5) Bútar fyrir Halldór og Hannes II - Kapítalisti í Bandaríkjunum og kommúnisti á Íslandi

Lax til Knopfs 12 april 1946

Skattamál Halldórs Laxness hafa veriđ mikiđ á milli tannanna á ýmsum mönnum, sem allt vita um Laxness og lesa uppúr honum fyrir konuna sína (og karlinn) í rúminu á kvöldin.

Til er fólk á Íslandi sem heldur ađ reynt hafi veriđ ađ grafa undan Halldóri Laxness vegna tekna hans í Bandaríkjunum. Um ţađ hef ég ritađ áđur (sjá hér) og hér skal bćtt örlitlu viđ ţađ, áđur en tekiđ verđur á ţeirri meinloku sem fćr fólk til ađ ímynda sér ađ Sjálfstćđismenn, međ Bjarna Ben í fararbroddi, og međ hjálp FBI og J. Edgar Hoovers hafi valdiđ hruni á sölu bóka Laxness í Bandaríkjunum.

Skáld ţurfa ađ lifa á hćfileikum sínum eins og annađ listafólk.  Áđur en Independent People hafđi veriđ gefin út og fékk töluverđa sölu (en ekki metsölu eins og margir ímynda sér á Íslandi), óskađi "sósíalistinn" Laxness eftir ţví viđ forlag sitt í BNA, Alfred A. Knopf, ađ honum yrđi greidd fyrir sinn snúđ í dölum á reikning á Manhattan.

Kemur ykkur ţađ á óvart? Hann ćtlađi sér ađ eyđa ţeim peningum í BNA, og líkast til hefur hann greitt alla tilskylda skatta af ţessari innistćđu sinni í BNA, eins og fram kemur í fyrrgreindri grein minni. Ekkert hankí pankí, bara eđlileg fyrirsjónarsemi fyrir sínum eigin högum og fjölskyldu sinnar. Halldór var ósköp venjulegur, ráđdeildarsamur mađur.

Hér birtist í fyrsta sinn á Íslandi bréf Laxness til forlags síns í Bandaríkjunum, dagsett 12. apríl 1946. Í bréfinu biđur hann forleggjarann um ađ ganga frá greiđslum til sín á "bankabók" sína í Bandaríkjunum.

Lax til Knopfs 12 4 1946

Fornleifur gróf djúpt og Fornleifur fann. Og er nú ekki viđ hćfi ađ láta systur Andrésar syngja um Romm og kók og Yankee dollar, sem kom á markađinn áriđ 1945 (leggiđ viđ hlustir hér).

 


Bloggfćrslur 4. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband