir á sama safni og er frá ţví fyrir 1647 og eftir Adrićn van Ostade
En allt bann kom fyrir ekkert, og er Urban VIII páfi auglýsti ţetta nautnaefni međ ţví ađ lýsa ţví yfir áriđ 1624 ađ tóbaksdrykkja fćrđi notendur nćrri "kynferđislegri alsćlu", jók ţađ frekar reykingar frekar en hitt. Múslímar voru einnig hrćddir viđ tóbak. Murad IV súltan bannađi reykingar og hótađi mönnum aftöku (lífláti) ef ţeir fćru ekki ađ skipunum hans. Mikael Rússakeisari bannfćri áriđ 1640 reykingar sem dauđasynd, og reykingamenn í Rússlandi voru hýddir og varir ţeirra skornar í tćtlur. Ferđalangur sem kom til Moskvuborgar áriđ 1643 lýsir ţví í dagbók, hvernig reykingamenn og -konur megi eiga vona á ţví ađ nef ţeirra séu skorin af ef ţau eru tekin í ţeirri hćttulegu iđju ađ drekka tóbak.
Ţess má geta ađ í 92. spurningarlista Ţjóđháttadeildar Ţjóđminjasafns Íslands var fyrir einhverjum árum síđan spurt á ţennan hátt:
Kannast menn viđ orđtakiđ "ađ drekka tóbak" ? Hvađ merkti ţađ?
Vonandi skráir ţessi virđulega deild hjá sér hvar hér upplýsist um tóbaksdrykkju. Annars getur hún trođiđ ţeim upplýsingum í vörina eđa sogiđ ţćr í nösina.
Ađrar tóbakshćttur
Íslenskri annálar greina frá annarri hćttu viđ reykingar sem menn ţekktu ţá. Greint er frá líkamsmeiđingum og drápum í tengslum viđ uppgjör varđandi innflutning á tóbaki. Minnir ein lýsing á sitthvađ úr undirheimum eiturlyfjagengja á Íslandi í dag.
Í Sjávarborgarannál er viđ áriđ 1639 greint frá húsbrunum sem rekja mátti til reykinga:
Um haustiđ brunnu 2 hús á hlađinu á Járngerđarstöđum í Grindavík međ öllu fémćtu ţar inni, item skemma á Ási í Holtum, hvorutveggja af tóbakseldi.
Elsta heimild um tóbaksútflutning til Íslands
Nýveriđ rakst Fornleifur á elstu heimild um tóbaksútflutning til Íslands sem ţekkt er úr heimildum og sem ekki hefur áđur veriđ birt í íslenskum ritum.
Áriđ 1636 kemur fram í sjölum frá borginni Yarmouth, sem kölluđ var Járnmóđa á íslensku og var Íslendingum af góđu kunn enda var ţangađ flutt mikiđ magn af vađmáli og fiski, ađ kaupmađur í borginni af hollenskum ćttum, de Mun ađ nafni, hafi hafi flutt inn 15 pund af tóbaki frá Rotterdam sem hann sendi áfram til Íslands og seldi fyrir fisk.
Eins og áđur greinir (sjá hér) kom mađur, Rúben ađ nafni, Jóni Ólafssyni Indíafara upp á ađ reykja á skipinu sem Jón sigldi á til Englands áriđ 1615 og hóf ţar međ hiđ ćvintýralegt lífsferđalag sitt. Annar mađur var um borđ á skipinu og var sá frá Járnmóđu og vildi fá Jón međ sér ţangađ. Mađurinn frá Yarmouth, sem var skipherramćti (ţ.e. fyrsti stýrimađur) tefldi og glímdi oft viđ Jón, en skipherrann Isaach Brommet, sem var af hollenskum ćttum, varađi Jón viđ félaganum frá Yarmouth.
Rulla
Medalía (Escudos, coins)
Tóbak sem flutt var til Íslands á 17. öld voru ađ öllum líkindum tóbaksblöđ snúin í reipi sem undin voru upp á 1-1,5 langar rúllur - ellegar minni rullur af tóbaki eins og greint er frá í annálum á 17. öldinni, sem voru tóbaksblöđ sem pressuđ voru í sívalninga og reyrđ međ bandi, á breidd viđ sveran karlmannsframhandlegg. Á okkar dögum er slíkar rullu kallađar "roll cake". Menn skáru síđan ţađ sem ţeir ţurftu ađ reykja ţvert á rúlluna líkt og ţeir skćru bita af vćnni pylsu, og eru slíkur tóbaksskurđur ţađ sem síđar kallast "Navy cut" og skífurnar nefndar medalíur (coins á ensku eđa escudo á spćnsku).
Ţiđ getiđ hér fengiđ sýnishorn af 17. aldar tóbaksreyk. Setiđ bendilinn á nefiđ á reykingamanninum og klikkiđ. Reykurinn verđur sendur í tölvupósti.
Verslun Hollendinga | Breytt 20.10.2020 kl. 13:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)