Fćrsluflokkur: Pakkamyndir
Pakkamyndir fortíđar 1. hluti
2.9.2018 | 12:40
Í dag ferđast fólk um heiminn sem aldrei fyrr, eins og ţađ hafi étiđ óđs manns skít. Mengunin sem ţví fylgir er gríđarleg. Ţeir sem ferđast einna mest syngja í helgikórnum Heimsendi, sem einatt kyrjar söngva um heimshitnun og náttúruhamfarir af mannsins völdum, en sem allir ađrir en ţeir sjálfir eiga sök á. "Er ađ fara til Víetnam á morgun - nenni ekki ađ ansaessu rugli", svo dćmi sé tekiđ um svör viđ ásökunum um ađild ađ heimshitnun.
Dóttir ritstjóra Fornleifs, sem stundar nám á ţriđja ári í sálfrćđi, sem er tilvalin grein ţegar mađur á föđur eins og hún, hefur ţegar veriđ í Víetnam og kennt ţar unglingum sem vart voru eldri en hún sjálf. Ekki langar mig ţangađ í mergđ af mýflugum og illfygli, en kannski pínu-ponsu. En dóttir mín er vitaskuld mjög međvituđ um mengun og hamfarir ađ völdum minnar og eldri kynslóđa. Viđ vorum algjör svín ađ hennar mati, ţó viđ eigum enga hlutdeild í glćpum verstu grćđgiskynslóđar allra tíma - hinni baneitruđu 68-kynslóđ. Ţađ var bansettur ruslalýđur.
Sú var tíđin ađ almenningur ţurfti ađ lesa sér til um suđrćn lönd og komust menn ađeins ţannig til fjarlćgra stranda. Einnig gátu menn gerst sjómenn eđa trúbođar til ađ finna fjarlćgar og framandi ţjóđir. Ađrir, eins og margir frönskumćlandi menn og Hollendingar, létu sér nćgja ađ dreyma um pálmalundi eđa spúandi eldfjöll međ ţví ađ kaupa sér kakó eđa súkkulađipakka. Í pökkum međ ýmsu nautnaefni og annarri vöru fylgdu einatt pakkamerki međ ýmsum fróđleik.
Fornleifssafn hefur í nokkur ár sankađ ađ sér súkkulađikortum og pakkamerkjum, sem og öđrum kortum sem fylgdu ýmsum vörum ţar sem draumamyndum var stungiđ í pakkann. T.d. voru slík kort mjög algeng međ súpukrafti í nokkrum löndum Vestur-Evrópu fyrir rúmlega 100 árum síđan. Ţađ eru fyrst og fremst myndir sem varđa Ísland sem Fornleifur eltir uppi á forn og skransölum. Flest ţessara korta hafa međ tímanum fariđ forgörđum og einstaka eru afar sjaldséđ. Allir sem komnir eru á aldur muna eftir "leikurunum" sem krakkar söfnuđu. Fótboltakortin í dag eru líklega angi af ţeirri menningu. En ţađ er ekkert barnalegt viđ ţađ ađ láta sig dreyma í stađ ţess ađ hrifsa, taka og rćna, eins og svo margt gengur út á í dag.
Mórallinn međ frćđslu og skemmtikortum í pakkavöru var ađ upplýsa almenning, sem hafđi ráđ á súkkulađimolum eđa vöru sem var stungiđ mynd. Ţeir sem ekki höfđu ţađ og ţar sem sígarettur voru keyptar í stađ ţess ađ fá kolvetni fyrir heilann, gátu líka fundiđ miđa, fána og og fróđleik um lönd í tóbakspökkum. Nú eru tímarnir breyttir og myndin er af illkynjuđu krabbameini. Allur ţessi áróđur í nautnavöru bar ađ lokum árangur. Kirkjan tók meira ađ segja upp á ţví ađ gefa myndir. Sumir prestar tóku of mikiđ fyrir eins og nú er orđiđ kunnugt.
Í dag ferđumst viđ eins og zombíar, hvert á land sem er, án ţess ađ hugsa nokkuđ út í afleiđingarnar en brjálumst ţegar eldgos, ţ.e. algjörlega náttúruleg mengun, uppi á Íslandi stöđvar ţessa sjúklegu ferđaáráttu okkar.
Svo ađ efninu
Eftir ţennan langa formálsvafning, sem ađ lokum mun líklega eyđa ósónlaginu, mun Fornleifur í dag og á nćstunni opna nokkra forna súkkulađipakka og borđa innihaldiđ međ góđu kaffi og halda nokkrar sýningar á Íslandskortum sínum úr kaffi-, súkkulađi-, sígarettupökkum og skókössum - svo eitthvađ sé nefnt.
Sumir safna hringum af vindlum, (vindlamerkjum) og eitt sinn sá ég dágott safn af vindlamerkjum međ íslenskum ţemum. Ţađ er örugglega hćgt ađ komast á flug međ ţeim líka. Ég vonast til ađ geta sett safniđ mitt smátt og smátt til sýnis hér á blogginu, áđur en flćđir yfir danska láglendiđ vegna hitnunarinnar af allri ferđamennsku nútímans.
Í dag skal byrjađ í Frakklandi, sem vafalaust var Mekka pakkamerkjanna. Ţar í landi gleymdu menn svo sannarlega ekki Íslandi - frekar en flestum öđrum ţjóđum. Frakkar kunnu eitt sinn ađ láta sig dreyma. Nú hafa ţeir orđiđ allt til alls, óánćgja innflytjendur, nćrri fullkomna bíla en sumir hanga ţó enn í sér eldri konum. Ţađ er vitaskuld líka áhugaverđur forngripaáhugi, en verđur seint ađ söfnunaráráttu.
Nýlega eignađist Fornleifur tvö súkkulađikort frá verđlaunađri súkkulađiverslun, Guérin-Bouteron sem eitt sinn um aldamótin 1900 lá á Boulevard Poissonniere (Fisksalabreiđstrćti) nr. 29 í París og sem framleiddi gćđasúkkulađi í eigin verksmiđju á Rue du Maroc númer 23 og 25. Verđlaunađir á öllum sýningum, ađ eigin sögn, og međ súkkulađi í hágćđaflokki. Ţetta var tilkynnt kaupandanum aftan á kortum sem voru af ýmsum gerđum og sýndu myndir frá mismunandi löndum heims en einnig kyndir međ öđru efni en landafrćđi fyrir alţýđuna.
Fyrirtćkiđ Courbe-Rouzet í Dole í Júrafjöllum og í París á Rue d´Haueville prentuđu myndirnar fyrir fyrrgreinda súkkulađiverslun á Boulevard Possonnierre sem og margar ađrar verslanir.
Efst sjáiđ ţiđ kort sem sýnir smalastúlku gćta lamba, međan ađ Hekla lćtur ađeins á sér krćla.
Flest litprentskortin frá ţessum tíma, um og rétt eftir aldamótin 1900, voru notuđ af fjölda verslana. Auglýsingin á bakhliđinni gat veriđ mismunandi. Til ađ mynda á Fornleifssafn kortiđ međ smalastúlkunni viđ Heklu međ auglýsingu fyrir framleiđanda skótaus "fyrir ríka sem fátćka" og íţróttaskćđis, Huet, á Rue de Rivoli og Rue de Roule í Paris.
Kortiđ hér fyrir neđan sýnir tvo ferđalanga međ íslenskum leiđsögumanni, dást ađ himinmigunni í Haukadal sem nú er vart lengur hćgt ađ skođa fyrir útgeldingum sem ferđast um heiminn eins og heimsendir sé í nánd.
Kortin tvö eru 6,3 x 10,5 sm stór. Fáiđ ykkur nú suđusúkkulađi og njótiđ nćgjuseminnar fyrir rúmum 100 árum síđan. Ţiđ fáiđ aldrei svona kort í Costco. Ađeins á Fornleifi.
- Leyfi mér ađ lokum ađ minna lesendur á plakatiđ međ Súkkulađi-Siggu, sem er mynd af korti sem stungiđ var í súkkulađipakka í Frakklandi. Plakatiđ er enn fáanlegt (sjá hér).
Pakkamyndir | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)