Fćrsluflokkur: Dansmenning

Next stop, Hawaii Club

Hawaii Club Miđnesi

Fornleifur hefur í síđustu fćrslum sínum veriđ ađ sýna verk ónafngreinds hollensks meistara sem kom viđ á Íslandi áriđ 1957. Ţessa mynd telur Ţjóđskalasafn Hollands vera frá ţví 1940 en áđur sagđi safniđ hana vera frá 1957.

Breyting fćrslu 30.1. 2019: Rétt skal vera rétt

Myndin er ekki frá 1940, heldur fréttamynd sem send var vítt og breytt til bandarískra fjölmiđla í síđara stríđi. Myndin var tekin áriđ 1942.

Myndin er líklegast tekin í Nauthólsvík Nauthólsvík ađ sögn Tryggva Bluensteins rafvirkja, en hann hefur safnađ ýmsu fróđleik um hernámsárin á Íslandi sem hann birtir á skemmtilegri vefsíđu sinni sen kölluđ er FBI.is .

Kanar voru međ marga klúbba og ţetta mun hafa veriđ Officers Club í Camp Kwitcherbelliakin (Quit-Your-Belly-Aching)í Nauthólsvík og hann kostađi örugglega ekki 750 milljónir á Dagsvirđi. Ţetta eru líka fínir pálmar fyrir hiđ nýja Vogahverfi.

Ţessi pálmaklúbbur var mikiđ menningarbćli, ţar sem offiserar og gentílemenni komu virđingarlega fram viđ konur úr íslenskum plássum sem vildu dansa og dufla viđ dáta. Hawaii var greinilega vinsćlt ţema og dreymdi menn um ađ Sámur frćndi sendi ţá ţangađ í stađ veđurblíđunnar á Rosmhvalsnesi eđa í Nauthólsvík. Hér má lesa um rosa Hawaiipartí á vellinu áriđ 1967. Ţađ var löngu áđur en Trúbrot spilađi građhestarokk og íslenskar gógó píur dönsuđu á Midnight Sun klúbbi verndaranna. Sjón er sögu ríkari.

Ţađ er líklega til of mikils mćlst ađ biđja um minningar manna frá ţessum pálmum skreytta bragga. Konurnar segja barasta ekkert, og muna enn minna. Íslensk börn sem urđu undir í nánd flugvalla vita ţađ flest ekki. Menn fóru dálítiđ mannavillt viđ feđrunina á ţeim.


Fyrsti ballettinn um Ísland var frumfluttur áriđ 1857

Detaille

Ţar sem Fornleifur getur alls ekkert dansađ, nema ađ brjóta tćr ţeirra sem hann dansar viđ, dansar hann mestmegnis einn, ţegar enginn sér til, snemma morguns og síđla kvölds. Einna helst dansar hann tvist og ađra villta hellismannadansa, en frekast dansar hann ekki neitt. Nú eru hins vegar ađ gerast undur og stórmerki, hann er farinn ađ skrifa um ballett. Ţađ ţarf líka töluverđa ţjálfun.

Fornleifur hefur uppgötvađ ađ Ísland í rómantísku ljósi var efni í ballettsýningu sem frumflutt var í París áriđ 1857. Ballettinn var ţó saminn og undirbúinn ţegar áriđ 1852, en komst ekki í náđina fyrr en Frakklandsprins fór í leiđangur til Íslands áriđ 1856. Ballettinn bar nafniđ Orfa og var frumfluttur á l´Académie impériale de Musique

Fullt nafn ballettsins var: Orfa (légende islandaise du huitičme sičcle): ballet-pantomime en deux actes eđa á fornmálinu: Orfa, (íslensk ţjóđsaga frá áttunda öld): ballett-látbragđsleikur í tveimur ţáttum).

Höfundur ballettsins, upphaflega var skrifađur og hannađur áriđ 1852, var Henry Trianon, en ballettmeistarinn viđ frumflutninginn áriđ 1857 var Joseph Mazilier (sjá um hann hér), sem var einn helsti danshöfundur Frakklands um miđja 19. öld. Leikmyndin var eftir mann sem hét Charles Cambon og Príma-ballerínan var engin önnur en Amalia Ferraris, sem var af ítölsku bergi brotin (sjá hér).[Orfa_ _esquisse_de_décor_[...]Cambon_Charles-Antoine_btv1b7001139d

Tillaga ađ leikmynd ballettsins Orfa. Myndin er efir Cambon.

Svo vel vill til ađ ef einhver vill setja upp ţetta stykki í Hörpunni, ţá er til koparstunga sem sýnir frumflutninginn í París, sem birtust í Le Monde Illustré No. 21, 5. september 1857.

ORFA 3 Fornleifur

Dansáhugi Fornleifs er nú orđinn svo gríđarlegur ađ hann keypti Le Monde Illustré á fornsjoppu í Frakklandi. Lýsingin á ballettinum var einnig gefin út í hefti ári eftir frumflutninginn, eđa áriđ 1858 - og má lesa heftiđ hér í heild sinni. Efniđ og söguţráđurinn er vitaskuld hiđ versta mođ og vart í frásögur fćrandi. En ţetta ţótti sumum Parísarbúum skemmtilegt og rómantískt um miđja 19. öld.

Ţar ađ auki eru til teikningar af tveimur rómantískum leikmyndunum eftir Charles Cambon af senunum í Orfa. Ţćr eru varđveittar í Ţjóđarbókhlöđu Frakka. 

ORFA 2

Fornleifi var sem ungum hrósađ af stćltum lćr og rassvöđvum sem skipta miklu máli í ballett. Međ árunum er komiđ mótvćgi í vaxtarlagiđ vegna bumbu. Nú er Leifur farinn ađ ćfa sleđaballettinn, Ballet des Traineaux, úr Orfa til ađ koma lagi á vöxtinn. Dansinn fer fram viđ styttu af Loka í Reykjavík. Í atriđinu Ballet Des traineaux sést ađ danshöfundar Orfa hafa séđ krókfaldinn íslenska á koparstungumyndum, og ađ öllum líkindum einnig búninginn á Íslandssýningunni í París 1856-57, sem Fornleifur greindi fyrstur frá eftir ađ ţađ gerđist - svo ţađ gleymist ekki.

Sleđadansinn a

Nú er okkur ekki til setunnar bođiđ stelpur. Elsti "íslenski" ballettinn verđur ađ fara á sviđ hiđ fyrsta. Ţađ yrđi heimsviđburđur í Hörpunni, sem í gćr var ţýtt sem Harpers Concert Hall í dönsku sjónvarpi. Ţađ fer enginn á svona mikilvćgt stykki í Ţjóđleikhúsinu, sem líklega yrđi kallađ Chocolate House af málvillingum í Danaveldi.

Mikiđ eigum viđ 19. aldar fólki annars mikiđ ađ ţakka. Ţá öldina voru nú einnig margir kexruglađir og flýđu eymd og fátćkt veruleikans međ rómantískum sýndarveruleika. Slíkt líferni er víst ađ verđa vinsćlt aftur. Hvort ţađ er hollt, veit ég ekki.

Hér eru svo myndir af búningum dansaranna af vef ţjóđarbókhlöđu Frakka. Ţćr eru allar teiknađar af Paul Lormier áriđ 1852, ţegar Orfa varđ til á "teikniborđinu":

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 2

Íslensk kona, islandaise, í krókfaldbúningi, teiknuđ áriđ 1852. Ţessi búningur var notađur í sleđaballettinum, sem fyrr greinir 

Sleđadansinn b

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 10

Skyssa fyrir íslenska búninginn í Orfa

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984

Ađalhetjan, íslenski veiđimađurinn Lođbrók

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 3

Orfa, ađal kvenhetjan. Ekki er mikiđ íslensk yfirbragđ yfir henni. Ćtli hún hafi veriđ pólskur nýbúi á 8. öld, sem bjó til grjúpán viđ Ţjórsárbakka

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 4

Prestur Loka dansar trylltan seiđdans. Tromma shamansins, sem hönnuđ var fyrir dansinn, má sjá hér fyrir neđan

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 tromma

 

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 7Óđinn ćđstur ása[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 6

Öldungurinn Óđinn

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 9

Loki, en Ţór er greinilega fyrirmyndin

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 5

Ţessi glađlynda stúlka var í hlutverki íbúa í gíg eldfjallsins sem var hluti af sýningunni. Ţar niđri réđi eldfjallaguđinn, smiđurinn Volcan ríkjum.

Ađrar búningateikningar frá 1852, ţegar hugmyndin af ballettinum varđ til, má sjá hér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband