Er kryppa Ríkharđs III fundin ?

Richard_III_earliest_surviving_portrait
 

Flestir ţekkja krypplinginn, geđsjúklinginn og óţokkann Ríkharđ III frá samnefndu leikriti Williams Shakespeares frá 1591. Viđ ţekkjum einnig mörg hvernig Laurence Olivier gerđi honum skil í kvikmyndaútgáfu leikritsins frá árinu 1955.

Ekki vilja allir Bretar sćtta sig viđ Ríkharđ III í međferđ Shakespeares og ýmissa leikara sem vildu sýna okkur hve góđir ţeir voru ađ leika óţokka. Stofnađur hefur veriđ sjóđur, The Richard the III Foundation, Inc. sem efla á rannsóknir á sögu Ríkharđs III. Međal annars til ađ rétt viđ ímynd konungsins. Ţessi sjóđur hefur félaga í Bretlandi, í Bandaríkjunum og örugglega víđar. Hver vill ekki vera góđur viđ krypplinga í dag. Ţađ sem viđ ţekkjum um Ríkharđ hefur líka veriđ skrifađ af andstćđingum hans, Tudor-ćttinni, og sá hún sér akk í ţví ađ gera hiđ versta fól úr Ríkharđi.

Nú fara fram fornleifarannsóknir í Leicester á Englandi, sem m.a. eru styrktar af sjóđ ţessum. Rannsóknirnar fara fram á bílastćđi, ţar sem hann er talinn hafa veriđ greftrađur eftir orrustuna viđ Bosworth Akra áriđ 1485. Á bílastćđinu í Leicester hafa fornleifafrćđingar grafiđ síđan í ágúst, en undir bílastćđinu stóđ áđur sú klausturkirkja sem mađur veit ađ Ríkharđur III var greftrađur í.

Viti menn, ţegar á fyrstu vikum rannsóknarinnar, sem stýrt er af fornleifafrćđingum viđ háskólann í Leicester, hafa menn fundiđ beinagrind manns međ kryppu (sjúka hryggjaliđi) og örvarodd í höfuđkúpunni. Gröfin fannstí í kór kirkjurústarinnar.

fundarstadur

Örin sýnir hvađ bein krypplingsins fundust í Leicester

Konungaáhugi Breta eru auđvitađ svo gífurlegur, ađ fyrir löngu er búiđ ađ finna afkomendur Ríkharđs III. Ţá er ađ finna í Kanada. Ţangađ flutti bresk kona fyrir mörgum árum og giftist einhverjum Ibsen. Sonur hennar Michael Ibsen, 55 ára, sem fluttist til London og er ţar húsgagnasmiđur, hefur nú veriđ beđinn um ađ gefa DNA sýni úr sjálfum sér til ađ bera saman viđ DNA-iđ úr beinagrindinni í Leicester. Ef hćgt verđur ađ sýna ađ móđurgen (mítókondríal gen) Ibsens séu ţau sömu og í beinagrindinni er hćgt ađ fćra sterkar líkur ađ ţví ađ krypplingurinn undir bílstćđinu í Leicester sé Ríkharđur III. En svo er aldrei ađ vita, kannski er Ibsen alls ekki kominn af Ríkharđi, og getur ţá beinagrindin samt sem áđur veriđ af Ríkharđi. Ţađ verđur kannski erfitt ađ sanna. Svo ţarf erfđaefniđ í beinagrindinni líka ađ henta til rannsóknanna, og ţađ er enn óvíst.

Ibsen sýni

Michael Ibsen tekur DNA sýni úr sjálfum sér fyrir framan fjölmiđlana. He looks a bit Royale with a lollipop!

Haskoli eda mediasirkus 

Fjölmiđlasirkus í Leicester, nú spyrja menn sig hvort leggja eigi beinin til hinstu hvílu í Westminster Abbey, ef ţau "reynast úr Ríkharđi"

Mađur leyfir sér ţó ađ efast, og undrast ađ fornleifafrćđingar taki ţátt í svona fjölmiđlasirkus. En stundum er fornleifafrćđin hundheppin líkt og óţokkinn.

Laurence-Olivier-Richard-001
Olivier í hlutverki Ríkharđs III

Bloggfćrslur 13. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband