Pípusaga úr Strákey

sk-c-260c.jpg

Hér kemur góđ blanda úr tóbakspung Fornleifs, blanda af sterku tóbaki sem ýmsir hafa hjálpađ til međ ađ rćkta.

Verkefniđ Allen die willen naar IJsland gaan, eđa Allir vildu ţeir til Íslands fara, er komiđ á fulla ferđ. Verkefninu er ćtlađ ađ varpa ljósi á tengsl og verslun Íslendinga viđ Hollendinga á 17. og 18. öld. Ég er einn ţátttakenda í verkefninu, en ađrir ţátttakendur koma bćđi frá Íslandi og Hollandi. Verkefniđ er styrkt af RANNÍS.

Međal ţess sem gerst hefur í lok sumars er ađ dr. Ragnar Edvardsson, sem fer fyrir verkefninu, fór viđ annan mann út í Strákey á Ströndum (Strákey er ásamt Kóngsey úti fyrir Eyjafjalli milli Bjarnarfjarđar og Kaldbaksvíkur) til ađ gera forrannsókn á meintri hvalveiđistöđ. Eftir nokkrar skóflustungur og örlítiđ skaf og krukk var ljóst ađ Ragnar hafđi reiknađ ţađ rétt út líkt og oft áđur, enda er Ragnar ađalsérfrćđingur landsins í hvalveiđistöđvum á Íslandi á 17. öld. Leifar eftir Hollendinga fundust í eyjunni.

kort.jpg

Međal ţeirra forngripa sem komu upp á yfirborđiđ í Strákey í september voru tvö krítapípubrot (A og B hér fyrri neđan), sem Ragnar sendi mér myndir af. Brotin er ég nú búinn ađ láta hollenska sérfrćđinga greina og niđurstöđurnar eru einstaklega skemmtilegar og áhugaverđar. Ţćr koma sömuleiđis heim og saman viđ ritheimildir um hvalveiđarnar viđ Ísland á ţví tímabili sem pípurnar eru frá.

A) Pípuhaus

img_7441_pipe_strakey_2106.jpg

Ţetta er lítill haus og tunnulaga, sem er lögun sem bendir til fyrri hluta 17 aldar. Á hćlnum er merki : A sem standandi róđukross gengur í gegnum. Hćgra megin viđ A-krossinn virđist einnig vera bókstafurinn A, en minni en sá sem ber krossinn. Bókstafurinn I á einnig ađ vera til vinstri viđ A-Krossinn, en sést illa.

Samkvćmt einum fremsta sérfrćđingi Hollendinga í pípum, Don Duco viđ Pípusafniđ í Amsterdam, sem ég hafđi samband viđ, er pípuhausinn af gerđ og lögun sem bendir til ţess ađ pípan sé frá ţví 1630-40 og ađ hausinn gćti veriđ af pípu sem gerđur var í Amsterdam eđa Gouda. Nánari athugun og eftir ađ ég hafđi samband viđ Jan van Oostveen fornleifafrćđing og sérfrćđing í krítarpípum gaf betri árangur.

Van Oostveen gat upplýst ađ stimpillinn á hćl pípunnar vćri búmark pípugerđarmanns sem bar nafniđ IA. Bókstafurinn I hefur ekki stimplast vel á hćl pípunnar í Strákey. IA gćtu hugsanlega veriđ annađ hvort Jacob Adams eđa Jan Atfoort, sem framleiddu pípur í Amsterdam ca. 1630-40. Jan van Oostveen tekur fram ađ ekki sé fullvisst hvort ţessara tveggja manna hafi framleitt pípuna.detail_1293279.jpg

Flestir tóbakspípugerđarmenn í Amsterdam, sem á annađ borđ merktu sér pípur sínar í byrjun 17 aldar, voru ađfluttir og erlendir ađ uppruna og flestir fluttir ţangađ frá Lundúnum og nánustu sveitum ensku höfuđborgarinnar. Jan Atvoort hét upprunalega John Atford (eđa Hatford) og var ćttađur frá "Sitnecoortne" (sem er mjög líklega ţorpiđ Sutton Courtenay suđur af Oxford). Í Amsturdammi bjó hann viđ Heiligeweg í hjarta borgarinnar, ţar sem hann framleiddi pípur á tímabilinu 1625-1640. Jacob Adams kemur einnig til greina sem mađurinn sem bjó til pípuna sem fannst í Strákey fyrr í september. Hvor ţeirra var framleiđandinn verđur ekki skoriđ úr um ađ svo stöddu.

tek-huismerk-ia_fs_b.jpg

Teikning af sams konar pípu og fannst í Strákey áriđ 2016. Teikning Amsterdam Pipe Museum.

amsterdam_huismerkb.jpgLjósmynd Jan van Oostveen

B) Brot af pípuleggpipuleggur_strakey_2016.jpg

Brot af krítarpípuleggur, sem fannst í september 2016 í Strákey á Ströndum. Ljósm. Ragnar Edvardsson

Er ég hafđi samband viđ Jan van Oostveen fornleifafrćđing, sem er m.a. sérfrćđingur í krítapípum, gat hann hann frćtt mig um ađ pípuleggurinn sem fannst nýlega í Strákey vćri frekar frá Gouda svćđinu og vćri frá tímabilinu 1630-40. Hann upplýsir ađ skreytiđ sé óalgengt á pípum framleiddum í Amsterdam, en hins vegar ađ sama skapi algengt kringum Rotterdam og Gouda. Ađ sömu niđurstöđu komst Don Duco er upplýsti stutt og laggott: "The pipe stem is Gouda make, c. 1630-1635".

strakatangi_2007.jpgEinnig bar ég undir Jan van Oostveen brot af pípulegg sem fannst á Strákatanga áriđ 2007 (sjá mynd). Á Strákatanga á Ströndum(sem liggur á tanga viđ Hveravík sem áđur hét Reykjarvík viđ norđanverđan Steingrímsfjörđ) var einnig hvalveiđistöđ sem Ragnar Edvardsson hefur rannsakađ. Ég hafđi fundiđ brot međ sams konar skreyti og á pípuleggnum frá Strákatanga. Ég fann hliđstćđuna í skýrslu frá rannsókn í bćnum Gorinchem sem ekki er allfjarri Rotterdam. Skýrsluna hafđi Jan van Oostveen ritađ. Mikiđ rétt, pípur međ sama skreytinu og á leggnum sem fannst á Strákatanga áriđ 2007 hafa samkvćmt Jan von Oostveen fundist í bćjunum Rotterdam, Gorinchem, Breda, Den Bosch og Roermond og er hćgt ađ aldursgreina ţćr til 1630-1645. Jan van Oostveen telur ađ pípur ţessar séu framleiddar í Rotterdam og hafi haus pípunnar veriđ án skreytis. Hann hefur skrifađ um ţessar pípur (Sjá Oostveen, J. van (2015), s.77).

Ritheimildir

Nú vill svo til ađ á ţeim árum sem ofangreindar pípur í Strákey og Strákatanga voru búnar til voru Hollendingar viđ hvalveiđar á Íslandi. Ekki ţó í leyfisleysi og í trássi viđ reglur einokunarverslunarinnar. Verđ á hvalalýsi hćkkađi um 1630 eftir mikla lćgđ sem dregiđ hafđi úr hvalveiđum viđ Ísland um tíma. En nú hafđi Islands Kompagnie verslunarfélagiđ (stofnađ 1619, sjá t.d. hér) sem hafđi töglin og hagldirnar í versluninni á Íslandi, orđiđ ţess vísari hve arđbćrar hvalveiđar vćru. Félagiđ vildi fara út í hvalveiđar og koma í veg fyrir hvalveiđar annarra. Ţví var haft samband viđ krúnuna og konungur veitti félaginu einkarétt á hvalveiđum viđ Ísland međ konungsbréfi dagsettu 16. desember 1631. En félagsmenn höfđu hins vegar litla sem enga reynslu af hvalveiđum og vantađi skip til slíkra veiđa. Ţess vegna var haft samband viđ mann í Kaupmannahöfn, Jan Ettersen ađ nafni, sem hafđi reynslu af slíku. Öll skip sem stunduđu hvalveiđar fyrir Islands Kompagnie viđ Ísland á 4. áratug 17. aldar voru ţví hollensk sem og áhafnir ţeirra. Skip Íslenska kompanísins voru tekin á leigu í Rotterdam og Delfshaven, sem lá nćrri Rotterdam og er í dag hluti af Rotterdam.

Jan Ettersen var tengdasonur Christoffers Iversens sem var rentuskrifari (fjármálaráđherra). Iversen var vellauđugur og stundađi viđ hliđ embćttisgjörđa sinna í fjálmálunum mikla verslun viđ Holland. Gegnum sambönd Iversens komst Ettersen í samvinnu viđ kaupmanninn Harmen Bos og bróđurson hans Pelgrum Bos í Amsterdam. Ţeir voru báđir ćttađir frá bćnum Delfshaven viđ Rotterdam og áttu ţar skip međ öđrum kaupmönnum. Ţeir Bossarnir í Amsterdam sköffuđu skipin og áhafnir. Forstjóri hvalveiđa Islandske kompagnie var Jacob Sebastiansz Coel, sem búsettur var í Kaupmannahöfn en átti einnig ćttir ađ rekja til Delfshaven nćrri Rotterdam.

Međal ţeirra skilyrđa sem konungur setti fyrir leyfisveitingunni til handa Islands Kompagnie i Kaupmannahöfn áriđ 1631 var, ađ mannađ yrđi skip, eins konar birgđaskip og flutningaskip, sem einnig var hugsađ sem landhelgisskip, sem međ vopnum ef nauđsyn var, kćmu í veg fyrir hvalveiđar annarra, Dana eđa Hollendinga, sem í leyfisleysi veiddu hval viđ Ísland.

Skipiđ de Jager (Veiđimađurinn) ađ minnsta kosti 150 lesta skip frá fra Delftshaven var sent međ hvalveiđiskipunum til ađ ţjóna ţeim skilyrđum sem kóngur setti. Um borđ voru:

14 gotlingar (fallstykki), 2 stenstykker (fallbyssur fyrir steinkúlur), 6 "donder bussen" (dúndurbyssur) og 12 muskettur (rifflar) međ tilheyrandi skotfćrum.

Áđur en de Jager var sent til Íslands til ađ vernda "hollenskar" hvalveiđar Islands Kompagnie á Ströndum, hafđi ţađ og skipstjóri ţessi til margra ára, Dirch Cornelisz (Cornelíusarson) t'Kint siglt á Frakkland og suđlćgari lönd til ađ ná í vín fyrir Hollandsmarkađ.

Hvort ţađ var t'Kint sem tottađi pípurnar í Strákey og á Strákatanga skal ósagt látiđ, en ţar sem pípurnar voru frá heimaslóđum hans og faktoranna sem útveguđu skipiđ, og međan ađ engir ađrir máttu veiđ hval viđ Ísland á ţeim árum sem pípurnar eru tímasettar til, er varla nokkur vafi á ţví ađ pípurnar eru komnar í Strákey og á Strákatanga úr ţeim flota hvalveiđiskipa sem skipiđ de Jager fylgdi til Íslandsmiđa á 4. áratug 17. aldar.

Hér sjáum viđ ljóslega hve ritheimildirnar og fornleifafrćđin geta leikiđ léttilega saman, ţó menn séu ekki ađ skálda á kjánalega hátt eins og oft hefur hent í íslenskri fornleifafrćđi á síđari árum. Fornleifafrćđingar sem hafna ritheimildum vađa einfaldlega í villu og vita ekki hvers ţeir fara á mis. Hinir sem búa svo til góđar sögur, t.d. um eskimóa og fílamen á Skriđuklaustri eđa stćrsta klaustur í Evrópu á Suđurlandi fyrir sjónvarpiđ og ađra miđla eru einnig í einhverju frćđilegu hallćri.

Ekki ţurfti nema tvö pípubrot sem fundust viđ frumrannsókn og vandlega rannsókn á brotunum til ađ sýna okkur og stađfesta hve merkileg tengsl Íslands viđ Holland voru fyrr á öldum.

Ađ mati Fornleifs eru pípubrotin úr Strákey međ merkari fundum fornleifavertíđarinnar áriđ 2016, ţó ţau hafi ekki enn komist í sjónvarpiđ. En ekki er ađ spyrja af ţví. Áhuginn á Vestfjörđum er í takt viđ vitsmuni ţeirra sem starfa á RÚV.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson/Í verkefninu Allen die willen naar IJsland gaan (2016)

Heimildir:

Dalgĺrd, Sune 1962. Dansk-Norsk Hvalfangst 1615-1660: En studie over Danmark-Norges Stilling i europćisk merkantil Expnasion. C.E.C. Gads Forlag.

de Bruyn Kops, Henriette 2007. A spirited Exchange:The Wine and Brandy Trade beteen France and the Dutch Republic in its Atlantic Framework, 1600-1650. Brill, Leiden-Boston., s. 161.

Duco, Don 1981. De kleipijp in de 17e eeuwse Nederlanden. BAR V 1981.

Friederich F.H.W. 1975. Pijpelogie. A.W.N.-mnonografie no.2, 1975.

Oostveen, J. van, 2015. Tabak, tabakspijpenmakers en hun producten in Rotterdam (1600-1675). BOOR notitie 19, Rotterdam, (sjá síđu 77, mynd 100).

Paulsen Caroline Paulsen, Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson, 2008. Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure Report. NV nr. 5-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarđa.

Rafnsson, Magnús og Ragnar Edvardsson 2011. Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2010. Field Report. NV nr. 5-11. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarđa.

Simon Thomas, Marie 1935. Onze IJslandsvaarders in de 17de en 18de Eeuw: Bijdrage tot de Geschiedenis van de Nederlandsche Handel en Visscherij. N.V. Uitgevers-Maatschappij ENUM, Amsterdam.

Upplýsingar vinsamlegast veittar í tölvupóstum af Don Duco 15.9.2016 og Jan van Oostveen 29. og 30. 9. 2016.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband