Niđurbrotsmenn nútímans

LeeStatueRemoval2-1250x650

Hiđ íkónóklastíska háttalag mannskepnunnar er eitt af frumstćđustu kenndum hennar, fyrir utan öfund, hatur og fávisku.  Niđurbrot á minnum, helgitáknum, og jafnvel trú ţess sem úthrópađur er sem óvinurinn, hefur ţví miđur fylgt manninum síđan á hellisstiginu, og alveg fram í rauđa byltingu og dauđamessu fasistanna.

Thorgeir

Nú sjáum viđ vel menntađ fólk fara um heiminn og fjarlćgja styttur bćjarins.  Ja hérna...  Hvađ hafa blessađar stytturnar gert kjánunum. Mér sýnist á allri ţessari niđurbrotsöldu, ađallega í Bandaríkjunum, ađ ţađ séu ekki Svört Líf sem Skipta Máli fyrir niđurrifsfólkiđ - heldur hinn ömurlegi sjálftökuréttur til ađ eyđileggja međ vandlćtingu menningu og sögu "óvinarins" á sama hátt og t.d. ISIS brytjađi niđur leifar menningar sem ţeir telja móđgun viđ hiđ háheilaga Íslam. Skríllinn vann einnig ţessa byltingu, og ţar međ er byltingin töpuđ.

200621081902-north-carolina-henry-wyatt-statue-large-169

Íkónóklasmi eru heilkenni sem lýsa sér hjá fólki sem er of frumstćtt til ađ geta tjáđ sig međ orđum - í máli, myndum eđa tónlist. Eyđilegging og útrýming er greinilega eina lausnin. Ég verđ eiginlega ađ segja eins og Dr. Huxtable gerđi, áđur en hann fór í fangelsiđ: Sýniđ umburđarlyndi!

Líf svartra einstaklinga eru meira virđi en ţađ ţurfi ađ eyđileggja stjarfar styttur úr kopar og tini fyrir ţau.

200607151856-03-edward-colston-bristol-statue-0607-exlarge-169

Í BNA ţurfa íbúarnir í raun ekki ađ fjarlćgja eina einustu styttu; Ef forseta BNA verđur velt af stóli og Bandaríkin fara ađ stunda jöfnuđ eins og hann ţekkist í lýđrćđisríkjum, er stigiđ stórt skref fram á veg. Ef gargandi vitleysingar BNA, sem ekki geta tjáđ sig nema í niđurbroti múgćsingar, sjá ekki ađ eina styttan sem ţarf ađ fjarlćgja, er Trump, ţá á ţessi volađa ţjóđ enga von.

image Middelalder

Trump er hins vegar búinn ađ ná allsherjar klofbragđi á bandarísku ţjóđinni. Hann heldur hređjataki á ţjóđ sem í skugga farsóttar er svo tćp ađ hún gengur berserksgang gegn sjálfri sér, í stađ ţess ađ nota mátt orđsins, myndarinnar og tónlistarinnar til ađ koma hvirfilvindhćrđa hreysikettinum burt úr Hvíta Húsinu.

2017-08-18T183719Z_1_LYNXNPED7H1FN_RTROPTP_4_USA-PROTESTS-STATUESŢjóđ sem ekki vill jafnrćđi, en frekar glundrođa hópćsingar, fćr ţađ sem hún biđur um: Fjögur ár í viđbót međ vanstilltan mann í Hvíta Húsinu, sem er haldinn alveg sömu kenndum og ISIS-liđinn hér á myndinni og ţeir sem telja sig leysa vandamál međ niđurbroti. Styttubrjótar nútímans eru andlegir frćndur Trumps.

VAsC


Bloggfćrslur 22. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband