Fćrsluflokkur: Menningar

Ónafngreindur lundi í póstkassanum

Lundi frá Ólundi

Fornleifur fćr ekki oft póstkort frá framandi löndum, nema frá einstaka gamlingja á ferđalagi. Honum brá ţví mjög í brún ţegar hann opnađi póstkassann í gćr. Ţar lá aldrei ţessu vant enginn reikningur, en hins vegar póstkort međ mynd ţessum fína lunda á syllu.

Lundinn hafđi veriđ sendur 27. janúar frá Íslandi og ţví flöktađ um í póstkerfinu í heila viku, sem ţykir nú orđiđ bara nokkur góđur tími.

Mér ţótti strax furđulegt ađ lesa ţađ sem á kortinu stóđ. Sendandinn hafđi ekki skrifađ neitt á kortiđ, heldur prentađ skilabođ sín og nafn og heimilisfang mitt í prentara, klippt ţađ út og límt á kortiđ.

Lundinn er líka dývítis dóni, ţví skilabođin voru heldur ekki undirrituđ. Ţau á ţessa leiđ:

Áhugaverđ lesning bíđur ţín á:

https://skemman.is/handle/1946/23442

Góđa skemmtun

Ólund í Lunda

Venjulega opna ég hlekki sem nafnleysingjar og tröll eru ađ ota ađ mér, en ţar sem ég veit hvađ skemman.is er, ćtlađi forvitnin nćstum ţví ađ drepa mig. Ég opnađi hlekkinn, sem ekki týndist í póstkerfinu, og ţar kom fram meistararitgerđ Margrétar Hallgrímsdóttur ţjóđminjavarđar viđ félagsvísindadeild HÍ, sem ber heitiđ Ţjóđminjasafn Íslands. Ţćttir úr stofnanasögu (2016).

Einhvern tíma áđur hef ég opnađ ţessa ritgerđ og kíkti ţá meira í hana en ég las. Ég man ađ mér ţótti ţetta frekar ţunnur ţrettándi fyrir mastersritgerđ og hugsađi međ mér ađ kannski hefđi bréfum fćkkađ í bréfasafni Ţjóđminjasafns frá ţeim tíma ađ ég vann ţar.

Ég kíkti aftur í gćr í ritgerđ ţessa. Ţađ er tóm tímaeyđsla eins og blogg ţetta, og skemmti ég mér ekki yfir ritgerđinni frekar en fyrri daginn. Mér finnst skautađ hratt yfir sum vandamálatímabil Ţjóđminjasafnsins.

Mér ţykir enn furđulegt ađ forstöđumađur ríkisstofnunar, sem í öđrum löndum yrđi ađ hafa doktorsmenntun, skrifi meistararitgerđ um stofnun sína og sögu hennar í starfi. Ţađ er eiginlega ţađ sama og ađ viđurkenna, ađ yfirmađurinn hafi ekki veriđ meistari á stofnun sinni, áđur en hann skrifađi ritgerđ viđ Háskóla Ísland. Eins ţykir mér međ ólíkindum ađ menn hafi tíma til ađ skrifa slíka ritgerđ, ţegar ţeir stjórna einni ađ helstu menningastofnunum landsins. Slíkt er örugglega á Íslandi taliđ til hćfileika, ţegar kona á í hlut - og ég viđurkenni fúslega ađ konur eru til flestra verka hćfari en karlar. Mig grunar aftur á móti, ađ ef karlrćfilstuska hefđi gert ţađ sama, hefđi hann veriđ rekinn međ smán fyrir ađ hafa veriđ í námi í vinnutíma - og ekki er Háskóli Íslands neinn kvöldskóli - eđur hvađ?

Lundi minn góđur, sparađu póstkortin og frímerkin. Saga Ţjóđminjasafnsins hefur enn ekki veriđ rituđ ađ viti. En ţađ er ţó harla fyndiđ ađ sjá lundarfar sumra manna ađ ţeir telja ţađ köllun sína ađ skrifa sögu embćtta sinna, ţegar ţeir sitja enn á embćttisstóli og allt leikur í lundi ţegar ekki er veriđ ađ reka starfsmenn og líka á öđrum stofnunum. Ţađ minnir mann einna helst á keisara í Róm. Tilfallandi lundapysjur og gamlir fornleifafrćđingar eiga vitaskuld erfitt međ ađ skilja slíkar prímadonnur. Viđ eru svoddan einfeldningar. Fornleifur las ţó hér áđur fyrr einhverja latínu međ litlum skilningi og kann ţví ađ sjá í gegnum áróđursrit manna fyrir sjálfa sig.

En hvernig ţađ er hćgt ađ framleiđa slíkt í HÍ um hábjartan dag og verđa meistari fyrir, er ofar mínum skilningi. En meiri af tíma mínum eyđi ég ekki í slíkar vangaveltur. Flest á hinu háa Íslandi er ofar mínum skilningi hvort sem er. Góđar stundir.

Er óreiđa í Skemmunni?

Nokkrum mínútum eftir ađ ég birti ofanstćđa frásögn af óundirrituđu póstkorti, ćtlađi ég ađ sjá hvort allt virkađi á blogginu. Ţá sá ég ađ ritgerđin eftir ţjóđminjavörđ var ekki lengur ađgengileg á Skemman.is. Ţađ er búiđ ađ loka fyrir gegnsćiđ sem var ţar í gćr.

Viđbót viđ viđbótina einni og hálfri klukkustund frá birtingu ţessa blogs. Sviđsstjóri ţjónustu og miđlunar á Landsbókasafni upplýsir:

Í gćr var afgreitt erindi frá höfundi ritgerđarinnar sem vildi láta loka ađgangi ađ henni.

Ţađ var svar viđ erindi mínu til skemman.is, sem sent var kl. 9:17 ađ íslenskum tíma í dag 4. febrúar 2020:

Í gćr opnađi ég og las í ritgerđ á Skemmunni sem hćgt var ađ finna hér:

https://skemman.is/handle/1946/23442

Í dag er búiđ ađ loka á lestur.

Mér leikur forvitni á ţví ađ vita hvađ veldur ţessu breytta ástandi á milli daga.

Líklegt tel eg ađ fleiri lundar hafi veriđ á ferđinni međ póstţjónustunni.


Skírteini lífsins

Barnamúsíkskólinn 1972 b

Seinni partinn í september var ég í algjörri kurteisisheimssókn á Íslandi, ţar sem ég fć enn ađ búa hjá aldrađri móđur minni.

Móđir mín var einn daginn međ óţarfa áhyggjur og vangaveltur út af einhverri endurgreiđslu sem Tryggingastofnun krafđist vegna skekkju stofnunarinnar í útreikningum á ellilífeyri. Ég ţekki ekkert á "kerfiđ" á Íslandi, enda mestmegnis utan allra kerfa, og hafđi ţví ekki vit til ađ hjálpa henni - en bađ hana ađ biđja systur mína um ađ skođa máliđ ţegar hún kćmi heim úr sínu sumarleyfi.

Ţegar viđ töluđum um ţessar áhyggjur sá ég glitta í gamalt skírteini mitt úr Barnamúsíkskólanum undir öllu pappíraflóđinu sem veldur nírćđri konunni svo miklu hugarangri. "Engu skal hent" virđist vera viđkvćđiđ hjá henni í dag andstćtt ţví sem áđur var, ţegar hún henti helst öllu gamla konan. Einhver nostalgía virtist nú vera komin í mömmu á efri árum og hún var farin ađ nota skírteiniđ mitt sem bókamerki. "Ţú mátt alveg taka ţađ", sagđi hún ţegar hún sá ađ ég  hafđi margar minningar tengdar plastinu.

Ég man nefnilega ţegar ég kom međ ávísun til ađ borga ársgjaldiđ. Stefán Edelstein skólastjóri var á "kennarastofunni" međ velyfirgreiddan skallann í tweedjakka međ bótum á olnbogum og í rúllukragapeysu. Hann gekk oft međ derhúfu međ dúski á ţeim tíma.

Ţetta var allt eins og ţađ hefđi gerst í gćr, en gerđist samt á efstu hćđinni í Iđnskólanum fyrir nćrri hálfri öld. Skrifstofan var lítil og full af reykingasvćlu. Stefán fór upp á upphćkkunina viđ gluggann, ţar sem skrifborđ hans var; settist viđ ritvélina og pikkađi inn nafn mitt, heimilisfang og símanúmer á miđa sem hann setti inn í plastiđ og fćrđi mér ţađ svo međ pípuna í munnvikinu um leiđ og hann sagđi: "Svakalegt nafn er ţetta sem ţú hefur, mađur". Ég svarađi bara "já" eđa jafnvel engu, enda hafđi ég heyrt hve strangur Stefán var. Annars kunni ég vel ađ svara í stíl viđ "Veit ek vel, Sveinki", en tók ekki sjens í Stebba.

Aldregi var ţetta Ausweis mitt notađ til neins og ţađ gulnađi bara í veski mínu til fjölda ára. Ţađ gaf hvorki afslátt í verslunum né fyrirgreiđslu á flugvöllum eins og platínukort Hannesar Hólmsteins. Mađur ţurfti ekki ađ sýna ţetta skírteini til ađ komast inn í skólann. En skírteini ţurfti mađur samt alltaf ađ hafa. Aginn lét ekki ađ sér hlćja. 

Nýlega fór ég međ skírteiniđ í heimssókn í Tónmenntaskóla Reykjavíkur  viđ Lindargötu, sem er arftaki Barnamúsíkskólans.  Ég var ađ reyna ađ hafa upp á kennsluefni í sambandi viđ hljóđfćrasmíđi barna í skólanum á sínum tíma (sjá hér), og sér í lagi vegna smíđa nemanda á langspilum. Ég lofađi skólastjóranum ađ skrifa henni sem fyrst, en geri ţađ loks í dag. Hún ćtlađi ađ spyrjast fyrir um námsefniđ fyrir langspilssmíđar. Ég sýndi henni skírteiniđ, sem var hćtt ađ nota er hún var í skólanum töluvert síđar en ég. Hún trúiđ vart sínum eigin augum.

Í gćr fór ég svo í skjalsafn Fornleifs gagngert til ađ finna afrit af prófskírteinum ađalritstjórans er hann var í Barnamúsíkskólanum og kemur ţá í ljós ađ ég lauk hvorki meiru né minna en "Burtfararprófi í tónfrćđi og hljóđfrćđaleik úr framhaldsdeild skólans". Ţuríđur Pálsdóttir og Stefán Eldjárn gáfu mér "ágćtt", sem varđ ekki betra, og svo fékk ég nćstbestu einkunn "gott" fyrri píanóleik minn og mátti víst vel viđ una, mađur sem níddist á Bach, Bartok, Beethoven, Brahms, Beatles, BB King, og Bí-bí og Blaka. Umsögnin  fyrir hljóđfćriđ 1971-1972 var ţví: Framfarir hćgar. Mćtti ćfa meira (sjá Ausweis HÉR). Ég tók ţegar miđ af ţví, enda ćtlađi ég mér ekki ađ verđa undirleikari fyrir eihverja kerlingu í gulum kjól og enn síđur píanókennari. Ég sá bćđi og heyrđi hve leiđinlegt ţađ var í Barnamúsíkskólanum.

Menntunin og burtfararprófiđ gaf mér hins vegar ákveđna innsýni í heim tónlistar. Ég hlusta mest, en skemmti stundum sjálfum mér međ einleik í höfđinu, tek af og til aríur í bađi eđa trommusóló á potta og pönnur ţegar ég syng ekki bakraddir međ Björk í útvarpinu. Ţađ er meira en nóg fyrir mig. Mađur ţarf ekkert skírteini upp á ţađ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband