Ró á Austurvelli

Wood nr. 15 Fornleifur copyright

Númer 15 er fundin! Laterna magica skyggnumyndina hér ađ ofan, sem er handlituđ, fann skyggnubirgir minn á Englandi nýlega í ruslakistu sinni. Sú kista reynist honum drjúg tekjulind, enda situr hann á miklum fjársjóđ sá góđi mađur.

Myndin er úr röđinni góđu sem sem Riley Brothters og E.G.Wood framleiddu í samráđi viđ menn á Íslandi og Skotlandi, og sem ég skrifađi um á Fornleifi fyrra í 10 köflum.

Myndin er af virđulegu ţinghúsi okkar ţar sem allt er nú í uppnámi nú vegna alls konar óra í sjórćningjum og ćringjum. Einnig má sjá dómkirkju höfuđstađarins. Ţessi mynd var tekin af Sigfúsi Eymundssyni og er t.d. ţekkt á Ţjóđminjasafni í tveimur gerđum (sjá hér ; Lpr-380 í lélegu ástandi.  Hina (Lpr-1152-9) er ađ finna í ljósmyndabók af ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar. Bókin lá frammi á stofunni og gátu viđskiptavinir pantađ myndir úr henni. Margar myndir úr ţessari ágćtu bók sendi Sigfús líklega til ţeirra sem framleiddu laterna magica skyggnur. Ljósmyndin er af Ţjóđminjasafni sögđ vera tekin 1882-1883.

Austurvöllur Sigfús

Nokkuđ merkilegt er ađ ná í ţetta og ég bíđ eftir tveimur myndum til viđbótar, sem sagt verđur frá viđ tćkifćri á Fornleifi.

Drengurinn sem hallar sér upp ađ girđingunni viđ Austurvöll er Daníel Benedikt Daníelsson (1866-1933), sem var ćttađur  norđan  úr Húnavatnssýslu. Hann var skráđur sem smali á Ţóroddstöđum í Stađarsókn um 1880. Miklu síđar gerđist hann bóndi í Brautarholti í Kjós. Starfađi einnig sem ljósmyndari, kaupmađur og veitingamađur á Selfossi og ađ lokum sem dyravörđur í Stjórnarráđinu. Frćgar eru Kleppsvísur í Speglinum sem fjalla um ţegar hann reiđ sem sendill Hriflu-Jónasar međ uppsagnarbréf handa Helga Tómassyni lćkni á Kleppi (sjá hér).  Ef myndin hefur veriđ tekin 1882-83 hefur Daníel ekki veriđ eldri en 17-18 ára gamall.

Daniel Ben Danielsson

Myndin á skyggnunni hefur veriđ skorin ađeins ţannig ađ ekki sést t.d. í styttuna af Bertel Thorvaldsen sem ţá stóđ á Austurvelli.

Mér ţykir sjálfum afar gaman ađ sjá ţessa mynd af Alţingishúsinu nýbyggđu. Langalangafi minn Sigurđur Bjarnason sem fluttist úr Skagafirđi vegna fátćktar (hann var ţađ sem í dag er kallađ flóttamađur) og sonur hans Ţórđur (sem unglingur) unnu báđir viđ byggingu Alţingishússins.

Alţingishúsiđ 1883 b

Ţegar Sigfús tók ţessa mynd stóđ hann ekki langt frá hinum mjög svo umtalađa Víkurgarđi sem allir vildu bjargađ hafa. Ţar telja fornleifafrćđingar sig hugsanlega hafa fundiđ heiđnar grafir undir ţeim kristnu. Ég leyfi mér ađ efast um ţađ ţar til ég sé sannfćrandi sönnunargögn ţví til stuđnings.

Ég tel persónulega ađ međ eins mikla byggđ og nú hefur veriđ sýnt fram á í kvosinni á víkingaöld, hafi kuml landnámsmanna og afkomenda ţeirra, sem ekki voru kristnir, veriđ ekki mjög langt undan. Ég leyfi mér ađ benda á mjög merka ljósmynd í fórum Ljósmyndasafns Ţjóđminjasafnsins OKKAR, sem tekin var  áriđ 1868 og einnig af Sigfúsi Eymundssyni. Tel ég myndina sýna stađinn ţar sem Ingólfur og hinir íbúarnir í Víkinni voru heygđir. Ţarna á ţúfunum (kumlunum) er löngu búiđ ađ byggja hús. En hver veit – í garđi rússneska sendiráđsins eđa ađeins sunnan viđ hann gćti veriđ ađ kuml fyrstu "víkinga" Víkur séu enn ađ finna undir reynitrjánum.

Reykjavík 1868

Ţegar Hótel Kirkjugarđi verđur plantađ niđur í Víkurgarđ - ţví menningarlegu peningavöldin, sem stjórna boginni nú, eru afhuguđ menningu - ćtla ég nú rétt ađ vona ađ hótelhaldarar verđi ţjóđlegir og hafi myndir í römmum af beinum úr garđinum og nćrmyndir af holdsveikum í morgunverđarsalnum. Ţađ er áhugavert fyrir ferđamenn ađ stúdera slíkt ţegar ţeir borđa árbítinn, innifalinn eđa óinnifalinn. Ég er til í ađ láta hóteleigendum í té litmynd af Austurvelli frá 1889! til ađ hafa yfir kaffivélinni, en ţađ mun vitaskuld kosta ţá dýrt.

Menning kostar nefnilega, en ţađ er svo billegt ađ eyđa henni.


Bloggfćrslur 20. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband