Mont seint á mánudegi

Cover_vind_41_600px 

Ég leysti nýlega ţíđan vind i Hollandi. Ađ ţví tilefni langar mig ađ benda lesendum Fornleifs, sem geta lesiđ hollensku, á tímaritiđ VIND, sem kemur út 4 sinnum á ári hverju.

VIND (sem boriđ er fram Find) er tímarit um listir, sögu og fornleifar og hefur ţađ mikla útbreiđslu og vinsćldir í Hollandi. Greinar í ritinu er jafnt um efni frá Niđurlöndum sem öđrum löndum. 

Ritiđ er í mjög háum gćđum, enda er prentverk í sérflokki í Hollandi eins og margir vita. Ritiđ er heldur ekki dýrt, eđa 12.50 evrur út úr búđ. Fyrir 1893 ISK fćr mađur nú međ VIND 41, 210 blađsíđna rit í hágćđum. Ritiđ er 950 grömm ađ ţyngd. Ţađ er ţví sums stađar orđiđ dýrara ađ senda slíkt rit stakt í pósti á hinum mikla hnignunartíma eđlilegra póstsamgangna en ađ kaupa ţađ. Ţađ eina sem kannski letur Íslendinga til kaupa á ţessu ágćta riti er ađ ţađ er á á hollensku. En sífellt fleiri Íslendingar eru meira en mellufćrir á ţví góđa tungumáli og sagt er ađ Íslendingar séu međ eindćmum listrćnir og góđir tungumálamenn. VIND er tilvaliđ rit fyrir fagurkera, sem nenna ađ hafa fyrir ţví ađ stafa sig fram úr 2-8 blađsíđna greinum á niđurlensku.

Ritstjóri Fornleifs hefur tvisvar skrifađ grein í ritiđ um efni sem tengja Ísland, Norđurlönd og Holland saman. Ţriđja greinin er á leiđinni, fjórđa er í forvinnslu og fimmta greinin er farin ađ gerjast í höfđinu á mér. Svo er einnig í frásögur fćrandi ađ titstjóri Fornleifs var nefndur í ritstjórnargrein ritsins um daginn (sjá hér). 

Ég set hér hlekk á heimasíđu VIND ef einhver ađdáandi lista hefur áhuga á góđu riti og ađ lćra nýtt tungumál, t.d. ef menn stefna ađ ţví međ tíđ og tíma ađ verđa menningarlegir íslenskir embćttismenn í Brussell. Nýjasta grein mína (rétta próförk) í ritinu getiđ ţiđ lesiđ hér, en síđutölin eru röng; í lokaútgáfu ritsins er greinin á blađsíđum 50-57, en annars er greinin á allan hátt sú sama.


Bloggfćrslur 10. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband