Rassbolti

weiditz_trachtenbuch_010-011.jpg

Af öllum boltaleikum veraldar valdi heimurinn örugglega leiđinlegustu gerđina, knattspyrnuna. Á Ítalíu var ţekktur fjöldi knattleika á endurreisnartímabilinu, en Ítalir hafa tekiđ ástfóstri viđ fótboltann frá Bretlandseyjum, sem jafnvel hefur stoliđ nafni gamalla knattleikja Ítalíu, calcio.

Leiđinleg fyrirbćri eins og Rugby og bandaríski ruđningsboltinn hafa lifađ af, og jafnvel er kominn ný gerđ af ţví síđastnefnda, ţar sem ungar konur leika, og ţar sem rassskoran, rasskinnarnar og brjóst eru öllu sýnilegri en tuđran sem ţćr hlaupa međ og sparka ađeins nokkrum sinnum í.

Međ góđri markađssetningu og auglýsingaherferđ er Fornleifur viss um ađ "rassboltinn" frá Miđ-Ameríku hefđi líklega náđ heimsvinsćldum hefđu frumkvöđlar hans ekki dáiđ úr sjúkdómum sem hvíti mađurinn bar međ sér til nýja heimsins. Reyndar hafa menn veriđ ađ bauka viđ ađ endurreisa ţennan leik á mismunandi hátt í Mexíkó. Útkoman er upp og ofan enda mismikill ţjóđernisrembingur í "endurlífgunartilraunum" á ţessum knattleik.

Búningabók Christops Weiditz

Einn mađur ţýskur, Christop Weiditz ađ nafni, rómađi knattleik indíána mjög í Búningabók sinni (Trachtenbuch Christop Weiditz), handriti sem hann ritađi um og teiknađi búninga fólks sem hann komst í kynni viđ á Spáni og víđar. Handrit Weiditz er í dag varđveitt á Germanisches Nationalmuseum í Nürnberg og hefur handritanúmeriđ Hs. 22474. (Sjá nánar og meira hérhér og hér.er hćgt ađ sjá ađrar myndir Weiditz af indijánum og öđrum sem hann hitti á Spáni).

Taliđ er ađ Weiditz hafi teiknađ "rassboltamenn" áriđ 1528-29, er hann var staddur á Spáni. Áriđ 1528 tók Hernando Cortés, níđingurinn sem sigrađi Mexíkó međ farsóttum, nokkra indíána međ sér til Spánar. Ţar voru ţeir sýningargripir viđ hirđ Carlosar V, já ekki ólíkt Sverri Agnarssyni í moskugerningnum í Feneyjum nú nýlega. Međal ţessa indíána voru boltamenn Azteka. Ţeim lýsir vel Weidnitz í búningabók sinni.

rassbolti.jpg

Viđ myndirnar af indíánum í rassboltaleik (sem er nafn upp á mína ábyrgđ) skrifar Weiditz:

Auf soliche manier spilen die Indianer mit ainem auf geblassen bal mit dem hindert On die hend an Zue Rieren auf der Erdt haben auch ain hardt leder for dem hindern dar mit er vom bal den widerstreich Entpfacht haben auch solich ledern hent schuech an.

Sem skilst kannski betur á nútímaţýsku:

Auf solche Manier spielen die Indianer mit einem aufgeblasenen Ball mit dem Hintern ohne die Hände anzurühren auf dem Boden. [Sie] haben auch ein hartes Leder vor dem Hintern, damit dieses vom Ball den "Widerstreich" empfängt. Sie haben auch solche lederne Handschuhe an.

En fyrir ţá sem ekki hafa lćrt ţýsku útleggst ţetta á íslensku:

Á ţennan máta leika Indíánarnir međ uppblásinn bolta međ bakhlutanum, án ţess ađ snerta jörđina međ höndunum. [Ţeir] bera einnig hart leđur á bakhlutanum, ţannig ađ ţađ [leđriđ] gefi boltanum mótspyrnu. Ţeir bera einnig sams konar leđurhanska.

Gúmmíbolti

Ţó svo ađ Christoph Weidnitz lýsi uppblásnum bolta, sem menn ţekktu á Spáni og á Ítalíu, ţar sem slíkir boltar voru kallađir pellone eđa ballon, ţá hefur í ţessum leik Azteka örugglega veriđ notast viđ gúmmíbolta. Dómeníkusarmunkurinn Diego Duran lýsir ţannig bolta áriđ 1585.

Hann var jafn stór og lítill keilubolti og var gerđur úr efni sem kallast ollin sem er kvođa úr ákveđnu tré. Ţegar kvođan var sođiđ varđ hún teygjanleg. Kvođan er í miklum metum hjá ţessu fólki, bćđi sem lyf sem og til trúarlegra fórna.  [Gerđ ađ bolta] eru hopp og skopp eiginleikar boltans, upp og niđur, fram og til baka. Boltinn getur gert ţann sem hleypur á eftir honum örmagna áđur en hann nćr honum.

Kólumbus mun hafa tekiđ slíkan gúmmíbolta međ sér frá eyjunni Hispanjólu (ţar sem á okkar tímum heitir Haíti og Dómeníkanska lýđveldiđ).

Nćsta víst má telja ađ ţađ hafi veriđ til nokkrar gerđir af boltaleikjum í Miđameríku ţar sem notađir voru gúmmíboltar. Í Mexíkó vor knattleikir međ gúmmíboltum einnig hluti af trúarathöfnum. Í Mexíkó var leikiđ á stórum völlum eins og ţessum, Á síđari árum hafa menn reynt ađ endurvekja ţessa leiki á mjög mismunandi máta:

saced-aztec-ball-game-04.jpg

 

christoph_weiditz.jpgBrosleg sjálfsmynd Christoph Weiditz (1498-1559) eins og hann segist hafa litiđ út ţegar hann var 25 vetra. Jú, hann var greinilega líklegur til ađ hafa áhuga á ţjóleikum pilturinn sá.

Ţví miđur gaf Christoph ekki betri skýringar eđa leikreglur fyrir rassboltann sem hann varđ vitni ađ á Spáni, en ćtli sé ekki hćgt ađ skálda í eyđurnar. Ég sé ţetta fyrri mér: Áđur en leđurskjöldurinn kom til hefur ţađ líklega hent ađ menn hafi gripiđ boltann međ rasskinnunum, en ţađ var algjörlega bannađ. Ég sé fyrir mér miklar vinsćldir rassboltans. Innan nokkurra ára verđur ţessi fagri leikur ugglaust keppnisíţrótt á Ólympíuleikunum.

Skóverksmiđjur sem láta lítil börn líma sóla eru ţegar farnar ađ hanna "handskó" fyrir ţessa íţrótt, sem er miklu eldri og göfugri en knattspyrnan. Mannafórnum eftir leiki verđur stillt í hóf.

Ítarefni af netinu:

Hasso von Vinning: Paraphernalia for the Ceremonial Ball Game in Ancient Mexico

Felipe Solís: The Sacred Aztec Ball Game

Endurskapađur boltaleikur Azteka. Menn eru ekki allir á sömu skođun um hvernig reglurnar hafa veriđ. Mjög greinilegt er, ađ rassleđur ţađ sem Weidnitz teiknar á indíánum Cortez er ekki til stađar á leikmönnum í dag. Men taka boltann á lendina og međ mjađmahnykk eđa handleggshöggum. Allt frekar slappt ađ sjá. Fornleif grunar ađ blöndun viđ hvíta manninn, sem ávallt hefur veriđ mjög stífur og óliđugur, hafi mögulega gert ţađ ađ verkum ađ "nútíma-Aztekar" eru síđur liđugri en sumir forfeđur ţeirra voru á 16. öld.
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband