Stradivarius íslenskra langspila

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson langspil

Drengurinn á ţessari ljósmynd er enginn annar en ritstjóri Fornleifs, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, dekrađur drengur úr vel stćđu rađhúsahverfi í austurhluta Reykjavíkur. Myndin var tekin voriđ 1972. Ég er ađ leika á langspil sem ég smíđađi í skólanum međ mikilli hjálp smíđakennara míns, Auđuns H. Einarssonar heitins.

Ţessi grein er fyrsti hlutinn í safni upplýsinga um langspiliđ, sem ég mun setja hér á síđuna svo allir hafi ađgang ađ ţeim upplýsingum.

Hvers konar börn smíđa langspil?

Snemma beygđist hugur minn til flest ţess sem gamalt er. Eftir ţví var tekiđ og drengurinn talinn frekar undarlegur. Hvađa 8 ára barn fer međ eintak af gamalli og slitinni skólaútgáfu af Hávamálum upp í Öskjuhlíđ í nestistösku sinni, og fer ađ lesa ţau undir heitavatnstönkunum í sólinni án ţess ađ skilja aukatekinn staf? Ţađ gerđi ég. Kennarinn tók af mér Hávamál og ţetta einkennilega uppátćki kom til umrćđu á nćsta foreldrafundi. Ég varđ snemma, allavega á 7. ári, heimagangur á Ţjóđminjasafninu. Ţangađ fór ég tvisvar, stundum ţrisvar í viku yfir vetrarmánuđina og hékk og skođađi allt og las alla miđa og alla bćklinga  og rćddi viđ gömlu gćslukonurnar, sem ţótti gaman ađ tala viđ ţennan fróđleiksfúsa strák, sem hafđi Kristján Eldjárn í guđa tölu. Gćslukonurnar á Ţjóđminjasafninu, sem sumar hverjar voru ćvafornar, urđu verndarenglar Fornleifs.

106616857_10222708385040612_3422861892052766868_n

Einn ţeirra, sem tók eftir ţví hve undarlegur ţessi drengur var, var smíđakennarinn minn í barnaskóla, sá ágćti mađur Auđun H. Einarsson (1941-2009) en honum og minningu hans er ţessi grein tileinkuđ. Auđun kenndi mér smíđi í  Ćfinga- og tilraunadeild Kennaraskóla Íslands, sem í dag heitir Háteigsskóli. Ţar kenndi Auđunn mér smíđi frá haustinu 1969 til barnaprófs áriđ 1973. Auđun, sem margir ţekkja fyrir smíđakennarastörf sín og vandađa smíđavinnu, sem og torfbćjabyggingar, var líka áhugamađur um allt fornt og sögu Íslands. Ţar ađ auki var hann međ hagari mönnum á Íslandi. Betri smíđakennara og smiđ gat mađur ekki fundiđ.

Hin listagóđa ljósmynd af Auđuni hér fyrir ofan er birt međ leyfi fjölskyldu hans.

Gert upp á milli nemenda

Ţótt ađ Auđun vćri frábćr kennari, varđ honum einu sinni á í messunni. Hann gerđi upp á milli drengjanna og bauđ mér einum ađ smíđa langspil og ekki öđrum. Líklega var ţađ vegna ţess ađ hann taldi mig geta valdiđ verkefninu. Hann ţekkti hinn mikla forneskjuáhuga og teiknihćfileika, og hafđi ţar fyrir utan heyrt mig tala um langspil af miklum móđ. Hann reyndi ađ haga ţví ţannig til, ađ ég ynni eitthvađ ađ verkefninu í skólanum, stundum á eftir tímum, en mest heima. Ég fór líka heim til hans vestur í bć um helgar, ţar sem hann var međ lítinn bílskúr sem var fullur af smíđaefni.

Vitanlega hjálpađi Auđun mér mikiđ međ smíđina á langspilinu. Hann treysti mér samt fyrir óhemjumiklu og ţađ gerđi ţetta smíđaverkefni okkar afar ánćgjulegt. En ţetta skapađi auđvitađ einnig öfund međal sumra skólafélaganna. Einn bekkjafélaga minna, sem í dag er lögfrćđingur, reyndi meira ađ segja ađ koma langspilinu fyrir kattarnef, ţegar ţađ var ađ mestu klárađ.

Ég fór á Ţjóđminjasafniđ og fékk ţar međ leyfi ţjóđminjavarđar ađ mćla langspil međ bogadregnum hljómkassa sem ţar var varđveitt og sem hefur safnnúmeriđ Ţjms. 635. Ég fór í eitt skipti á safniđ međ bekkjafélaga mínum Eggert Pálssyni, sem nú er páku- og slagverkmeistari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ţađ var fyrsta eiginlega rannsóknarferđ mín í frćđunum.

Ég hafđi einnig samband viđ Önnu Ţórhallsdóttur söngkonu sem lengiđ hafđi reynt ađ efla áhugann á langspilinu og ţađ gladdi hana, ađ heyra ađ strákpjakkur í barnaskóla vćri ađ smíđa sér slíkt hljóđfćri og ćtlađi ađ leika eftir henni listina. Sjálf hafđi hún látiđ smíđa fyrir sig langspil eftir hljóđfćri frá 18. öld sem varđveitt er á Musikmuseet í Kaupmannahöfn (sem nú er hluti af Ţjóđminjasafni Dana). Oft var Anna látin kyrja međ sinni hástemmdu rödd og strjúka strengi langspilsins rétt fyrir hádegisfréttir í útvarpinu hér á árum áđur. Ég mun brátt gefa lesendum mínum hljóđdćmi af hennar list. 

Ţjms 365
Mackenzie Langspil
D130_1 lille
Efst er langspil á Ţjóđminjasafni (Ţjms. 635), en langspil dóttur Magnúsar Stephensens sem teiknađ var áriđ 1810 í Viđey er fyrir miđju. Ţessi hljóđfćri eru mjög svipuđ og má telja nćsta öruggt ađ sami mađur hafi smíđađ ţau. Hljóđfćri mitt hefur ţó reynst líkast mest ţví hljóđfćri frá 19. öld sem til er á Musikmuseet í Kaupmannahöfn (neđsta myndin) og sem upphaflega kom ţangađ áriđ 1915 úr búi dansks skólaumsjónarmanns (skolebetjent) sem Hans Peter Lyum hét (f. 1859; Hét upphaflega Nielsen) og bjó í Larslejestrćde 9 í Kaupmannahöfn (allar upplýsingar um hann vćru vel ţegnar um ţann mann og hvernig ţađ kom til ađ hann átti langspil).

 

Ég mćldi lengd og bil milli ţverbandanna á gripbrettinu. Límingar, sögun, heflun og pússun hliđanna í hljómkassanum sá ég alfariđ um, en Auđun hjálpađi náttúrulega međ ađ líma saman gott tré í snigilinn og skera hann út,  skeyta saman og líma allt hljóđfćriđ. Eins og í fiđlu og gítar var hornlisti límdur til styrktar í innanverđum langspilskassanum. Auđuni og ađ útvega mahóní í gripbrettiđ. Ég náđi í íbenholt fyrir lyklana (sem sumir kalla skrúfur eđa stillingarpinna) og raspađi ţá, ţjalađi og pússađi eftir ađ Auđun hafđi rennt sívalningana sem fara inn í snigilinn. Ég sá svo um lökkun og pússun. Eitt af ţví skemmtilegasta viđ ţetta verkefniđ, fyrir utan ađ heyra hljóminn ţegar strengirnir voru komnir í, var ađ beygja eina hliđina. Ţađ gerđum viđ heima hjá Auđuni yfir tvćr helgar. Hliđin var mýkt međ gufu og sett í koparklćdda pressu sem Auđun hafđi smíđađ. Hliđin var svo lögđ í pressu til ađ fá lags sitt.

Langspil 1 

»Eins og mjúkt selló«

Ţegar langspiliđ mitt var tilbúiđ, fór ég međ móđur minni í hljóđfćraverslunina RÁN og keypti ýmsa strengi til ađ reyna í langspiliđ. Ég man ţegar ég hrindi í Auđun til ađ láta hann heyra í gegnum símann hvernig hljóđfćriđ hljómađi. Auđun varđ hinn ánćgđasti og sagđi kátur, »ţetta hljómar eins og mjúkt selló«. Síđar fékk hann ađ heyra betur í hljóđfćrinu.

Ég lék viđ tćkifćri á langspiliđ, međ fingrum og boga sem ég fékk ađ láni, en ţó mest fyrir sjálfan mig. Ég spilađi ţjóđlög og miđaldasmelli eftir eyranu en sjaldan fyrir áheyrendur. Hljómurinn í langspilinu var fallegur og dýpri og ţýđari en í langspilinu á Ţjóđminjasafninu sem var fyrirmyndin. Mér fannst sjálfum betra ađ heyra tóninn í mínu langspili en t.d. ţví sem Anna heitin Ţórhallsdóttir spilađi öđru hvoru á í útvarpiđ. En ţađ hljóđfćri var líka međ bogadregnum kassa og var gert eftir hljóđfćri sem var frá 18. öld og sem nú er varđveitt á Musikmuseet í Kaupmannahöfn.

Svo varđ mađur eldri og ţađ var ekki beint í lagi ađ vera kvćđamađur og sólisti á langspil í Menntaskólanum í Hamrahlíđ, ţar sem allir voru annađ hvort ađ dansa í takt viđ Travolta eđa Ţursaflokkinn. Ég fór svo áriđ 1980 erlendis til náms og langspiliđ góđa hékk áfram á veggnum í gamla herberginu mínu, ţar sem ţađ hangir enn móđur minni til augnayndis. Engin tónlist hefur ţví miđur komiđ úr langspilinu í langan tíma. Úr ţessu ćtla ég ađ bćta viđ fyrsta tćkifćri og stend nú í ađ semja fornleifafrćđingarímur og McGoverns-bálk um skálmöld í íslenskri fornleifafrćđi, sem henta örugglega vel i flutningi viđ undirleik mjúks sellós.

Langspil 2
Langspil 3
Langspil Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar smíđađ 1971-72. Á hljóđfćriđ vantar nú útskoriđ lok á hljóđopiđ, strengina og stóla, sem margir voru reyndir til ađ fá sem bestan tón. Ljósm. Sigríđur B. Vilhjálmsdóttir, sem einnig hefur tekiđ myndina ađ ofan međ bláum bakgrunni.

David G. Woods finnur besta hljóđfćriđ

Áriđ 1981 dvaldist á Íslandi bandarískur sérfrćđingur í tónmennt, David G. Woods. Á Fullbright-styrk rannsakađi hann íslenska langspiliđ og íslensku fiđluna, sögu ţessara hljóđfćra og eiginleika. Hann rannsakiđ ţau langspil forn sem hann hafđi spurnir af og fékk sér til hjálpar ýmsa menn sem ţekktu til hljóđfćrisins og gátu smíđađ ţađ. Ţeirra á međal var heiđursmađurinn Njáll Sigurđsson sem kennt hafđi mér um tíma í Barnamúsíkskólanum ţegar hann var nýkominn úr námi (og sem líklegast smitađi mig upphaflega af langspils-bakteríunni), og Auđun H. Einarsson sem tók Woods í smíđatíma.

Woods, sem síđar varđ m.a. prófessor viđ háskólann í Connecticut í Bandaríkjunum lét smíđa nokkur hljóđfćri, sem ég mun sýna ykkur síđar ţegar hann er búinn ađ senda mér myndir. Ţau voru smíđuđ međ gömul hljóđfćri ađ fyrirmynd. Auđun smíđađi eintak af ţví hljóđfćri sem ég mćldi upp á Ţjóđminjasafninu (ţótt ţađ hafi ekki ađ lokum orđiđ alveg eins).

Meira en áratug eftir dvöl Woods á Íslandi kom út frekar stutt grein eftir hann í Árbók hins islenzka Fornleifafélags áriđ 1993 sem Njáll Sigurđsson hafđi ţýtt. Áriđ 1993 hóf ég störf á ţjóđminjasafninu og ţá rćddi ég einmitt viđ Auđun um ţessa grein dr. Woods. Woods greinir frá langspilsgerđ, sem var ađ sögn Auđuns smíđuđ eftir móti Auđuns og teikningu minni. Sú eftirlíking á hljóđfćrinu (Ţjms. 635) á Ţjóđminjasafni reyndist samkvćmt tónmenntafrćđingnum Woods vera ţađ langspil sem hefđi fegurstan tóninn.

Nýlega skrifađi ég prófessor emerítus David G. Woods í Connecticut tölvupóst og sagđi honum frá fyrsta langspilinu međ bogadreginn kassa sem Auđunn og ég smíđuđum eftir Ţjms. 635. ţessa góđa langspils sem honum líkađi betur en mörg önnur. Ţetta "Stradivaríus íslenkra langspila" var ekkert annađ en samstarfsverkefni mitt og meistara Auđuns H. Einarssonar. 

Woods greindi einnig frá ţví í grein sinni í Árbók Fornleifafélagsins, ađ gerđur hafđi veriđ pakki fyrir kennslu í smíđi langspila. Ţví miđur hef ég ekki séđ ţessi gögn og ţćtti vćnt um ef einhver gćti útvegađ mér ţau. 

Auđun kenndi fleiri börnum ađ smíđa langspil

Ekki get ég útilokađ ađ Auđun hafi smíđađ langspil međ öđrum nemanda áđur en hann leyfđi mér ađ smíđa mitt hljóđfćri. En ef svo var, var ţađ hljóđfćri ekki međ bogadregnum hljómkassa. Tíu árum eftir ađ ég smíđađi mitt hljóđfćri međ Auđuni, kenndi hann 14-15 ára krökkum ađ smíđa ýmis konar hljóđfćri. Kennslan fór fram í kvöldtímum í Tónmenntaskóla Reykjavíkur viđ Lindargötu. 

1982 Tónmenntaskólinn viđ Lindargötu
Auđun og nemendur hans í Tónmenntaskóla Reykjavíkur áriđ 1982. Greinilegt er ađ tvćr stúlknanna hafa smíđađ "Stradivaríus Vilhjálms og Auđuns". Ţarna má einnig sjá stoltan miđausturlandasérfrćđing međ gítar.

 

Á myndinni, sem birtist í Ţjóđviljanum sáluga voriđ 1982, má sjá fólk sem síđar hafa orđiđ ţekktir tónlistarmenn og á sviđi stćrđfrćđi. Á ţessu námskeiđi ungra hljóđfćrasmiđa var til ađ mynda Jóhann Friđgeir Valdimarsson, síđar söngvari, og Katarína Óladóttir fiđluleikari, en í ţessum hópi var einnig mjög svo efnilegt fólk sem ţví miđur féll allt of snemma frá af ýmsum ástćđum, líkt og Auđun, sem snemma varđ Alzheimer sjúkdómnum ađ bráđ. Blessuđ sé minning ţess völundarsmiđs. 

Í ţarnćstu fćrslu skal sagt frá ýmsum ţeim

 heimildum sem til eru um

langspiliđ fyrir

 aldamótin

1900

langspil 4


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ć, hvađ ţetta var nú fallegur og göfugur lestur. Hljómar eins og Stradivarius í allri kakófóníu Íslensks gremju og ţrassamfélags.

Hér á ţjóđlagasafninu á Sigló er eitthvađ langspil, sem ég er ekki viss um ađ sé merkilegt. Ţađ er jafnvel engin áhersla lögđ á ţennan merka ţátt úr menningarsögunni.

Ţađ er eins og mig minni ađ Diddi fiđla sé okkar helsta átorití um ţetta hljóđfćri og kannski sá eini sem hefur sýnt ţví verđugan áhuga.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2013 kl. 06:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţađ má bćta ţví viđ ađ ég smíđađi einhverntíma. Langspil fyrir eitthvađ Fóstbrćđragríniđ. Ţađ var ekki merkilegt props.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2013 kl. 06:14

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Jón Steinar, ég hef séđ myndir af langspilinu á Siglufirđi, sem er nokkuđ nett. Mig vantar góđa mynd af ţví fyrir ţá skrá sem ég er ađ byggja upp fyrir gömul hljóđfćri (fyrir 1900). Myndirnar í grein Woods á sínum tíma voru lítils virđi.

Sömuleiđis ćtla ég ađ setja bók Ara Sćmudssonar um langspil frá 1855 í pdf skrá, svo allir geti lesiđ. Síđar verđur stofnuđ íslensk langspilssveit, lík balalćkusveit Rauđa hersins, ţjóđbúningar og heila múlivídden.

Gaman vćri ađ sjá Fóstrbrćđur fara á kostum á langspili.  Ćtli sá ţáttur sé til á YouTube?

FORNLEIFUR, 10.3.2013 kl. 09:00

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var nú ađ leita ađ ţessum skets fyrir ţig, en fann ekki í fljótu bragđi. Ţađ er velkomiđ ađ mynda langspiliđ á Siglo fyrir ţig og jafnvel mćla ţađ upp og búa til 3D módel af ţví.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2013 kl. 15:17

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jú, hérna er ţessi vileysa. Skensiđ heitir Ţjóđólfur.

http://m.youtube.com/watch?v=qm550ymxxVQ

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2013 kl. 15:37

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Mersí búkú. Fóstbrćđur voru góđir, áđur en ţeir fóru í pólitík. Ég hef reyndar ađeins séđ ţćttina á YouTube, ţví ég bjó ekki á landinu á ţeim tíma sem ţeir voru sendir.

Langspiliđ hans Ţjóđólfs frćnda var ekki ónýtt, en var ţetta ekki einhver blanda á milli íslensku fiđlunnar og langspils. Ég hrćddur um ađ ţađ hefđi ekki komist í gegnum nálarauga Prófessors Woods.

FORNLEIFUR, 10.3.2013 kl. 18:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband