Ónafngreindur lundi í póstkassanum

Lundi frá Ólundi

Fornleifur fćr ekki oft póstkort frá framandi löndum, nema frá einstaka gamlingja á ferđalagi. Honum brá ţví mjög í brún ţegar hann opnađi póstkassann í gćr. Ţar lá aldrei ţessu vant enginn reikningur, en hins vegar póstkort međ mynd ţessum fína lunda á syllu.

Lundinn hafđi veriđ sendur 27. janúar frá Íslandi og ţví flöktađ um í póstkerfinu í heila viku, sem ţykir nú orđiđ bara nokkur góđur tími.

Mér ţótti strax furđulegt ađ lesa ţađ sem á kortinu stóđ. Sendandinn hafđi ekki skrifađ neitt á kortiđ, heldur prentađ skilabođ sín og nafn og heimilisfang mitt í prentara, klippt ţađ út og límt á kortiđ.

Lundinn er líka dývítis dóni, ţví skilabođin voru heldur ekki undirrituđ. Ţau á ţessa leiđ:

Áhugaverđ lesning bíđur ţín á:

https://skemman.is/handle/1946/23442

Góđa skemmtun

Ólund í Lunda

Venjulega opna ég hlekki sem nafnleysingjar og tröll eru ađ ota ađ mér, en ţar sem ég veit hvađ skemman.is er, ćtlađi forvitnin nćstum ţví ađ drepa mig. Ég opnađi hlekkinn, sem ekki týndist í póstkerfinu, og ţar kom fram meistararitgerđ Margrétar Hallgrímsdóttur ţjóđminjavarđar viđ félagsvísindadeild HÍ, sem ber heitiđ Ţjóđminjasafn Íslands. Ţćttir úr stofnanasögu (2016).

Einhvern tíma áđur hef ég opnađ ţessa ritgerđ og kíkti ţá meira í hana en ég las. Ég man ađ mér ţótti ţetta frekar ţunnur ţrettándi fyrir mastersritgerđ og hugsađi međ mér ađ kannski hefđi bréfum fćkkađ í bréfasafni Ţjóđminjasafns frá ţeim tíma ađ ég vann ţar.

Ég kíkti aftur í gćr í ritgerđ ţessa. Ţađ er tóm tímaeyđsla eins og blogg ţetta, og skemmti ég mér ekki yfir ritgerđinni frekar en fyrri daginn. Mér finnst skautađ hratt yfir sum vandamálatímabil Ţjóđminjasafnsins.

Mér ţykir enn furđulegt ađ forstöđumađur ríkisstofnunar, sem í öđrum löndum yrđi ađ hafa doktorsmenntun, skrifi meistararitgerđ um stofnun sína og sögu hennar í starfi. Ţađ er eiginlega ţađ sama og ađ viđurkenna, ađ yfirmađurinn hafi ekki veriđ meistari á stofnun sinni, áđur en hann skrifađi ritgerđ viđ Háskóla Ísland. Eins ţykir mér međ ólíkindum ađ menn hafi tíma til ađ skrifa slíka ritgerđ, ţegar ţeir stjórna einni ađ helstu menningastofnunum landsins. Slíkt er örugglega á Íslandi taliđ til hćfileika, ţegar kona á í hlut - og ég viđurkenni fúslega ađ konur eru til flestra verka hćfari en karlar. Mig grunar aftur á móti, ađ ef karlrćfilstuska hefđi gert ţađ sama, hefđi hann veriđ rekinn međ smán fyrir ađ hafa veriđ í námi í vinnutíma - og ekki er Háskóli Íslands neinn kvöldskóli - eđur hvađ?

Lundi minn góđur, sparađu póstkortin og frímerkin. Saga Ţjóđminjasafnsins hefur enn ekki veriđ rituđ ađ viti. En ţađ er ţó harla fyndiđ ađ sjá lundarfar sumra manna ađ ţeir telja ţađ köllun sína ađ skrifa sögu embćtta sinna, ţegar ţeir sitja enn á embćttisstóli og allt leikur í lundi ţegar ekki er veriđ ađ reka starfsmenn og líka á öđrum stofnunum. Ţađ minnir mann einna helst á keisara í Róm. Tilfallandi lundapysjur og gamlir fornleifafrćđingar eiga vitaskuld erfitt međ ađ skilja slíkar prímadonnur. Viđ eru svoddan einfeldningar. Fornleifur las ţó hér áđur fyrr einhverja latínu međ litlum skilningi og kann ţví ađ sjá í gegnum áróđursrit manna fyrir sjálfa sig.

En hvernig ţađ er hćgt ađ framleiđa slíkt í HÍ um hábjartan dag og verđa meistari fyrir, er ofar mínum skilningi. En meiri af tíma mínum eyđi ég ekki í slíkar vangaveltur. Flest á hinu háa Íslandi er ofar mínum skilningi hvort sem er. Góđar stundir.

Er óreiđa í Skemmunni?

Nokkrum mínútum eftir ađ ég birti ofanstćđa frásögn af óundirrituđu póstkorti, ćtlađi ég ađ sjá hvort allt virkađi á blogginu. Ţá sá ég ađ ritgerđin eftir ţjóđminjavörđ var ekki lengur ađgengileg á Skemman.is. Ţađ er búiđ ađ loka fyrir gegnsćiđ sem var ţar í gćr.

Viđbót viđ viđbótina einni og hálfri klukkustund frá birtingu ţessa blogs. Sviđsstjóri ţjónustu og miđlunar á Landsbókasafni upplýsir:

Í gćr var afgreitt erindi frá höfundi ritgerđarinnar sem vildi láta loka ađgangi ađ henni.

Ţađ var svar viđ erindi mínu til skemman.is, sem sent var kl. 9:17 ađ íslenskum tíma í dag 4. febrúar 2020:

Í gćr opnađi ég og las í ritgerđ á Skemmunni sem hćgt var ađ finna hér:

https://skemman.is/handle/1946/23442

Í dag er búiđ ađ loka á lestur.

Mér leikur forvitni á ţví ađ vita hvađ veldur ţessu breytta ástandi á milli daga.

Líklegt tel eg ađ fleiri lundar hafi veriđ á ferđinni međ póstţjónustunni.


Bloggfćrslur 4. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband