Fćrsluflokkur: Íţróttir

Trimmkarlinn - in memoriam

Trimmkarlinn

Ritstjóri Fornleifs var óttalegur trimmkarl á yngri árum og synti eins og óđur mađur til ađ verđa sér út um gullmerki og trimmkarla.

Áhuginn á Trimmkarlinum var mestur áriđ 1972, minnir mig. Ég ćfđi sund hjá KR og ţví var lítiđ mál ađ ná sér í Trimmkarl. Synda ţurfti 100 sinnum 200 metra til ađ mega kaupa trimmkarlinn. Ţar sem oft voru syntir 2 km eđa meira á ćfingu gekk hratt ađ hala sér inn trimmkarl. Ég átti ţrjá, en finn nú ađeins tvo. Sár er sá missir.

Mađur missti svo sem áhuga á trimmkarlinum og svo hvarf hann af sjónarsviđinu og dó ţar međ Drottni sínum eins og mörg önnur dellan í landinu.

Trimmkarlarnir

Síđar hlupu allir á Íslandi í breiđu bókstafina, nema ţeir sem hömuđust í heilsurćktum í iđnađarhverfum. En ţeir fengu enga trimmkarla. Veskiđ ţeirra var hins vegar trimmađ vel. Á slíkum rćktum hafđi ég einnig viđkomu og hafđi gott af, en sá aldrei einn einasta trimmkarl. Ég kemst ekki sem stendur ţótt mig langi í rćktina, ţar sem ég er ađ bíđa eftir ađ kviđnum á mér verđi sprett upp um nafla og ţar stungiđ inn görn sem gćgđist öđru hvoru út eftir lélegan lokafrágang skurđlćkna sem fjarlćgđu úr mér ónýtt nýra fyrir ţremur árum síđan. Ég er ţví líka kominn í kviđslitsfélagiđ. 

Nú nálgast fimmtugsafmćli Trimmkarlsins á Íslandi. Trimmkarlinn á ţví tvö ár í ađ verđa hálfgerđur forngripur. Vćri ekki tilvaliđ ađ senda alla ţjóđina í smá lýsisbrćđslu í laugunum, eđa er gullforđi landsins uppurinn?Screenshot_2020-06-07 Ţjóđviljinn - 249 tölublađ (03 11 1972) - Tímarit is(1)

Sumir, og ţá sér í lagi snúđugir blađamenn Ţjóđviljans, voru í vafa um gćđi Trimmkarlsins, og gaf Ţjóđviljinn í skyn, ađ gulliđ í gullhúđuninni á honum vćri afar lítiđ ef ţá nokkuđ. Ekki veit ég, hvort einhver rannsókn fór fram á ţví, en ekki hefur falliđ á gulliđ í mínum trimmmerkjum og trimmkörlum síđan 1972, og medalíurnar mínar hafa alls ekki veriđ hreinsađar međ Miđhúsasilfurleginum góđa sem komst á markađinn áriđ 1980. 

Jú, Trimmkarlarnir lifđu Ţjóđviljann međ glćsibrag, enda voru ţađ svo sem ekki allt gullmolar sem í honum var logiđ og verulega er falliđ á sannleika ţess fjölmiđils.

Smá viđbót á mánudegi:

Á FB ritstjórnarfulltrúa Fornleifs kom til tals ýmislegt um uppruna og fyrirmynd Trimmkarlsins. Menn voru farnir ađ hallast ađ áhrifum frá punki, (hver fjandinn er ţađ), og viđlíka bábilju. Ég hafđi í gamni á orđi ađ viđ nánari rannsókn Ţjóđminjasafns Dana á gullsamsetningu Trimmkarlsins hefđi komiđ í ljós ađ í honum vćri ónákvćm blanda af glópagulli og Rússagulli. Rauđi kamburinn var áróđurstćkni Kremls til ađ koma Íslendingum í betra form. Í öđru lagi slengdi ég ţví út ađ sumir teldu karlinn vera nákvćma fyrirskallamynd af Ómari Ragnarssyni ungum. En ţađ er vitaskuld út í hött, Ómar var sköllóttur frá ţví fyrir fermingu. Ţriđja kenningin sem ég reyndi ađ vera fyndinn međ er sú, ađ höfuđ karlsins sé stíliserađ Íslandskort og ađ svarti strókurinn neđst sé gjóskan úr Helgafelli.

GF5EO86FÖrlítil uppfletting leiddi hins vegar í ljós ađ ég óđ í villu. Ţađ var Magnús E. Baldvinsson heitinn, úrsmiđur sem var mađurinn á bak viđ Trimmkarlinn. Magnús stóđ jafnhliđa úrsmíđunum í merkjaframleiđslu ýmiskonar. Ekki verđur lokum fyrir ţađ skotiđ ađ Magnús úrsmiđur hafi haft sjálfan sig í huga ţegar hann teiknađi trimmkarlinn, ţví í minningargrein um hann í Morgunblađinu má sjá ađ Magnús var glettinn karl međ nef ekki ósvipađ og á Trimmkarlinum.


Rassbolti

weiditz_trachtenbuch_010-011.jpg

Af öllum boltaleikum veraldar valdi heimurinn örugglega leiđinlegustu gerđina, knattspyrnuna. Á Ítalíu var ţekktur fjöldi knattleika á endurreisnartímabilinu, en Ítalir hafa tekiđ ástfóstri viđ fótboltann frá Bretlandseyjum, sem jafnvel hefur stoliđ nafni gamalla knattleikja Ítalíu, calcio.

Leiđinleg fyrirbćri eins og Rugby og bandaríski ruđningsboltinn hafa lifađ af, og jafnvel er kominn ný gerđ af ţví síđastnefnda, ţar sem ungar konur leika, og ţar sem rassskoran, rasskinnarnar og brjóst eru öllu sýnilegri en tuđran sem ţćr hlaupa međ og sparka ađeins nokkrum sinnum í.

Međ góđri markađssetningu og auglýsingaherferđ er Fornleifur viss um ađ "rassboltinn" frá Miđ-Ameríku hefđi líklega náđ heimsvinsćldum hefđu frumkvöđlar hans ekki dáiđ úr sjúkdómum sem hvíti mađurinn bar međ sér til nýja heimsins. Reyndar hafa menn veriđ ađ bauka viđ ađ endurreisa ţennan leik á mismunandi hátt í Mexíkó. Útkoman er upp og ofan enda mismikill ţjóđernisrembingur í "endurlífgunartilraunum" á ţessum knattleik.

Búningabók Christops Weiditz

Einn mađur ţýskur, Christop Weiditz ađ nafni, rómađi knattleik indíána mjög í Búningabók sinni (Trachtenbuch Christop Weiditz), handriti sem hann ritađi um og teiknađi búninga fólks sem hann komst í kynni viđ á Spáni og víđar. Handrit Weiditz er í dag varđveitt á Germanisches Nationalmuseum í Nürnberg og hefur handritanúmeriđ Hs. 22474. (Sjá nánar og meira hérhér og hér.er hćgt ađ sjá ađrar myndir Weiditz af indijánum og öđrum sem hann hitti á Spáni).

Taliđ er ađ Weiditz hafi teiknađ "rassboltamenn" áriđ 1528-29, er hann var staddur á Spáni. Áriđ 1528 tók Hernando Cortés, níđingurinn sem sigrađi Mexíkó međ farsóttum, nokkra indíána međ sér til Spánar. Ţar voru ţeir sýningargripir viđ hirđ Carlosar V, já ekki ólíkt Sverri Agnarssyni í moskugerningnum í Feneyjum nú nýlega. Međal ţessa indíána voru boltamenn Azteka. Ţeim lýsir vel Weidnitz í búningabók sinni.

rassbolti.jpg

Viđ myndirnar af indíánum í rassboltaleik (sem er nafn upp á mína ábyrgđ) skrifar Weiditz:

Auf soliche manier spilen die Indianer mit ainem auf geblassen bal mit dem hindert On die hend an Zue Rieren auf der Erdt haben auch ain hardt leder for dem hindern dar mit er vom bal den widerstreich Entpfacht haben auch solich ledern hent schuech an.

Sem skilst kannski betur á nútímaţýsku:

Auf solche Manier spielen die Indianer mit einem aufgeblasenen Ball mit dem Hintern ohne die Hände anzurühren auf dem Boden. [Sie] haben auch ein hartes Leder vor dem Hintern, damit dieses vom Ball den "Widerstreich" empfängt. Sie haben auch solche lederne Handschuhe an.

En fyrir ţá sem ekki hafa lćrt ţýsku útleggst ţetta á íslensku:

Á ţennan máta leika Indíánarnir međ uppblásinn bolta međ bakhlutanum, án ţess ađ snerta jörđina međ höndunum. [Ţeir] bera einnig hart leđur á bakhlutanum, ţannig ađ ţađ [leđriđ] gefi boltanum mótspyrnu. Ţeir bera einnig sams konar leđurhanska.

Gúmmíbolti

Ţó svo ađ Christoph Weidnitz lýsi uppblásnum bolta, sem menn ţekktu á Spáni og á Ítalíu, ţar sem slíkir boltar voru kallađir pellone eđa ballon, ţá hefur í ţessum leik Azteka örugglega veriđ notast viđ gúmmíbolta. Dómeníkusarmunkurinn Diego Duran lýsir ţannig bolta áriđ 1585.

Hann var jafn stór og lítill keilubolti og var gerđur úr efni sem kallast ollin sem er kvođa úr ákveđnu tré. Ţegar kvođan var sođiđ varđ hún teygjanleg. Kvođan er í miklum metum hjá ţessu fólki, bćđi sem lyf sem og til trúarlegra fórna.  [Gerđ ađ bolta] eru hopp og skopp eiginleikar boltans, upp og niđur, fram og til baka. Boltinn getur gert ţann sem hleypur á eftir honum örmagna áđur en hann nćr honum.

Kólumbus mun hafa tekiđ slíkan gúmmíbolta međ sér frá eyjunni Hispanjólu (ţar sem á okkar tímum heitir Haíti og Dómeníkanska lýđveldiđ).

Nćsta víst má telja ađ ţađ hafi veriđ til nokkrar gerđir af boltaleikjum í Miđameríku ţar sem notađir voru gúmmíboltar. Í Mexíkó vor knattleikir međ gúmmíboltum einnig hluti af trúarathöfnum. Í Mexíkó var leikiđ á stórum völlum eins og ţessum, Á síđari árum hafa menn reynt ađ endurvekja ţessa leiki á mjög mismunandi máta:

saced-aztec-ball-game-04.jpg

 

christoph_weiditz.jpgBrosleg sjálfsmynd Christoph Weiditz (1498-1559) eins og hann segist hafa litiđ út ţegar hann var 25 vetra. Jú, hann var greinilega líklegur til ađ hafa áhuga á ţjóleikum pilturinn sá.

Ţví miđur gaf Christoph ekki betri skýringar eđa leikreglur fyrir rassboltann sem hann varđ vitni ađ á Spáni, en ćtli sé ekki hćgt ađ skálda í eyđurnar. Ég sé ţetta fyrri mér: Áđur en leđurskjöldurinn kom til hefur ţađ líklega hent ađ menn hafi gripiđ boltann međ rasskinnunum, en ţađ var algjörlega bannađ. Ég sé fyrir mér miklar vinsćldir rassboltans. Innan nokkurra ára verđur ţessi fagri leikur ugglaust keppnisíţrótt á Ólympíuleikunum.

Skóverksmiđjur sem láta lítil börn líma sóla eru ţegar farnar ađ hanna "handskó" fyrir ţessa íţrótt, sem er miklu eldri og göfugri en knattspyrnan. Mannafórnum eftir leiki verđur stillt í hóf.

Ítarefni af netinu:

Hasso von Vinning: Paraphernalia for the Ceremonial Ball Game in Ancient Mexico

Felipe Solís: The Sacred Aztec Ball Game

Endurskapađur boltaleikur Azteka. Menn eru ekki allir á sömu skođun um hvernig reglurnar hafa veriđ. Mjög greinilegt er, ađ rassleđur ţađ sem Weidnitz teiknar á indíánum Cortez er ekki til stađar á leikmönnum í dag. Men taka boltann á lendina og međ mjađmahnykk eđa handleggshöggum. Allt frekar slappt ađ sjá. Fornleif grunar ađ blöndun viđ hvíta manninn, sem ávallt hefur veriđ mjög stífur og óliđugur, hafi mögulega gert ţađ ađ verkum ađ "nútíma-Aztekar" eru síđur liđugri en sumir forfeđur ţeirra voru á 16. öld.
 

Gamlar Ljósmyndir: Konungssýningin 1921

konungssyningin_fyrir_fornleif.jpg

Ţví miđur var mađurinn sem hefur höndina inni í fingrabrúđunni Fornleifi, settur út af sakramentinu á smettiskruddubók "Gamalla Ljósmynda", ţví hann birti "ljótar" myndir af Gunnari Gunnarssyni í nasistastellingum. Gunnar er sumum Íslendingum eins og Múhameđ spámađur er flestum múslímum. Höfuđ fljúga ef mađur leyfir sér ađ birta myndir af Gunnari eins og hann var. Gömlum ljósmyndum er sýnilega stjórnađ af einhverjum gömlum DDR-kommum eđa framsóknardraugum sem ţykjast vera kratar.

Frá Konungskomunni 1926

konungskoman_1921.jpg

Áđur en mér var mjög ódrenglega varpađ út af glansmyndafeisbókinni Gamlar Ljósmyndir, sem er undir stjórn Guđjóns Friđrikssonar sagnfrćđings og kynlegra kvista Ţormars ćttarinnar, sem seldi Gunnari Gunnarssyni Skriđuklaustur, leitađi ég ţar upplýsinga um kvikmynd Bíó-Petersens og Magnúsar Ólafssonar, sem ţeir tóku viđ konungskomuna áriđ 1921.

Mig langar mjög ađ sjá kvikmyndina, til ađ athuga hvort ég gćti séđ afa minn sýna fimi sína fyrir konung og frítt föruneyti hans. Afi minn var í fimleikaflokki ÍR sem gerđi ćfingar viđ Konungssýninguna áriđ 1921.

1921_konungssyningin_2_1254174.jpg

Afi stökk yfir hest og sýndi listilegar sveiflur á tvíslá. Fyrir ţađ fékk hann medalíu sem afi gaf mér ţegar ég var um ţađ bil 12 ára gamall. Medalían hafđi veriđ útbúin úr dönskum silfurpening frá 1916. Á myndinni efst er fimleikahópur ÍR og afi, Vilhelm Kristinsson er sá lágvaxni og sćti, 4. frá vinstri í efri röđinni.

vilhelm_afi_vilhjalms.jpg

Afi varđ síđar einn elsti kratinn á Íslandi og keypti manna lengst bleđil ţann sem bar nafniđ Alţýđublađiđ. Honum leist ekkert á ţá krata sem komu fram á sjónarsviđiđ eftir Eiđ Guđnason. Hálfsystur hans, Sigríđi Jensen í Kaupmannhöfn, tókst einnig ţađ afrek ađ verđa krati lengst allra í Danmörku. Kratar í Danmörku urđu ekki gamlir, ţví ţeir reyktu allir. Tante Sigga, eins og Sigríđur frćnka var kölluđ í fjölskyldunni á Íslandi, varđ hins vegar 102 ára, ef ég man rétt. Ég og kona mín heimsóttum hana stuttu eftir 100 ára afmćliđ. Kratar í Danmörku böđuđu hana blómum, svo hún gat vart veriđ í litlu íbúđinni sinni í Gladsaxe. Mektarmenn á viđ Anker Jřrgensen heimsóttu hana á afmćlisdaginn, sem tók tvo daga.

Ef einhver getur útvegađ mér kvikmynd Bíó-Petersens og Magnúsar Ólafssonar, eđa hefur vitneskju um ljósmyndir frá Konungssýningunni áriđ 1921, ţá ţćtti mér vćnt um ađ heyra frá ykkur.

Morgunblađiđ fjallađi um komuna og upplýsir ađ fimleikasýningin hafi fariđ fram á íţróttavellinum (Melavellinum).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband