"Stradivaríusinn" minn er kominn heim

Utlaginn

Í október var ég í nokkra daga međ gömlum vinum í forláta íbúđ í Charlottenburg í Berlínarborg. Áđur en ţeir komu, hafđi ég setiđ á pólitísku skjalasafni Utanríkisráđuneytis Ţýskalands (Politisches Archiv des Auswärtiges Amts) og grúskađ fyrir grein sem ég ćtla ađ skrifa međ konu í París. Fyrir utan daga međ góđum mat, tónleikum og leikhúsferđ á Berliner Ensamble til ađ sjá hiđ djöfulgóđa verk Baal eftir Berthold Brecht, var hápunktur ferđarinnar fyrir mig ađ annar fornvinanna kom međ langspiliđ mitt góđa sem ég smíđađi ţegar ég var ungur (sjá hér).

Nýlega var smíđakennari á Ţingeyri, Jón Sigurđsson ađ nafni, sem smíđar langspil, búinn ađ smíđa verklega tösku fyrir mig undir hljóđfćriđ mitt, en kassinn var ekki tilbúinn ţegar ég var á Íslandi í lok september.

Einn vina minna, Kristján, gerđist vinsamlegast burđardýr fyrir langspiliđ. Ég hafđi vitaskuld miklar áhyggjur af međferđ hljóđfćrisins og kassans í flugvél frá Íslandi til Berlínar. En ekkert var ađ óttast um ţađ í höndum Kristjáns. Ţađ fékk svo sannarlega einnig Sondermeđferđ hjá flugfreyjunum Icelandairs. - Kristján ţurfti ekki annađ en ađ segja leyniorđiđ "LANGSPIL" og brosa á freyjurnar. Ţađ ţótti freyjunum mjög ćsandi og kassinn fékk ađ dvelja á Saga-Class alla leiđ til Tegel Lufthafen. Hvort ţađ var Kristján eđa langspiliđ, sem hafđi slík áhrif á freyjurnar, veit ég ekki, en ţađ verđur eiginlega ađ rannsaka ţađ vísindalega sem allra fyrst. En Icelandair og flugfreyjum félagsins fćri ég innilegustu ţakkir fyrir fyrirgreiđsluna viđ Kristján - eđa langspiliđ.

Saddir af Berlín fóru vinir mínir aftur í hámenningu Fósturjarđarinnar, en ég fór bara í rútu til Danmerkur. Ég er líklega dellukarl, ţví ég keypti sérsćti undir langspiliđ. Kassinn vakti athygli. Ţó ekki meira en ađ svartur hasshundur, sem sleppt var inn í rútuna eftir komuna til Danmerkur, hafđi ekki hinn minnsta áhuga á kassanum. Síđan hef ég í frístundum veriđ ađ dytta ađ hljóđfćri mínu, reyna mismunandi strengi og treina bogann sem ég keypti međ mikilli ró og innhverfri íhugun í versluninni Sangitamiya í Reykjavík í september.

Ţar fyrir utan hef ég horft á YouTube međ upptökum af mismunandi ágćtisfólki sem leikur á nýlega smíđuđ langspil (ţvílík áhugamál sem sumt fólk hefur!). Ég hef viđ ţađ fullvissađ mig um ađ rómađ hljóđiđ í hljóđfćri mínu var engin ímyndun kunnugra manna. Langspiliđ, sem á sínum tíma var dćmt af kanadískum sérfrćđingi sem hljómfegurstu gerđ langspila landsins - hvorki meira né minna. En langspil hljóma ugglaust eins mismunandi og ţau eru mörg.

20191011_115452

Íslenskir harđlínukommar viđ minnismerki um Rósu Luxemburg í október 2019.

Ekki hélt ég neina tónleika í Berlín í ţetta sinn, en sársé eiginlega eftir ţví ađ hafa ekki tekiđ Nallann á langspiliđ. Ég lokkađi félaga mína til ađ fara međ mér og setja rósir viđ ána Spree, ţar sem ţýskir óţokkar köstuđu litlum en ţéttvöxnum líkama Rósu Luxemburg í ána áriđ 1919. Ég er viss um ađ Rósa hefđi ekkert haft á móti ţví - ţ.e.a.s. ađ ég spilađi Nallann.

20191011_120139Kommarnir frá Íslandi minntust Rósu međ bleikum rósum. Menn mega leggja í ţađ hvađa merkingu sem ţeir vilja.

Eftir heimkomuna frá Berlín hef ég fariđ í smábreytingar á langspilskassanum. Ég setti á hann ađrar spennur en upphaflega voru, sem og hornspeldi úr messing; keypti ţar ađ auki gítarkassalás sem ég hef enn ekki skrúfađ á. Ég mun einnig setja lamir á hann ađ innanverđu. Ćtlunin var svo ađ setja sútuđ laxaskinn á kassann allan, en ţá frétti ég ađ sútarinn á Sauđárkróki hefđi iđađ í skinninu og vćri ţví miđur farinn á hausinn. Veit einhver, hvar nú er hćgt ađ fá ódýr, sútuđ laxarođ? Kann ekki einhver ađ blikka sútara fyrir mig - eđa er nóg ađ segja bara "Langspil"?

Nú, ćfingin skapar meistarann. Síđar leyfi ég ykkur kannski ađ heyra lag á Útlagann, sem ţangađ til hvílir í töskunni Rođleysu. En ég lofa engu.


Bloggfćrslur 2. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband