Einn á kjammann

Ţjórsárdalur Tori

Ef ţú ert međ beingarđ á innanverđum neđri kjálka, ţá áttu líklega ćttir ađ rekja til Norđur-Noregs og Sama. Samískan uppruna Íslendinga ţekkjum viđ úr fornbókmenntum okkar. Viđ erum ófá sem rakiđ getum ćttir okkar til hálftrölla og lappa á Hálogalandi. Rannsóknir danska líkamsmannfrćđingsins Hans Christians Petersens, sem rannsakađi elstu mannabeinin á Íslandi á síđasta tug 20. aldar, leiddu einnig í ljós ađ Íslendingar voru, hvađ varđar hlutfall í lengd útlimabeina mjög skyldir fólki í Norđur-Noregi ađ fornu.

Torus mandibularis og Torus Palatinus eru einkenni sem voru algeng í Íslendingum ađ fornu og munu enn vera nokkuđ algeng á Íslandi. Torus Mandibularis er beinabreyting, hnúđađ ţykkildi fyrir neđan tennur í innanverđum neđri kjálka. Ţykkildi ţetta, sem getur veriđ mjög mismunandi af stćrđ og útliti, er taliđ vera til komiđ vegna erfđaţátta í bland viđ annađ, t.d. mikla tuggu. Ţetta fyrirbćri á neđri kjálka tengist oft beingarđi á miđjum efri góm, torus palatinus. Einkennin birtast ţegar á barnsaldri og aukast venjulega ţegar menn vaxa úr grasi. Sumir láta fjarlćga Tori Mandibularis og Palatinus, ef ţessar beinamyndanir eru til mikilla óţćginda.

Vísindamenn deila enn um hvort Tori séu eingöngu erfđaţćttir eđa erfđaţćttir í bland viđ mikla notkun kjálkans. Ţar sem ţessi einkenni er enn ađ finna í Íslendingum, ţó svo ţeir stundi ekki neina óhóflega tuggu og noti kjálkann lítt til mjög stórra verka fyrir utan ađ rífa óhóflega mikinn kjaft, ţá finnst manni nú öllu líklegra ađ ţessi beinaţykkildi séu fyrst og fremst til komin vegna erfđa. Ég tel ađ beinvöxtur ţessi sýni hugsanlega skyldleika Íslendinga viđ frumbyggja Skandinavíu, Sama (Lappa), sem einnig eru og voru međ ţessi einkenni.

Kjálkarnir á efstu myndinni eru allir fundnir viđ rannsóknir í Ţjórsárdal. Kjálkar Ţjórsdćla eru athyglisverđir. Stóri kjálkinn til hćgri á myndinni efst er úr karli sem borinn var til grafar í kirkjugarđinum á Skeljastöđum, sem var nćrri ţar er Ţjóđveldisbćrinn í Ţjórsárdal er í dag. Kjálkar einstaklinga í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal, sem rannsakađur var áriđ 1939, bera margir ţessa beinabreytingu.

Áđur en kristin greftrun uppgötvuđust viđ fornleifarannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal áriđ1992, og vörpuđu ljósi á ađ sú rúst, sem fornfrćđingar kölluđu útihús áriđ 1939, var í raun kirkja, fannst mannstönn og brot (sjá efst) af kjálka úr manni međ jaxli í fyllingarlagi yfir gröfunum. Kjálkabrotiđ sýnir ađ skyldleiki hefur veriđ međ ábúendum á Stöng og á Skeljastöđum. Ef til vill sýnir ţessi ţáttur einnig, ađ ábúendur í Ţjórsárdal hafi átt ćttir sínar ađ rekja til Norđur-Noregs, ţar sem ţessi einkenni eru algengari en annars stađar á ţeim svćđum ţađan sem Íslendingar eru frekast taldir geta rekiđ ćttir sínar. Minni kjálkinn hér ađ ofan er úr konu sem fannst í heiđnu kumli í Hólaskógi í Ţjórsárdal. Hún gćti hafa átt ćttir sínar ađ rekja til Sama.

Skeljastađir torus

Tori eru einnig algengir međal ţjóđarbrota í Síberíu, í Japönum, Inúítum og ákveđnum hópum af Indíánum.

Mér dettur í hug ađ kannski tengist tori miklu fiskiáti í bland viđ mikinn mjólkurmat? Hver veit?

torus mandibularis

Ljósmyndin efst var tekin af Ívar Brynjólfssyni, Ţjóđminjasafn Íslands.

Ítarefni: 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990. "Archaeological Retrospect on Physical Anthropology in Iceland. Í Populations of the Nordic countries Human population biology form the present to the Mesolithic." [Proceedings of the Second Seminar of Nordic Physical Anthropology, Lund 1990. Editors Elisabeth Iregren and Rune Liljekvist ]. Report Series from the Archaeological Institute, University of Lund No. 46 (1990), 198-214. (Sjá hér).

Svend Richter og Sigfús Ţór Elíasson 2007. Beingarđar neđri kjálka: Torus mandibularis. Tannlćknablađiđ 1.tlb. 25. Árg. 2007,  21-28. (Sjá hér)  [Í ţessari grein gefa höfundar sér ađ Íslendingar hafi komiđ frá Bretlandseyjum, Noregi og Danmörku, en blöndum viđ Sama er ekki nefnd á nafn].


Bloggfćrslur 7. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband