Ađeins meira af ropvatni

1899947_10204725576603009_7247314184298357617_n.jpg

Egill Helgason, stćrsti bloggari landsins, segir stundum sögur af sér og syni sínum, sem er eins og snýttur út úr nefi föđur síns. Nýlega sagđi gossérfrćđingurinn Egill hjartnćma sögu um sykurlausa gosiđ Valash sem blandađ var í verksmiđju Sana á Akureyri um tíma. Egill skrifađi í inngangi "Ég var um daginn ađ segja Kára frá ţví ađ til hefđi veriđ drykkur sem kallađist sykurlaust Valash. Hann trúđi mér eiginlega ekki." 

Fćrt í búninginn

Sama dag og Egill birti Valashssögu sína á Eyjunni tók Egill ţátt í umsögn viđ fćrslu á skemmtilegri smettiskruddu sem ber heitiđ Gamlar Ljósmyndir, ţar sem Ţorvaldur Gunnarsson minnti á drykkinn Valash snemma morguns ţann 11. október og ţar sem Egill gerđi athugasemd síđar um daginn: "Fyrsti íslenski sykurlausi drykkurinn, ekki satt?".  Tveimur klukkustundum áđur en Egill skrifađi ţá athugasemd, hafđi hann á Silfrinu ritađ um gosdrykkjafrćđslu sína gagnvart Kára litla. Gaman ađ sjá hvernig Egill fćrir hugdettur "sínar" í búninginn.

egill_valash.jpg
 

Ritskođun á Eyjunni

Ég veit ýmislegt um Valash, sem upphafalega var danskt ropvatn sem framleitt var viđ Limafjörđ, svo ég fór ađ skrifa athugasemd viđ Silfur Egils. Ći, ég gleymdi ađ ég er ritskođađur á Eyjunni. Ţar get ég hvorki gert athugasemdir undir eigin nafni, né af fasbók Fornleifs. Fornleifur reyndi ađ senda Agli eftirfarandi línur honum og öđrum til frćđslu, en ţar sem Eyjan situr mig og ađra? í bann birtist ekkert. Ég hef haft samband viđ Eyjuna fyrir nokkrum vikum síđan vegna ţessarar ritskođunar, en ţeir svara ekki. Ég hef enga skýringu fengiđ á útilokuninni. Ţetta var ţađ sem ég vildi upplýsa Egil um. Ţađ er svo hćttulegt, ađ ţađ er ritskođađ. Hér fćr hann ţađ sykurlaust.

"Drykkurinn varđ til á fjórđa áratug síđustu aldar í gosdrykkjarverksmiđju A. Bach & Sřn í Nřrresundby, sem er nćsti bćr viđ Álaborg. Verksmiđjur voru síđar í Gentofte og Skovlunde viđ Kaupmannahöfn og í Árósum. Gosiđ ver selt Brugghúsinu í Faxe áriđ 1969 og fékk Faxe Bryggeri Pepsi og 7Up međ í kaupunum. Hinn ţekkti auglýsingateiknari Ib Antonis hannađi merki Valash. Íranskir konungar klćddust forđum appelsínugulum klćđum. Ţađan er nafniđ líklega til komiđ. Ég hef drukkiđ sykurlaust Valash á Íslandi. Ţađ var sakkarín í og bragđiđ ţví svo sem svo. Má mađur kannski bjóđa Agli Pepsi Anno 1943: http://www.fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1462137/"

Ţegar Egill er međ svona tilburđi tel ég víst ađ hann hafi líka mikla ţekkingu á gosdrykkjum í DDR eins og Club Cola.


Bloggfćrslur 13. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband