Lík 133 á Akureyri sumariđ 1907

Fornleifur er konungasleikja, en ţó mest í hófi. Ţegar nýir íslenskir stjórnmálaflokkar eru farnir ađ pakka kjánalegum hugsýnum sínum inn í glapsýn af dönsku ţorpi og hjólastígum í Vatnsmýrinni verđur manni hins vegar um og ó. Ţađ er greinilegt ađ undirlćgjuháttur sumra Íslendinga fyrir Danskinum og erlendu yfirmćtti er enn til stađar og er rćfilssnobbiđ fyrir ESB hluti af ţví.

Ađ ţví tilefni og vegna ţess ađ ţađ er alltaf í tísku ađ vera međ Danska daga á Íslandi, sem notađir eru til ađ selja allan andskotann, langar mig á nćstunni ađ minnast sumra ţeirra stórmenna sem voru međvitađir um ađ konungstign ţeirra byggđi einnig á trúum ţegnum sem byggđu hiđ auma sker Ísland. Ţessir konungar sáu sér ekki fćrt ađ vitja eigna sinna fyrr en ađ Kristján 9. gerđi ţađ áriđ 1874. Sonur hans, Friđrik 8., langafi Margrétar Danadrottningar, kom til landsins áriđ 1907. Jú, hann var einmitt sá sem andađist í Hamborg og fannst, sumir segja dauđur af reiđarslagi, á bekk í Herbertsstrasse 5 árum eftir ađ hann heimsótti Ísland. Konungur hafđi brugđiđ sér án fylgdarmanna út í nóttina og rétt fyrir miđnćtti hins 14. maí 1912 fannst hann dauđur á bekknum og var fćrđur á líkhús í grenndinni. Ţar var hann ekki fćrđur til bókar sem einhver hátign, heldur sem lík númer 133. Margir Danir eiga erfitt međ ađ heyra söguna um ađ konungur ţeirra hafi gefiđ upp öndina á hóruhúsi í grenndinni, en sú dánarorsök hefur veriđ höfđ í flimtingum, en verđur víst aldrei hćgt ađ sanna. Merkilegt ţótti ţó ađ hann fćri einn út á lífiđ.

Myndstúfurinn efst er frá heimssókn ţessa mikilmennis til Akureyrar. Ţarna sést eitthvađ af Íslendingum, sýslumönnum, prestum og sveitaofstopum bukkandi fyrir kóngsa. Takiđ eftir öllum hvítu hestunum sem smalađ hefur veriđ saman til hópreiđarinnar og hvítklćddu fjallkonunum viđ Góđtemplarahúsiđ.

Nćrri lokum myndarinnar, sem er varđveitt á Dansk Filminstitut, má sjá Matthías Jochumsson flytja drápu fyrir konung. Matthías hitti einnig Kristján 9. föđur Friđriks og skrifađi: „Ég átti tal viđ ţá báđa konungana, Kristján 9. og Friđrik 8. bćđi erlendis og hér á landi og má ţví trútt um tala. Kristján var hnífréttur hermađur og „aristokrat" ađ eđli, en enginn andans mađur ... stirđur til máls og eins og óvanur ađ mćla margt viđ eđa umgangast alţýđufólk. Sonur hans aftur á móti var öđlingur í lund, vel menntađur og málsnjall og svo auđveldur og ađlađandi, sem „formiđ" ýtrast leyfđi." Ţađ ţurfti konunga til ađ ţekkja konunga.

friđrik8Gullfoss

Friđrik 8. viđ Gullfoss. Konan er Rose Bruhn, sem var eini kvenkyns fregnritari konungs.


Bloggfćrslur 4. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband